29. jún. 2002

Úje, ættarmót um helgina. Hef aldrei farið á almennilegt ættarmót áður og hlakka mikið til. Áfram ætt!

28. jún. 2002

Ég bauðst til að vinna til klukkan fjögur í gær fyrir strák sem er að fara í útilegu með stráklingunum okkar (s.s. í vinnunni) um helgina. Svo bjargaði ég líka fiðrildi úr heitum potti. Góðverk dagsins semsagt. Ég sá samt eftir því klukkan fjögur að vera ekki á næturvakt. Ég byrjaði nefnilega á púsli og var komin langt með það þegar klukkan var orðin fjögur. Ég lifði mig svo mikið inn í steina og fjöll í Landmannalaugum (myndin á púslinu) að ég varð næstum því leið þegar ég þurfti að fara heim. Það er nefnilega hætta á því að púslið fái ekki að vera í friði. Þannig að ég faldi það á sæmilegum stað og vonast til að klára það aðfaranótt mánudags þegar ég er á næturvakt. Voðalega getur maður verið sorglegur eitthvað.
Góðvinkona mín hún Guðrún ætlar að heimsækja mig í næstu viku í fríinu mínu!!! Ég hlakka mikið til og minntist á þetta við nokkra stráka í vinnunni. Þeir fóru að forvitnast nánar um dömuna sem er vissulega fríð, fróð og skemmtileg og mikill kvenkostur. Hún er þar að auki á lausu og nú bíða allir piparsveinar í Skagafirði eftir að berja hana augum. Þeir fóru eitthvað að rífast um þetta og ég á víst að spássera eitthvað með hana um bæinn og "rekast á þá" í kaupfélaginu eða whatever og kynna hana fyrir þeim. Hún er að ég held ekki eins hrifin af þessari fyrirætlan enda ekkert desperat eftir vonbiðli. En ég skil svo sem greyið strákana. Það er ekkert grín þegar þú þekkir og ert búinn að reyna við allar stúlkur á aldrinum 15-30 ára í bæjarfélaginu og ekkert gengur. Helmingurinn líklega frænkur eða fyrrverandi kærustur manns sjálfs eða vina sinna. Vonlaust.

Ath. þetta er nú hálfkvikindislegt í garð þessara indælu drengja sem ég vinn með. Þeir eru bara búnir að vera ansi duglegir að reyna að sannfæra mig um það að Reykjavík sé rót alls ills og að þar sé vont að vera. Þar býr engöngu fólk sem er stressað allan daginn og hugsar ekki um börnin sín, er heyrnalaust af hávaðanum í umferðinni, hefur allt of mikið val og er stútfullt af gerviþörfum. Semsagt þegar ég segi að mér finnist ágætt að geta valið um nokkur kaffihús í staðinn fyrir að fara bara á Kaffi Krók sem dæmi, þá er það gerviþörf. Eitt kaffihús eða þess vegna ekkert er alveg nóg. Maður á að vera sjálfum sér nógur. Hnuss.

27. jún. 2002

Systir mín kær hefur ekki látið heyra í sér í vikunni og auglýsi ég hér með eftir henni. Hún er reyndar upptekin við að leika við fjölskyldur og húsdýr alla daga þannig ég bið að heilsa henni ef þið rekist á hana.
Í dag gerði ég tilraun til þess að finna mitt innra sjálf eða það er að segja mína náttúrúlegu líkamsstarfsemi með því að stilla ekki vekjaraklukkuna. Ég vaknaði klukkan hálf tvö. Líkami minn vill semsagt vaka í tólf tíma og sofa í tólf tíma. Mér þykir þetta full mikil tímaeyðsla þannig að ég hyggst stilla klukkuna á morgun. Það var samt alveg roooosalega gott að sofa...... en hættulegt að byrja ekki að vinna fyrr en klukkan 16 á daginn. Verð að ímynda mér að ég eigi að byrja klukkan átta. Eða tíu. Að minnsta kosti fyrir hádegi :)
Ég lenti annars í svolitlu skemmtilegu en furðulegu í dag.
Ég fékk skilaboð í símann sem hljóðuðu einhvern veginn svona:

Sæl, gleðilegt sumar og til hamingju með daginn!

Kannaðist ekki við númerið og forvitin ég fletti upp númerinu um leið og ég svara og þakka fyrir mig, gerði ráð fyrir að þarna væri verið að ræða um áðurnefnt afmæli.
Síðan kemur í ljós að sendandinn er drengur nokkur sem ég var með í bekk í grunnskóla fyrir tíu árum síðan og hef eiginlega ekki séð síðan! Við skiptumst á nokkrum skilaboðum enda fannst mér gaman að heyra í honum þótt þetta kæmi mér á óvart. Ég fékk reyndar engin svör við því hvernig hann vissi af afmælinu eða nokkra aðra skýringu á þessum óvæntu skilaboðum......
Datt í hug að hann hefði kannski séð þetta á síðunni en það lesa hana samt engir nema þeir sem ég þekki vel að ég held.
Dularfullt......
Systir mín kær hefur ekki látið heyra í sér í vikunni og auglýsi ég hér með eftir henni. Hún er reyndar upptekin við að leika við fjölskyldur og húsdýr alla daga þannig ég bið að heilsa henni ef þið rekist á hana.
Í dag gerði ég tilraun til þess að finna mitt innra sjálf eða það er að segja mína náttúrúlegu líkamsstarfsemi með því að stilla ekki vekjaraklukkuna. Ég vaknaði klukkan hálf tvö. Líkami minn vill semsagt vaka í tólf tíma og sofa í tólf tíma. Mér þykir þetta full mikil tímaeyðsla þannig að ég hyggst stilla klukkuna á morgun. Það var samt alveg roooosalega gott að sofa...... en hættulegt að byrja ekki að vinna fyrr en klukkan 16 á daginn. Verð að ímynda mér að ég eigi að byrja klukkan átta. Eða tíu. Að minnsta kosti fyrir hádegi :)
Ég lenti annars í svolitlu skemmtilegu en furðulegu í dag.
Ég fékk skilaboð í símann sem hljóðuðu einhvern veginn svona:

Sæl, gleðilegt sumar og til hamingju með daginn!

