Mín ekkert búin að blogga í jólafríinu eins og fleiri.... enda kannski ekkert merkilegt að segja bara jóla jóla og hangikjöt og gleði eins og hjá öllum.
Var reyndar með stórskemmtilega ferðasögu um hremmingarnar sem ég lenti í á leiðinni til landsins. Ég gleymdi henni bara á ferðatölvunni hennar litlu sis sem flutti til Svíþjóðar í gær litla krílið (19 ára). Hún flutti í svo mikið krummaskuð (til að æfa borðtennis) að það þótti stórfrétt á staðnum og hún var í blaðaviðtali í dag :) Stórkostlegt.
Ég verð því miður að læra læra læra 24-7 þar til 13.janúar. Ég er kannski búin að hafa það aaaðeins of gott í Brighton og læra aaaaðeins of litla forritun, trallalarallala.
Svo verður bloggað á fullu, að sjálfsögðu. Kannski maður segi ferðasöguna sem er stórfurðuleg´. Í stuttu máli var lestin mín stoppuð af vopnuðum löggum (með risariffla) sem handtóku eitthvað fólk. Ég missti þar af leiðandi af lestinni til Glasgow og næstum því af flugvélinni minni en lestarvörður með hvítt hár og skegg (jólasveinninn) vorkenndi mér og fylgdi mér út um allt eftir að ég þvældist í nokkrar vitlausar lestir. Fann svo næturlest til Skotlands þar sem kona með hvítt hár og jólasveinahúfu (jólasveinka) vorkenndi mér líka og setti mig í sérnæturklefa með morgunmat og alles - ókeypis! Snilld. Þannig að ég var ekki á flugvellinum um nóttina :)
Jólahamingjuóskir til ykkar allra elskurnar mínar,
síjúleiteralligeitor
...og fyrirgefið allir sem ég hef ekki hitt og haft samband við, ég nældi mér í miður skemmtilega gubbupest og hef ekki verið sérlega vinaleg þessi jólin
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum