30. mar. 2002

En anaegjulegt, flugvelin min atti ad fara klukkan 13, var frestad til klukkan 15 og svo til kl. 16.15 . Eg er semsagt ekki a leidinni ad fara ad sofa. Sem betur fer er eg med Harry Potter og Visa kort ;) Heathrow bidur ad heilsa!
Jaeja, thetta var tha eftir allt saman ekki sidasta bloggid fra Spani.... he he :) Alls stadar er nefnilega haegt ad komast a netid, svei mer tha. Eg STEND vid einhverja internetvel sem litur ut eins og hradbanki a flugvellinum i Madrid. Vakan gengur bara agaetlega, 16 timar bunir og 16 eftir thannig ad eg komin halfa leid i stora yndislega rumid mitt heima.....thad er ad segja ef systir min leyfir mer ad fa thad aftur :) Eg hlyt ad finna mer eitthvad ad gera herna, thetta verdur bara stud.
Bueno,. queridos amigos, creo que tengo que escribir un poco en español ahora. Es que no he solamente bailado i bebido, tambien he estudiado mucho español, ¡es verdad! Pero quero apprender más,claro. Entonces, busco a alguien que puede hablar con migo en español algunas veces. Si hablas el idioma, por favor lama me cuando llegaré a Islandia :)
Thetta var semsagt sma auglysing a spaensku til ad sanna thad ad eg hef verid ad gera eitthvad af viti thessa tvo manudi :)
Ef einhver (rikur) er vakandi nuna og thangad til klukkan svona 7 ad islenskum tima i fyrramalid ma sa hinn sami hringja i mig i sima +34 600 789 407
¡Adios!

29. mar. 2002

Hugsanlega verdur thetta sidasta bloggid fra Spani.....ja herna, en sorglegt. Eg aetla samt ekki ad vera vaemin, thid vitid oll hvad eg er buin ad hafa thad gott og hvad thad verdur erfitt ad fara en thad verdur lika gaman ad koma heim :)
I dag og a morgun eru vokudagarnir miklu og tha er eg ekki ad visa i neina haskolapolitik. Eg tharf nefnilega ad vaka i minnst 32 tima eftir adeins 5 tima svefn...... eg er nu thekkt fyrir ad finnast rumid gott thannig ad thetta verdur sma askorun fyrir mig. Er buin ad kaupa eina Cosmopolitan a ensku sem var til i Salamanca og Hola a spaensku og stefni a ad innbyrda kok med klukkustundarmillibili. Thad er nefnilega ekkert mal ad vaka ef madur er ad gera eitthvad skemmtilegt, ef madur er ad kjafta eda dansa eda eitthvad slikt en mer mun liklega leidast. Thad gerir tho ekkert til thvi eg get huggad mig vid thad ad eg er ad spara mer um 15 thusund kronur og fyrir thad ma kaupa marga fallega hluti.
Mig langar til ad thakka ollum sem eru bunir ad senda mer bref a sidustu tveimur manudum og bidjast afsokunar fyrir ad hafa ekki verid serlega dugleg ad svara...hemmm....
Takk fyrir ad kikja a heimasiduna, eg held nu liklega afram ad skrifa eitthvad misskemmtilegt ef thannig liggur a mer.
Luvya all
xxx
Sólrún

28. mar. 2002

Var ad fa email fra haskolanum i Bath sem var frekar undarlegt en ef eg skildi thad rett tha vilja their fa mig i skolann. Viiiiiiiiiiii!!!!!!!
Jaeja, tha er bara naestsidasti dagurinn i Salamanca runninn upp............ eg gaeti gratid i alvoru. Eg hlakka til ad sja alla heima en samt er thetta buid ad vera svo olysanlega ogleymanlega gaman.............svo er thad lika thannig ad thott eg vaeri lengur tha vaeri thad ekki eins thvi flestir godu vinir minir eru ad fara a sama tima og eg og thad er i rauninni folkid sem madur a eftir ad sakna mest er thad ekki......
Vid forum ut ad borda i gaer, thad var mjog naes og eg kvaddi Emmu og Matt vin hennar sem er i heimsokn. Eg vona ad eg eigi eftir ad hitta thetta folk aftur einhverntiman. Virginie for i dag og eg nadi ekki ad kvedja hana, mer fannst thad svolitid leidinlegt en eg taladi vid hana i simann og vid eigum eftir ad skrifast a, eg hef engar ahyggjur af thvi. Mikid er eg thakklat fyrir tolvupost thessa dagana :) Eg er buin ad taka svooooo mikid af myndum med nyju myndavelinni minni og margir eru bunir ad fa afrit :) Er mjoooog satt vid thau kaup. I dag erum vid Alicia bunar ad rolta um borgina, forum medal annars i fallegan gard sem eg hafdi ekki farid i adur. Thar hittum vid nokkra krakka ur skolanum okkar sem voru ad spila korfubolta og vid skelltum okkur med theim i smastund. Jaherna, eg i korfubolta....... eg er svona stelpan sem er yfirleitt i klapplidinu thid vitid..... en thad var mjog gaman :) Thad er kominn sma markadur i endanum a gotunni minni thar sem er verid ad selja alls konar skemmtilegt jonk. Thetta eru svona kolsvartir Afrikugaejar sem reyna ad selja manni feik Ray-Ban solgleraugu.... "special price for you" og allt thad. Einn theirra elti mig nidur i bae, held reyndar ad hann hafi verid ad fara i tha att en hann vildi endilega fara med mer a kaffihus. Eg var alveg satt vid ad aefa mig i spaenskunni, bulladi eitthvad vid hann en var sem betur fer ad fara ad hitta Aliciu sem hringdi akkurat a rettum tima og bjargadi mer. Sidasta djammid er i kvold og svo fer eg ad pakka a morgun..... sniff sniff
Eg taladi samt vid Gudrunu vinkonu a messenger og fattadi ad eg sakna nu lika vina minna heima, theirra sem eg get talad vid allt um og sem thekkja mig inn og ut. Madur getur aldrei fengid allt sem madur vill...... eg er samt algjorlega komin med ferdabakteriuna og langar til ad heimsaekja alla vini mina...... fara i Disneyland med Yoko i Japan, skoda vinakrana heima hja Martin i Thyskalandi og sola mig med Virginie a strondum Frakklands. Ef eg vinn ekki i lotto innan fimm ara verd eg ad raena banka.......