Kannaðist ekki við númerið og forvitinn ég fletti upp númerinu um leið og ég svara og þakka fyrir mig, gerði ráð fyrir að þarna væri verið að ræða um áðurnefnt afmæli.
Síðan kemur í ljós að sendandinn er drengur nokkur sem ég var með í bekk í grunnskóla fyrir tíu árum síðan og hef eiginlega ekki séð síðan! Við skiptumst á nokkrum skilaboðum enda fannst mér gaman að heyra í honum þótt þetta kæmi mér á óvart. Ég fékk reyndar engin svör við því hvernig hann vissi af afmælinu eða nokkra aðra skýringu á þessum óvæntu skilaboðum......
Datt í hug að hann hefði kannski séð þetta á síðunni en það lesa hana samt engir nema þeir sem ég þekki vel að ég held.
Dularfullt......

26. jún. 2002

Þakka hlýhug í minn garð á afmælinu. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Annars er það bara vinna vinna og gleði gleði. Ættarmót næstu helgi og rómantík í loftinu. Gaman :)

24. jún. 2002

Ég á afmææææælíídaaaaaaaaag, ég á afmæliííídaaaaaaaag. Og svo framvegis. Þetta er semsagt orðið að veruleika. Klukkan fimm í nótt varð ég að horfast í augu við þá staðreynd að ég er orðin fullkomlega tuttuguogtveggja ára. Sem er sorglegt fyrir þær sakir að þá er kannski ekki lengur sniðugt að ganga í tuttuguogeinsárs sokkunum mínum sem ég fékk í afmælisgjöf fyrir ári. Eða hvað? Hins vegar er ég aftur orðin ári eldri en Hansi "litli" frændi sem varð tuttuguogeins fyrir viku :)
Það er merkilegt að andlitið á mér hefur ekki ennþá vaxið upp úr því að vera gelgja frekar en hugurinn :) Ég vaknaði með gríðarlega stóra bólu á kinninni og nokkrar litlar henni til samlætis. Svo hafa kinnarnar aldrei losnað við þetta blessaða "baby fat" heldur verð ég víst að fara að sætta mig við það að þær eru bara svona hamsturslegar að eðlisfari. Hins vegar sýnist mér brjóstin farin að lafa og lærin að stækka og krumpast. Ætli ég verði með andlit tánings og líkama ellilífeyrisþega eftir nokkur ár?
Dagurinn byrjaði.... ja hann byrjaði eiginlega ekkert því að ég var á næturvakt í vinnunni. Ég var voða sniðug og tók með mér skemmtilega spólu en svo kunni ég ekki á vídjóið þannig að það varð ekkert úr því. Svo þykist maður vera að fara í tölvunám....
Ég var semsagt hálfmygluð þegar ég fór að sofa klukkan hálf níu í morgun, rétt hitti Óla á vaktaskiptum og geri það reyndar aftur á eftir. Búin að fá alla pakka í bili (sem voru reyndar frábærir) og enginn til að leika við einu sinni. En koma tímar koma ráð og ég tók gleði mína á ný þegar ég vaknaði núna áðan. Ég er nefnilega búin að fá sex afmælisessemmess!!! Ég á semsagt fullt af skemmtilegum vinum þannig að ég lokaði bara augunum, söng hún á afmæli í dag upphátt og ímyndaði mér að þeir væru allir með mér. Svo mundi ég eftir að ég átti eftir kort og litla gjöf frá mömmu og pabba sem ég hafði tekið með og viti menn, ég fékk svakalega flottan beljubol! Þannig að ég ætla að fara í hann, setja á mig kórónu, horfa á Sixteen Candles, fara í vinnuna og baka þar köku. Frábær afmælisdagur :)

23. jún. 2002

Jæja þá er best að halda aftur í sveitina góðu og nú með litla belju í för. Djammið sem átti að vera í gær endaði með því að ég lét foreldrana sækja mig í partýið klukkan hálf tólf vegna þess að ég var svo slöpp og ómöguleg. Greit. Ég hitti reyndar Freyjuna mína og danska gæjann heima hjá Guðrúnu gellu. Söng meira að segja nokkur Kim Larsen lög gestum til ánægju og yndisauka ásamt stúlkunum. Ég er samt ennþá eitthvað asnaleg og kvefuð og kvíði svolítið fyrir að keyra norður og fara strax á næturvakt. Tek nokkrar Friends spólur með til öryggis. Friends spólurnar mínar eru besta fjárfestingin mín hingað til.

