30. nóv. 2002

Mig vantar uppástungur fyrir gagnrýni á vefsíðu! Ef þú getur bent á erlenda vefsíðu sem er "proffessional" en kannski ekki beinlínis notendavæn endilega skrifaðu slóðina í kommentin.... ég er alveg í vandræðum með þetta :)

Og Trigger og þið hin - ef ykkur finnst smokkar með karríbragði skrýtin hugmynd þá var ég að komast að því að þeir fást líka með bjór og fish&chips bragði. Ætli smokkar með hangikjötsbragði yrðu ekki tilvalin gjöf í skóinn í ár...?

29. nóv. 2002

Eg er buin ad roast adeins sidan i gaer. Hef attad mig a thvi ad kannski er Sodaperri bara madur i framandi landi sem langar ad eignast vini en kann ekki ad fara ad thvi. Soda-og perraskapinn ma skyra med menningarmun og lygarnar med thvi ad hann vill kannski bara falla inn i hopinn... eda vantar athygli. Thannig ad umburdarlyndi skal thad vera. Eg aetla ad gefa honum nytt nafn, Greyid og gefa honum einn sens i vidbot. Aetla ad vera naes vid hann og sja hvernig thad gengur. What goes around comes around.

28. nóv. 2002

Mamma min a afmaeli i dag... til hamingju mamma!
Einhverjir hafa verid ad velta fyrir ser djokinu i daeminu ur sidustu faerslu...
Heart failure thydir sumse hjartastopp og thad er kannski ekki audvelt ad nota tolvur thegar madur er i midju hjartastoppi... eg var audvitad bara ad meina ad thad thyrfti kannski ekki serstakan tolvubunad fyrir hjartveika eins og kannski fyrir tha sem eru lamadir fyrir nedan hals.
Eg hef fra ymsu ad segja af Sodaperra.
Fyrst komumst vid ad thvi ad hann er ad reykja inni i herberginu sinu. Thetta er i fyrsta lagi reyklaus ibud og reyklaus stigagangur og lyktin fannst alls stadar. Thad eru faestar ibudirnar reyklausar - skil ekki hvers vegna hann pantadi thad ef hann reykir. I odru lagi er brunakerfid frekar naemt og thad er endalaust vesen ef thad fer i gang - thad fer nefnilega i gang i ollu husinu med gedveikum latum, 20 ibudir a sex haedum...
I thridja lagi er audvitad verkfall slokkvilidsmanna i gangi og eg einfaldlega treysti gaejanum ekki thvi hann er svo kaerulaus. Daudhraedd um ad hann kveiki i og drepi okkur oll.
Ok - veit ad eg er ad vera full dramatisk eeeeeen nyjasta daemid er enn ein sonnun thess ad hann er klikkadur.
Vinkona Sodaperra sem selur sig byr med stelpu sem heitir Rubin og er vinkona Sam (sem byr med okkur Sodaperra). Uff flokid. Anyway...
Sodaperri spyr Sam hvort hun thekki Rubin. Hann segist hafa talad vid hana oft i simann thvi hun svari alltaf thegar hann hringi i vinkonu sina. Thau seu godir vinir og tali alltaf saman a urdu thvi hun er lika muslimi. Sam jatar thvi ad hun thekki stelpuna, talar svo vid hana og segir ad hun hafi ekki vitad ad thau Sodaperri vaeru svona godir vinir. Ha, hver er thad? segir stelpan. Segist aldrei hafa talad vid hann, allir seu med sima inni i sinu herbergi (og svari ekki i simann hja hvoru odru). Svo segist hun ekki einu sinni tala umraett tungumal! Mjooog furdulegt. Og thetta er orugglega sama stelpan.
Eftir ad eg taladi vid hann um reykingarnar brosti hann bara og gerdi grin ad thvi hvad stelpur vaeru med vidkvaemt thefskyn!!! Tha vorum vid nokkrar saman, Sam og Junko sem byr fyrir ofan voru fyrir aftan mig.
Rakst svo a hann i eldhusinu og hann horfdi a mig iskoldum augum. Er viss um ad hann se med mannakjot i thessum skrytnu pokum i frystinum. Held ad eg se komin med tilvalda fyrirmynd ad radmordingja i naestu sakamalasoguna mina :)

p.s. Vid hofum reynt ad tala vid husradgjafann en hann var ekki heima i gaer... onnur tilraun verdur gerd i kvold

26. nóv. 2002

Skemmtilegt nokk tha var eg svo osofin i morgun ad eg var bara eeeekkert stressud fyrir fyrirlesturinn. Gekk eins og i sogu fyrir utan nokkur smavaegileg atridi.
Daemi:
Ten to twenty percent of the population in the world has some sort of disability. Not all of them are relevant to accessibility. For example, a person with heart failure would still be able to use a computer "normally".
Agaett.
Þegar kemur að skilaverkefnum er alveg merkilegt hvað ég þjáist alltaf af ritstíflu þar til eftir miðnætti daginn áður en á að skila. Er samt komin með ágætis Power Point prýddan fyrirlestur í hendurnar. Verst hvað flutningurinn verður þreyttur :)

