28. des. 2002

Mín ekkert búin að blogga í jólafríinu eins og fleiri.... enda kannski ekkert merkilegt að segja bara jóla jóla og hangikjöt og gleði eins og hjá öllum.
Var reyndar með stórskemmtilega ferðasögu um hremmingarnar sem ég lenti í á leiðinni til landsins. Ég gleymdi henni bara á ferðatölvunni hennar litlu sis sem flutti til Svíþjóðar í gær litla krílið (19 ára). Hún flutti í svo mikið krummaskuð (til að æfa borðtennis) að það þótti stórfrétt á staðnum og hún var í blaðaviðtali í dag :) Stórkostlegt.
Ég verð því miður að læra læra læra 24-7 þar til 13.janúar. Ég er kannski búin að hafa það aaaðeins of gott í Brighton og læra aaaaðeins of litla forritun, trallalarallala.
Svo verður bloggað á fullu, að sjálfsögðu. Kannski maður segi ferðasöguna sem er stórfurðuleg´. Í stuttu máli var lestin mín stoppuð af vopnuðum löggum (með risariffla) sem handtóku eitthvað fólk. Ég missti þar af leiðandi af lestinni til Glasgow og næstum því af flugvélinni minni en lestarvörður með hvítt hár og skegg (jólasveinninn) vorkenndi mér og fylgdi mér út um allt eftir að ég þvældist í nokkrar vitlausar lestir. Fann svo næturlest til Skotlands þar sem kona með hvítt hár og jólasveinahúfu (jólasveinka) vorkenndi mér líka og setti mig í sérnæturklefa með morgunmat og alles - ókeypis! Snilld. Þannig að ég var ekki á flugvellinum um nóttina :)
Jólahamingjuóskir til ykkar allra elskurnar mínar,
síjúleiteralligeitor
...og fyrirgefið allir sem ég hef ekki hitt og haft samband við, ég nældi mér í miður skemmtilega gubbupest og hef ekki verið sérlega vinaleg þessi jólin

15. des. 2002

Pakka pakka... nei ekki jólapakka heldur pakka niður því ég er á leiðinni heim!!!
Missti mig aðeins í jólagjafakaupum í dag. Það er nefnilega svo gaman að versla miiiikið í einu og handa öðrum því þá fær maður ekki samviskubit yfir að vera að eyða peningum sem maður á ekki í sig, maður er að eyða þeim í aðra...skiljiði.... og það getur ekki verið nema gott :)
Þessar myndir mínar eru víst ekki að gera sig, ég þarf að reyna að birta þetta e-n veginn öðruvísi. Á að vera mynd af bringunni á Darren loðindreng :)
Hvar var ég aftur...já pakka niður, alveg rétt. Ég er að fara í ferðalag, tek lest til Glasgow á morgun, verð á flugvellinum þar um nóttina og flýg svo heim fyrir hádegi á þriðjudaginn. Þetta virtist afskaplega góð hugmynd á sínum tíma en ég veit ekki alveg hvernig mér líst á þetta núna. Sérstaklega þar sem ég á eftir að kaupa miða frá Glasgow til Brighton... ætlaði að gera það í dag en þeir miðar sem ég vildi voru uppseldir. Ætli ég verði föst í Glasgow um áramótin?

