23. jún. 2006

Ferðasagan









Það var æðislegt í Köben hjá litlu sis síðustu helgi.
Föstudagur: Komum á föstudagseftirmiðdegi, settum töskurnar í geymslu á Höfuðbanagarðinum og röltum niður á Nyhavn. Fengum okkur rándýran en afar góðan bjór við höfnina og Barnið grillaði fyrir okkur rooosalega góðan mat um kvöldið.
Laugardagur: Fórum á Carlsberg safnið á laugardagsmorgun, síðan á 17. júní hátíðina á Amager, á Ripleys safnið, borðuðum hamborgara í alvöru Sporvagni á Grábræðratorgi og fórum svo í Tívolí, vei! Ég "vann" lyklakippu og keypti mér snuð í tilefni dagsins og var hæstánægð. Síðan gerðum við tilraun til að horfa á mynd um kvöldið, ég var yfirklórari (er sérlega fær í höfuðklóri) og bæði Barnið og Útlendingurinn sofnuðu í fanginu á mér. Voða sætt.
Summudagur: Okkur var boðið í hádegismat hjá Stellu og Kristni sem var alveg frábært, gaman að sjá þau (og Jón og Louisu auðvitað), ljúffengar bollur og ekta pönnsur! við rákumst svo aftur á þau á mánudeginum á Strikinu af tilviljun :) Við Útlendingurinn fórum svo á Löngulínu að skoða litlu hafmeyjuna. Hún var í stuði eins og venjulega, heyrði samt að Íslendingarnir (og örugglega fleiri) á svæðinu voru að vonast eftir einhverju öðru, ég heyrði einhvern gala "Vorum við að labba í þrjá tíma fyrir þetta?!". Síðan röltum við gegnum fullt af görðum og skoðuðum skjaldbökur en gleymdum því miður Amalíuborg. Svo var það Bollusafnið og að lokum ekta danskt á Litla Apótekinu.
Mánudagur: Sváfum endalaust lengi, föttuðum að flest söfn væru lokuð á mánudögum, fengum okkur smurbrauð í bænum og röltum kringum Planetariumið. Flug klukkan sjö, komin heim klukkan 22:00.

Semsagt frábær ferð. Skemmtilegast að keyra með Barninu og Lindu (GPS tækinu) sem sagði til dæmis "turn right in 300 metres", ég er alveg glötuð í að meta svona fjarlægðir! Aldís og Linda stóðu sig ótrúlega vel í ratleiknum um borgina, litla systir er orðin svo fullorðin! Ég tek samt smá forskot á hana á morgun, tuttugogsex takk fyrir...

21. jún. 2006

Fimmtugur


Elsku pabbi minn er 50 ára í dag! Hann verður nákvæmlega helmingi eldri en ég þangað til á laugardaginn en þá fer ég að saxa á hann. Til hamingju pabbi :)

15. jún. 2006

Kópenhagen

Við erum að fara til Köben á morgun að heimsækja Barnið (og hafmeyjuna nottlega) trallararallaraaa....

Ég er búin að taka að mér að skipuleggja ferðina, Útlendingurinn hefur aldrei komið til Danmerkur þannig að mér er mikið í mun að við skoðum sem mest á sem stystum tíma. Er búin að kaupa ferðamannabók og alles og er að nota Google Spreadsheets til að plana helgina frá A til Ö (réttara sagt A-Z þar sem þetta er á ensku).

Hef samt rekið mig á það að ég er alls ekki sammála þessari ferðamannabók! Bókin talar um hin og þessi listasöfn á meðan Ripley's believe it or not er uppáhalds safnið mitt(en fær núll stjörnur í umræddri bók). Ýmsir veitingastaðir eru rómaðir en ég hlakka mest til að fá mér rautt sódavatn og franska pulsu. Farið er fögrum orðum um danska hönnun en ég vil bara fara í H&M á Strikinu og bera saman London vs. Köben! Mín upplifun af Kaupmannahöfn litast kannski af rósrauðum æskuminningum (sérstaklega ferð JARÚNar 1995 :-D ) en ég ætla nú bara samt að skoða það sem ég vil skoða. Þarf bara að passa að Útlendingurinn komist ekki í bókina og heimti að fara í kastalaskoðunarferðir... ;-)

