30. apr. 2003

Veðmálið er ekki alveg að gera sig.... á Starbucks í morgun var ég plötuð til að taka þátt. Hjálp! Nú erum við orðin 6 (fjórir strákar, tvær stelpur) sem verðum í einhverri six-pakc fitness keppni í maí. Ég get ekki unnið en ég ætla ekki að tapa þannig að þetta er ágætis hvatning til að rífa sig upp í morgunskokkið. Ekki seinna vænna ef maður ætlar að láta sjá sig á bikini á ströndinni í sumar. Svo er víst nektarströnd (hvað kallar maður annars nude beach?) líka hérna rétt hjá.
Fékk annars svolítið furðulega spurningu frá strák sem ég kannast við um daginn. Hann er að því virðist í örvæntingarfullri leit að kvenmanni og á það til að bjóða stúlkum út að borða innan fimm mínútna eftir að hafa byrjað að tala við þær. Við höfum verið saman í tímum og könnumst hvort við annað og ég var greinilega sú heppna á mánudaginn. Ég var búin að vera með landkynninguna góðu eftir að hann spurði um Ísland, sagði að Ísland stór eyja í norðri með minna en 300 þús íbúa o.s.frv.
Þá spurði hann: So are you seeing someone special there or are there not enough people? Frábært...

29. apr. 2003

Ég er að drepast úr leiðindum. Já ég veit... þetta er svona vandamál sem að öllum öðrum finnst óþolandi vandamál. Svo að ég vitni nú aftur í Friends af því að það er svo gaman....
Chandler við Ross: Oh, I know, this must be so hard. "Oh no, two women love me! They're both gorgeous and sexy! My wallet's too small for my fifties AND MY DIAMOND SHOES ARE TOO TIGHT!"
Klukkan er 9 og ég þarf að hafa ofan af fyrir mér allan daginn! ARG! Flestir sem ég þekki eru a) ekki á landinu eða b) að læra undir próf. Það er enginn sófi eða vídjó, ekkert svo gott veður...annars myndi ég skutlast niður á strönd með bók. Nú væri til dæmis tilvalið að raða í myndaalbúmin...sem eru heima á Íslandi.
Er ég annars búin að segja ykkur frá veðmálinu mínu? Það er hörkuveðmál í gangi milli vina minna um hvor þeirra geti fengið six-pack magavöðva á fjórum vikum. Þeir eru báðir komnir yfir þrítugt og ekkert í allt of góðu formi þannig að ég veðjaði á móti að hvorugur þeirra gæti það. Þá urðu þeir auðvitað enn æstari og ákveðnari... En kommon. Getur karlmaður á fertugsaldri með smá björgunarhring fengið six-pack á fjórum vikum?

28. apr. 2003

Annars er lítið að frétta af múltíkúltúral íbúðinni minni. Króatía er alltaf að djamma, Indland er alltaf eitthvað lasin og útlistar verkina fyrir mér nákvæmlega, Japan hef ég ekki séð í margar vikur, Pakistan er alltaf samur við sig og Kína... jú það er alltaf stuð hjá Kína. Hann var að kaupa sér nýjan rafmagnsgítar og myndavél. Nú heyrist hærra í Aerosmith og hann er búinn að stækka myndir af einhverri stelpu sem hann þekki og hengja út um allt í herberginu sínu. Af því að það eru svo flottar myndir sko.
Hvers vegna er ekki Starbucks á Íslandi? Við erum farin að hittast alltaf á Starbucks á morgnanna nokkur úr skólanum. Ekkert betra til að koma manni úr rúminu heldur en tilhugsunin um risastóran kappútsjínóbolla og bláberjamöffins. Svo liggjum við í fjólubláum hægindastólum og sófum á loftinu sem er ótrúlega kósí, eða sitjum í gluggasyllunni og horfum á mannlífið. Mér finnst ég alltaf vera svo kúl þegar ég fer á Starbucks og það er alltaf gaman að vera kúl.

27. apr. 2003

Litla systir íþróttaálfur var víst að verða Reykjavíkurmeistari og Grand-Prix meistari í borðtennis, vei vei og til hamingju Aldís! Ótrúlega fjölhæft barn (já hún er að verða tvítug ég veit). Annars held ég að bloggið mitt sé í tilvistarkreppu þessa dagana. Brighton bloggið er eitthvað orðið minna um Brighton (og bækur og bjór eins og stendur víst á síðunni) heldur er ég farin að blanda brauðristarpælingum og óskiljanlegu misskiljanlegu tilfinningavæli í sömu færsluna. Svo langar mig líka stundum að skrifa um námið mitt og hinar og þessar misgáfulegar pælingar í þá áttina. Held að málið sé að blogga oftar, blogga um allt og blogga meira um Brighton. Íslendingur-í-útlöndum blogg sumsé. That said, verð ég að minnast á frábæran sjónvarpsþátt sem ég sá í kvöld. Klukkutímalangur þáttur um það hvort David Beckham væri Wigger (wannabe nigger). Það er víst margt sem bendir til þess að Dabbi Skinkubekkur sé að reyna að vera svartur. Þetta var eitthvað voða plott, þeir töldu upp einhver dæmi og tóku viðtöl og ég veit ekki hvað og hvað. Frábært sjónvarpsefni.
P.s. Fór aftur í klessubílana í dag :)
Nidurstodur nyjustu skodanakannana benda til ad thad se aettgengt hvort folk noti ordin braudrist eda ristavel. Thad mun vera ofarlega a lista hja erfdagreiningarlidinu ad finna thetta braudristavelargen.
Fleira i frettum er ad Johanna vinkona var i heimsokn um helgina sem var alveg frabaert. Vid (eg, Ragna og Johanna) skemmtum okkur storkostlega i Bootsheimsokn, pobbarolti og klessubilakeyrslu og atum og drukkum eins og litlir grisir (mer finnst of ljott ad segja svin).
Svo atti eg pinulitid bagt og for ad kunna ad meta klisjur eins og "It's not you, its me " - thad er nefnilega ekki gaman ad heyra "It's not me. it's you". Merkilegt samt hverju tvaer godar vinkonur, italskur ostur og fimm sex and the city thaettir geta bjargad. Eg maeli samt med klisjunum..... eda eins og Chandler Bing vinur minn sagdi einu sinni: "You're such a nice guy" means "I'm gonna be dating leather-wearing alcoholics and complaining about them to you."

24. apr. 2003

Búin að skila og geðheilsan á leið til baka. Held að það veiti ekki af. Sá Sóðaperra í gær í fyrsta sinn í svona mánuð, hann var kominn með hár á andlitið og gæjaleg sólgleraugu. Það fysta sem ég hugsaði var að hann væri nú kannski ekki svo ómyndarlegur... HJÁLP! En ég var heldur ekki búin að sofa í nokkra daga og var búin með 5 redbull og dæetkók og koffíntöflur.
Annars finnst mér gaman að lesa pistlana á þessari síðu um íslenskt málfar. Veitir ekki af, er sjálf orðin svo slettursýrð af brætonbúelsinu. Enívei, á síðunni er meðal annars tekið fyrir orðið brauðrist. Ég man eftir því að í sálfræðinni forðum daga voru miklar deilur um það hvort vél sem ristaði brauð væri brauðrist eða ristavél. Minnir að Tryggvi hafi teiknað mynd af slíkri vél, gengið um meðal nemenda og spurt hvað væri á myndinni. Spurningin átti nefnilega að vera hlutlaus, enda Triggerinn með aðferðafræðina á hreinu. Held samt að þó nokkuð margir hafi svarað einhverju sem átti ekkert skylt við umrædda eldun á brauði því teikningin var hálfóljós...
Ég sagði brauðrist. Hver segir ristavél?

22. apr. 2003

Ójá, það er aftur kominn tími all-nætara í labbinu. Maður verður gjörsamlega ruglaður af því að vera í einhverri súrrealískri tilveru þar sem er bara annað hvort lært eða sofið - í nótt var lært og í morgun var sofið, nú verður lært fram til 12 á hádegi á morgun því þá þarf að skila. Þetta með að skila öllu á sama degi er kvikindislegt. Ég finn að minnsta kosti að ég er orðinn hálf ef ekki alklikkuð. Ég var til dæmis með páskaeggjaafganga í plastpoka í gær og datt allt í einu í hug að ég ætti kannski að taka strumpinn upp úr svo hann kafnaði ekki. Næsta hugsun var auðvitað hvað ég væri rugluð en samt...
Jæja en life goes on á morgun kl. 12:01.