27. mar. 2002

Eg veit ekki hversu oft eg hef naestum thvi farid ad grata i dag...... thad er svo sorglegt ad kvedja alla, serstaklega thegar thu veist ad kannski attu aldrei eftir ad sja thetta folk aftur a aevinni. Eg er samt med email og svona hja ollum thannig ad ef eg fer i heimsreisu get eg amk reynt ad fa okeypis gistingu einhvers stadar :) Partyid i gaer var bara fint, vid vorum med mat og drykk og tonlist og fullt af folki og eg var med myndasyningu i tolvunni minni :) Eg var ad kjafta vid folk fram til klukkan fjogur, for semsagt ekkert ut a djammid eftira. Thad var reyndar sma vesen, onefndur vinur minn vidurkenndi ad hann vaeri hrifinn af onefndri vinkonu minni og thad var sma fiasko thar sem thad getur aldrei ordid, mikil tar og svona...... vodalega verda thessi djomm oft ad einhverju leidinlegu. En thad reddadist allt saman. Annad vandamal mun alvarlegra...... thad er verkfall rutubilstjora herna i Salamanca og eg hef ekki HUGMYND um hvernig eg a ad komast til Madrid. Held samt ad thad reddist lika.

26. mar. 2002

Eg hef ordid vor vid thad ad timinn hefur ekki stodvast heima a Islandi medan eg er a Spani........ folk er bara ad halda party og fara i sumarbustadi og eg er ad missa af thvi! he he he svona er thetta :) Eg a ad vera i skolanum en var send heim vegna veikinda og er med lista yfir medol sem eg a ad kaupa. Eg er ad standa i thvi ad skipuleggja thetta party i kvold thannig ad eg verd ad vera hress........ Annars trua sumir ekki ad eg se veik, flestir halda ad eg se bara svona rosalega thunn alla daga, eg er ekki ad grinast thad eru fimm manns bunir ad spurja mig i morgun hvort eg hafi verid ad djamma i gaer. Eg for ad sofa fyrir ellefu takk fyrir! I dag atti eitt litla skinnid i skolanum okkar (their eru tveir) 12 ara afmaeli. Thad var keypt kaka og mynd af storbrjostaljosku hengd upp. Mamma hans sem er lika i skolanum (thau eru bandarisk) var ekkert allt of hrifin.... :)

25. mar. 2002

Var ad fa sendar tvaer sukkuladikokuuppskriftir fra Isrunu saetu fraenku minni. Takk aedislega Isrun og Mani!!!!
Eg er ENNTHA halfveik og thad virdist vera ad versna, er komin med slaeman hosta, roddin er horfin odru sinni og eg er kvefud sem aldrei fyrr. Lidur samt agaetlega thannig ad eg er ad hugsa um ad ignora thetta og vona ad thad hverfi. Thvi thad er enntha sol....víííííííí Eg er reyndar ad fara i aukatima klukkan 5 og a eftir ad fara ad versla, thad er svo margt sem eg aetladi ad kaupa herna og se ekki fram a ad hafa tima til thess! Budirnar eru lokadar fra og med fimmtudegi og eg er i skolanum naestu 2 daga! Svo er siesta milli 2 og 5..... vesen. Eg er buin ad bua til, prenta ut og ljosrita bodskort fyrir partyid a morgun. Thad eru myndir af okkur ollum og svaka fint gotukort, eg er mjog stolt. Eg stefni a ad bua til sukkuladikoku...... ef einhver getur sent mer mjog einfalda sukkuladikokuuppskrift fyrir klukkan eitt a morgun ad islenskum tima vaeri thad mjooog vel thegid. solrunosk@yahoo.com takk fyrir!

24. mar. 2002

Dagurinn i gaer kemst hiklaust a topp tiu listann yfir bestu daga i lifi minu. Eg vaknadi vid ad thad barust saet skilabod i simann minn. Eg leit ut um gluggann og sa ad thad var (aftur) um 20 stiga hiti thannig ad eg for i fyrsta sinn i eina sumarkjolinn sem eg tok med mer. Sidan hitti eg Virginie og Andreu, kennarann minn, a Plaza Mayor og vid forum ut ad borda. Vid forum a ekta spaenskan stad sem Andrea thekkti, pinulitinn og faranlega odyran. Thjonustan var yndisleg og personuleg og vid pontudum alls konar retti sem vid bordudum saman. Eg bordadi kolkrabba og smokkfisk med bestu lyst og vid kjoftudum heillengi a spaensku :) Andrea hrosadi mer fyrir spaenskukunnattuna sem mer thotti rosalega vaent um. Sidan forum vid i gongutur um borgina, roltum um litla garda med trjam med bleikum blom og nutum solarinnar. Thvi naest var haldid heim thar sem vid Virginie hittum Andy og Emmu og vid forum i biltur i sveitina med thad ad markmidi ad finna hestaleigu. Vid villtumst adeins en thad var bara gaman ad sja landslagid sem er otrulega fallegt. Vid fundum loksins baeinn, aetludum ad fara ad beygja inn thronga gotu en maettum fjarhirdi med nokkra tugi kinda thannig ad vid snerum snarlega vid :) Sidan forum vid i tveggja tima langan utreidatur og eg get ekki med nokkru moti lyst thvi hvad thad var dasamlegt. Mer fannst thetta serstaklega gaman thar sem eg fer aldrei a hestbak, eg get munad eftir thremur skiptum thar sem eg for a half-hestbak og i sidasta skiptid sem eg for, fyrir svona sex arum sidan, datt eg af baki thrisvar i rod. Eg hef verid halfsmeyk sidan eins og gefur ad skilja. En semsagt, vid forum fjogur saman asamt nokkrum Spanverjum sem eiga bugardinn og thremur odrum sem voru staddir tharna af somu astaedu og vid. Eg fekk yndislega rolega og goda hryssu sem het Hechicera. Var hraedd i thrjar sekundur en svo var thetta bara frabaert. Solin skein og vid saum solina setjast undir lokin thannig ad birtan var mjog falleg, landslagid var gjorsamlega olysanlegt med graenum slettum, trjam og fjollum i fjarska, fuglarnir sungu og vid saum hera og vid toludum spaensku vid "kurekana"........ thetta var eins og i biomynd. Eg for a brokk/skokk (galopar) hvad thetta nu heitir og allt!!!! Sidan forum vid inn og hlyjudum okkur vid arininn, Michel sem er strakurinn a bugardinum syndi okkur alla hestana og eitt pinulitid folald, vid hittum hundana og skodudum myndir af nautaotum. Thad voru meira ad segja tvo uppstoppud nautshofud uppi a vegg takk fyrir! Virgine fekk reyndar slaem ofnaemisutbrot sem var leidinlegt en hun var samt svo hrifin ad hun er ad hugsa um ad fara aftur i dag! Sidan keyrdum vid heim, vid Andy skiptum um fot, Alicia kom og vid forum thrju a tonleika med hljomsveitinni Jarabe de Palo. Thetta er svaka vinsael hljomsveit og thott vid vaerum i finum sal med saetum og svona vard allt vitlaust og flestir stodu uppi i saetunum eda hlupu fyrir framan svidid. Tonleikarnir voru frabaerir, their spila einhverja popp/rokk/djass blondu og notast vid alls konar hljodfaeri eins og harmonikku og bongotrommur, eg veit ekki hversu oft songvarinn skipti um gitar. Klukkan eitt var haldid heim i rum....zzzzzzzzzzzz Semsagt fullkominn dagur. Eg tok fullt af myndum og thad besta er ad mer tokst loksins ad tengja myndavelina vid tolvuna....viiiiiiiii :) I morgun fann eg samt ad afturendinn minn er ekki alveg jafn sattur vid daginn og eg :)
Eg maeli med ad thid berid saman thetta og thetta. Af hverju er eg ad koma heim aftur......? :)

