27. okt. 2010

Drama-free

Ég sit núna á uppáhaldskaffihúsinu mínu (Babalú) á miðjum degi (einn af fáum kostum þess að vera námsmær), að borða himneska gulrótarköku og bonda við nýju tölvuna. Besta vinkonan á næsta borði með sæta hundinn sinn og par á öðru borði virðist vera á sínu fyrsta stefnumóti og dóninn ég hlusta með athygli á samræðurnar þeirra. Stundum er lífið bara aldeilis ágætt :)

Krullhærða krúttlega fullkomna systurdóttir mín er þriggja ára í dag og mér finnst óskaplega leiðinlegt að geta ekki haldið upp á daginn með henni. Ofurkonan systir mín bauð öllum leikskólabörnunum á deildinni heim til þeirra í hádegismat í tilefni dagsins (búa í göngufæri frá leikskólanum). Það urðu aðeins fleiri en hún bjóst við... fékk sumsé 21 barn og 2 leikskólakennara í heimsókn í hádeginu!

Ekkert drama í þessari færslu. Magnað!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég elska dramað... en þessi færsla var bæði ljúf og góð. Þarf að prófa Babalú við tækifæri :) Og til lukku með nýju tölvuna!

Knús og kossar
Soffía

Nafnlaus sagði...

Like! :)

kv,
Hildur

Gummi sagði...

Líka Like.