Vil byrja á því að þakka fyrir góðar kveðjur og hvatningu varðandi síðasta blogg. Nú gildir ekkert annað en að hugsa stórt ef takmarkið er að verða the queen of chick-lit hérlendis, þ.e. Dömubindadrottning Íslands. Langar mest að flytja í fjallaþorp eða til einhverrar fallegrar borgar af passlegri stærð í suður-Evrópu og sitja á kaffihúsum með latté og laptop að skrifa í nokkra mánuði – bara svona til að prófa og vita hvort ég geti það eða ekki. Það er eitt að skrifa blogg, annað að skrifa skáldsögu.
Vegna fyrri yfirlýsinga um að það þurfi ekki öll skrif að vera dimm og drungaleg og að ég sé sko ekki í þannig skrifum þá hló ég pínulítið þegar ég var að taka til í vikunni og fann gömlu ljóðabókina mína frá mjög svo kreatívu tímabili sem ég tók á bilinu 10-14 ára. Hér kemur brot úr einu ljóði:
Ég var ein
ein í heiminum
og einmanaleikinn huldi mig
eins og svört dula
í myrkrinu.
Þá komst þú
eins og gat á dulunni
eins og ljós í myrkrinu
það varst þú.
Dásamlega dramatískt – nema hvað að þetta ljóð er skrifað 30. mars 1992 þegar ég er ekki nema ELLEFU ára og níu mánaða. Og hin ljóðin eru öll í þessum dúr! Las auðvitað Rauðu ástarsögurnar og Ísfólkið allt of snemma (vildi lesa þetta 9 ára en mömmu tókst að tefja þetta um svona tvö-þrjú ár, las Ísfólksseríuna einmitt sumarið 1992). Svo skrifaði ég nokkrar sögur á svipuðum aldri, man eftir einni afar tragískri um stelpu sem týndist uppi á jökli og dó á jólanótt rétt áður en hún kom til byggða. Og önnur um stelpu sem var myrt af pabba vinkonu sinnar sem var afbrýðisamur af því að dóttir hans vildi frekar vera með vinkonu sinni heldur en að hitta hann á pabbahelgum (mjög raunhæft, minnir að morðvopnið hafi verið sláttuvél eða traktor). Skil ekki alveg hvaðan allt þetta drama kom, hef örugglega verið undir áhrifum af e-u sem ég hef lesið eða séð, enda hef ég alla tíð lifað mig hrikalega mikið inn í bækur og bíómyndir.
Annars finnst mér pínu erfitt að blogga af því að það sem ég hef helst þörf fyrir að tjá mig um er ekki sniðugt að tjá sig um svona opinberlega.... ohhhh.... Væri samt alveg til í að láta þessi höft bara lönd og leið, breyta bara nöfnum og fara frjálslega með staðreyndir og hella úr skálum huga og hjarta... enda las ég frétt í dag um að þeir sem bældu niður tilfinningar ættu frekar á hættu að fá hjartaáfall... :)
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
8 ummæli:
hahaha...skapandi sem barn eins og sem "fullorðinn" einstaklingur ;)
kv,
Hildur
...nú eða búa til leyniblogg sem fáir útvaldir hafa aðgang að?!
Hehehe... ég las líka Ísfólkið áður en ég átti að gera það hahaha... var 11 eða 12 :)
Knús
Soffía
ég veit þú getur skrifað það í maili til mín - það fer nefnilega að styttast í komu mína til landsins og við þurfum hvort eð er að byrja að maila til að reyna að ákveða tíma og stað til að hittast!!!
kossar og knús,
Katrín J
Já úff! Það er örugglega rétt þetta með stórhættulegu tilfinningabælinguna! Mér líður a.m.k. beinlínis líkamlega illa ef ég þarf eitthvað að halda í mér tilfinningum. Ef þú ert alveg að springa úr bannbloggþörf skaltu bara senda bara svona útvöldum confidantes bloggpóst til að fá útrásina. Hef gert það sjálf nokkrum sinnum :)
Magnað ljóð! Þvílíkur þroski, er frekar viss um að ellefu ára ég hefði örugglega búið til rímað svakalega hefðbundið ljóð, stuðlað og hvaðeina :)
Mmmm.... Ég vissi að þú værir tilfinninganæm ! Ég elska huga þinn, hann er yndislegur... (líkt og annað við þig).
Ég vona að athugasemd mín hafi ekki farið fyrir brjóstið á þér !
Ég bíð í ofvæni eftir frekari póstum frá þér, þú er mér væn sólskinið mitt...
Jæja fröken Sól, á ekkert að fara að skrifa? Kannski prufukeyrslu á nýrri chicklit örsögu :)
Get ómögulega notað orðið "dömubindi" yfir þetta skemmtilega fyrirbæri, oj!
Ég fylgist enn með blogginu þínu og bíð eftir næstu færslu !
Gerðu það fyrir mig ;)
Mmmm...
Skrifa ummæli