13. jún. 2006

Tvöföld skilaboð

Var að horfa á Opruh í gær þar sem umfjöllunarefnið var sjálfsmynd ungra stúlkna og jafnvel barna. Þarna var verið að sýna stelpur allt niður í þriggja, fjögurra ára sem höfðu áhyggjur af útlitinu og verið að benda á að mömmurnar væru alltaf að tala um hvað þær væru ljótar og feitar fyrir framan börnin. Svo hófust þessar dæmigerðu umræður um áhrif og þrýsting fjölmiðla og hvað væri hægt að gera. Allt í lagi með það nema hvað í auglýsingahléinu var helsta auglýsingin frá fyrirtækinu Transform sem sérhæfir sig í fitusogi og öðrum lýtalækningum sem munu "breyta lífi þínu til hins betra". Síðan komu fleiri spjallþættir sem ég sá með öðru auganu, margir að tala um e-ð svipað, óléttar unglingsstúlkur með lélegt sjálfsálit og þess háttar - og alltaf komu svipaðar auglýsingar, mynd af óánægðri konu sem var svo sýnd brosandi með stærri brjóst. "Feel bad abour yourself? Change your life, have plastic surgery!" Örugglega rétti auglýsingatíminn fyrir þeirra markhóp en mér fannst þetta samt einhvern veginn öfugsnúið og pínu sorglegt. Er ekki á móti lýtaaðgerðum í sjálfu sér en finnst þær ekki endilega vera rétta lausnin við lélegu sjálfsmati, enda voru stelpurnar í þáttunum alveg gullfallegar þótt þær væru grenjandi yfir hvað þær væru ljótar. Þekki reyndar lýtalækni sem heldur því fram að Botox sé langbesta lausnin við þunglyndi en það er önnur saga...

Mér fannst sjálfri hálfskondið um daginn að hlusta á samtal nokkurra múslimakvenna um hvort þær væru feitar eða ekki. "Hún sagði að ég væri feit" sagði ein. "Þú ert sko ekki feit", sagði önnur, "ég myndi segja þér ef þú værir feit". Mér fannst þær vera í svo stórum og víðum kuflum að það væri ekki á nokkurn hátt hægt að segja til um vaxtarlag þeirra. En "feit og ljót" er víst áhyggjuefni kvenna um allan heim.

Ég ákvað í gær að njóta þess að vera nafnlaus í stórborginni og skundaði út í Marks og Spencers að kaupa mjólk rétt fyrir lokun í feituljótu náttfötunum mínum - og var næstum því alveg sama :)

Fótboltamanía



Geri ráð fyrir að HM í fótbolta hafi ekki farið framhjá neinum. Fréttir eins og þessi eru til dæmis algjör snilld.

Þeir eru alveg svakalega æstir yfir þessu Englendingarnir, annar hver bíll með enska fánann út um gluggann, flestir pöbbar og veitingastaðir með HM tilboð og risaskjái og svo virðist sem hver einasta búð selji HM varning - ég keypti Englands derhúfuna mína í bókabúð. Í fréttunum er svo ekki talað um annað en hvort Wayne Rooney verði búinn að jafna sig að meiðslum eða ekki. Í síðustu viku fór allt að helmingur hvers fréttatíma í þess háttar pælingar, viðtöl við alla sem gætu mögulega haft skoðun á málinu, myndir af Rooney þar sem hann var að fara að hitta lækninn og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er spurningin víst ekki hvort heldur hvenær hann spilar. Mikið drama.

Okkur var boðið í heimsókn að horfa á fyrsta leik Englendinga á laugardaginn til vinar Útlendingsins. Á leiðinni mátti alls staðar sjá æsta Englendinga með fánaskikkjur, andlitsmálningu og sumir búnir að lita á sér hárið í fánalitunum. Vinurinn bauð um 20 vinum og kunningjum heim til sín að horfa á leikinn á risaskjá með sérstökum innbyggðum hátölurum í lofti og veggjum og ég veit ekki hvað og hvað. Svo er hann nýkominn með HD, high definition skarpari mynd dæmi og gat ekki hætt að dásama kosti þess. Mér fannst bara hálf ógnvekjandi að geta séð hvern einasta svitadropa á enninu á Beckham og held að ég haldi mig bara við 14 tommu fermingjarsjónvarpið mitt í bili.


Ég upplifði hálfgerða íslenska júróvisjónstemningu í þessu fótboltapartýi. Allir svo handvissir um að England muni sigra HM eða að minnsta kosti komast í úrslit. "Við erum laaaangbestir, miklu betri en Þýskaland og getum alveg unnið Brasilíu á góðum degi". Svo átti að "rústa" Paragvæ með "að minnsta kosti 5 mörkum". En þetta eina mark leiksins var sjálfsmark Paragvæ á 4. mínútu og hálfdauft í Englendingunum eftir það. Greyin. En Rooney er markakóngurinn þannig að þeir eiga vonandi eftir að taka sig á.

Sjálf fylgist ég grannt með liði Ítalíu enda er leikmaður 11 (Alberto Gilardino) ansi snotur og snoppufríður eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hitamál

Í gær var heitasti dagur ársins í London og að mér skilst heitasti 12. júní í sögu hitamælinga í Bretlandi: 32,3 °C

Allt of heitt fyrir mig. Fínt að sitja í skugganum í Hyde Park og lesa en á kvöldin finnst mér hitinn ómögulegur þessa dagana. Get ekki sofnað í svona hita. Við erum reyndar með riiisastóra viftu í svefnherberginu en það er bara svo mikill hávaði í henni. Þannig að ég reyni að hafa kveikt á viftunni þangað til ég er aaalveg að sofna, slekk svo á henni og reyni að sofna áður en hitinn verður aftur óbærilegur - sem gengur ekkert allt of vel.

Hmmm... maður á kannski ekki að vera að kvarta yfir svona? :)

9. jún. 2006

Veggfóður


Það hefur einhver brotist inn í tölvuna mína og skipt út myndinni af Sawyer/Josh Holloway. Útlendingurinn er sterklega grunaður... enda blasir nú við flennistór mynd af honum þegar græjan er ræst :o)

Annars virðast deyfilyfin vera farin að hafa einhver áhrif. Ég lít björtum augum á kjálkapínuna og lít á þetta sem tækifæri... til að prófa allar helstu bragðtegundir Ben&Jerry's.

7. jún. 2006

Læknisráð

Fór til læknisins núna síðdegis sem tókst með herkjum að skoða upp í mig. Horfði beint í augun á mér og sagði ”It’s bad. It’s very bad”. Skrifaði svo upp á tvær tegundir af verkjalyfjum og pensillín. Þvílík hamingja að hitta einhvern sem skilur mig og ætlar að lina þjáningar mínar! Ég varð svo glöð að ég bókstaflega hoppaði í fangið á honum sem var kannski ekkert sérstaklega vinsælt en whatever, nú bíð ég bara spennt eftir að lyfjakokkteillinn geri sitt gagn.

Læknisráð

Fór til læknisins núna síðdegis sem tókst með herkjum að skoða upp í mig. Horfði beint í augun á mér og sagði ”It’s bad. It’s very bad”. Skrifaði svo upp á tvær tegundir af verkjalyfjum og pensillín. Þvílík hamingja að hitta einhvern sem skilur mig og ætlar að lina þjáningar mínar! Ég varð svo glöð að ég bókstaflega hoppaði í fangið á honum sem var kannski ekkert sérstaklega vinsælt en whatever, nú bíð ég bara spennt eftir að lyfjakokkteillinn geri sitt gagn.