22. mar. 2002

Ooooogeeeeeedsleeeeega goooooott vedur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Eyddi deginum i gaer aftur i solinni a Plaza Mayor, algjor snilld. Barthjonninn er farinn ad thekkja okkur, vid pontudum okkur eina Fanta a mann og satum tharna samt i thrja klukkutima! Forum meira ad segja i millitidinni a McDonalds ad fa okkur McFlurry og bordudum hann a veitingastadnum a bordinu okkar, honum var alveg sama (bordudum isinn og thjoninum var sama svona til ad thad se a hreinu). Sidan hittum vid Martin og Elizabeth og forum i langan langan gongutur, eg var ekki komin heim med skoladotid mitt fyrr en klukkan halftiu um kvoldid! Aedislega gaman bara.
Vissud thid annars ad thegar folk a afmaeli herna tha togar folk i eyrun a theim til ad oska til hamingju med afmaelid? Ad 14 ara aldri togar folk jafnoft og madur er gamall, i hvort eyra. Kennarinn minn sagdi okkur i dag sogur af atta ara afmaelinu sinu thegar 40 krakkar i bekknum hennar togudu atta sinnum i hvert eyra. Strakarnir togudu svakalega fast og hun var oll raud og marin a eftir. Svaaakalegt.
Eg er vist eina manneskjan med bilprof og med okuskirteinid mitt med mer i skolanum..... vid aetlum kannski ad leigja bil i naestu viku og tha a eg ad keyra! Thad verdur skrautlegt :)

21. mar. 2002

Dagbokin er komin a nyjan stad..... sem betur fer. Og med kisum og allt, veiiii!!!!
Thad synir bara skitlegt edli gaerdagsins ad faerslan birtist ekki. Enn verra er ad eg skil ekki af hverju. En svona til ad lita a bjortu hlidarnar tha er vedrid alveg frabaert og hefur ekki verid svona gott sidan eg kom. Eg eyddi deginumi gaer med Aliciu og stelpu sem heitir Emma. Vid satum a kaffihusi a Plaza Mayor i hlyrabolum og fengum pinkuponsu lit. Thannig ad lik-vandamalid (sja faerslu gaerdagsins) verdur kannski bradum ur sogunni. Eg for lika i keilu med krokkunum i gaer og gekk otrulega vel. Thau voru hins vegar frekar tapsar thannig ad thegar eg var ad fara ad vinna seinni leikinn lika breytti Virginie ollum stigunum :) Aetla ad reyna ad sola mig aftur i dag. Kossar og knus til ykkar allra :)

20. mar. 2002

Eg for sumse i bio i gaer og las texta a spaensku til ad skilja myndina..... gaman gaman. Svo forum vid ad fa okkur tapas og a Biblioteca ad dansa. Forum heim klukkan tvo og vorum threytt i morgun :)
I dag er frabaert vedur og stefnan er ad njota vedursins og fara i keilu i kvold. Eg er samt pinu leid thar sem eg a vid ymis misalvarleg vandamal ad strida. Til daemis ad eg er ad koma heim eftir viku og hef ekki enn fengid vinnu og thad er alls ovist ad eg fai tha vinnu sem mig langar til ad fa. Eg er einnig ekki komin inn i neinn skola naesta haust og var neitad um thann styrk sem var kannski mesti sensinn ad fa. Eg er nybuin ad kaupa myndavel en hun virkar ekki med fartolvunni minni. Eg er fol sem lik en tho sem pepperoni pitsa i framan. Eg eydi of miklum tima i ad hugga vini sem eiga i salfraedilegum astarsambandsflaekjum. Eg by med folki sem er storfurdulegt og a i stridi vid adra vini mina. Vigga slo einn drenginn utan undir i gaer og thad voru oskur og tar og eg veit ekki hvad og hvad. Eg a eftir ad gera svo margt adur en eg kem heim!!!! Thessi vandamal eru hins vegar sem betur fer (vonandi) timabundin. Aetla ad vorkenna sjalfri mer i nokkrar minutur og fara svo ut i solina.

19. mar. 2002

Jaeja thad raettist sem betur fer adeins ur deginum i gaer :) Vid vinirnir (eg, Alicia og Andy) reyndum ad gledja Virginie og hugga hana og forum med henni a kaffihus, sidan forum vid heim til min/okkar ad borda is, hlusta a tonlist og fiflast med blodrur langt fram eftir nottu. Virgine aetlar ad fara heim viku adur en hun aetladi, sem er a fimmtudaginn eftir viku thannig ad thessa viku aetlum vid ad nyta vel, baedi til ad laera og til ad gera eitthvad skemmtilegt :) Svo aetlum vid ad halda stort party annad hvort a thridjudag eda midvikudag i naestu viku. I kvold eru krakkarnir ad fara i bio a franska mynd med fronsku tali en spaenskum texta. Thad verdur ahugavert!! Svo aetlum vid kannski i keilu a morgun :) Annars er allt frekar hljott thar sem ad i dag er almennur fridagur. Eg oska ollum pobbum (serstaklega minum) til hamingju med daginn. Rolegheitin eru agaetis tilbreyting fra undanfornum dogum thvi thad er buid ad vera brjalad i baenum, loggur alls stadar og thyrlur sveimandi um i loftinu. Allir radherrar Spanar voru nefnilega samankomnir i Salamanca og oryggisgaeslan var otrulega mikil. Eg er ordin sattari vid ad vera i bekknum minum, eg er farin ad kynnast gamlingjunum betur og thad er bara gaman ad kjafta vid thau um mismunandi sidi i hverju landi og svona. Svo er eg lika med Aliciu i sidasta timanum og thad er alltaf stud. Eg er buin ad fara hamforum med myndavelina, er buin ad vera ad profa hana og keypti hledslutaeki og batteri en get ekki tengst hana vid tolvuna! Aetla ad reyna aftur i kvold :)
Nu aetla eg heim ad fa mer tunamelt med skemmtilega tunfisksalatinu sem eg bjo til i gaer, skemmtileg tilbreyting fra eggjum og pasta :) Hasta luego!

