Er að narta í hvítsúkkulaðiskyrtertuna sem ég fór með í súkkulaðiklúbbinn í gær (nei hún var ekki svo vond að enginn borðaði hana, það var bara offramboð!). Alveg eins og venjuleg skyrterta nema bara með hvítu súkkulaði blönduðu út í skyrið. Mjög gott bara, en lítið súkkulaðibragð. Uppáhaldið mitt var hvítsúkkulaðimús með lime og möndlum, súkkulaðilegasti rétturinn sem var líka mús en dekkri og með hindberjum var líka mjög góður og ávaxtasúkkulaðifondúið var fullkominn endir. Einfaldasti rétturinn og sá sem við byrjuðum á var snilldin ein, súkkulaðiskafís og baileys saman í blender! Frábær sumardrykkur.
Ég er eitthvað að vandræðast með Englandsferð sem stendur til, get ekki ákveðið mig hvort ég ætla að fara en VERÐ að ákveða mig ekki seinna en á morgun. Langar meira að fara eitthvað nýtt og spennandi og helst í sól en það er ekki í boði eins og er og ég veit ekki hvort eða hvenær ég gæti fundið einhvern til að fara með mér í svoleiðis. Hef auðvitað búið í Englandi og farið þangað árlega síðustu 8 ár og er kannski komin með smá leið en það er reyndar nýr og skemmtilegur ferðafélagi og það er stundum gott að þekkja áfangastaðinn vel og vita að hverju maður gengur. Og ef ég fer þetta ekki þá fer ég kannski ekki neitt og þá veit ég að ég á eftir að sjá eftir því að hafa ekki farið. Pöbbarölt og H&M er ekkert slæmur díll sko.
Tek fram að þetta er raunverulegt dæmi og ég er ekki að tala undir rós eða vera með myndlíkingu í sambandi við ástarmál eins og stundum :) En þetta er reyndar umhugsunarvert í því sambandi og eitthvað sem margar einhleypar konur hafa örugglega velt fyrir sér - á að byrja bara aftur með gamla deitinu sem maður er orðinn svolítið þreyttur á en er traustur og notalegur, eða bíða eftir einhverjum nýjum og spennandi draumaprinsi sem fær hjartað til að slá hraðar en gæti birst seint og síðar meir eða alls ekki?
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
2 ummæli:
BÍDDU eftir hinum eina sanna, átt ekki eftir að sjá eftir því <3 Ekki viltu missa af fiðrildunum,yfirliðstilfinningunni og öllu öðru sem fylgir :) ...enginn sem segir að ekki sé hægt að kyssa nokkra froska á meðan að biðinni stendur !!!!
Ráð frá einni sem bíður enn
Ég er búin að ákveða að ég fari til sólarlanda næsta sumar á þrítugsárinu....hvernig sem ég ætla svo að fara að því!
Hvernig væri samt að prófa nýja hluti á "gamla" staðnum? Ég hef alltaf verið rosalega spennt fyrir að labba inn í líkamsræktartíma í New York sem ég myndi aldrei þora að prófa hérna heima. T.d. einhvern danstíma, afró eða annað álíka.
kv,
Hildur
Skrifa ummæli