Er þessa dagana með extra mikla knús- og snertiþörf og nota hvert tækifæri til að faðma vini mína og fjölskyldu (afmælið kom að góðum notum um daginn, fékk fullt af faðmi þá). Þessi þörf snýst ekki (bara) um að ég vilji láta knúsa mig - heldur líka öfugt. Mig langar að nudda og klóra og þá er ég alls ekki að meina neitt dónó, finnst það bara gaman og gott. Litla systir er gott fórnarlamb og þarf að sitja undir hársvarðar- og handanuddi þegar tækifæri gefst til og vinkona mín horfði undarlegum augum á mig í gær þegar ég spurði hvort ég mætti nudda á henni fæturnar meðan við horfðum á Sex and the City.
Er hætt að naga neglur í bili (gerist iðulega þegar ég fer í frí - minna stress) svo klærnar eru tilbúnar að læsast (laust) í bakið á einhverjum. Þú þarft hins vegar að þekkja einhvern ansi vel til að spyrja hvort þú megir klóra viðkomandi á bakinu. Tékka á litlu systur á eftir. Fólk er auðvitað haldið mjög mis-mikilli snertiþörf en þetta gerðum við æskuvinkonurnar nokkuð af sem unglingar, að nudda og klóra hvorri annarri til dæmis í náttfatapartýum.Man að við vorum einhverntíman reknar úr eðlisfræðitíma, kennaranum fannst við minna á apaketti sem lægjum fram á borðið að tína lýs hvor af öðrum.
Annars var dagurinn í dag fyrirmyndar sumarfrísdagur þótt engin væri sólin. Morgunskokk, sund í Vesturbæjarlauginni, hádegisbeygla á Kaffitár og setið við skriftir í kjölfarið á sama stað. Síðdegisblundur og núna mömmumatur, tilraunaeldamennska og súkkulaðiklúbbur!
3 ummæli:
bíð mig fram í smá nudd...ekkert dónó samt ;)
kv,
Hildur
Bíð mig fram í dónó nudd!
Soffía
Hildur þú kenndir mér á sínum tíma hvað handanudd getur verið sjúklega gott svo ég skulda þér nudd :)
Og Soffía þú getur fengið venjulegt fótanudd! Ég get svosem látið eins og ég heyri það ekki ef þú ferð eitthvað að stynja á meðan.
Skrifa ummæli