18. mar. 2002

Uff......erfidur dagur. Allt er i molum med nyu ibuana, Camilla er audvitad svona wild chick sem vill spila tonlist allan solarhringinn thannig ad thad er svolitid erfitt fyrir Javi sem er i herberginu a moti henni. Shep og Peter breyttu plonunum sinum og eru ad fara a morgun, hann er buinn ad vera frekar skitlegur vid Virgine thannig ad hun er buin ad vera gratandi i allan dag og eg skropadi i sidasta timanum til ad vera med greyid stelpunni. Vid haettum vid ad fara a skauta og annad augad i mer er ordid rautt af einhverjum astaedum (oskyldir atburdir samt sem adur). Thad er almennur fridagur a morgun, fedradagur sko sem er eiginlega Josefsdagur og mikid i uppahaldi hja katholskum en eg fer samt i skolann. Budirnar eru hins vegar lokadar thannig ad eg tharf ad fara ad versla nuna thar sem eg a ekkert nema hrisgrjon heima. Eg tharf lika ad kaupa batteri i myndavelina mina. Thad er nefnilega svo skemmtilegt ad thad fylgdu med 4 venjuleg batteri i myndavelina en i leidbeiningunum stendur ad thad megi helst ekki nota thannig batteri. Thetta verdur samt allt i lagi sko, sumir dagar eru bara verri en adrir :) Eg er samt nokkud kat, ekki halda annad, utanadkomandi adstaedur eru bara ekki sem bestar.
Eg vil einnig nota taekifaerid og oska afmaelisbornum gaerdagsins til hamingju. Langamma min hun Saeunn vard niraed og Gudrun gella vard 23. Hun er einmitt ad fara til Kroatiu a midvikudaginn.... goda ferd Gudrun!
P.s. Brynja mer finnst thu vera med flotta kalfa!

17. mar. 2002

Viii.... thad var ekkert sma gaman ad leika med myndavelina i gaer :) Verst er ad thad fylgdu bara med venjuleg batterí sem klarudust ansi fljott, eg tharf ad kaupa mer hledslubatteri. Eg get tekid svona stuttar hreyfimyndir og allt! Mjog skemmtilegt. Thad var bara gaman i partyinu i gaer, vid vorum bara ad kjafta og drekka sangria og borda chili con carne til klukkan fimm um nottina :) Martin, sem er litli kruttlegi thjodverjinn, var ad kenna mer ad dansa salsa og spiladi sama lagid aftur og aftur og aftur thangad til folk var ordid ansi pirrad :) Hann er bara nyordinn 17 ara en otrulega frabaer, dansar ofsalega vel og er alltaf med hop af eldri stelpum i kringum sig, talar endalaust morg tungumal og er i miklu uppahaldi hja ollum. I morgun for eg med Aliciu og Andy i leikhus, vid fengum fritt inn af thvi ad midasolumanninum fannst vid saetar :) Thetta var ofsalega skemmtilegt barnaleikrit og fullt af bornum ad sjalfsogdu.... en thetta var einfalt og vid skildum mestalt :) Eg keypti mer meira ad segja Enid Blyton barnabok i gaer sem eg er byrjud ad lesa og thad gengur bara agaetlega. Eg er buin ad hitta strakinn sem mun bua i ibudinni thessar sidustu vikur minar. Hann heitir Peter, er 23 ara ad laera kvikmyndadot eitthvad, er i skeitarabuxum og segir "cool man" a eftir hverri einustu setningu. Camilla er svo a leidinni og Shep mun bua hja Virginie thangad til eg fer, tha faer hann herbergid mitt.
Verd ad thjota ad laera, adios!

16. mar. 2002

Eg a lika stafraena myndavel...... liggaliggalai.... hun er alveg rooooosalega flott eda sko mer finnst thad og kostadi ekkert svo mikid. Eg a nu samt eftir ad profa gripinn, thad verdur gert naestu daga og hver veit, kannski get eg sett einhverjar myndir a netid adur en eg kem heim :) Vid Virginie, Alicia og Andy, hin fjogur fraeknu, forum semsagt til Valladolid, um tveggja tima keyrsla (en svona rumur klukkutimi med Virginie sem bilstjora) til ad fara i mollinn El Corte Inglés. Eg get thvi midur ekki sagt ykkur nanar fra thessu i bili thar sem eg er ad fara i enn eitt kvedjupartyid, Silke og Aron eru ad fara ad thessu sinni. Thad er mikid af svoleidis partyum i malaskolum :) A morgun er eg ad spa i ad fara i leikhus og svo verd eg vist ad thrifa eitthvad thar sem hun Beatriz sem a ibudina er buin ad koma a hverjum einasta degi i thessari viku ad boggast yfir skitugum golfum. Hun gerir ser reyndar ekki ferd til thess heldur er hun ad thvo einhverjar gardinur fyrir Shep og Camillu sem koma a morgun... svakalegt. Golfin eru ekki svo slaem ad minu mati en thar sem allir eru alltaf inni a skonum a Spani tha geta thau ordid bysna ogedsleg. Meira seinna!