14. des. 2002

Færsla gærdagsins part 2:
Einhverjir voru að furða sig á C-liðnum í færslunni hér að ofan. Darren og Jon vinir mínir (og kennarar) voru báðir að bera sig en Darren var í mandarínuslagnum. Hann er svo loðinn á bringunni og bakinu og bara alls staðar að ég hef aldrei séð annað eins. Honum finnst þetta bara skemmtilegt og gerir í því að ganga um ber að ofan á sumrin svo að fólk horfi á eftir honum. Honum finnst svo gaman að fá athygli sem kemur berlega í ljós þegar hann er að kenna. Hann vill stöðugt að við veifum og brosum til hans til að sýna að við séum að hlusta og þykist vera voðalega fúll þegar hann fær ekkert ´feedback´. Ég sagði honum í síðustu viku að samskiptin yrðu örugglega meiri ef við mættum bara kasta einhverju í hann, eins og pappírskúlum eða tómötum. Viti menn, honum fannst þetta snilldarhugmynd og í síðasta tímanum lét hann alla fá autt blað til að búa til skutlur og kúlur. Við áttum að kasta einhverju í hann þegar við skildum ekki eitthvað. Sumum strákunum fannst þetta svo skemmtilegt að þeir bjuggu til skotvopn úr pappír og pappaglösum sem hefðu getað hálfrotað greyið strákinn. Tíminn snerist auðvitað í lokin upp í allsherjar pappírskaststríð. Svo sannarlega gaman að vera komin á mastersstigið :) Ég hjálpaði við að taka til þar sem þetta var hálfpartinn mér að kenna...
Jæja þá er ég búin að gefast upp á að reyna að senda færsluna sem ég skrifaði síðustu nótt. Eins og hún var skemmtileg neitar Blogger að birta hana! Vondi Blogger!
Á ég að reyna að birta hana í bútum? Bíddu...
Þetta er búið að vera viðburðarrík nótt... og hún er rétt að byrja!
Ég er auðvitað að vanda að gera verkefni sem átti að skila - í gær :) Fæ alltaf svaaakalega góðar hugmyndir svona uppúr miðnætti og get þá fyrst byrjað að skrifa eitthvað að ráði. Þessi Red Bull tilboð í sjoppunni við hliðina á hafa líka eitthvað að gera með þetta. Jæja en verkefnið á semsagt sinn þátt í því að ég er vakandi, heima og ekki að taka þátt í end-of-term djammi eins og allir aðrir *sniff*. Ekki það að letingjanum mér sé eitthvað vorkunn, ég var úti að borða og pöbbast fram eftir öllu í gær með Rögnu þegar ég átti að vera að gera þetta.
Klukkan korter í eitt fór brunavarnarkerfið í gang og þá er ekki HÆGT að vera í húsinu. Einhver að kósíast með kerti á hæðinni fyrir ofan og allir (hundrað manns) út á náttfötunum og svona. Klukkan hálf tvö þegar lætin voru afstaðin hringir dyrabjallan niðri. Dyrasíminn virkar ekki þannig að ég fer út og þá er einhver strákur að fara íbúðavillt. Hann eitthvað fullur með kærustunni og ég þurfti að gera honum skiljanlegt að ég væri í íbúð 3 en ekki á þriðju hæð sem reyndist erfitt. Þegar ég kem aftur er búið að læsa! Ég læst úti á náttfötunum, hitti stelpu sem hringir í Maju sem kemur og opnar og gefur mér jólapakka, vei vei! Hvað ætli gerist næst?

Þetta var sumsé part one af færslunni. Þess má geta að ég fór nottlega ekki að sofa fyrr en hálf sex því ég lenti á svo ansi skemmtilegu spjalli við Magga vin minn á MSN. Hver er á MSN klukkan hálf fimm aðfararnótt laugardags? Við tvö greinilega :) Svo vaknaði ég hálf níu í morgun, kláraði ritgerðina og dröslaðist upp í skóla þar sem ég komst að því að skrifstofan var lokuð. Ég sendi kennaranum bara verkefnið í tölvupósti og verð að vona það besta. Spurning hvort ég geti ekki mútað honum með fyrrnefndum myndum...

12. des. 2002

Spurningar:
A) Hvad ma madur drekka marga Red Bull drykki i rod an thess ad fara yfirum?
B) Hvad er haegt ad lifa lengi a tunfisksamlokum, nudlusupum og sukkuladi?
C) Hvad tharf til ad madur liti a kennarana sina sem felaga og haetti ad bera virdingu fyrir theim?

Svor:

A) Fjorir Red Bull halda manni innan skynsamlegra gedheilsumarka - en bara rett svo.
B) Ad minnsta kosti i tvo og halfan manud
C) Ad their dansi berir ad ofan og kasti mandarinuberki i thig

Vidbotarupplysingar vid lid C: Thegar a thetta stig er komid er gaman ad vera til. Serstaklega thegar adurnefndir atburdir eru festir a filmu.