22. jún. 2002

Voðalega bloggar maður lítið þegar maður er í bænum...... æ þetta lagast þegar sveitalífið tekur við á ný.
Svona til að hlaupa yfir atburði síðustu daga þá fór ég með rútu í bæinn á fimmtudagsmorguninn. Það var langt síðan ég hafði farið í rútu og mér var ekki skemmt. Rútan var svona mini-bus þar sem allir voru hálfkramdir saman. Hún var full af ellilífeyrisþegum og nokkrum börnum (semsagt fólki sem var ekki með bílpróf). Gömlu konurnar voru allar með hækjur, andfúlar og með varalit út á kinn (líklega einhvers konar saumaklúbbur) og kannski hálfklikkaðar því að þær gerðu alltaf undarlegar handahreyfingar í takt við tónlistina í útvarpinu. Bílstjórinn var sömuleiðis háaldraður og ekki bætti það úr skák að hann talaði í farsíma með annarri hendi næstum allan tímann. Ég lét mig hafa þetta í fimm klukkutíma sem var reyndar vel þess virði því að það var stórkostlega skemmtilegt stelpukvöld um kvöldið heima hjá mér. Brynja og Íris voru lengi og við kjöftuðum og kjöftuðum og kjöftuðum og mér þykir verst að geta ekki tekið þær með mér í sveitina. Svo fékk ég æðislega afmælisgjöf, vei vei vei! Ég fékk belju sem var alveg rosalega flott sem getur líka verið sparibaukur. Svo fékk ég rósir og eyrnalokka og vellyktandi gloss og glimmerbombu og freyðibað og tvö kerti og loðkort..... semsagt fullt af gjöfum og endalaus hamingja :)
Ég talaði líka við Freyju vinkonu sem er í gæludýraskóla í Köben og ætlar að sýna danska kærastanum sínum landið á næstu vikum. Þau komu úr þrjátíu stiga hita í leiðindarok. Greyjin. Ég er ekki enn búin að hitta þau en hyggst bæta úr því um helgina. Hún setti gæjann í símann og ég þurfti að babbla eitthvað á dönsku eins og asni.... það var frekar skelfilegt.
Í gær fór ég svo og talaði við LÍN sem sögðust kannski ætla að lána mér peninga næsta vetur og um kvöldið fór ég út að borða á Horninu og í bíó á About a Boy. Pabbi átti afmæli sko og við fjölskyldan vorum að fagna. Mér fannst myndin algjört ÆÐI og mæli eindregið með því að allir fari á hana. Mér fannst ekki eins gaman á Horninu og var farin að hálfvorkenna þjónustufólkinu. Það var ekkert reyklaust borð og það var reykt allt í kringum okkur meðan við vorum að borða sem mér fannst frekar óþægilegt. Við fengum vitlausa rétti og fólkið í kringum okkur reyndar líka, fengum matinn ekki á sama tíma o.s.frv. Maturinn var samt fínn.
Þegar heim var komið fékk ég skyndilega upphringingu frá Magga vini mínum og flakkara um að hann væri fyrir utan hjá mér og ætlaði að bjóða mér í bíltúr. Ég spurði hvers vegna hann vissi að ég væri í bænum og kom í ljós að hann hafði ekki hugmynd um að ég væri orðin sveitastelpa, fussumsvei. Við fórum sumsé að skoða nýju íbúðina hans, hann er orðin vesturbæingur drengurinn og ég kenndi honum lífsreglurnar "in da hood".
Í dag er Ólinn minn svo að útskrifast úr HÍ með BA í sálfræði, vei vei vei og það verða veisluhöld fram eftir degi. Í dag er líka "parents meet parents" í fyrsta skipti dagur og ég kvíði svolítið fyrir. Horfði á "Meet the Parents" síðustu helgi og hef verið með martraðir síðan. En það reddast. Vona ég :)

20. jún. 2002

Skil ekki hvernig Bleikur gat tapað þessum kosningum!
Tseins of plens, ég verð víst að vinna á meðan á Landsmótinu stendur þannig að ég kemst ekki í vikufríið mitt í borgina. Sorglegt en satt. Í staðinn tek ég rútuna í fyrramálið og býð nokkrum stúlkukindum í heimsókn annað kvöld. Ég er þó mjög fegin að þær eru talsvert líkari stúlkum en kindum og eru yndislegar og skemmtilegar í alla staði (þið vitið hverjar þið eruð :)
Annars er furðulegt með þessar rútuferðir. Ég hringdi auðvitað fyrst niður á BSÍ og sagðist þurfa að komast með rútu í bæinn á fimmtudaginn, frá Varmahlíð.
Stelpan í símanum (SÍS): Haaa.... Varmahlíð... já bíddu...
Ég (SÓL): Já já (dúddelídú, dúddelídei)
SÍS: Hmm...... (kallar) Jóna hvar eru þessir bæklingar... ég finn engar áætlanir.
Löng þögn
SÍS: Heyrðu já það fer ein rúta klukkan sjö.
SÓL: Já já er það eina ferðin?
SÍS: Nei bíddu þetta er vetrarplanið
Löng þögn
SÍS: Það fer ein rúta klukkan 18:20
SÓL: Ertu viss um að það sé eina ferðin?
SÍS: Já...eða ég held það að minnsta kosti... ég finn ekkert annað
SÓL: Alltílagibleeeeesss

Mér fannst þetta frekar ósannfærandi upplýsingar þannig að ég hringdi í ferðaþjónustuna í Varmahlíð. Þar fékk ég samstundis þær upplýsingar að Norðurleið færi klukkan 10:50 og 18:20 og Suðurleið færi jafnframt klukkan 10:20 á fimmtudögum og væri þar að auki ódýrari. Ég stend því við þá fullyrðingu mína að Skagfirðingar eru dásamlegt fólk.

Ein saga til viðbótar svona fyrir háttinn. Ég þurfti að fara með bílinn í smurningu og afrekaði það að hringja á bílaverkstæði og panta tíma. Það var samt um það bil það eina sem bílaspassinn ég gat höndlað. Fyrir mér eru bílar bara bílar, ég get ekki sagt: "Nei sko þarna er bíllinn hans Jóns eða neitt slíkt" og ég gæti ekki bent á Volvo eða Bens eða hvaða bílategund sem er á stóru bílastæði þótt mér væri borgað fyrir það. Ekki nema auðvitað að ég fengi að skoða bílana. Bílar eru rauðir, bláir, grænir og svo framvegis og svo eru til jeppar og fólksbílar. Þetta olli mér smá vandræðum.
SÓL: Já..... ég ætlaði að koma með bíl í smurningu
Bílastrákur: Alveg sjálfsagt, hvernig bíll er þetta
SÓL: Hann er blár
Bílastrákur: (þögn)
SÓL (man skyndilega eftir að það stendur Toyota á bílnum) já þetta er svona Toyota
Bílastrákur: (þögn)
SÓL: svona lítill bíll
Bílastrákur: (þögn) já ég veit ekki alveg hvaða árgerð en hann er ekkert rosalega gamall
Bílastrákur: humm......hvert er númerið á bílnum
SÓL: (þögn)
Bílastrákur:(þögn)
SÓL: (kviknar á perunni) Það byrjar á N!
Bílastrákur: (gefst upp) Við segjum það þá, ég á tíma klukkan 10
SÓL: Alltílagibleeesss

Stuttu seinna fatta ég að ég er að fara með rútunni klukkan 10:20 og kemst þess vegna ekki með bílinn þá. Ég þurfti þess vegna að hringja aftur í Bílastrákinn.......