15. mar. 2002

Eitt sem eg vil taka fram... EG ER EKKI BRUN!!!! en eg er liklega a leidinni ad kaupa brunkukrem svo folk verdi ekki fyrir vonbrigdum thegar eg kem heim. Rigning og skyjad + einstaka solskin= Laxableik islensk hud
Kvefid virdist vera a undanhaldi.... vei vei vei!!!! Thid vitid hvad thad er erfitt ad vera i timum med einhverjum sem er alltaf ad snyta ser eda ad sjuga upp i nefid..... eg er semsagt buin ad vera su manneskja, sem folk horfir a illum augum :) Thad var skyndiprof i dag..... tholi ekki svona skyndilegar leidinlegar uppakomur a fostudogum :) og eg med nefrennslid a fullu og allir foru a taugum. Thad eina goda vid thetta er ad eg virdist bera spaenskuna betur fram...thid vitid thad a ad bera fram "v" eins og "b" og thad er ekkert mal med stiflad nef :) Eg er buin ad kaupa mer nefsprey nuna og allt ad lagast, gat gert mig skiljanlega i apoteki og allt,vuuhuuu enda segja Andy og Virginie ad spaenskunni minni se buid ad fara mikid fram :) Er svaka montin sko. I gaer horfdi eg a Lombin thagna i sjonvarpinu og verd ad segja ad myndin missti adeins sjarmann vid ad hafa ekki raddir Anthony Hopkins og Jodie Foster. I kvold hugsa eg ad vid Alicia hofum thad bara kosy og eldum saman og horfum a Friends (i tolvunni minni, med original tali takk fyrir :) ).
Thad er annars alltaf jafn merkilega furdulegt i skolanum. Irina laerir aldrei heima og tefur okkur frekar mikid, hun for i dag ad tja sig um thad hvad allt vaeri fyrirfram akvedid og um orlogin og eg veit ekki hvad og hvad. Mer leidist i thessum samtalstimum og taladi vid einn kennaranna minna sem sagdi mer ad kannski fae eg leyfi til ad fara upp um bekk i sumum timum!!! Eg vona thad innilega ad eg geti amk profad thad i sma tima, thvi eg a bara tvaer vikur eftir! ¡Dios mio! (eda eins og Alicia segir idulega: Oh my god!).

13. mar. 2002

Hmmm....... Brynja er lika lasin. Aetli eg hafi smitad hana? :) Thad er thvi midur litid sem eg get sagt ykkur snidugt i augnablikinu thar sem eg hef verid rumliggjandi og er enntha half orku-og andlaus. Eg for ekki i skolann en eg held ad eg se nu eitthvad ad lagast. Naestu helgi aetlum vid Virginie og kannski Andy ad fara saman i bae sem heitir Valladolid. Thad tekur um 2 tima ad keyra og medal markmida ferdarinnar er hugsanlega ad kaupa digital myndavel, vei vei vei! Svo aetlum vid kannski ad skreppa til Madrid a sunnudaginn ad saekja "tilvonandi kaerasta" hennar sem mun einmitt bua i ibudinni minni. Mer finnst svolitid leidinlegt ad hafa ekki farid i neinar ferdir sem er bodid upp a (skolinn er i sambandi vid ferdaskrifstofur) en thaer hafa bara ekki verid neitt svakalega spennandi. Thad er nog ad sja her og eg a enn eftir ad kikja a nokkur sofn og kirkjur. Svo er eg ad fara a svaka fina tonleika eftir tvaer vikur og mig langar lika kannski til ad kikja i leikhus. Uppakomur i tilefni menningarborgarinnar eru tho nokkrar, sidustu helgi var Plaza Mayor til daemis breytt i halfgerdan ithrottavoll thar sem krakkar voru ad keppa a einhverri thrautabraut og svo voru tonleikar a eftir.
Eitt af thvi sem mer finnst skemmtilegast vid ad bua herna er ad geta eytt timanum i ad rolta um baeinn og hitta folk. Thott Reykjavik se ekki stor og madur rekist oft a einhvern sem madur thekkir, gerist thad enn oftar her. Kannski er thad bara vegna thess ad eg er ekki mikid ad rolta nidur Laugaveginn dags daglega i Reykjavik, eg veit thad ekki. Eg thekki augljoslega ekki marga i Salamanca en sidasta laugardag thegar eg for med Aliciu og Silke a kaffihus hittum vid um sjo manns ur skolanum sem vid thekktum :) Eg er farin ad kannast vid afgreidslufolkid a kaffihusinu, internetstadnum og i matvorubudinni og heilsa thvi thegar eg hitti thad uti a gotu. Folkid herna er almennt brosmilt, yndislegt og hlylegt. Stelpurnar a kossunum i supermarkadinum hjalpa mer ad setja i pokana fyrir mig og fara sjalfar og vigta graenmetid mitt og avextina mina fyrir mig ef eg hef gleymt thvi (sem gerist oft). Her er enginn ad flyta ser og ollum finnst eg ganga allt of hratt :) Eg get stundum verid svo stressud ad eg held ad thetta lif eigi vel vid mig. A hinn boginn er thad svolitid odruvisi ad vera nemandi i malaskola heldur en vinnandi manneskja. I Salamanca er 20% atvinnuleysi og eins og eg hef adur sagt tha er menntunin i skolunum slaem. Thegar allt kemur til alls tha vaeri eg ekki til i ad bua a Spani ef eg vaeri med fjolskyldu..... en i bili tha finnst mer thad yndislegt :)

12. mar. 2002

Eg er laaaaasin :( Og thad er sko ekki gaman ad vera lasin i solinni i utlondum med ekkert vidjo og enga mommu eda kaerasta til ad vorkenna manni og laga handa manni te :( Thannig ad af tvennu illu tok eg verkjatoflur og skellti mer i skolann. Thad var alltaf jafn furdulegt, i dag baettist vid arabiskur muslimi fra Tunis sem er skollottur, hladinn skartgripum og ekki undir 35 ara. Thad var rifist um russneska politik og truarbrogd sem eg var ekki alveg i studi fyrir. Natalie sagdi mer samt ad kannski yrdi islenski strakurinn hann Reynir fluttur i bekkinn minn. Hann er bara sextan en finn strakur thannig ad thad yrdi strax skarra :)
Annars for eg ut med blautt harid i gaer sem var allt i lagi thar sem thad var svona um 9 gradu hiti. Virginie var samt skelkud og sagdi ad a morgun yrdi eg lasin i ruminu. Eg skeytti ekkert um thad og sagdi svadilsogur af sundtimum i Vesturbaejarlauginni a minum yngri arum. Thad var alltaf farid i sund nema thegar frostid for yfir -7 gradur og harid a stelpunum fraus yfirleitt a leidinni aftur i skolann. I dag er eg nu samt sem adur lasin thannig ad what goes around, comes around eins og eg hef alltaf sagt :)