20. apr. 2003

Þunglyndislegir málshættir einhleypra kvenna

Þegar sjálfsálitið er ekki upp á marga fiska:
Sjaldan fellur maður fyrir mér
Þær fiska sem eru brjóstastórar

Þegar hösslið bregst:
Oft er hálfviti undir heillandi brosi
Ekki er sofið hjá þótt undir sængina sé komið

Þegar stærðin veldur vonbrigðum:
Ekki eru allir laglegir limstórir
Fáir eru knáir ef þeir eru smáir




19. apr. 2003

Aetli thad se audveldara ad blogga i melankolisku astandi? Eg er i einhverju omogulegu skapi og langar mest til ad hagrenja thott thad se a) oheppilegt og b) omogulegt. Tarakirtlarnir eru eitthvad stifladir thannig ad thetta festist allt i thungum steini i maganum og ogledistilfinningu. Gerdi tilraun til ad grata thetta ur mer i gaerkvoldi. Hugsadi um sidasta skiptid sem eg for ad grata. Thad var yfir naestsidasta ER thaettinum thegar Doktor Greene do. Get ekki sagt ad thad snerti mig serstaklega mikid lengur svo ad thad thydir vist ekki ad hugsa um thad. Annars virkadi thad i morg ar ad endurtaka morgum sinnum i huganum "kotturinn minn do" og tha urdu kinnarnar alltaf pinulitid blautar. Nu er audvitad komid i ljos ad kotturinn minn do ekkert heldur er sprellifandi ofdekrad letidyr og dulla. Thannig ad thad virkar ekki. Ekki thad ad eg vilji fa neinar sorgarfrettir sko :) Thad er audvitad afskaplega sorglegt ad eg skuli thurfa ad laera i thessu goda vedri og aetti ad vera nog til ad graeta hvern sem er.
Annars er Unnur bloggprinsessa lika afmaelisstelpa i dag - til hamingju :)

18. apr. 2003

Ég er að standa fyrir meiri háttar landkynningu þessa dagana. Í dag mætti ég með flatbrauð og hangikjöt svo tölvuverið angaði og breiddi út boðskapinn um gæði íslenska lambsins. Síðan sýndi ég fólki Thule auglýsinguna um fegurð íslenskra kvenna - reyndar er brandarinn á kostnað breskra kvenna þannig að þetta féll misvel í kramið hjá liðinu. Þá tóku við páskaeggjakynningar þar sem ég dreifði gulleggjum frá Nóa og dásamaði íslenskt súkkulaði og tungumál (málshættirnir sko - þurfti reyndar stundum aaaðeins að víkja frá réttri þýðingu þegar þeir voru of neikvæðir :). Að lokum flutti ég stutt erindi um fermingar og trú svona í tilefni páskanna. Svo er ég líka kaffibrún eftir að hafa stundað ljósabekkina stíft í Íslandsheimsókninni. Segi öllum að Ísland sé ekki ósvipað veðurfarslega og Hawaii (eru þetta ekki báðir "heitir reitir" og á flekamótum?) og að ströndin hafi verið yndisleg (skokkaði niður í Nauthólsvík). Eina Iceland Express ferð með tölvunördunum til Paradísar í sumar takk. Eða er ég kannski aðeins að missa mig í þjóðrembunni?

17. apr. 2003

Jaeja, tha er madur maettur aftur i labbhelvitid - 3 og half ritgerd og fimm og halfur dagur eftir, gangi mer vel. Thar ad auki er tuttugu stiga hiti uti- i alvoru!!!!
Thad er allt lokad a campus nema ein bud sem var opin til tvo. Samlokurnar og flest allt aetilegt seldust upp thannig ad eg er med litinn morgunverdarpakka, redbull, hnetur, pepperoni og muffins i nesti. Fint ad vera komin i laerdomsfilinginn samt, madur verdur nu ad graeda eitthvad a thessu randyra nami :)
Verd samt ad vidurkenna ad eg er med pinu heimthra. Thad var svo frabaert ad koma heim til Islands og ad sama skapi halfeinmanalegt ad koma ein heim i litla herbergid mitt med engan til ad taka a moti mer nema maurana.

