30. jún. 2010

Nei, nei og aftur nei

Í þessari viku er ég búin að segja nei við því að fara á hlaupanámskeið, nei við því að fara á á sjálfsvarnarnámskeið og tvisvar nei við því að fara í hot yoga tíma! Sem er eiginlega frekar glatað fyrir svona wannabe spontaneous já-manneskju. Þarf að reyna að komast yfir þessa jóga-hræðslu, í síðasta jógatíma sem ég fór í festist ég með lappirnar fyrir aftan höfuð og get ekki ímyndað mér að það sé skemmtilegri upplifun í svitabaði. Ég er líka eitthvað hrædd við svona sjálfsvarnarnámskeið, eitthvað við það að láta skella sér í gólfið sem ég meika ekki. Vinkona mín var ekki alveg að kaupa það þegar ég sagðist vera til í að fara á bóklegt námskeið í staðinn. Bíddu ætlarðu þá að biðja árásarmanninn um að hætta að nauðga þér meðan þið ræðið samband hans við mömmu sína

Hef reyndar afsökun fyrir að komast ekki á hlaupanámskeiðið en ég er annað hvort að fara í súkkulaðiklúbb eða á tónleikana hjá Seljalandsfossi. Get reyndar alveg hugsað mér að fara á svona námskeið seinna en las á netinu að hlaupastíllinn manns sé tekinn upp á myndband til að hægt sé að greina hann síðar. Örugglega mjög gagnlegt en ég vona samt að það sé ekki spilað fyrir framan alla, svona ef ég skyldi koma út eins og Phoebe í Friends í þessu atriði  ef einhver man eftir því. 

Annars er sumarþema hjá súkkulaðiklúbbnum en ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að koma með. Er að spá á að mixa einhvers konar kaldan súkkulaðidrykk eða sjeik. Varaplanið er að kaupa MacDónalds style súkkulaðisjeik hjá Metró, skipta bara um umbúðir og hræra smá súkkulaðispænum saman við, svona til að þetta virki meira ekta... 

5 ummæli:

Þóra Marteins sagði...

Ég skil þig svo vel með jógað en ég er að reyna safna kjarki til að fara annaðhvort á dansnámskeið (afró) eða í pilates. Ef ég finn kjarkinn ertu velkomin með :-)
Og mér finnst þetta ÆÐISLEG hugmynd með mjólkurhristinginn frá McDonalds. Gott redd ;-)

Þóra Marteins sagði...

Ég skil þig svo vel með jógað en ég er að reyna safna kjarki til að fara annaðhvort á dansnámskeið (afró) eða í pilates. Ef ég finn kjarkinn ertu velkomin með :-)
Og mér finnst þetta ÆÐISLEG hugmynd með mjólkurhristinginn frá McDonalds. Gott redd ;-)

Nafnlaus sagði...

Skil vel að þú veljir súkkulaðiklúbbinn frekar en hlaupanámskeið með mér í roki og rigningu. Annars er ég á því að súkkulaðihúðuð jarðarber séu rosalega sumarleg...og bara allir súkkulaðihúðaðir ávextir.

Og frábær hugmynd með McDonalds Sheikinn, sérstaklega þar sem hann er ófánlegur á landinu. Hann myndi þó slá í gegn ;)

kv,
Hildur

Nafnlaus sagði...

og vil endilega segja þér hvað mér finnst gaman að þú ert byrjuð að blogga aftur....svo gaman að vita að það bíður manni daglega skemmtilegur pistill :)

kv,
Hildur

SOL sagði...

Ah sjáðu til þess vegna sagði ég að ég myndi kaupa hann á Metró - sama bragð :) en er reyndar með aðra hugmynd að súkkulaðiklúbbsrétti þótt ávextirnir séu eðalhugmynd líka!

Láttu mig vita Þóra ef ferð á námskeið...og Hildur ég vil vita hvernig námskeiðið er, tell me everything! Var að skrá mig í 10 kílómetrana í ág.