10. des. 2002

So much to do, so little time...
Eg er alveg ad fara yfirum af stressi. Thad er samt buid ad vera storkostlegt fjor herna i Brighton, afmaeli og jolabod si og ae i bland vid laerdominn. Thad var svo gaman i afmaelinu hja Rognu ad vid komumst aldrei nidur i bae. Thad lokar allt klukkan tvo thannig ad thegar klukkan var ordin half tvo voru allir i miklu studi og allt vin buid. Sumir voru enntha thyrstir thannig ad tha var brugdid a thad rad ad hringja i bus braedur. Thad er sumse i alvorunni haegt ad hringja allan solarhringinn i eitthvad numer hja Booze Brothers og fa heimsent akvedid magn af afengi - verdur ad vera minnst kassi af bjor eda 6 floskur af raud- eda hvitvini. Sex raudvinsfloskur voru komnar i hus halftima seinna. Held samt ad thad hafi bara ein klarast thar sem thetta var meira svona af thvi ad thad var haegt. Snidugt samt :)

7. des. 2002

Skapið að batna og jólin ekki jafn fjarlæg og í gær.
Er að fara í afmælisboð til Rögnu í kvöld þar sem verður boðið upp á jólaglögg og piparkökur! Svo keypti ég mér líka pils í dag og pantaði tíma í klippingu sem er alltaf mjög jóló. Keypti Big Issue af heimilislausum manni - góðgerðir eru alltaf jóló þótt maður eigi auðvitað alltaf að vera góður - og hann var með jólasveinahúfu! Mér fannst hann svo sætur að ég gaf honum smá bónus. Annar maður sem var rosalega líkur Samuel L. Jackson var að spila jólalög á þverflautu fyrir utan M&S og það var svo kalt að ég þurfti að vera í fínu kápunni minni, vei!
Nú er bara að læra smá áður en ég skelli mér í partýið. Þarf líka að skrúbba aðeins á mér andlitið sem kom hálfkínverjalegt undan brúnkukremsmeðferð gærkvöldsins. Talandi um partý þá langar mig að benda á bloggið hennar Erlu stuðstelpu og sexbombu með meiru :) Hæ Erla!
Einnig bárust kvartanir vegna ummæla minna um truflandi afþreyingu þann 5. des. Vil ég nota tækifærið og biðjast afsökunar á þessu. Kærastar eru ekki truflandi og ekki bara afþreying og hananú! :)

6. des. 2002

Hvar eru jólin?
Ég virðist ekki geta fundið þau. Yfirleitt finn ég fyrir jólunum í síðasta lagi þegar það er kominn desember. Bara það að sjá ´desember´ getur sumsé verið nóg til að ég hugsi: jæja, nú eru að koma jól. En ekki í ár. Prófstressið er líka venjulega giveaway. Núna er ég bara að skila ritgerðum og mesta stressið verður í janúar þannig að það á ekki við núna. Síðan er það jólaskrautið. Hérna í Brighton er búið að vera jólaskraut í búðargluggunum síðan ég kom í september. Það hefur kannski aðeins aukist en það hefur engin áhrif á migl engur. Það er heldur ekkert skraut í íbúðinni minni nema eitt plast jólastjörnublóm í eldhúsinu sem Sam keypti. Það er ekki snjór, það er ekki einu sinni kalt! Ég er í bol og gallajakka á hverjum degi. Engin aðventuljós. Ekkert laufabrauð. Reyndar tilboð á mandarínum! En ekkert jólaföndur, jólabókaflóð eða jólatónleikar. Hef ekki hugmynd um hver er að gefa út hvaða bók eða geisladisk fyrir þessi jól. Ekkert jóladagatal, enginn jólabakstur, engin jólakortaskrif. Síðast en ekki síst þá er engin jólatónlist! Útvarpsstöðvarnar sem ég næ virðast bara spila R&B daginn út og inn og ekki eitt einasta jólalag. Held að það séu einhverjir jólageisladiskar spilaðir í búðunum en ég kemst aldrei í búðir. Helstu merki þess að jólin séu eftir tvær-og-hálfa viku eru áfengis- og djammauglýsingarnar. Gelgjublöðin f(sem ég les af áfergju) fjalla aðallega um hvernig eigi að hreinsa lifrina í janúar eftir hina óhóflegu desemberdrykkju.
Það er föstudagskvöld og ég vildi ekkert frekar en að vera undir teppi með kakó og smákökur og ´White Christmas´ á fóninum og einhvern til að kúra hjá sem mér þykir vænt um. Mikið hlakka ég til að koma heim.
Jólin hljóta að vera heima á Íslandi.