24. nóv. 2002

Í Englandi fást smokkar með karríbragði og "skál" á ungversku hljómar mjög líkt og "enginn skítur hér" sagt með sænskum hreim. Þetta er meðal þess sem ég komst að í stórkostlegu matarboði Rögnu Benediktu í gærkveld. Við vorum sex í boðinu, fengum brjálæðislega góða fiskisúpu og brauð og ólífur og jarðaber og súkkulaði...mmmmmm...
Á endanum vorum við bara þrjú eftir eins og svo oft áður, við Ragna og Juhann Eisti. Við spjölluðum og drukkum hvítvín langt fram eftir nóttu. Sváfum í nokkra tíma og vöknuðum við kirkjuklukkurnar klukkan hálf tíu. Juhann greyið hélt að þetta væri vekjaraklukkan :) Ragna skutla sem getur allt var eldhress og ákvað að baka brauð sem við borðuðum svo með osti og kaffi og hlustuðum á tónlist. Frábært kvöld.... og morgunn :)
Ég þarf hins vegar að skila forritunarverkefni á morgun, flytja aðgengileikafyrirlesturinn á miðvikudaginn og skila ritgerð á föstudaginn um hönnun leikja í gsm símum. Ég á að "föndra" einhvers konar útgáfu af ákveðum leik - með teikningum eða þvíumlíku. Í kvöld er ég samt að fara að hitta fólkið í kúrsinum mínum... þannig að ég ætti kannski að byrja á einhverju af þessu núna :)

23. nóv. 2002

Æ hvað ég vildi að ég hefði mörg blogg. Eitt svona almennt og fjölskylduvænt. Eitt nördablogg fyrir þá sem hafa gaman af öllu því sniðuga sem ég er að læra hérna úti. Þriðja væri síðan leyndóblogg fyrir allt sem fer fram bakvið tjöldin....
Erfitt að hafa vinkonur sínar svona langt í burtu. Mig langar með í jólaföndrið í kvöld :(
En engar áhyggjur. Ég er að fara í matarboð til Rögnu í kvöld og við erum að fara að versla fyrir það núna. Skreppa á markaðinn og skoða í búðir í alveg ágætis veðri. Auðvitað var smá vesen í kringum það að sumum var boðið en ekki öðrum og sumir fréttu það sem aðrir áttu ekki að segja þeim og sumir spurðu hina um það sem aðrir sögðu en hinir vissu ekki hvað þeir áttu að segja sumum því þeir vissu að einhverjir höfðu ekki boðið sumum. You get the picture :)

22. nóv. 2002

Skemmtilegt að sumir séu að tjá sig um aðgengileika á vefnum.... því ég er einmitt að fara að halda fyrirlestur um þetta sama efni á þriðjudaginn :) Hafði ekki mikið pælt í þessu áður en finnst þetta mjög spennandi eftir að hafa aðeins kannað málið - enda er "web accessibility" mjög hot topic þessa dagana (sem gæti komið sér vel þegar kemur að mastersritgerð og atvinnuleit).

Ég var orðin svo pirruð á samnemendum mínum sem voru alltaf að forvitnast um eskimóa og snjóhús (meira í gamni en alvöru) að síðustu vikur hef ég látið eins og þetta sé satt. Segi að aðaláhugamál mitt sé mörgæsaveiðar og að snjóhúsið mitt sé tveggja hæða. Sumir hafa tekið þessu alvarlegar en aðrir og krefjast nú myndbirtinga til sönnunar... ætli ég geti ekki fundið einhverjar snjóhúsamyndir á netinu? :)

Við vinkonur í Sussex Uni vorum að ræða um karlmenn og kelerí eins og svo oft áður í hádeginu. Ein tjáði sig um það að hana hefði alltaf langað til að sofa hjá Robin Williams. Mér fannst þetta frekar undarlegt val en þagði á meðan hún taldi upp kosti þess ágæta manns. Eftir að hafa séð hann í Mrs. Doubtfire get ég ómögulega séð hann fyrir mér sem kyntákn og gapti því af undrum þegar hún fór fögrum orðum um kroppinn, augun og síðast en ekki síst kynþokkafullu röddina. Hver hefur sinn auðvitað sinn smekk en hinar stúlkurna við borðið voru sammála þessu öllu saman. Þegar ég fór að láta í ljós að mér hefði ekki fundist hann sérstaklega sexý með græna slímið í Flubber skildu þær ekkert hvað ég var að fara. Mér misheyrðist víst aðeins.... þær voru að tala um Robbie Williams.

21. nóv. 2002

Eftir skráningu á hið stórkostlega RSS hefur umferðin aukist til muna á bloggið. Þýðir það að ég þurfi að fara að skrifa eitthvað gáfulegt og sniðugt í staðinn fyrir veðurfréttir frá Brighton? Svakalegt. Allt auðvitað Tryggva frekju að kenna :)
Ég hugsa til dæmis að Sverrir hafi fundið síðuna mína þannig en hann telur þann 20 nóv. upp fimm bekkjarsystkini úr 10. T í Hagaskóla sem blogga. Hlýtur að teljast gott. Ég get samt örugglega nefnt fleiri Hagskælinga útskrift ´95 sem blogga... minnir endilega að ég hafi rekist á nokkur Vesturbæjarblogg nýlega. Þarf aðeins að hugsa þetta.
Svo langar mig alveg rosalega að vita hver Skoffínið er, hver TinTin er og hvernig bloggið mitt tengist þessu öllu saman :)