11. mar. 2002

Thad er otrulega leidinlegt i skolanum thessa dagana..... eda sko bara i bekknum minum. Vid erum bara thru og thad eru 10 i hinum bekkjunum :( Eg er semsagt bara med Irinu russnesku operusongkonunni og hinum furdulega Klaus sem er a sextugsaldri. Irina er mjog serstok og er til daemis hlynnt thvi ad russnesk yfirvold velji thaer myndir sem ma syna i bio, "godar" myndir. Hun hneykslast mikid a unga folkinu i dag. Klaus hristir hofudid i sifellu og heldur alltaf ad hann hafi rett fyrir ser. Hann er lika med skrytinn humor. Vid virdumst vera thau einu sem erum nokkurn veginn med sama level af spaensku.... kannski aetti eg bara ad fara ad laera otrulega mikid og reyna ad faerast upp um bekk :)
I dag kiktum vid Alicia med Virginie i verslunarferd eins og svo oft... hun er shopaholic og finnst gaman ad leika ser med Visa kort fodur sins. Vid Alicia gerdum nu oskop litid..... nema ad eg var buin ad lofa ad hringja i pabba og fattadi ekki hvad vid vorum bunar ad vera tharna faranlega lengi. Thannig ad eg skaust ut til ad hringja i hann og Alicia kom med mer en thegar vid komum aftur var Virginie hvergi ad sja. Vid leitudum ad henni ut um ALLT og vorum i ferlegum vandradum. Vid hofdum farid a bilnum hennar og allt dotid okkar var i honum, thar a medal siminn minn, kapan min og skoladotid okkar!! Okkur tokst ad hringja i Andy sem gat hringt i Virginie. Hun var bara heima hja ser, hafdi farid heim thegar hun fann okkur ekki!!! Merkilegt. En hun sotti okkur nu sem betur fer og vid kiktum allar ut a kaffihus i kvold asamt Silke sem sagdi okkur allt um spaensku tunguna sem hun hitti um helgina.
Eg komst annars ad thvi i dag ad thad eru adrar (leynilegar) gardinur fyrir glugganum minum thannig ad eg tharf ekki lengur a lakinu og nidursududosunum ad halda :)

10. mar. 2002

Jaeja, i gaer baetti eg upp fyrir fostudagskvoldid og dansadi glod a sandolunum minum alla nottina. Thad var otrulega gaman, margir foru reyndar heim snemma, threyttir eftir fostudagskvoldid en vid Alica skemmtum okkur konunglega. Silke thyska vinkona okkar datt reyndar fljotlega ofan i kokid a einhverjum Spanverja og var fost thar allt kvoldid. Ungir piltar i ermalausum bolum hnykludu reyndar vodvana fyrir okkur hinar og reyndu ad heilla okkur med storu gullkedjunum sinum en allt kom fyrir ekki. I dag for eg a floamarkad med Virginie sem er alltaf a sunnudogum. Vedrid er buid ad vera frabaert, 19 gradur og logn thannig ad vid roltum bara um a bolunum og skodudum, matudum og keyptum (Virginie mun meira en eg ad sjalfsogdu). Eg virdist vera buin ad smitast af systur minni sem kaupir toskur i tonnatali thegar hun fer til utlanda, thvi eg keypti tharna thridju toskuna mina her. Hun er sko eins og kottur i laginu thannig ad eg bara vard. Vid bordudum sidan heima hja henni og erum ad fara med krokkunum i bio i kvold a "Eg er Sam" (Yo soy Sam) med Sean Penn. Thannig ad thad er bara gledi gledi og mer er nuna fyrst almennilega farid ad lida eins og heima hja mer. Nuna erum vid bara thru i ibudinni, eg, Andy og Javier en i naestu viku koma liklega Shep og Camilla. Eg kvidi svolitid fyrir ad bua med Camillu, hun er svolitill ponkari og frekar skapstor. Brodir hennar sagdi okkur ad hun vaeri ekki alltaf mjog audveld i umgengni :) En vid hin erum nu frekar easy going thannig ad thetta aetti ad reddast.

9. mar. 2002

Bloggarinn var nidri i gaer thannig ad eg gat ekki skrifad i dagbokina :(
Surprise partyid gekk vel og thad var oootrulega gaman. Vid vorum um 20 manns og allir komu med eitthvad. Vid vorum med pasta sem Eric bjo til, sushi sem Makiko fra Japan bjo til, tortillu sem Ana bjo til og kjukling sem Andy bjo til. Kennararnir komu lika, Andrea bjo til serstakt Sangria og eg bjo til thrja eftirretti, thar a medal glaesilegt Tiramisu (ur pakka, hvad annad en eg er samt stolt). Vid skreyttum allt og oskrudum "Sorpresa" og skemmtum okkur langt fram eftir nottu. I gaer forum vid svo aftur ut ad dansa en eg for heim klukkan half tvo a medan hinir foru heim klukkan half sex. Thetta gerdist vegna rod oheppilegra og einstaklega oskynsamlegra atburda.
1. Vid Oli forum i endalaust langan gongutur sidustu helgi og eg fekk blodrur a taernar sem eru svona ad jafna sig.
2. Eg for i gongutur med Virginie i ithrottaskonum minum sem eg hef ekki verid i lengi og fekk svakaleg haelsaeri a bada faetur.
3. Alicia og Virginie eru badar bunar ad noldra i mer endalaust vegna thess ad eg er aldrei i hahaeludum skom og thaer eru alltaf vodalega domulegar og gellulegar a pinnunum sinum. I gaer vorum vid rosalega fint klaeddar og thad var eiginlega omogulegt fyrir mig ad vera a sandalaspariskonum minum thannig ad Virginie baudst til ad lana mer sko. Sem hun gerdi og sem voru flottir en med frekar haum haelum.
4. Virginie notar einu numeri minna en eg.
5. Virginie er med nettari faetur en eg.
6. Vid thurftum ad labba i baeinn.
7. Thad er ekki haegt ad setjast nidur a borunum.
8. Eg er aldrei a haum haelum.

Semsagt, eg komst i skona upphaflega med haelsaerisplastrum og alles og thad var ekkert mal en eg er naestum aldrei a haum haelum heima. Thannig ad eftir labbid nidur i bae var mer ordid frekar illt i fotunum og halfpartin farin ad ganga eins og illa drukkin eg veit ekki hvad. Eftir einn og halfan tima gat eg ekki meira og labbadi heim i orsmaum haenuskrefum. Eg aetladi sko bara ad fara heim og skipta um skom en faeturnir voru basically blair og bolgnir (eg tek sokina algjorlega a mig thar sem thetta var otrulega heimskulegt) thannig ad eg horfdi bara a Friends med lappirnar uppi a kodda. En i dag er eg nokkurn veginn i lagi sem betur fer. Eg er samt ad hugsa um ad fara a djammid a inniskonum minum i kvold.

7. mar. 2002

Uff.... thad er frekar mikid vesen ad skipuleggja surprise party. Serstaklega thegar madur tharf ad reyna ad utskyra hvad er i gangi fyrir Japana sem talar ekki spaensku, ekki ensku og getur ekki bedid hinn Japanann um adstod thvi vid erum ad halda partyid fyrir hann og hann ma ekki vita af thvi. En thetta verdur abyggilega alveg ferlega gaman i kvold og eg hlakka mikid til. Eg er ad fara heim a eftir ad blasa blodrur i laumi inni i herberginu minu. Vodalega er allt leynilegt thessa dagana.
I fyrradag horfdi eg a svolitid skemmtilegan spaenskan thatt i sjonvarpinu um krakka sem eru i einhverjum dans og songskola. Mer datt i hug ad ur thvi ad eg er farin ad skilja adeins meira nuna gaeti verid god hugmynd ad horfa adeins a spaenska sjonvarpid, baedi mer til gamans og lika til ad aefa mig i spaenskunni. Eg keypti thess vegna bladid Super-tele i gaer med sjonvarpsdagskra vikunnar. Thad var svolitid fyndid ad sja hvad their eru med. Eg nae fimm stodvum i sjonvarpinu. Thad er frekar mikid af frettum en thad eru adallega frettir fra Spani. Thad eru lika mikid af lelegum spaenskum game-show thattum. Sidan eru their med slatta af thattum sem er longu haett ad syna i sjonvarpinu heima sem gaeti nu samt verid gaman ad kikja a, eins og Alf (snilld). Thad eru kannski tveir eda thrir thaettir sem eg kannast vid en svo er reyndar eitthvad af klassabiomyndum sem eg gaeti kikt a..... verst ad thaer eru allar i svona 3 tima thvi ad auglysingarnar eru svo faranlega langar. Eg horfdi samt a helminginn af Sound of Music i gaer og fannst bara gaman. Mer finnst svo gott ad laera heima fyrir framan sjonvarpid thvi ad tha er eg ad hlusta a spaensku a medan og a audveldara med ad komast i girinn. Eg er lika buin ad fatta hvad Javier sem byr i ibudinni minni er ad horfa a seint a kvoldin/nottunni akvedna daga vikunnar med hljodid skrufad nidur :)
Eg helt ad thad myndi lida yfir Virginie um daginn thegar hun komst ad thvi ad eg vaeri ekki med harblasara med mer herna. Eg nota ekki einu sinni harblasara heima nema einstoku sinnum. Er eg skrytin?
Bara eitt enn..... regnhlifar geta verid vopn. Thad er storhaettulegt ad vera uti i rigningunni thegar allt thetta folk er ad sveifla regnhlifunum sinum i kringum sig.
Heyrdu og ja.... pulsa (nei ekki pylsa) er "eins" a spaensku og ensku, thad er perrito pequeno eda heitur smahundur a spaensku.

6. mar. 2002

Thad er alltaf ad verda skemmtilegra og skemmtilegra i timum hja mer :) Thad hjalpar til daemis ad eg skil nu ordin naestum allt sem kennararnir segja en thad er lika gaman ad vera med folki eins og Irinu hinni russnesku i timum. I dag tjadi hun okkur ad hun hefdi einu sinni sed fljugandi furduhlut og hun var viss um ad thad hefdi verid geimskip. Eg for ad rifast vid kennarann um hvor hefdi fundid Ameriku, Kristofer Columbus eda Leifur heppni :) Verst hvad eg er leleg i sogu og spaensku, eg kom ekkert serstaklega vel ut :)
Vid erum ad fara ad halda "surprise" party fyrir Osamu a morgun. Thad kludradist samt pinu sem var ad sumu leyti mer ad kenna. Eg var buin ad segja Virginie fra uppakomunni en for svo ad spurja Osamu hvort hann aetladi ekki ad halda kvedjuparty, thid vitid svona til ad afvegaleida hann, thvi annad hefdi verid skrytid. Hann sagdi ju, thvi hann heldur ad thad se party a fostudaginn en Vigga fattadi thetta ekki strax og sagdi "Ha, atti thetta ekki ad vera surprise party?". Soooldid slaemt.
Eg klaradi i nott ad lesa thridju Harry Potter bokina, eg dyrka Harry Potter! Hann er uppahalds galdrastrakurinn minn.

5. mar. 2002

Thetta er buinn ad vera skrytinn dagur. Eg for ekki ad sofa fyrr en uppur klukkan tvo thvi eg var ad klara ad fylla ut framhaldsnamsumsoknirnar minar svo ad Oli gaeti farid med thaer heim og reddad nokkrum skjolum og doti. Sidan voknudum vid kl. 5:30 og forum a rutustodina. Oli hafdi komid med litil paskaegg med ser sem vid bordudum a rutustodinni. Eg hef aldrei att i vandraedum med ad borda sukkuladi fyrir klukkan 7 a morgnana, eda a hvada odrum tima dgas sem er en honum fannst thad adeins erfidara :) Sidan tok eg leigara heim og lagdi mig i klukkutima adur en eg for i skolann. Eg var ekki ad grinast med thad sem eg skrifadi i gaer, eg er i alvorunni med russneskri operusongkonu i timum og hun er i raun og veru i pelsinum sinum allan timann. Hun heitir Irina og a spaenskan mann og vill vist eitthvad geta talad vid hann af viti, skiljanlega :) Eg er komin med nokkra nyja kennara og sumir eru dalitid spes. Ana er til daemis mikid fyrir ad tala um eiturlyf og er hlynnt logleidingu fikniefna til thess ad gera russnesku mafiuna a Spani atvinnulausa. Eg veit ekki alveg hvort hun er med arodur eda hvort hun er bara ad segja thetta til ad skapa umraedur, en thetta er kannski snidugt hja henni thvi thad var nanast oskrad i brjaludu rifrildi i timanum i dag (eg var mjog stillt samt). Hun er samt svolitid spes, abyggilega gamall ponkari thvi ad hun er nu thegar buin ad kenna okkur talsvert af blotsyrdum og allar mismunandi vintegundir sem thid getid hugsad ykkur. Eg er samt anaegd med hana thvi eg skil agaetlega hvad hun segir og vid tolum mikid i timanum hennar (og hun a ad kenna "conversation"). Paco er lika nyr kennari thott eg hafi verid med hann adeins i byrjun februar. Hann er mikid fyrir fotbolta og mer hefur verid radlagt ad fylgjast grannt med urslitum i spaenska boltanum til ad geta sagt til um hvort hann verdi i godu skapi daginn eftir :)
I dag var eg otrulega fegin ad bua a Islandi og eg attadi mig a thvi hvad eg hef fengid otrulega goda menntun midad vid thad sem tidkast a Spani. Her reykja naestum allir sem er samkvaemt kennaranum minum vegna thess ad krakkarnir fa enga fraedslu um skadsemi reykinga/vimuefna og enga kynfraedslu en fa hins vegar kennslu i katholskum fraedum thrisvar i viku. Reykingarnar pirra mig ekkert mikid nema kannski a veitingastodum thar sem allir reykja milli retta og nanast medan their borda og thad eru engin reyklaus svaedi. Mer finnst hins vegar pinu ogedslegt ad their nota ekki oskubakka, golfin herna eru einn stor oskubakki. Eg komst lika ad thvi ad thad er talin vera mikil okurteisi ad vera ekki i skom medan thad er verid ad borda og flestir eru alltaf i skom inni hja ser.
Eg hef annars akvedid ad haetta ad kvarta yfir vedrinu eftir ad eg las a mbl.is ad februarmanudur a Islandi hefdi verid sa kaldasti sidan 1935..... eitthvad sem eg er alveg satt vid ad hafa misst af.
Eg er ekki buin ad vera dugleg ad svara brefum ad undanfornu vegna anna med leynigestinum en nuna skal eg fara ad taka mig a. Eftirlitid birtist ekki einu sinni a leynitimabilinu thannig ad thetta var ekki mjog spennandi fyrir leynilogguna i mer :) En samt ooootrulega gaman!