5. des. 2002

Ae hvad mer finnst erfitt ad laera thegar eg er svona threytt. Bara vika eftir af skolanum og min ad drepast ur stressi. Work hard- Play hard mottoid mitt er samt alveg ad ganga upp, engongu vegna thess ad thad er ekki mikid um truflandi afthreyingu herna eins og sjonvorp og kaerasta :)
Thad var rosa gaman a afmaelisdaginn hennar Rognu i gaer til daemis. Eg maetti i heimsokn klukkan atta um morguninn - i straeto sem var alveg vonlaust reyndar thvi eg var med koku og 30 kerti. Gaman gaman og vid drukkum kaffi og djus med kokunni i morgunmat. Forum svo i skolann thar sem var setid vid i thrja tima og sidan farid i langan lons sem samanstod af bjor og nachos. Meira laera laera laera, heim kl.21 i fimm min med toskuna og svo beint i sushi-bod til Emily thar sem var spjallad til midnaettis. Thau heldu reyndar afram en eg for heim ad laera til kl. 2. Saemilega afkastamikill dagur i heildina thratt fyrir fullt af skemmtilegheitum.

3. des. 2002

Api i makaleit raedst a japanskar konur.... helstu heimsfrettirnar er alltaf ad finna a mbl.is :)
Thí hí fullt af strákum skotnir í Brynju beibsu :)
Ekki skry´ti ar sem hún er allt í senn sæt og klár og skemmtileg... man egar einhverjir strákar sáu hana fyrir utan ísbúina Álfheimum og slefuu út um allt bílastæi... jæja en hún sér nú engan nema Helga sinn :)
Brynja hefur reyndar oftar en einu sinni birt myndir af mér ar sem ég er y´mist ullandi ea me loku augu annig a ég gróf upp eina mynd af henni me skemmtilegan svip svona a gamni :)
En a sést samt alveg hva hún er sæt!

2. des. 2002

Það er partý inni í eldhúsi. Og ég á að vera að læra. *Andvarp*.
Þetta býður samt óneitanlega upp á svolítið skemmtilegar aðstæður. Ég get setið hérna með fartölvuna mína, í jogginggallanum og allt í drasli. Ef mér leiðist get ég sett á mig smá varalit, skipt um bol og farið fram að "mingla". Hamstra síðan smá snarl, næ mér í eitt rauðvínsglas og læðist aftur inn í herbergi. Þetta má endurtaka að vild :)

Ég er annars orðin tónlistarsvelt. Búin að hlusta á alla geisladiskana sem ég kom með ótal þúsund endalaust sinnum og virðist ekki ná almennilegri útvarpsstöð. Eina stöðin sem ég næ er einhver stöð með teknótöffi, umferðarfréttum og einhverjum óþolandi leik. Er farin að syngja uppáhaldslögin sem ég sakna í sturtu og hef ómælda ánægju af en er ekki viss um hvað samleigendum mínum finnst.

Fann bolabúð um daginn sem ég féll fyrir. Ég er svo skotin í svona "slogan" bolum. Þrír sem mér fannst skemmtilegir voru með eftirfarandi áletranir:
- I have PMS and ESP. That makes me a bitch that knows everything!
- The liver is evil and must be punished!
- Next moodswing: Six minutes

1. des. 2002

Góð helgi. Of mikið gaman, of lítið lært. Project mastersnám verður nú sett í gang svo ég geti troðið einhverju inn í hausinn á mér fyrir annarlok. Krefst skipulagningar og ómælds aga. Fyrir utan ritgerðirnar (6) forritunarverkefnin (2) og kynninguna (1) "þarf" ég líka að fara í afmæli (2), matarboð (1) og partý (2). Hef nákvæmlega 12 daga í þetta. Síðan kaupa jólagjafir, pakka og fara heim! Svakalegt.