Illskeyttir endajaxlar

Ætlaði að skrifa langt blogg um atburði undanfarinna daga en nú kemst ekkert að hjá mér nema tannpína. Ég er nefnilega með seinþroska tennur og endajaxlarnir mínir eru rétt að byrja að koma í ljós. Finnst þeir sjálfri vera eitthvað undarlegir í laginu, þeir vaxa þvers á kruss á hinar tennurnar og mér sýnist bara alls ekki vera pláss fyrir þessar frekjur uppi í mér. Fór til tannlæknis fyrir nokkrum vikum sem tók myndir og fullvissaði mig um að allt væri í lagi og að ég ætti bara að koma aftur eftir ár. Nema hvað nú er ekkert nema kvöl og pína í einum jaxlinum, held að þetta sé allt stokkbólgið, sársauki í kjálka og koki og get ekki opnað munninn nema til hálfs. Hringdi í tannsa og var sagt að taka bólgueyðandi og fúkkalyf ef þetta versnaði. Sem það gerði! Hef aðallega huggað mig við það að lesa á netinu að þetta sé allt saman eðlilegt, það lenda víst margir í þessu, gaman að lesa hvað það hafa margir bloggað um endajaxlana sína. Þetta eru reyndar aðallega hryllingssögur af því þegar þeir eru teknir úr en það er seinni tíma vandamál... Er semsagt búin að vera að bryðja sterkar bólgueyðandi í gríð og erg sem mér finnst lítið hjálpa nema hvað ég er hálfdösuð þannig að ætla til læknis á eftir. Þýðir að ég held lítið að fara til tannlæknis hér, ég get ekki opnað munninn nógu mikið til að hægt sé að sjá neitt! Ætlaði til dæmis að fá mér frostpinna í gær en kom honum ekki upp í mig þannig að var eins og kettlingur að sleikja hanm þangaði til hann bráðnaði allur yfir mig. Þá er bara að lifa á Starbucks frappuchino...mmmmm....

4. jún. 2006

Brighton


Í gær fórum við í dagsferð í gamla heimabæinn Brighton. Í fyrsta sinn í laaaangan tíma var spáð sól og góðu veðri og það gekk eftir. Þannig að við röltum um allar helstu götur bæjarins, dýfðum tánum í sjóinn og fengum okkur lúr í almenningsgarði við furðulegan jazz undileik. Rákumst meira að segja á nokkra vini sem áttu einu sinni heima í Brighton en gera það ekki lengur og voru þarna í svipuðum erindagjörðum.

Á leiðinni heim áttaði ég mig á afleiðingum þess að vera úti í sólinni í heilan dag. Var eitthvað svo sólþyrst... geri alltaf sömu mistökin, gleymi að bera á mig sólarvörn í Norður-Evrópulöndum því "það er ekkert svo heitt". Var orðin eldrauð í framan og á öxlunum svo þaut inn í næsta apótek að kaupa after-sun. Afgreiðslumanninum fannst þetta eitthvað fyndið og gat næstum ekki hætt að hlæja þegar hann afgreiddi mig. Er svona létt humarlituð í dag en bíð spennt eftir að breytast í súkkulaði...

2. jún. 2006

Ástsýki

Ég var spurð að því um daginn hvort ég vissi eitthvað um de Clerambaults heilkenni (sem ég gerði ekki þá - en geri núna!). Þetta var í tengsl við bók og seinna bíómynd sem heita Enduring Love og fjalla um þetta efni.

De Clerembaults heilkenni, öðru nafni Erotomania kallast á íslensku ástsýki og virðist bara vera fínna orð yfir stalker-hegðun. Formlega skilgreining er sú að þetta sé sjaldgæf röskun (og sálfræðinemar ekki byrja með heilkenni/röskun ruglinginn, ég er bara að þýða þetta beint) þar sem viðkomandi er haldinn þeirri ranghugmynd að einhver sé ástfanginn af þeim. Allt er túlkað sem tjáning á þessari leynilegu ást. Kannast sjálf við þetta en neita því að þetta sé ranghugmynd. Ég veit að Josh Holloway er ástfanginn af mér - ég sé hann horfa á mig gegnum sjónvarpið!

1. jún. 2006

Oxford

Gleymdi auðvitað að skýra frá því að neðangreindur hittingur fór fram í Oxford. Ég hafði aldrei komið þangað áður og fannst það virkilega skemmtileg borg. Fórum í útsýnisferð með túristastrætó og hlustuðum á sögu borgarinnar gegnum appelsínugul heyrnatól. Röltum um háskólasvæðið sem var eins og snýtt út úr Harry Potter bók, hefði aldeilis verið til í að læra þar. Best fannst mér samt að koma inn í Blackwells bókabúðina. Virkar ekkert sérstaklega stór þegar maður kemur inn en er eins og hálfgerður risastór hellir að innan! Þar á meðal er Norrington herbergið sem er 10.000 fermetrar og á met í flestum bókum í einu herbergi. Svo má maður skoða allt að vild, hefði getað verið þarna í marga daga....ahhh....