Ein góð saga svona í lokin. Katerina sagði mér í dag frá grískum vini sínum sem ætlaði að kaupa sér kanínu (hann langaði í gæludýr). Hann fer heim til konu sem átti af einhverjum ástæðum fullt af kanínum og var mikið í mun að koma vel fyrir og láta í ljóst velvild sína gagnvart umræddu dýri. Honum fannst þess vegna tilvalið að segja frá fyrri gæludýrareynslu.
"You know, I had a cock once" segir drengurinn.
"Once I shampooed it and blowdried it all by myself. It was okay with my mother but its hairs pointed upwards around my father". Fleiri lýsingar fylgdu í kjölfarið.
Það tók víst dágóðan tíma að útskýra að hann var ekki að ræða um eigin líkamsstarfsemi heldur hanann sinn.

20. nóv. 2002

Flugmiðinn minn sem ég pantaði á Netinu á mánudaginn, kom með póstinum í gær. Semsagt sólarhringsdelivery og örugglega í fyrsta sinn sem ég hef verið virkilega ánægð með þjónustu Flugleiða. En þetta var nú líka skrifstofan í London... :)
Og til hamingu með afmælið Helgi Brynju :)

19. nóv. 2002

Hann Tryggvi litli á afmæli í dag og langar mig að byrja á því að óska honum innilega til hamingju :) Á vefdagbókinni sinni nefnir hann nokkrar staðreyndir sem fylgja því að verða stór en ef maður les síðustu færslur hjá honum má glöggt sjá annað ellimerki. Tryggvi talar nefnilega mikið um "stuð" og "spennandi tíma framundan" og hann er ekki að tala um næsta djamm -heldur það taka baðherbergið sitt í gegn :)

Annað í fréttum er það að ég er komin með pottþétta aðferð til að hössla stærðfræðinörda - ef ég hefði áhuga á því :) Ég á nefnilega bol sem stendur á QTπ (lesist=kjútípæ)og var í honum í dag. Fór á forritunarfyrirlestur þar sem megnið af nemendunum voru stærðfræði-og tölvunarfræðistrákar sem störðu stíft á brjóstin á mér og pældu í þessari "formúlu". Fjórir strákar fóru síðan að tala við mig að fyrra bragði (ekki saman) seinna um daginn, tjá sig um bolinn og eitthvað svona. Þeir eru allir í EASY kúrsinum (Evolutionary and Adaptive Systems) og hafa ekki sýnt mér minnsta áhuga áður fyrr þótt ég hafi auðvitað oft rekist á þá. Örugglega hinir vænstu drengir þannig að stelpur, ég mæli með þessu. Líka áhrifaríkt ef maður vill kynnast einhverjum sem getur hjálpað manni að forrita ;)

18. nóv. 2002

Aumingja Sam bankaði upp á hjá mér áðan, einmitt meðan ég var í stórskemmtilegum samskrifum við Dísu og Ólu á msn. Hún hafði verið uppi að tala við Yannis sem er svokallaður Residential Advisor og á að aðstoða íbúana við að leysa vandamál sem kunna að koma upp. Sam ákvað loksins að tala við hann um Sóðaperra enda þekkir hún hann (Yannis) frekar vel. Hann féllst á að sitja fund með okkur samleigendunum á fimmtudagskvöld og vera óháður, utanaðkomandi aðili. Hann ætlar síðan að koma og tala við kallinn í einrúmi ef þarf. Yannis kom aðeins inn í eldhús og er að spjalla við Sam þegar hann kemur inn. Þeir fara eitthvað að tala saman og lygarnar velta upp úr Sóðaperra eins og á færibandi. Hann segist hafa verið að vinna sem verkfræðingur hjá kóresku fyrirtæki og hafi búið í Ástralíu í 3 ár. Eitthvað samræmist þetta ekki því sem hann hefur sagt okkur og þetta var svo blatantly obvious að aumingja Sam var alveg miður sín. Minnir mig á klikkhausinn Eddie sem bjó einu sinni með Joey í Friends fyrir þá sem muna eftir því. Við erum sumsé farnar að hallast að því að perrinn sé ekki bara sóðalegur heldur líka geðveikur og þá eru góð ráð dýr. Sef með búrhníf undir koddanum til öryggis.
og ééééééég er komin með internetiÐÐÐÐÐÐÐÐ med ííííÍÍslenskum stÖfum heim til mín! Ókeypis í einn mánuð, 2000 kall á mánuði fyrir ótakmarkaðan aðgang, víííí!