12. apr. 2003

Mér finnst ógislega gæjalegt af Brynju að hafa skroppið í flugtúr í dag. Svo ætlum við í ístúr með stelpunum (næstum jafn gaman) og líklega í tjútt á Hverfisbarnum. Vei! Sjáumst! :)
Rómansinn heldur áfram. Var að fá sendar brúðarmyndir frá Höllu vinkonu sem gifti sig núna í mars. Annars er ég búin að sjá það að blogg kallar á aukavesen þegar kemur að tilfinningaflækjum ástarsambanda. Nú er ég bæ ðe vei ekkert endilega að tala út frá eigin reynslu heldur því sem ég hef séð og heyrt og lesið og lært. Ég hef áður talað um vandkvæði þess að vera með persónulegt blogg. Hvað má segja og hvað má ekki segja, hverra verður maður að taka tillit til og svo framvegis. Bloggarar búa við það að margir þeirra nánustu lesa það sem þeir skrifa. Þar með talin eru herrar og frúr bloggara . Svo gerist það stundum að upp úr slitnar og þá eru góð ráð dýr. Fáir skrifa um grátköstin yfir Celine Dion (All by myyyyysseeeeelf), misheppnaðar háralitanir og skyndifatakaup (the new me), fjölda snickersísa á einu kvöldi (4) og desperate viðreynslur við blaðberann (How you doin’). Það tekur við tímabil feik-itt till jú meik-itt og hversdagsbloggs þar til sólin skín á ný og fuglarnir fara aftur að syngja. Það gerist jú yfirleitt á endanum. Herra eða frú bloggari heldur samt áfram að lesa bloggið sem fyrrverandi herra eða frú bloggari. Þá kemur að fyrrnefndu aukaveseni. Ástin er nefnilega svo stór hluti af lífinu að það er erfitt að sleppa þeim hluta úr. Allt sem er skrifað post-breiköpp verður pínu viðkvæmt, vandmeðfarið og ritskoðað. Hvenær má maður fara að skrifa um sæta strákinn í sjoppunni, deitið með netstelpunni eða jafnvel nýtt samband? Ef það er of fljótt fer fyrrverandi í fýlu, ef það er of seint fer núverandi í fýlu. Og eru bloggarar leiðinlegir ef þeir skrifa eitthvað vitandi að það á eftir að særa einhvern - eða lesa fyrrverandi herrar og frúr bloggarar þetta eitthvað á eigin ábyrgð?

11. apr. 2003

Eftir að hafa fylgst með vinkonum mínum sem eru að fara að gifta sig í sumar er ég tilbúin til að taka ákvörðun um val á servíettum í eigin brúðkaupi. Verst að brúðgumann vantar. Project Brúðkaup 2008 hefur nefnilega ekki borið mikinn árangur. Ekki það að ég sé orðin bitur bachelorette og bölvi öllum karlmönnum. Það er bara stundum gaman að detta inn í Bridget Jones singleton týpuna. Ég hef jú verið afskaplega lítið á lausu miðað við aldur og fyrri störf. Þess vegna þykist ég vorkenna sjálfri mér fyrir að fá ekki konudagsgjöf og ástaregg frá Mónu. Síðustu páska fékk ég páskaegg með brúðarstrympu og málsháttinn "Betur draga tveir fuglar til hreiðurs en einn". Nú ætla ég að fá lítið páskaegg (svo að vömbin stækki ekki um of og einhver vilji mig) og málsháttinn "Betra er að vera ógiftur en illa giftur". Annars er ég að vinna í málsháttaútgáfu fyrir einhleypar. Þeir verða birtir síðar.