18. jún. 2002

Ég var rétt í þessu að frá bréf frá Brynju uberskutlu og megamær þar sem hún minnti mig á að fæðingardagur minn er skammt undan eða aðeins sex daga í burtu í rauntíma. Venjulega er þetta mikill gleðidagur enda er þetta besti dagur ársins til þess að eiga afmæli. Rök? Jú, í huga mínum eru tveir dagar ársins sem standa upp úr. Jól og afmæli. Það er alltaf verið að tönnlast á því að það væri nú ekki gaman ef jól/afmæli væru á hverjum degi þannig að það ætti að vera best að dreifa þessum gleðidögum jafnt yfir árið. Við höldum upp á jólin þann 24. desember og ég á afmæli AKKÚRAT hálfu ári seinna, 24. júní. Þannig að ég get hlakkað jafnt til allan ársins hring :) Svona sem aukabónus bar fæðinguna upp á jónsmessunótt, þegar maður á að velta sér nakinn upp úr dögginni og allt það. Semsagt dýrðardagur. En þetta var nú óþarfa mont þannig að svona on the downside þá átti ég víst að fæðast miklu fyrr og ég var tekin með ryksugu (sogklukku) þannig að hausinn á mér var og er hlutfallslega stærri en búkurinn og ég er kölluð conehead enn þann dag í dag af systur minni (sem er undarlegt því að ég fæddist á undan!). Svo voru allir alltaf á Flórída eða einhversstaðar og gátu ekki komið í afmælið mitt þegar ég var lítil. Snökt.

Reyndar verður afmælisdagurinn í ár svolítið undarlegur. Ég er nefnilega að vinna í 16 tíma, frá miðnættis til 8 og frá 16 til miðnættis. Frá 8-16 er ég líklega sofandi og Óli í vinnunni. Stórkostlegt. Ég kem reyndar í bæinn um helgina, verð frá fimmtudegi til sunnudags en sé ekki fram á að geta haldið neitt teiti af því tilefni. Ég kem hins vegar líklega aftur í bæinn 2. júlí (þriðjudagur) og verð fram yfir helgi þannig að þá gæti ég gert mér glaðan dag. Kemur allt í ljós....

(ég þori heldur ekkert að hitta neina vini mína um helgina, það eru víst allir svo fallega brúnir og flagnaðir að það yrði hlegið að rokrassgats-náfölu ásjónu minni)

17. jún. 2002

Jæja þá er það þjóðhátíðarbloggið áður en klukkan slær tólf :) Bloggklukkan er reyndar vitlaus þannig að ég hugsa að þetta komi eins og þetta hafi verið skrifað átjánda júní. En það er samt ennþá sautjándi svona for the record.
Og allir saman nú:
Hæ hó jibbí jei og jibbí jei
það er kominn sauuutjááándi júní!

Ég er ekki í mannmergðinni niðri í bæ og er hvorki búin að fá kandífloss né snuð.
Ég svaf samt lengi lengi sem er alltaf gaman og fór út að borða á Kaffi Krók. Hér er rok og rigning og öll dagskrá (sem ég missti reyndar af) var færð inni í hús. Það var samt fullt af fánum út um allt þannig að það var svolítið hátíðlegt.
Í dag á Hansi frændi og töffari með meiru afmæli. Hann er tuttogeins þannig að við verðum jafngömul í viku.
Yoko vinkona mín í Japan á líka afmæli og fá þau bæði afmæliskveðjur þótt ég reyndar efist um að þau lesi þetta :)
Siggi vinur átti líka afmæli í gær..... ógislega gaman að eiga afmæli í júní :)

Annars er ég bara afskaplega fegin að vera komin í frí. Ég er búin að lenda í svo mörgum hrekkjabrögðum þessa vikuna (´"nýja stelpan" og allt það) að ég er algjörlega uppgefin. Systir mín var samt dugleg að hrekkja mig á sínum yngri árum þannig að ég hef svo sem þolinmæði í þetta (takk Aldís :) ) .Sem er líklega ástæða þess að það er víst gaman að stríða mér :) Er samt að vinna í bits-attitúdinu. Svona aðeins.

16. jún. 2002

Fyrsta fjórtán tíma vaktin búin og ég uppgefin. Þetta er búið að vera aðeins erfiðara en ég hélt. Samt var voða gaman í dag, gekk á Þórðarhöfða (og komst að því að ég hef ekkert þol). baðaði mig í Grettislaug og borðaði grillhamborgara. Sumsé oft mjög ljúft að vera í vinnunni en getur líka verið helv. erfitt, þegar maður er nýr og glær og grænn eins og ég og hefur ekki háan virðingarstatus (er að vinna á meðferðarheimili fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu).
Ásdís plíííís plíííís komdu að heimsækja mig ef þú getur. Ég kemst ekki á Miðgarðsballið því ég er að vinna til kl. 4 um nóttina á morgun en svo er ég í vikufríi. Þannig að endilega lítið við ef þið getið :)
Annars ætla ég bara að hnipra mig saman og sofa núna.

15. jún. 2002

Jæja.... klukkan að verða hálf sex að morgni og ég að blogga... furðulegt. Ég var búin að vinna klukkan fjögur (semsagt áðan). Það er bara svo erfitt að koma heim eftir að hafa verið að halda sér vakandi og fara svo beint að sofa. Ég þarf svona smá tíma til að róa hugann, hugsa um daginn og bara.....slaka aðeins á. Ólinn er á Akureyri með vinum sínum þannig að ég er ein í búinu og verð að tala við tölvuna. Beljurnar eru nefnilega farnar. Verst að ég er að fara að vinna aftur eftir rúma átta tíma og þá aftur til kl. 4. Verð að vera hress. Svaaakalegt.

14. jún. 2002

Var að fá fregnir af því að ég á að fá örbylgjuofn í afmælisgjöf. Ekki lengur barbí, hjól eða jafnvel gemsi heldur hagnýtt eldhústæki. Það versta er að ég er mjög ánægð með að eignast þennan grip. Er að hugsa um að biðja um eitt stykki Beibí-Born svona til að viðhalda andlegri geðheilsu. Þið vitið svona sem mótvægi..... Bylgistæki + Dúkka / 2 = eitthvað sem hæfir mínum innri unglingi. Ég er nú bara 16 í anda samkvæmt aldursprófinu góða.
Ég er ekki sátt.....
Öll blogg þessa dagana eru að fjalla um hvað það sé gott veður og fólk er svo brúnt og nennir ekki að vinna og fær sólsting bla bla bla.
Á meðan er skítaveður hjá sveitalubbanum. Hvers á ég að gjalda, ha? Ég horfi út um gluggann og sé ský, beljur, kindur og gras. Finnst ykkur þetta ekki hljóma betur sem SÓL, beljur, kindur og gras? Það þarf annars að fara að gera eitthvað í girðingamálum hérna, maður kemst varla út úr húsi fyrir þessum greyjum. En það er svosem ágætað hafa félagsskap :) Ég er annars að fara að vinna eina 12 tíma vakt og svo tvær 14 tíma vaktir núna um helgina. Samtals 40 tímar eða þ.e.a.s. heil vinnuvika á einni helgi. Stuð.
Brynja mín, ég er að vinna í þessu með sálgreininguna. Ég geri ráð fyrir því að þú sért hvorki ólétt né á túr svona til að útiloka augljósustu ástæðurnar :)

13. jún. 2002

Ótrúlegt.... ég gæti sofið endalaust. Verst hvað það verður lítið úr deginum samt, ég þarf að mæta í vinnu klukkan fjögur og byrja að taka mig til upp úr þrjú. Ef ég sef alltaf til hádegis er það ekki langur tími. Við Óli verðum orðin hálfókunnug eftir vikuna. Ég er sofandi þegar hann fer í vinnuna og hann sofandi þegar ég kem úr vinnunni. Skrýtið.
Annars fór ég aftur í fótbolta í gær. Var í marki og varði fullt af mörkum. Hinir náðu reyndar að skora 15 mörk og unnu en samt.....
Ég er blá og marin og finnst þetta vera villimannsleg íþrótt. Ég meina það, þeir sparka tuðru eins fast og þeir geta framan í mann og svo á maður að reyna að stoppa þetta í staðin fyrir að forða sér. Svo eru haldnar einhverjar heimsmeistarakeppnir í þessu. Hnuss. Af því að við töpuðum er aftur leikur í dag og ég þarf eitthvað að standa mig betur. Það á líka að reyna að kenna mér snóker. Ég sem var rekin út úr keiluhöllinni í Öskjuhlíð fyrir að vera næstum búin að eyðileggja pool borðin. Vona bara að ég lifi sumarið af.

12. jún. 2002

Það virðist vera sama hversu oft ég sópa upp dauðum flugum, þær margfaldast alltaf daginn eftir. Þær eru ekki bara í gluggum heldur út um allt. Mér er farið að finnast þetta svolítið krípí, þetta er svona "The house of the Dead Flies". Hljómar eins og nafn á Stephen King bók. Mér er semsagt farið að líka verr við dauðar flugur heldur en lifandi pöddur. Annað sem er óþægilegt eru þessi hljóð sem ég heyri þrátt fyrir að ég sé ein í húsinu. Ég veit að þetta eru bara kindurnar að stanga húsið , samt er ég farin að ímynda mér að þær séu búnar að umkringja það og séu að fara að ráðast til atlögu. Svona eins og í myndinni The Birds nema þetta eru The Sheep. Úff ég þarf að fara að kynnast fólki hérna í sveitinni.... ekki hollt að vera löngum stundum ein með ímyndunaraflinu :)
Loksins....komin....heim.....
Ætlaði að stytta mér leið og skoppa yfir nokkra skurði. Big mistake. Gaddavír, straumur, risaskurðir, blautir fætur. Og ég þurfti að snúa við. Það er samt gaman að búa í sveit og geta stillt græjurnar eins hátt og manni sýnist. Svo gæti maður líka labbað um nakinn að vild. Ef mig langaði sko.

11. jún. 2002

First things first, til hamingju með afmælið Ásdís!!!!!!!!! Ég er líka búin að taka þetta ágæta aldurspróf nokkrum sinnum eins og Brynja benti á að væri hægt. Fyrst var ég 13, svo 16, svo 18 og loks 17 (sumsé að meðaltali 16 ára). Þetta er allt vegna þess að a) mér finnst gos betri en bjór b) mér finnst ís betri en franskar og c) ég er klaufi og gæti ekki málað án þess að sletta málningunni í hárið á mér. Þetta er hrein og klár mismunun og ég vona að þið stelpurnar leyfið mér áfram að leika við ykkur þótt ég sé aðeins yngri en þið :(
Þetta útskýrir samt kannski af hverju uppáhaldsmyndin mín er Sixteen candles :D
Annars var bara mjög gaman að skreppa í bæinn um helgina. Á laugardeginum fór ég í Smáralind án þess að kaupa neitt, bara svona til þess að gera eitthvað sem er ekki hægt í sveitinni :) Ég fór aðeins út á laugardagskvöldið, fyrst heim til Guðrúnar Ögmunds, aðeins í bæinn og svo hitti ég Bryn og Skvísuna á Tres Locos. Kíkti aðeins á Óla minn og Emil á Brennslunni og labbaði svo heim meðfram tjörninni í æðislegu veðri og fannst bara gaman að vera borgarbarn. Mér tókst svo að keyra nánast alla leiðina ein upp í sveitasæluna á sunnudaginn og það án þess að keyra á eða útaf. Ég er nefnilega með fóbíu fyrir að mæta stórum vörubílum og þegar það gerist lækka ég yfirleitt hraðann niður í 70, samferðamönnum mínum (og bílstjórunum fyrir aftan) til mikillar gremju. En þetta hlýtur allt að venjast. Ég fór svo loksins að vinna í gær og það var bara gaman. Fór í fótbolta sjálfviljug í fyrsta sinn á ævinni (að vera píndur í leikfimi telst ekki með), varði tvö mörk og lagði upp eitt (við vorum bara fjögur reyndar) og fannst bara stórskemmtilegt. Hljóp reyndar einu sinni út úr markinu til að forðast boltann og varði hann eiginlega óvart í hin tvö skiptin, fékk marbletti á lærin en ég meina.... nó pein, nó gein og ég vonast til að vera orðin á við Beckham í lok sumars ;) Fann reyndar aðeins fyrir því að vera eina stelpan á svæðinu. Í hvert skipti sem myndband með Birgittu Haukdal eða öðrum skutlum var í sjónvarpinu var dagskráin stöðvuð og liðið safnaðist saman í slefi fyrir framan imbann.