17. nóv. 2002

Thad var voda gaman a Harry Potter. Vid forum reyndar kl. 10:30 og myndin var i 3 tima an hles thannig ad madur var svolitid stirdur og threyttur i lokin Eg a hins vegar heima naestum vid hlidina a bioinu thannig ad thaaad var allt i lagi :) Semsagt: maeli med Harry Potter. Fannst hun skemmtilegri en fyrsta myndin en imynda mer samt ad litlir krakkar gaetu ordid hraeddir. Mer bra ad minnsta kosti nokkrum sinnum thott mer bregdi svosem audveldlega :)
Eg sa "Islandsvininn" Jarvis Cocker aldrei thegar hann kom a Klakann og fannst thess vegna fyndid ad rekast a hann adan a lestarstodinni i Brighton. Hann hafdi verid a markadnum ad kaupa ser drasl, amk var hann ad burdast med eitthvad stort. Voda saetur.
Ragna vinkona lenti i thvi um daginn ad einhver gaeji sagdi ad hun vaeri lik Bjork. Semsagt sama og var sagt vid mig stuttu adur. Vid Ragna erum alls ekki likar og hvad tha ad vid seum likar Bjork. Furdulegt hvad folki dettur i hug. Anja sem er fra Thyskalandi sagdist stundum lenda i thvi ad folk segdi ad hun vaeri lik Claudiu Schiffer. Badar thyskar, badar havaxnar.
Nyjustu frettir af Sodaperra eru thaer ad hann kann ekki ad vaska upp og eldhusid er vidbjodslegt. Hann bidur spenntur eftir sumrinu svo ad hann geti "notid utsynisins", semsagt yfir beru stelpurnar a strondinni. Saett.

16. nóv. 2002

Ae hvad thad er gott ad vera sodd og utsofin og med kaerastann i heimsokn. Svo erum vid ad fara med Rognu a Harry Potter a eftir, vei vei! Meira a morgun, ta ta!

15. nóv. 2002

Og sapuoperan a Kings Road heldur afram. Thid gaetud haldid ad thad vaeri svona "Friends" stemning hja okkur, thrjar stelpur og thrir strakar sem bua saman en neeeeeiii thad er vist ekki alveg thannig. Uff... thad er svo margt sem eg tharf ad segja ykkur. Byrjum a byrjuninni.
Vid sex sem buum saman skiptumst i hverri viku a ad thrifa, kaupa klosettpappir og fara ut med ruslid. I thessari viku var komid ad Sodaperra en thad kom engum a ovart ad hann hefur ekki gert handtak alla vikuna. I gaer minnti Sam hann a ad hann thyrfti ad fara ad kaupa klosettpappir. Hvad haldidi ad gaejinn segi? Hann segist ekki vilja kaupa klosettpappir thvi hann noti ekki svoleidis!!!!! Honum finnst thad othaegilegt og hefur ekki vanist thvi! Svo fylgdu vist einhverjar midur gedslegar utskyringar (eg var ekki a stadnum) um hvernig hann notadi vatnsflosku sem hann geymir inni a badi til ad skola a ser afturendann. Thetta er kannski skyringin a fylunni af honum og skitnum i sturtunni.....
Jaeja ok madur a audvitad ad vera umburdarlyndur fyrir sidum annarra og allt thad.
Mer skilst ad eg se ekki su eina sem hafi verid oheppin med sambyling. Tveir strakar eru ad fara ad flytja ut ur ibud sem er stadsett a campus vegna stelpu sem byr med theim. Hun byrjadi a thvi ad opna ferdatosku fulla af smokkum i eldhusinu og sagdi ad getnadarvarnir vaeru svo dyrar i Bretlandi. Sidan fer hun ad koma med nyja gaeja heim a hverju kvoldi og laetin eru svo mikil ad sambylisfolk hennar getur ekki sofid. Thegar reynt var ad tala um thetta vid hana sagdist hun ekki geta haett thvi ad hun thyrfti a peningunum ad halda!
Thessi stulka (sem er vinkona vinkonu vinkonu minnar thannig ad thetta er audvitad bara kjaftsaga) er sidan tha farin ad hitta einhvern gaeja reglulega. Hann bydur henni ut ad borda og er ef til vill ad fa eitthvad annad i stadinn. Eg er eiginlega pottthett a thvi ad hann se ad fa eitthvad annad i stadinn thvi thetta er enginn annar en Sodaperri sjalfur!
Eg hef sed thessa stelpu (sem er virkilega falleg) i eldhusinu med honum. Hann er svo snarklikkadur ad eg er farin ad sja fyrir mer ad hann se pimpid hennar og bratt verdi Kings Road eitt allsherjar horuhus, svo grasserandi i kynsjukdomum ad madur thurfi ad sotthreinsa klosettsetuna fyrir hverja notkun.
Eg get kannski baett thvi vid ad i gaer kom til hans bref merkt Dr. Sodaperri.... er frekar forvitin ad vita hverjum honum tokst ad ljuga thvi ad :)