10. apr. 2003

Kisan mín (þessi sem var týnd í sex ár en kom svo aftur) virðist þjást af aðskilnaðarkvíða. Hún þarf á stöðugri athygli að halda og kvartar hástöfum ef hún fær ekki það klapp og kúr sem hún vill. Um leið og ég rumska á morgnana er hún mætt, tilbúin að láta klóra sér. Ýtir við handleggnum og reynir að smeygja sér undir hann í "gerviklapp". Nú er hún farin að bíta mig laust - bara svona til að vekja mig. Og fer svo í fýlu út í mig fyrir að vera í fýlu út í hana! Ætli læður séu frá Venus en högnar frá Mars?

Herði Mar finnst gaman þegar ég skrifa um Ken í næsta herbergi í Bræton. Sagði ég einhvern tíman að hann væri sætur Hörður? Hann er svosem krúttlegur en mér skilst á karlmönnum að þeir séu almennt ekki hrifnir af því lýsingarorði. Ken á samt einhverja kærustu þarna úti sem hann er ekki alveg jafn skotinn í og fyrrverandi kærustunni sinni en nógu skotinn í henni til að vilja frekar vera með henni en ekki.

8. apr. 2003

Í nótt dreymdi mig að ég væri miðaldra karlmaður sem hefði fengið vinnu á Þjóðminjasafninu. Safnið var tómt og ég gekk um gólf og hafði ekkert að gera. Tautaði í sífellu: Líf mitt er borðtuska.
Er þetta eðlilegur draumur?
Í kjölfarið dreymdi mig reyndar annan með Viggo Mortensen (sem ég hitti aldrei *snökt*). Ég sá hann en var að flýta mér svo mikið að ég sendi honum bara fingurkoss. Er eðlilegt að hafa ekki tíma fyrir Viggo Mortensen í draumi? Hefði ekki verið skemmtilegra að blanda þessu saman... ég og Viggo á gæruskinni í lokuðu Þjóðminjasafninu...
Það er að segja ég sem ég en ekki tuskulegur miðaldra karlmaður.

3. apr. 2003

Vilt þú giftast mér sumarið 2008?
Ég get haldið uppi samræðum, nuddað fætur og er með vænlegar mjaðmir fyrir barnsburð. Þú þarft að geta eldað (því ég kann það ekki), fengið mig til að hlæja og vera með sætan rass. Vísa í þarsíðustu færslu. Áhugasamir hafi samband ;)
...Og breytingin á blogginu er loksins að virka... vei! Verst að kommentakerfið meikaði þetta ekki alveg. Reddum því.
Ég þakka bjútípeppið kæru vinkonur.
Hef bara ekkert að skrifa um nú þegar Sóðaperri er víðs fjarri :) Það er samt voða gaman að vera komin á klakann (og á Klakann- takk Bjarni :)). Fékk smá nostalgíukast við að hitta allar vinkonur mínar. Flestar í Háskólanum, búa heima, með kæró. Vísindaferðir forðum daga rifjuðust upp og ég fékk kökk í hálsinn þegar ég hugsaði til kaffistofunnar í Odda. Svo rakst ég á Ólöfu fyrir utan VR og mundi hvað það er gaman að rekast á vini sína. Jæja en nóg um það. Veðrið er samt skítlegs eðlis og ég fæ fleiri bólur og það er ekki alltaf gaman að eiga það á hættu að rekast (bólugrafin) á gamla skólafélagar í hvert skipti sem maður stígur fæti út fyrir dyr. So there.

Sumir hafa reyndar miklar áhyggjur af því að ég ílengist í Englandinu, eignist útlendingsmann og ekki Vesturbæjarbörn og komi aldrei aftur. Það er svosem ekki á dagskránni en það væri kannski fyrirbyggjandi að festa sér eins og einn víking úr því að maður er á landinu. Er ekki sannað að fyrirfram ákveðin hjónabönd endist alveg jafn lengi og þessi með ástarjátningunum? Ég er alveg til í að giftast einhverjum sem er góður til undaneldis eftir svona fimm ár. Enda miklu betra að fara eftir því ef mann langar í krakka á annað borð. Ef svo líklega myndi vilja til að ég myndi skilja þá væru krakkarnir amk með stabílan pabba og góð gen. Ég ætti kannski að setja upp auglýsingu hérna á blogginu?