8. jún. 2002

Þessa helgina er ekki mikið um sveitasögur, þess í stað kemur borgarblús...úúúúúú
Það var rosa gaman í gær, reyndar var partýið þannig að ég var að ryðjast inn í annarra manna saumaklúbb en það var allt í lagi. Guðrún sálfræðivinkona var með saumaklúbb og bauð þremur aukastúlkum þannig að ég var ein utangarðs. Það var freyðivín og súkkulaði og skemmtilegar umræður sem snerust að sjálfsögðu upp í barnauppeldisumræður eins og vill gerast. Þessar stelpur eru flestar aðeins eldri en ég, við vorum alls 9, þar af a.m.k. 6 sem áttu börn og ein var ólétt. Ég þarf að næla mér í eitt svona til þess að vera viðræðuhæf. Eftir saumóinn fórum ég með gestgjafanum á djammið sem var bara stórskemmtilegt. Við lentum í röð á Nasa, fyrir framan okkur voru lágvaxnir, dökkhærðir menn og fyrir aftan hávaxnir ljóshærðir menn. Ljóskurnar voru Svíar og fannst við ekkert fyndnar þegar við sögðum Hei do og aðra dönskublandaða frasa við þá. Hinir vildu endilega að við giskuðum á hvaðan þeir væru. Við vorum ekkert allt of sleipar í landafræðinni, vorum búnar að giska á Ítalíu, Grikkland og Tyrkland og önnur lönd langt í burtu þrátt fyrir að þeir segðu að við værum orðnar heitar. Við fengum hint um að þetta væri eyja og viti menn, öll árin af Júróvisjón áhorfi borguðu sig því að ég giskaði á Möltu sem var rétt. Þeir voru himinlifandi og sérstaklega yfir því að ég skyldi muna eftir góðu gengi þeirra í Júró núna í ár. Vegna þessa átti ég að fá verðlaun, sem voru hvorki meira né minna en heil nótt með minnsta Möltubúanum! Ég ákvað að bíða með innheimtu vinningsins og við fórum inn á Nasa þar sem ég þekkti engan. Ég sá nokkrum Séð og Heyrt andlitum bregða fyrir og gott ef Kolla skutla var ekki á dansgólfinu, þótt ég þekki hana eiginlega ekki neitt :) þræddum staði bæjarins sem voru ótrúlega dauðir, hitti reyndar Ólu sætu sem var í óvenju góðu skapi........... og er hún þó alltaf eins og sólskinsbros...... :)
Ég ákvað síðan að hitta mína ástkæru Guðrúnu Ögmunds og vinkonur hennar á Kebab húsinu en á leið þangað hitti ég Möltuliðið enn og aftur. Þeir voru ekki sáttir við að ég skyldi ekki vilja vinninginn minn og vildu endilega hitta vinkonur mínar. Mér tókst að komast undan, þeir hurfu sem betur fer á frekari veiðar. Hitti Árna, gamlan EmmHáing á Kebab sem var á barmi auðæfa og heimsfrægðar síðast þegar ég hitti hann. Ég hafði víst eitthvað misskilið hann en hann er samt sniðugur strákur og er öryggisvörður í alvöru búning. Það var ótrúlega hressandi að hitta allt þetta fólk og ég hlýt að lifa á minningunum næstu þrjár vikur í sveitinni.

7. jún. 2002

Borgarbarnið/Sveitastelpan er komin í bæinn!!!!! og strax á leiðinni í partý, ja hérna hér. Eða svona semi-partý. Það verða a.m.k. ekki bara rollur þar heldur real live fólk!! Nei bara smá....... Ástkæra Reykjavík here I come..... annars vil ég taka það fram að ég hef ekkert á móti Skagfirðingum eða Skagafirði yfirhöfuð, yndislegur staður og gott fólk, bara ekki mitt fólk :)

6. jún. 2002

Sumarbústaðarfílingurinn er að ég held í þann mund að hverfa. Að vera ein í litlu húsi allan daginn langt langt í burtu frá vinum, fjölskyldu, búðum, bíó og öðrum nauðsynjum borgarbarnsins er farið að fara pííínulítið mikið í taugarnar á mér. Það er reyndar bíó á Króknum en það er bara sýnd ein mynd, þrisvar í viku og það er Spiderman. Ég er búin að sjá hana. Ég fór í Kaupfélagið í dag til þess að kaupa mér blaði til að hafa eitthvað að lesa. Sá stæðilegan blaðarekka í einu horninu og fór strax að hugsa um hvort ég ætti að velja Marie Claire, Cosmo eða hvað. Þegar nær var komið sá ég að hillurnar voru uppfullar af Bo-Bedre, Good Housekeeping, Country Living og alls konar prjóna og föndurblöðum. Greit. Þetta truflar mig samt ekkert svo mikið, ég get alveg lifað án Smáralindar í smá tíma. Ég er bara svo mikil félagsvera að ég er að verða geðveik á því að vera ein. Er búin að reyna að tala við lömbin en það eru samskiptaörðugleikar. Og það þrátt fyrir það að ég hafi leikið hið glæsta hlutverk kindar í Animal farm í MH og jarmað daginn út og inn í tvo mánuði. Ég er búin að fara í sund á hverjum degi í vikunni og er farin að kjafta við konuna í afgreiðslunni. Hún er orðin hrædd við mig. Svo fékk ég símtal í dag..... SÍMTAL!!!!! TIL MÍN!!!! Það var þá gamla vinkonan með barnið og bóndann á Króknum. Ég var svo desperat að hitta hana að ég er að fara með henni á morgun með barnið hennar til læknis (hún hafði engan annan tíma). Annars eru allir hérna í sveitinni með eindæmum indælir og hjálpfúsir. Ég hef hins vegar ekki áhuga á föndri, hestum eða barnauppeldi og passa þess vegna ekki alveg inn í hópinn. Ég sá samt mikið af garðálfum þegar ég var að keyra um bæinn í dag. Mér finnst þeir svolítið sætir og krúttlegir. Gætu þeir verið upphafið að fallegri vináttu? Mynduð þið móðgast ef ég bankaði upp á hjá ykkur og spyrði hvar þið hefðuð fengið þennan myndarlega garðálf?

5. jún. 2002

Litla húsið mitt er alveg svakalega sumarbústaðarlegt. Þess vegna finnst mér eins og ég sé uppi í sumó, er ekki að horfa á sjónvarpið heldur er að lesa og svoleiðis. Það er reyndar mjög gaman, ég lifi mig samt frekar mikið inn í bækur og myndir reyndar og þarf stundum á smá raunveruleikatengingu að halda. Var að lesa Artemis Fowl og dreymir álfa á nóttunni. Þori varla að byrja á Hringadróttinssögu. Það er samt ágætt að komast að því að álfarnir og hobbitarnir vaska ekki upp diska fyrir mann heldur verð ég víst að gera það sjálf...
Ég hef aldrei verið talin sérlega ratvís (sbr. að ég týnist ALLTAF í Grafarvoginum, jafnvel þegar ég er á leiðinni í Mosó og rata ekki ennþá í Árbæjarlaugina). Mér fannst þetta samt fulllangt gengið þegar mér tókst að villast í Varmahlíð þar sem búa um 200 manns að ég held. Að auki villtist ég á leiðinni úr sundi, í þriðja sinn sem ég fór í sund. Er samt búin að kaupa mér 30 miða kort þannig að ég þarf að láta sjá mig þarna og láta hlæja að mér. Ég er sumsé ekki að gera mikið til þess að auka hróður borgarbarna hér í sveitinni.
Hei Bryn.... ég var að spá..... út af því að þú ert alltaf að tala um DNA og svona.... ert þú aldrei spurð að því hvort þú ætlir að klóna þennan eða hinn?
Þegar ég var í sálfræði var ég nefnilega spurð að því í tíma og ótíma hvort ég væri búin að sálgreina viðkomandi. Öllum fannst þetta ægilega fyndið og sniðugt og það endaði meira að segja með því að ég var farin að svara: "Ég er löngu búin að því. Þú ert hálfviti".
Já og eitt enn... ég hitti líka ísbílinn hans Svabba í dag, það var bara svolítið mikið skemmtilegt þótt ég hafi reyndar ekki keypt mér ís.
Down in the country: dagur 2. Höfuðverkur. Gat ekki sofið. Næsta apótek í 22 km fjarlægð og þar að auki lokað. Engar verkjatöflur (gleymdust). Engin sæng eða koddi heldur (gleymdust). En í dag kom pabbi með sæng og kodda og dósaupptakara og alls konar dót frá mömmu. Hann átti sko leið hjá, var á fundi á Sauðárkróki, ég heppin. Honum fannst samt voða skrýtið að koma í heimsókn til dótturinnar í fyrsta sinn. Ég var voða montin og dró fram stellið og kleinurnar og henti nær öllum pöddum út. Í dag kom líka fólk og málaði þakið á húsinu voða flott og rautt. Ég bauð þeim ekki í kaffi, enda kann ég ekki að laga kaffi og var að spara kleinurnar handa pabba. Hugsa að ég hafi móðgað þau stórkostlega en af því að ég er "aumingja borgarbarnið" gæti það hafa sloppið. Annars er skrýtið þetta sveitalíf. Við erum alltaf kölluð "hjónin" og ég er "spúsan" og hann "maðurinn minn". Þetta er næstum því farið að fara í taugarnar á mér. Svo hugsa ég um allt þetta fólk sem ég þekki sem er búið að gifta sig eða er að fara að gifta sig og átta mig á því að það er ekkert ellimerki að vera giftur. Mig langar nú samt ekkert til þess strax og vil fá að lifa í synd í friði.

3. jún. 2002

Fyrsti dagurinn í sveitinni búinn og næstum allir kassarnir tómir (enda takmörk fyrir því hvað er hægt að koma miklu inn í eina Toyotu). Mér var boðið með í river rafting í morgun en ég er svo mikil skræfa að ég sagði nei. Svaf til hádegis...mmmmm....gaman og vaknaði svo í æðislegu veðri. Það getur verið gaman að vinna vaktavinnu á sumrin sjáiði til, síðasta sumar var ég föst við tölvuskjáinn næn tú fæv alla virka daga. Það væri samt ábyggilega skemmtilegra ef ég væri ekki ein uppi í sveit á daginn :) veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera á daginn..... Ég byrjaði á því að sópa dauðum flugum upp af gólfinu og síðan að komast að því að sturtan virkaði ekki. Ég skellti mér þess vegna bara í sund í Varmahlíð sem er svona fimm km í burtu. Þetta var alveg stórkostleg sundferð. Ég bað konuna í afgreiðslunni um að geyma símann og veskið fyrir mig. Hún var svosem alveg til í það en benti mér á það að skáparnir væru læstir og að ég væri eini sundgesturinn þannig að það væri svosem ekki mikil hætta á því að þessu yrði stolið. Hristi hausinn og horfði á mig þessum "aumingja borgarbarnið" augum. Sundlaugin var fín en svolítið spes að vera ein í sundi. Sundlaugarvörðurinn tók starf sitt mjög alvarlega og stóð við bakkann og fylgdist grannt með hverju sundtaki. Mér var farið að finnast það hálf óþægilegt þannig að ég varð fegin þegar tvær sænskar dömur birtust og dreifðu athyglinni. Ég hyggst mæta þarna eins oft og ég get í sumar þannig að það er ágætt að vita að ég drukkna a.m.k. ekki á meðan hann er að vinna þarna.
Eftir að ég var búin að koma heim og hleypa nokkrum bjöllum og kóngulóm út úr húsinu skruppum við á Sauðárkrók í fyrsta sinn á ævinni fyrir okkur bæði að ég held. Þar sannaðist enn og aftur hið forna spakmæli Ísland er fámennt því ég hitti gamla vinkonu úr MH í kaupfélaginu, Sólveigu Fjólmundsdóttur sem býr þarna með barn og bónda. Þegar við komum heim hittum við kind og lamb við útidyrahurðina en neituðum þeim um aðgang inn. Mér fannst þetta afskaplega sveitalegt og sætt en Óli var ekki eins hrifinn. Honum er aftur á móti alveg sama um bjöllurnar og kóngulærnar. Svona getur verið erfitt að búa saman.
Ég var alltaf svo hrifin af kærleiksbjörnunum þegar ég var lítil..... þessi brúni með hjartanu var í uppáhaldi hjá mér en þessi er líka voða sætur :)
See what Care Bear you are.
Er ekki lengur vesturbæingur og borgarbarn heldur er ég orðin Sólrún í Torfgarði með símanúmer sem byrjar á fjórum. Kallinn er í vinnunni og ég ætti kannski að fara að læra að steikja kleinur. Það væri reyndar ekki vitlaust því að á leiðinni hingað í gær stoppuðum við hjá Boggu frænku og fjölskyldu á Sölvabakka og fengum svakalega góðar kleinur. Þar var líka ástkær systir mín sem á það til að stinga af norður í land á þessum tíma árs. Við vorum svo þreytt eftir keyrsluna í gær að við náðum eiginlega ekkert að koma okkur fyrir en mér finnst samt bara svolítið gaman að horfa á kassana hérna og hugsa um hvað ég eigi að gera við þá. Húsið er ekki hannað sem íbúðarhúsnæði heldur sem einhvers konar félagsheimilisaðstaða og hefur verið notað sem skólahúsnæði. Þess vegna er pínkulítið eldhús, pínkulítið herbergi, tvö pínkulítil klósett og risastórt opið rými. Gólfið er steingólf en veggirnir úr viði og fullt af skólaborðum og stólum út um allt sem verða eiginlega að fá að vera hérna. Það verður þess vegna að finna draslhorn. Ég er ósköp fegin að vera komin og er að hugsa um að innbyrða þessa einu jógúrt sem er staðsett í ísskápnum. Svo getur maður kannski byrjað að raða eitthvað, vei vei!

