Í kvöld sýndi ég stórkostleg tilþrif í að leika geiturnar þrjár (og tröllið) með tæplega þriggja ára systurdóttur minni. Ég get ekki talið hversu oft ég hef lesið bókina fyrir hana og nú ákváðum við að vera með leikræna útfærslu. Er farin að ná raddblæbrigðum karakteranna ansi vel þótt ég segi sjálf frá og er bara nokkuð ógnvekjandi þegar ég spyr Hver trampar á brúnni minni? Hef reyndar lesið söguna og leikið leikritið fyrir önnur börn gegnum árin og slegið í gegn. Sérstaklega vekur þetta mikla lukku í sundlaugum eins og í Árbæjarlauginni og í Laugardalslauginni þar sem er raunveruleg brú til staðar, en krefst þess að manni takist að útiloka aðra sundlaugargesti úr huga sér til að lifa sig inn í hlutverkin.
(*já, já - það eru örugglega klósett í bænum Kulusuk, þetta hljómaði bara betur en kúkað á Grænlandsjökli!)
3 ummæli:
Hahahaha takk fyrir upplýsingarnar! Verð eiginlega samt að prófa þetta sjálf til að geta metið þetta almennilega fyrir bókina mína :)
Önnur áhætta en frostbit er samt kannski til staðar á þessum slóðum því hún Herdís ævintýrakona og minn fellow guide, var nefnilega einu sinni að pissa í sakleysi sínu á Svalbarða (já úti einmitt) þegar hún lítur við og sér hinn vígalegast ísbjörn standa beint fyrir aftan sig, sem sagt milli sín og kofans sem hún hélt til í við rannsóknir eða eitthvað slíkt. Hún náttúrulega stirðnaði upp í einhvern tíma, en svo bara hljóp hún og náði í kofann en ísbjörninn vappaði aðeins í kring en lét sig síðan hverfa. Úfff skerí, en hei góð saga samt!
..á og looooooove the title! :)
hahaha....sé þetta með ísbjörninn svo fyrir mér. Á erfiðara með að (vilja) ímynda mér hitt á miðjum Grænlandsjökli....svona get ég víst verið mikil tepra.
Kv,
Hildur
Skrifa ummæli