Eins og ég kom að þá reyndist dularfulli breski feisbúkkfolinn vera hinn ágætasti. Þetta var reyndar svolítið skrýtið, að mæla sér mót við einhvern strák sem ég mundi ekkert eftir að hafa hitt áður. Sem betur fer var vinkona mín með og við ákváðum að hittast á skandínavískum pöbb. Þar var mikið fjör, finnskur eigandi sem seldi sænskan sæder og var með íslenska fánann og norsk gönguskíði upp á vegg. Ég varð svolítið fegin að sjá að þrátt fyrir innilegheitin í bréfasendingunum var hann greinilega stresssaður að hitta okkur og svitinn perlaði af honum svona fyrsta klukkutímann eða svo. Ég spurði hann varlega hvort það væri ekki rétt hjá mér að við þekktumst ekkert voðalega mikið og hann staðfesti mér til léttis að það hefði bara verið þetta eina skipti sem við hittumst í afmælinu þarna fyrir átta árum síðan eða svo. Sem betur fer var auðvelt og skemmtilegt að tala við hann og við vinkonurnar lékum á alls oddi. Folanum fannst svo gaman að hann ákvað med det samme að koma til Íslands sem fyrst – og þegar við spurðum hann hvað hann vildi gera á Íslandi sagði hann ÞETTA! Semsagt að sitja á bar og kjafta við okkur. Sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel eða hlegið svona mikið í langan, langan tíma.
Þarna var alls konar fólk samankomið, meðal annars aðeins of drukkinn herramaður sem settist hjá okkur og vældi yfir því að hann hefði verið að hætta með kærustunni sinni. Hann lýsti því síðan yfir í óspurðum fréttum (sirka 5 mín eftir að við kynntumst honum) að hann hefði miklar áhyggjur af frammistöðu sinni þar sem tvær síðustu kærustur sínar hefðu ekki getað fengið fullnægingu en hjá öööllum hinum hefði þetta ekki verið neitt mál. -Engar áhyggjur, hinar voru bara að feika'ða!" sögðum við sem vakti ekki mikla lukku hjá herramanninum.
Folanum fannst mjög merkilegt að íslensku skvísurnar væru á nó tæm komnar í kynlífsumræður við samlanda sinn sem eru nú þekktir fyrir að vera frekar þurrir á manninn. Umræðurnar héldu síðan áfram á svipuðum nótum þar sem við fórum að ræða hvaða tónlist væri best að hafa undir þegar kæmi að neðanbeltisgamani. Ein vinkona mín lenti nefnilega í því fyrir nokkrum árum að vera komin í kósí hot-heit með strák þegar hann spyr hana hvaða tónlist hún vilji hafa sem undirspil ástríðunnar. Hún stóð alveg á gati (hann valdi Bob Marley) en síðan þá hef ég velt því fyrir mér hvað sé gott svar við þessari spurningu. Hvað segja lesendur?
Til að gera langa sögu stutta þá held ég að þetta sexítal hafi kannski valdið smá misskilningi. Kvöldið endaði með því að við Folinn fórum í leiðangur um kjallaraganga hótelsins sem við vinkonurnar gistum á. Þegar við vorum komin í mannlaust hol þar sem voru bara stólastaflar og skítugir borðdúkar kom í ljós að hugmyndir okkar um happy ending á kvöldinu voru aðeins ólíkar. Sá kafli sögunnar er reyndar mjög fyndinn og endar ekkert illa, enda folinn meinlaus, en verður samt sem áður ritskoðaður hér – maður verður að hafa eitthvað til að segja frá í saumaklúbbnum ;)
1 ummæli:
...og yfir bjórnum! :)
kv,
Hildur
Skrifa ummæli