1. jún. 2002

Þegar maður er að plana svona sveitaferð og flutninga þarf að gera ráð fyrir skemmtiefni á leiðinni fram og til baka í sumar. Útvarpssamband er stopult og engin geislaspilari í bílnum þannig að ég fór að draga fram gamlar kasettur. Þær voru keyptar á aldrinum fram að fermingu og aðeins eftir það, það er að segja á meðan ég átti innan við fimm geisladiska sem var reyndar lengi vel. Svo var maður að taka upp alls konar skemmtilegheit úr útvarpinu sem er ekki eins skemmtilegt í dag. Nokkrar spólur fullar af allra væmnustu Celine Dion og félagar lögunum sem voru tekin upp í unglingsástarsorgum af verstu gerð. Tvær spólur með Stjórninni sem var í miklu uppáhaldi frá 10-12 ára og ein með lögum úr Simpsons. Það sem reddar þessu er hins vegar að hinn dásamlegi Helgi Hrafn, kærasti Brynju og góðvinur minn úr MH, tók á sínum tíma upp nokkra geisladiska á spólur fyrir mig sem standa ennþá fyrir sínu, Weezer og fleiri. Þetta reddar ferðinni (svo getur fólk jú talað saman ;) ) en að auki tek ég reyndar með spólu sem heitir Sagan af vaskafatinu og fleiri sögur fyrir börn. Þar er að finna meðal annars sögurnar Videostelpan, Tíkó og prumphænsnið, Lásý og fótbrotna hænan (miklar hænusögur) og að sjálfsögðu Vaskafatið. Þetta er spóla sem var hlustað á daglega og ég ætla að sjá hvort þetta sé ekki alveg jafn skemmtilegt núna. En sumsé, Helgi minn, takk fyrir spólurnar og ennþá meira takk fyrir að hafa kynnt mig fyrir Brynju og hinum skutlunum sem ég gæti ekki verið án í dag :)
Jæja, þá er fyrsti júní mættur á svæðið og Ólinn minn á afmæli . Til hamingju Óli! Brandur bróðir hans er líka að útskrifast í dag úr MS og þess vegna óskum við honum líka til hamingju, gaman gaman. Ég var í smá vandræðum með hvað ég ætti að gefa honum í útskriftargjöf og fór að hugsa um mína eigin útskrift fyrir fjórum árum síðan (úr MH). Þá ætlaði ég til Frakklands um haustið að læra frönsku og fékk þess vegna flottar bækur um landið og franska orðabók að mig minnir í útskriftargjöf. Staðan í dag: ég hef aldrei komið til Frakklands. Á síðustu fjórum árum hef ég ætlað að gera ýmislegt sem aldrei var gert. Dæmi: Tveggja mánaða ferðalag um S-Ameríku, vinna í ár sem leikskólakennari í Kína, flytja til Danmerkur og fara í framhaldsnám..... og svo framvegis. Ég er samt ekki búin að sitja á rassinum og bora í nefið, sbr. interrailferð, málaskóli og framhaldsnám í Bretlandi í haust. Þetta minnti mig bara á hvað allt getur breyst á skömmum tíma. Mæli þess vegna ekkert sérstaklega með að taka fimm ára plön of alvarlega..... ekki gefa nýstúdentinum Allí Mak Bíl spólur þótt hann ætli í lögfræði í haust :D
Ég var annars að koma úr mini-partýi heima hjá Ásdísi og þar gerðum við Brynja samkomulag um að blogga sem mest í sumar. Ég ætlaði bara að stoppa í korter en var í næstum tvo tíma... það er svo gaman að kjafta við þessar skutlur að það er alveg hreint með ólíkindum. Ásdís verkfræðistelpa var að halda upp á afmælið sitt sem er reyndar ekki fyrr en eftir 10 daga en það skiptir ekki öllu. Svo var önnur Ásdís þarna sem var líka skemmtileg og er líka í verkfræði.... nei bara svona að koma því að.... Ólöf ég linka ekki á þig fyrr en þú uppfærir heimasíðuna þína!!!
Aðrar fréttir eru:
Ég flyt norður í Skagafjörð á sunnudaginn!
Önnur kónguló er fallin í valinn eftir að hafa spunnið vef á bílnum (ég drep þæpr ekki heldur detta þær af á ferð, sama hvað ég keyri varlega)
Jófríður Eva litla frænka mín (ekkert svakalega lítil lengur) skoðaði víst heimasíðuna mína..... hæ hæ Jófríður!
Ég á afmæli eftir 23 daga, jíha!