Af mer er annars ad fretta ad gledi og orkubatteriin eru i thann mund ad taemast og verda vonandi i hledslu thessa helgina med Ola sem aetlar ad vera hja mer. Litla verkefnid sem eg sagdi ykkur fra vatt adeins upp a sig og eg tok thvi vodalega alvarlega. Var oorugg med ad skrifa a ensku og vissi ekki alveg hvada form atti ad vera a thessu. Fletti odru hverju ordi upp i baedi ordabok og samheitaordabok og velti textanum fyrir mer fram og aftur thangad til eg var komin i hringi. Eg var buin ad undirbua skriftirnar i heila viku og helt svo ad eg gaeti drifid thetta af a thridjudagseftirmiddag og kvold. Eg var ad allt thad kvold fram a nott, sat svo fyrir framan tolvuna i skolanum a midvd. i tiu tima samfleytt og aftur um nottina til klukkan half fimm um morguninn. Vaknadi half atta a fimmtudegi og helt omurlega vefsidukynningu klukkan half tiu, settist aftur vid tolvuna og vann thar til bokasafninu lokadi. For heim, sat vid tolvuna til kl. half fjogur, vaknadi half atta, for i skolann og klaradi loksins LOKSINS verkefnid. Gat ekki einu sinni lesid thad yfir undir lokin af svima, er buin ad lifa a orkudrykkjum og sukkuladi til ad halda mer vakandi sem fer ekkert ofsalega vel med mann...
Thannig ad klukkan ellefu a fostudegi skiladi eg 2500 orda ritgerd sem atti ad vera 1000 orda skyrsla skilad a midvikudegi. Vona bara ad hann fari yfir thetta samt. Svo kemur einkunnin ekki einu sinni inn i lokaeinkunnina thannig ad thetta skiptir engu mali og var alls ekki thess virdi. Aetla ekki ad eyda jolunum i svona rugl.

13. nóv. 2002

Sumt breytist aldrei..... thegar eg a ad skila verkefni a midvikudegi geri eg verkefnid einmitt a midvikudeginum. Alltaf a sidustu stundu en thetta reddast samt yfirleitt. Eg er alltaf ad reyna ad "plata" sjalfa mig med thvi ad imynda mer ad deadline-id se fyrr en thad gengur illa. Eg bad thess vegna kennarann minn ad segja mer fresturinn til ad skila naesta verkefnid (13. des) vaeri 9. des. Held ad honum hafi fundist eg eitthvad skrytin......
Eg spurdi Sodaperra i sakleysi minu i gaer hvad Ramadan vaeri. Hann utskyrdi thetta allt saman fyrir mer afar stoltur og sagdi ad thad vaeri svo erfitt ad fasta svona og hann svimadi i skolanum og gaeti ekkert laert.... bla bla bla svona til ad fa mig til ad vorkenna ser. Eitt augnablik helt eg ad hann aetladi ad fara ad vidurkenna ad hann fylgdi thessu ekki nakvaemlega (og bordadi steikur i hadeginu) en hann montadi sig bara af sjalfstjorn sinni ad vanda. Thad getur samt verid gaman ad hlusta a hann tala um sina sidi thegar madur litur fram hja thvi ad nanast allt sem hann segir um sjalfan sig er kjaftaedi.
Eg for a posthusid adan til ad senda afmaeliskort til litla fraenda mins. Allt i lagi med thad nema frimerkid vildi ekki festast, sama hvad eg sleikti og nuddadi. Endadi med thvi ad rennbleyta thad i svona frimerkjableytistaeki en allt kom fyrir ekki. Thegar blekid var farid ad renna til af bleytu gafst eg upp og for med raefislegt umslagid aftur til afgreidslukonunnar og sagdi ad frimerkid vaeri bilad. Nei nei, sagdi konan. Thetta er svona limmidafrimerki, thu tharf bara ad taka brefid af aftana thvi. Dasamlegt!

12. nóv. 2002

Vard bara ad koma thvi ad hvad thad var gaman hja mer i skolanum i dag. Okkur var skipt i hopa og attum ad leysa tvo verkefni. Annars vegar ad koma med hugmynd ad sima fyrir veru fra annarri planetu. Veran er medal annars med thrjar hendur, tvo feita putta a hverri, er ekki med eyru og tjair sig med takmali. Hitt verkefnid var ad bua til prototypu af myndfarsima. Vid vorum med leir og pappir og alls konar fondurdot og bjuggum til thennan fina sima. Afasta myndavelin (sem var buin til ur crayola leir) datt reyndar af i kynningunni en thad var bara skemmtilegt. Eg var afar stolt af verkinu og sarnadi thess vegna thegar kennarinn henti "simanum" okkar (og allra annarra) i ruslid. Hann var sumse ad kenna okkur thad ad madur ma ekki halda of fast i gamlar hugmyndir, madur verdur ad geta byrjad upp a nytt og throad hugmyndir sinar afram.
Ja og eitt enn, undur og stormerki attu ser stad i gaerkvoldi! Eg saumadi fyrir gat med nal og tvinna! Handavinnuludinn sjalfur. Gerir manni greinilega gott ad fljuga burt ur hreidrinu.
Iss piss er Olinn minn bara buinn ad kaupa ser regnhlif? Mer finnst utlandarigningin svo skemmtileg, vatn sem dettur ur himninum, storir dropar i sturtuvis thott thad se ekki svo kalt uti. Thad er bara samsetningin rok+rigning a la Island sem fer i taugarnar a mer. Bara gaman ad blotna adeins og njota thess. Eina er ad kurteisu sentilmennunum herna virdist lida svo illa thegar eg vil ekki thiggja skjol undir regnhlifunum theirra. Sem einhverskonar samudarvott(eda til ad reyna ad sanna karlmennsku sina), sleppa their regnhlifinni lika thott theim finnis hundfult ad blotna.
Ef eg vil fara til Islands um jolin og vera yfir aramotin verd eg ad borga 58 thusund kronur. Vilji eg fara heim fyrir aramot eru thad 44 thusund kronur. Verst ad eg thekki engan sem aetlar ad vera herna um jolin. Nema audvitad Sodaperra en eg er einhvern veginn ekki viss um ad eg vilji leika vid hann a gamlaars...

11. nóv. 2002

Eg a ad skila skyrslu a midvikudaginn en er ekki byrjud a henni og er piiinulitid stressud. Kennarinn er samt svo laid-back ad thad er alveg otrulegt - eg spurdi hann i dag klukkan hvad eg aetti ad skila henni og hann sagdi bara ad honum vaeri alveg sama, thess vegna maetti eg skila a fimmtudag. Einkunnin fyrir skyrsluna kemur ekki einu sinni inn i einkunn fyrir afangann heldur er halfgerd aefing. Thetta er samt fyrsta verkefnid sem eg skila og a utlensku og svona thannig ad eg vil gera thetta saemilega. Thetta verdur samt orugglega skemmtilegasta skyrsla sem eg skrifa i morg ar. Eg a ad bera saman mism. gerdir af tolvuleikjum utfra notendavaenu sjonarmidi. Eg hef ekki mikla reynslu af tolvuleikjum fyrir utan gamla goda Nintendo Super Mario Bros 1 thannig ad eg aetla ad bera saman leikfong - nanar tiltekid "virtual pets" . Annars vegar Tamagotchi - thid vitid thessi litlu japonsku eggjaleikfong sem voru i tisku fyrir ca. 5 arum sidan og hins vegar Furby, lodna talandi dyrid. Gaman gaman hja mer!
Annars langar mig ad oska litlu systur til hamingju med arangurinn a Olympiumotinu i skak! Hun var ad koma heim fra Sloveniu litla kruttid (19 ara og 177 cm ) og eg hlakka alveg rooosalega til ad sja hana um jolin :)

10. nóv. 2002

Sodaperri verdur sifellt soda- og perralegri. Hann er nokkurn veginn buinn ad gefast upp a okkur Sam thannig ad aumingja Maja sem er nyflutt inn faer ad kenna a honum. Hun er logfraedingur fra Kroatiu og mjog fin stelpa. Hun gerir alltaf austurlenskar leikfimiaefingar i herberginu sinu kvolds og morgna og sagdi okkur fra thvi ad hann hefdi bankad hja ser eitt kvoldid kl. 23 thegar hun var ad gera aefingarnar. Hun var ekki fullklaedd og sagdi thess vegna just a minute (sem hljomar ekkert likt og come in) en tha tekur hann i huninn og reynir ad opna! Svo thottist hann bara hafa aetlad ad segja hae og hvad er ad fretta. Ef herbergin hja okkur stelpunum eru halfopin reynir hann alltaf ad kikja inn og skoda -og svo eru alltaf thessir brandarar um myndavelarnar a badinu sem leiddu til thess ad vid erum bunar ad grandskoda badherbergin bara svona til oryggis. Hann er alveg typan til ad kaupa ser svona spycam. Um daginn sagdi hann okkur fra thvi ad hann vaeri ad fasta a daginn thvi thad vaeri Ramandan hja honum - hann er audvitad muslimi. Hann er svo upptekinn af ser og sinum hefdum og fannst voda gaman thegar stelpurnar voru ad dast ad sjalfsstjorn hans. Svo var Sam veik heima einn daginn og kom ad honum i eldhusinu a hadegi ad hama i sig kjukling. Eg hugsa ad svona helmingurinn af thvi sem madurinn laetur ut ur ser er hreint kjaftaedi.
Hann ma ad minnsta kosti eiga thad greyid ad hann er endalaus uppspretta samraedna hja okkur hinum :)

9. nóv. 2002

Thad er fullt af klikkudu folki i Brighton. I morgun sa eg mann med saengina sina i almenningsgardi. Kannski a hann ekki thak yfir hofudid en hann virtist bara nokkud sattur og let eins og hann vaeri heima hja ser og ekki innan um folk. Var ber ad ofan ad drekka af stut ur tveggja litra mjolkurbrusa og teygja ur ser. I gaer sa eg konu sem laumadist a milli buda og sjoppa, stillti ser upp i byssustellingu fyrir framan afgreidslufolkid og sagdi "freeze". Tok svo nokkur dansspor thess a milli.
Svo komst eg ad thvi i gaer ad "skal" a eistnesku hljomar alveg eins og "terrible sex". Gaman ad thvi.
Faersla gaerdagsins er by the way loksins komin inn, eg ytti vist ovart a post en ekki post&publish i gaer, ja ja og sei sei. Eg get ekki sett upp netid eda forrit a tolvuna mina heima thvi eg er svo mikill ludi thannig ad eg er herna i masters labbinu nanast 24-7. Mursteinsveggir, litlir gluggar og skitkalt. Ekki einu sinni PC tolvur! Verd ordin gedveik eftir onnina. Verid god vid mig um jolin :)

