19. júl. 2010

Snæfellsnes - síðasti hluti

Jóga í kvöldsólinni í Stykkishólmi :)






Brunastigamerkingin á farfuglaheimilinu. Það sést ekki nógu vel en þetta er skrifað með dökkrauðum lit. Mér fannst það svolítið krípí. Kannski ekki nógu krípí til að mynda, en ég gerði það nú samt. 




Táslurnar mínar voru ægilega glaðar í sandinum og sjónum þarna á ströndinni sem ég man ekki hvað heitir. 




Við keyrðum um Snæfellsnesið og sáum ótrúlega margt sniðugt og skemmtilegt. Enduðum á því að skoða Djúpalónssand og Dritvík en þá var batteríið í myndavélinni búið. Mér fannst það stórkostlegir staðir, sögulegir, fallegir, veðrið ótrúlega gott og jökullinn í baksýn. Var ekkert sorrý yfir myndaleysinu, ætla bara að fara aftur fljótlega. Langar líka að fara á nokkra staði sem við náðum ekki að fara á. Fylltist þvílíkri ættjarðarást og gleði í þessari ferð, svona íslensk-náttúra-best-í-heimi stemning. Og hætti að vera sorrý yfir sólarstrandarleysinu.

1 ummæli:

Anna Pála sagði...

ÉG VEIT! Ísland er sko fallegasta og fjölbreyttasta og magnaðasta land í heimi!

Þessi Breiðafjarðarsigling sem þú talaðir um hérna í öðru bloggi er líka snilldin ein (eins og allt á Snæf.nesi): ernirnir og allt hitt bíbíið, eyjarnar, stuðlabergið, röstin, skelfiskurinn, hreina loftið, já og hvað báturinn er stöðugur og góður! Það er líka hægt að fara í kvöldverðarsiglingu og fá lunda og mjög góðan mat (var a.m.k. hægt)

Ég var mikið að gædast þarna fyrir nokkrum árum og þá var sko engin jógadama að segja frá á bátnum heldur veðurbarinn góðlegur skipstjóri sem talaði skemmtilega vitlausa ensku okkur lsm-unum til mikillar skemmtunar :)