4. mar. 2002

Thar sem thetta er sidasti dagurinn hans Ola aetla eg ad gera eitthvad annad i dag en ad hanga a netinu thannig ad thetta verdur bara stutt :) Vid forum i bio i gaer ad sja Collateral Damage eda Daño Collateral med Arnie Schwazz og skemmtum okkur konunglega. Thad var mikid um sprengingar og kvalafulla dauddaga (sem mer fannst reyndar full mikid oged stundum) thannig ad mikillar tungumalakunnattu var ekki thorf. I dag for eg i skolann og er med russneskri operusongkonu i pels i timum. Adios!

3. mar. 2002

Aumingja leynigesturinn minn helt ad hann vaeri ad fara i fri til Spanar= i sol og "sumar"yl. I morgun byrjadi ad snjoa og nu er grenjandi rigning. Skemmtilegt. Sem betur fer nyttum vid timann vel i gaer medan vedrid var saemilegt. Vid vorum heillengi i gaer i tveggja manna partyi heima hja mer, forum ut ad rolta og forum ekki ad sofa fyrr en um fjogur leytid :) I dag aetlum vid ad skoda nokkur sofn eins og adur sagdi og svo er hugmyndin ad fara i bio! Vegna tungumalaordugleika er stefnan tekin a nyju Arnold Schwarzenegger myndina (hvernig skrifar madur eiginlega thetta faranlega nafn?) thar sem ma buast vid miklum sprengingum og takmorkudum samtolum :)
Eftir slaema reynslu af spaenskri matargerd a fimmtudagskvoldid hofum vid thvi midur vanid komur okkar a traustari skyndibitastadi eins og Makkann og Konginn. I kvold erum vid samt ad spa i ad fara a tapas bar svona til ad vera ekki algjorir aumingjar :) A morgun aetla eg ad fara i skolann, svona til ad gleyma ekki spaenskunni :) og tha er sidasta kvoldid okkar. Annars er otrulegt ad hugsa til thess ad ferdin min er meira en halfnud! Arg!
Erum a pobbarolti.... vissudi ad internetstadurinn sem er nalaegt mer er opinn til kl. 02:00 um nottina? :) Brjalad stud ;)

2. mar. 2002

Thad var sem betur fer adeins betra vedur i dag en i gaer en vid thurftum samt a kapum/frokkum og treflum ad halda :) Vid forum i langan, langan gongutur, ut fyrir borgarmork Salamanca en thad tok samt bara svona einn og halfan tima af thvi ad borgin er alveg saemilega litil og saet. Vid vorum nefnilega ad fara i mollinn goda, verslunarmidstodina a godri islensku :) Thad voru sem betur fer ekki keypt nein oskop, vid vorum adallega ad skoda og svo lobbudum vid aftur i baeinn og kiktum a nokkrar merkar byggingar i leidinni. Bidradirnar a listasofnin voru samt svo langar ad vid akvadum ad fara frekar snemma a morgun til ad geta skodad okkur um i ro og naedi. Thad er alveg fullt fullt meira sem eg gaeti sagt en lappirnar okkar eru threyttar og puttarnir lika thannig ad vid aetlum ad skella okkur heim og elda. Meira a morgun :)

1. mar. 2002

Hae hae :)
Thad var aedislega gaman i gaer, vid roltum um Salamanca og forum svo ut ad borda med Alicu og brodur hennar sem er lika i heimsokn. Vid forum a saemilega finan spaenskan veitingastad og pontudum paellu sem mer fannst samt ekkert serstaklega god :( Thad var svona blanda af kjuklingi og raekjum og mer finnst thessar bragdtegundir ekki eiga mjog vel saman... en stadurinn var samt kosi og vid kjoftudum langt fram a kvold. I dag for eg svo i skolann klukkan ellefu og var til tvo. Kennslan breytist alltaf adeins hver manadamot thannig ad nuna er eg med tvo nyja kennara sem mer likar mjog vel vid. A medan hofdu strakarnir thad gott, drukku bjor og foru ad versla. Sidan var haldid a hinn omenningarlega en otrulega bragdgoda veitingastad Burger King :) Vid aetlum ad skoda einhverjar kirkjur og sofn annad hvort i dag eda a morgun en thad er bara verst ad vedrid er hundleidinlegt! Thad rigndi i gaer og i fyrradag (i fyrsta skipti sidan eg kom hingad ma segja) og i dag er skyjad og bara 6 gradu hiti! Thad er pinu svekkjandi thar sem thad var 15-20 stig yfir daginn i sidustu viku en vid gerum bara gott ur thessu og klaedum okkur eftir vedri :) I kvold erum vid ad fara a djammid med krokkunum i skolanum, voda stud! :)
Eg var annars ad fa bref um ad Geocities, sem vista heimasiduna mina, eru ad fara ad taka upp gjald fyrir FTP thjonustu fra og med naestu manadamotum thannig ad eg tharf vist ad finna nyjan stad fyrir dagbokina mina fljotlega..... thegar madur er godu vanur finnst manni erfitt ad fara skyndilega ad borga fyrir hlutina :)
Goda helgi og gledilegan mars :)