Folinn er ekkert ósvipaður Útlendingum, hávaxinn, dökkhærður og brúneygður Breti. Ég hefði mátt vita að Útlendingurinn yrði ekki ánægður með þessa tilhögun en datt svosem ekki í hug að spyrja hann leyfis. Síðan kemur í ljós að hann var búinn að bóka flug hingað að mér forspurðri - akkúrat sömu helgi og ég var búin að bóka flug til systur minnar. Hver bókar flug til einhvers án þess að spyrja hvort tímasetningin henti?! Þú ert velkominn hvenær sem er nema þessa helgi sagði ég, já og ekki helgina sem vinur minn M (folinn) er að koma í heimsókn. Hver er það spurði Útlendingurinn og ég varð hálfvandræðaleg sem hann auðvitað pikkaði strax upp og ásakaði mig um að fara á bak við sig. Síðan upphófust mjög undarlegar samræður sem enduðu með því að hann dömpaði mér! Og ætlar nú aldrei að koma til Íslands aftur. Sem hefði mögulega ekki verið skrýtið ef ég hefði ekki hætt með honum fyrir mörgum árum síðan.
Fyrir utan Bretabömmerinn er ég að auki á bömmer yfir ónýtum hörðum diski svo mig vantar öll gögn síðan í maí 2009, þar á meðal tilvonandi metsölubókina mína og allar skólaglósur plús myndir sumarsins. J
Samt er margt frábært að gerast, er bara búin að vera með smá skammdegisblús, eins og haustið er samt yfirleitt uppáhalds árstíminn minn. Ætla að skrifa um eitthvað af þessu skemmtilega næst!
3 ummæli:
Það er svo gaman að fá loksins pistil! Þú ert nefnilega jafn mikilvæg og mbl.is í mínum browser ;)
Ég gaf atkvæði mitt um Folann um daginn - hann skal vera á hóteli en það er hægt að bjóða honum heim ef þannig liggur á þér. Sérstaklega þægilegt að hafa hótel ef hann er ekki maðurinn í rútuferð um Suðurlandið.
Skoðun mín á Útlendingnum kom einnig fram um daginn (skoðanir hafa flogið þetta kvöld). Hann skal tilkynna komu sína. Ég hló samt yfir þessu dömpi hans...ertu viss um að þið séuð ekki bara gift án þess að þú vitir það Sólrún mín? ;)
kv,
Hildur
Mér heyrist á bæði blogginu þínu og löngu liðnum samræðum að bæði þú og Ísland megið hrósa happi yfir því að hafa verið útskúfað af þessum blessaða útlendingi! Þetta er nú meira sjálfselsku control-freakið!
Sorrí, ég bara gat ekki hamið mig. Ég veit að það er ljótt að tala illa um fólk sem maður þekkir ekki,
knús og mucha suerte con todos los ingleses del futuro
aps, sem glímir alltaf við þennan ósjálfráða skrifsjúkóm :)
Stórfurðulegur Útlendingur. Good riddance segi ég nú bara ;-)
En fyndið samt með Folann. Einu sinni datt ég í það með deildarstjóra í skólanum mínum (þegar ég bjó í Dúfnaborginni). Hann fór að tala um að sig langaði að koma til Íslands og ég sagði (eins og ég sagði við alla á þessum tíma) að hann ætti bara að drífa sig, hann gæti fengið að gista heima hjá mér. Deildarstjórinn tók mig á orðinu, pantaði flugmiða, sótti um aukasumarfrí til að geta komið og ákvað að við værum orðið kærustupar í framhaldinu (án þess að nokkuð hefði gerst á milli okkar).
Lærdómur sögunnar: Passa sig á hverjum maður býður til Íslands... :-p
knús
Þ.
Skrifa ummæli