Eitt af uppáhalds dýrunum mínum eru gíraffar. Það er eitthvað við þetta mynstur, litlu eyrun, langa hálsinn og fjólubláa tunguna sem mér finnst krúttað og heillandi. Gíraffa-safarí er á to-do listanum, en liggur svosem ekkert á. Ég hef samt ekki sinnt þessum gíraffaáhuga neitt að ráði, fyrir utan það að ég á gíraffavekjaraklukku (venjuleg vekjaraklukka, nema bara pínu loðin með gíraffamynstri og eyrum). Var þess vegna svo glöð þegar mér bauðst að ættleiða þennan megasæta tuskugíraffa sem hefur hlotið nafnið Garfúnkel (fór einu sinni á tónleika með Art Garfunkel í London en það er önnur saga). Hann hefur fengið stað í bílnum og er strax orðinn frábær ferðafélagi, mjög skilningsríkur og umburðarlyndur. Ég er viss um að við eigum eftir að eiga margar góðar stundir saman.
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli