Jæja, ég hef ákveðið eins og skrilljón manns að vera með í
meistaramánuði! Dagur eitt, tékk!
Markmiðin mín (sem eru kannski ekki alveg jafn tilbúin og vel skilgreind og þau ættu að vera á þessu stigi máls) eru eftirfarandi:
- Vakna fyrr, snúsa minna og mæta fyrir kl. 9 í vinnuna... (ég er voða gjörn á að snúza til 8:45 og mæta 9:15).
- Borða ekkert nammi... skilgreiningin á því hvað telst sem nammi er í nefnd. Yoyo ís með ávöxtum er leyfður svo og lítið popp í bíó! Svo ætla ég að fá mér köku í fimm ára afmæli 27. október.
- Hreyfing að meðaltali hálftíma á dag eða í þrjá og hálfan tíma á viku...þarf ekki að vera á hverjum degi semsagt, þetta er uppsafnað yfir vikuna. Vikan telst frá mánudegi til sunnudags! (á miðnætti). Sé fyrir mér lannga göngutúra á sunnudagseftirmiðdögum...
- Ekkert áfengi... Þetta er að mér skilst partur af programmet. Er samt að spá í að hafa þetta með undantekningum þar sem mig langar ægilega mikið að fá mér kokteil á föstudagskvöldið næstkomandi og bjór á
Airwaves 31 okt. (kannski bara eftir miðnætti?) En þetta ætti annars að vera auðvelt og auðveldar að minnsta kosti hollt mataræði, ég er ekki svo góð í að borða hollt svona daginn eftir kvöldið áður.
- Ákveða efni fyrir lokaritgerð... ég hef verulegar áhyggjur af því að ég nái ekki að standa við þetta en ég er á nákvæmlega sama stað í þessari ritgerð og fyrir ári þannig að here goes.
- Finna ástina... þetta er vísvitandi óljóst markmið... love is all around!
- ooog að lokum:
Blogga daglega um meistaramánuð! Þetta markmið er í rauninni dulbúið þar sem raunverulegur tilgangur er að æfa dagleg skrif sem eru ekki vinnu- eða námstengd. Í nóvember er svo
NaNoWriMo og þá ætla ég að taka góðan slurk í tilvonandi metsölubókinni minni (*hóst*).
- Mögulega bætast við einhver markmið en þetta er svosem alveg nóg í bili. Svo er planið bara að lifa eins og meistari almennt!
1. okt - hvernig gekk?
Vakna: Stillti klukkuna á sex en snúsaði til 7:30. Fór í langt og meistaragott bað og var mætt í vinnuna 8:45... greinilega mjög óvenjulegt því samstarfsfólkinu varð mikið um, fékk tvö Ert þú
MÆTT? (á fjögurra manna vinnustað með mér meðtalinni).
Borða: Ekkert nammi, vei! Svosem engar sérstakar freistingar en frekar einhæft mataræði -tvö búst og tvisvar kjúklingur. Hádegiskjúllinn á
Ali Baba var reyndar fáránlega góður. Mmmmm.
Hreyfing: Til og frá bílnum. Glatað. Bæti úr því á morgun. Eða hinn!
Áfengi: Er ekki mánudagsrauðvínssullstýpan (ekki það að það sé neitt að því!) þannig að ég sé ekki að þetta sé að fara að trufla mig á næstunni. Enda var september að mestu sin-alco.
Lokaritgerð: Ég var reyndar aðeins í skólanum að vinna (ekki að læra) og hitti nokkrar skólastelpur og ræddi nokkrar lokaritgerðishugmyndir. Mundi þá að ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum, þarf bara að pæla og velja á milli. Er sumsé ekki alveg blankó. Sem er gott!
Ástin - Ekkert rosalega mikil ást í loftinu í dag. Jú gott símasamtal við mömmu, ég elska hana nú alveg heilan helling!
Blogg - tékk!
Það sem gekk meistaralega vel í dag: Náði afar góðri vinnutörn og einbeitingu -fyrst í vinnu eitt, svo í vinnu tvö, svo í smá verkefnavinnu og svo aftur í vinnu eitt (já það er aðeins of mikið að gera).
Það sem gekk ekki meistaralega vel: Í miðju meistarabloggskafi hringdi mamma og spurði hvort ég hefði gleymt að sækja frænku mína í vinnuna... sem ég hafði gert! Hljóp bókstaflega út á stuttermabolnum og skildi sjónvarpið og tölvuna eftir á fullu, öll ljós kveikt og Rúsínus Maximus í freestyle í chilli á sófanum. Sem betur fer slapp þetta fyrir horn og bæði sófinn og IKEA teppið stóðust nagskoðun við heimkomu.
Já og það sem gekk heldur ekki meistaralega vel er svefntíminn! Klukkan er 2:10 og ég ekki ennþá farin að sofa. Veit ekki hvernig snúsíð gengur í fyrramálið Kemur í ljós.
Óver and át!