8. nóv. 2002

Eg haetti vist seint ad koma sjalfri mer a ovart med heimsku minni. Kannski ekki beint heimsku... heldur bara einhvers konar favitautanvidsigfattleysishaetti sem hefur verid til stadar fra faedingu. Thetta er til daemis buid ad koma nokkrum sinnum fyrir i vikunni.
Daemi 1. Eg er buin ad labba a somu straetostoppistodina thegar eg er a leidinni heim ur skolanum, i fimm vikur. Eg tharf ad fara yfir umferdargotuna gotuna gegnum undirgong, yfir drullupolla og rona og thad er svolitid ohuggulegt thegar thad er dimmt. I gaer fann eg svo stoppistod sem er einmitt a campus, vel upplyst og engir ronar.
Daemi 2. Eg er lika buin ad burdast med skolatoskuna mina ut um allt i fimm vikur, ad drepast i bakinu a hverju kvoldi thvi eg labba svo mikid um campus. I vikunni for eg ad paela i thvi ad fyrst adrir mastersnemar virtust vera med lykil ad skapum sem eru i skolanum, tha gaeti eg kannski gert thad lika. Og sja, eg er komin med locker.
Daemi 3. Eg tharf ad senda bref til LIN um stadfestingu a skolagjoldum. Eg atti ad saekja brefid a skrifstofuna a thridjudaginn en gleymdi thvi thangad til pabbi minnti mig a thad i gaer. Eg saeki brefid, set thad inn i bok og labba a posthusid. Thegar eg kem a posthusid er brefid horfid, hefur liklega dottid ur a leidinni thvi thad var svo mikid rok. Tharna sa eg samt vid eigin favitahaetti thvi eg hafdi pantad aukaeintak til oryggis.
Ekki ma svo gleyma theim otal skiptum thar sem eg hef gleymt toskum, veskjum, treflum og svo framvegis a hinum ymsu stodum uti i bae. Serstaklega a eg thad til ad gleyma debetkortinu minu eftir ad eg er buin ad borga e-d, hringi svo i bankann og laet loka thvi og kem daginn eftir og opna thad aftur thjonustufulltruunum til mikillar anaegju. Thad er fjolskyldu minni serstaklega eftirminnilegt thegar eg tyndi skom i straeto. En sem betur fer hef eg yfirleitt verid heppin og thad hefur oft verid hlaupid a eftir mer thegar eg hef misst eitthvad eda gleymt einhverju. Thvi oll dyrin i skoginum eiga ju ad vera vinir :)

7. nóv. 2002

Eg hef fengid nokkrar beidnir um ad endurbirta myndina af Sodaperra - myndbirtingin herna nedar a sidunni klikkadi vist eitthvad. Eg er ad vinna i thessu og get vonandi synt ykkur einhverja skemmtilega mynd af honum a sloppnum fljotlega. Aetti ekki ad vera erfitt thar sem hann fer i bad minnst tvisvar a dag og er a sloppnum thess a milli. Samt finnst mer alltaf vera vond lykt af honum. Hann er nu farinn ad lata okkur stelpurnar mestmegnis i fridi greyid thvi hann er komin med nokkrar vaenar upp a arminn. Eg hef sed hann i eldhusinu vera ad tala vid einhverjar saklausar stulkukindur. Hann segir sogur af sjalfum ser, hvad hann se frabaer og duglegur og vidkvaemir og svo framvegis thannig ad eg tharf ad passa mig ad hlaeja ekki fyrir framan thau ef eg heyri i honum. Hann baud vist einhverjum stelpum i partyid sitt um daginn (party sem Samantha helt) og montadi sig af thvi hvad hann aetti marga vini.... alveg kostulegur thessi elska. Hann er enntha full ut i mig sidan um daginn. Eg var tha alveg ad verda vitlaus a honum og staelunum hans eftir ad hafa komid enn einu sinni ad sturtu fullri af skit. Vid vorum oll frammi a gangi ad tala um mikilvaegi thess ad ganga fra eftir okkur en vorum eiginlega bara ad tala um hann og svona ad vona ad hann myndi get the hint. Hann var hins vegar ekkert ad hlusta heldur var ad fara i bad og sloppadist fram og til baka eftir ganginum ad na i einhverjar snyrtigraejur. Honum fannst thetta bara fyndid og vildi setja upp myndavelar i sturtuna til ad thad vaeri haegt ad sja hverir thrifu eftir sig. Ekki i fyrsta skipti sem hann kemur med myndavelakommentid, alveg med fimmarahumorinn a hreinu. Eg spurdi hann hvort hann gaeti ekki stoppad adeins og talad vid okkur en hann sneri bara ut ur og sagdi okkur ad boda til fundar ef vid vildum tala um eitthvad. Hann endadi a thvi ad segja ad hann notadi aldrei sturtuna, vaeri ad fara i party og hefdi ekki tima fyrir thetta. Tha tok eg sma kast og sagdi ad thad vaeri hann sem vaeri vandamalid, hann notadi vist sturtuna, thrifi hana ekki og vaskadi aldrei upp eftir sig heldur. Allt i lagi med thad, hann samthykkti ad baeta ur thessu og allir gladir.
Nema hvad stuttu seinna er bankad a hurdina hja mer og Sodaperri bidur um ad fa ad tala vid mig einslega. Sagdist vorkenna mer svo mikid fyrir ad vera ny og hafa ekki skilning a austurlenskri menningu. Thad vaeri nefnilega ekki sidur i hans landi ad gagnryna folk fyrir framan adra. Eg badst afsokunar og sagdi ad thad hefdi kannski ekki gerst ef hann hefdi ekki verid ad snua ut ur. Hann segist hafa verid ad reyna ad vera fyndinn til ad letta andrumsloftid, thetta hefdi verid svo vandraedalegt fyrir MIG.
Ae svo var thetta einhver sma raeda hja honum thar sem hann var ad gripa fram i fyrir mer - eg benti honum haednislega a ad i minu landi vaeri thad okurteisi en hann fattadi nu ekki pointid. Vid hofum ekki mikid talad saman sidan og thannig er thad nu.
Dasamlegt :)

6. nóv. 2002

...og thad er bara eeeeeekkert ad fretta.
Thad var svaka gaman i gaer samt, fullt af brennum og flugeldum og folki og buningum og bjor. Vid forum frekar snemma heim til ad lenda ekki i lestarveseni, keyptum okkur kinverskt takeaway og forum svo heim til Juhanns Eista sem byr a haedinni fyrir ofan mig og kinamotudumst og drukkum te. I dag er eg svo bara buin ad vera vid tolvuna med hinni grisku Katarinu og vinna ad hinum ymsu verkefnum. Eg var til daemis buin ad lofa ad finna myndir af tvitugum strak sem atti ad vera hinn daemigerdi notanda akvedinnar vefsidu.
Einfaldasta leidin til ad finna myndir var audvitad bara ad skoda einkamalaauglysingar a netinu. Thannig ad eg skodada hverja siduna a faetur annarri med myndum af einhverjum ameriskum rudningsgaejum ad leita ser ad one night stand. Veit ekki alveg hvad hitt folkid i tolvuverinu hefur haldid um mig. Thad er annars otrulegt hvad folk tharf alltaf ad vera ad skoda skjainn hja odru folki. Heldur thad ad vidkomandi se ad skoda eitthvad meira spennandi en thad sjalft?
Eg kiki nottlega alltaf reglulega a skjainn hja Katarinu en thad er samt bara til ad athuga hvort hun se ad laera thegar eg er ad leika mer. Hun er alltaf ad laera og tha fae eg samviskubit og laeri sma lika. Thannig ad forvitni er af hinu goda. Stundum :)

5. nóv. 2002

Ok. Er ekki ordin gedveik og farin ad senda tolvupost oafvitandi. Virus i gangi. Takk Gudrun :)
Eg er annars ad fara til Lewes a eftir sem er litill baer rett hja Brighton. Fimmta november a hverju ari umbreytist hann i heidingjabaeli og thangad flykkjast ad tugthusundir manna til ad horfa a brennur og flugeldasyningar langt frameftir nottu. Vid Ragna aetlum ad fara med bakpoka og nesti og hly fot beint ur skolanum til ad trodast ekki undir i lestinni. Gaman gaman :)
Svo verd eg ad benda ykkur a bloggid hans Olivers mins - thad er a islensku og allt ;)

4. nóv. 2002

Tungumalaordugleikarnir eru farnir ad gera vart vid sig. Eg virdist vera ordin otalandi baedi a ensku og islensku.
Eg virdist til daemis ekki geta komid thvi inn i hausinn a mer ad buxur eru ekki pants heldur trousers her i telandinu. Pants eru sumse naerbuxur og thetta er sifellt ad koma mer i vandraedi. Eg var til daemis ad tala vid krakkana ur hopnum minum um daginn og talid barst ad einum kennaranna sem er aaaaalltaf i svortum throngum bol til ad lata bringu- og bakharin njota sin. Eg aetladi ad benda a ad hann vaeri lika alltaf i somu buxunum og sagdi audvitad "He's always wearing the same pants". Folk var buid ad horfa undarlega a mig i svolitinn tima thangad til eg fattadi thetta og tokst ad leidretta misskilninginn. Enda veit eg ekkert hversu oft hann skiptir um naerbuxur og langar ekkert til ad vita thad.
Buxnadaemismisskilningarnir eru endalausir, sbr. "Those are nice pants you're wearing", " I want to try on these cool leather pants" og svo framvegis.

Islenskan virdist lika ha mer. Eg var til daemis buin ad segja morgum sinnum vid Rognu hvad thad vaeri gaman ad bua til og skreyta piparsveina thegar hun spurdi mig hvort eg vaeri ekki orugglega ad meina piparkokumenn.

Svo skilur folk bara almennt ekki hvad eg segi. Eg hringdi i BT og bad um upplysingar um internettengingar. Var sagt ad fara a netid, skoda moguleikana og hringja aftur. Stuttu seinna fae eg bref thar sem mer er thakkad fyrir ad hafa valid akvedna askrift (sem eg bad aldrei um!).
Sama gildir med bankann. Eg for a fund, bad um debetkort en sagdist ekki thurfa tekkhefti. Var ad fa sent tekkhefti en ekkert debetkort. Typiskt.

Nema audvitad ad eg se ordin gedveik og se farin ad gera hluti oafvitandi. Er farin ad hallast ad thvi. Fekk til daemis i dag email thar sem stod Failed delivery. Eg a ad hafa sent umsokn um Rannisstyrk a netfang sem eg thekki ekki en fekk brefid i hausinn aftur. Kannast EKKERT vid thetta. Afar dularfullt.