Ég táraðist þegar ég horfði á Harry og Charlotte byrja aftur saman í SATC þrátt fyrir að hafa horft oft og mörgum sinnum á þennan þátt.
Ég fór í frábært þrítugsafmæli hjá fallegri vinkonu og ræddi muninn á samkvæmisvenjum Bandaríkjamanna og Íslendinga. Samanber að þegar Íslendingar mæta á mannamót passa þeir sig á því að heilsa ekki eða sitja ekki hjá neinum sem þeir þekkja ekki, heldur halda sig við sinn hóp. Að minnsta kosti ekki fyrr en það er aðeins liðið á kvöldið! Geri þetta oft sjálf, er ekki rónni fyrr en er búin að finna "mitt fólk" í partýinu :)
Ég mætti í hattapartý með sjóræningjahatt meðferðis. Hafði áttað mig aðeins of seint á því að um væri að ræða Ascot hattapartý - svona fansí hattar sem skvísurnar mæta með á veðreiðar.
Hlustaði allt of oft á I'm not ready to make nice með Dixie Chicks. Verð sumsé oft meira leið heldur en reið - þegar ég vil vera meira reið en leið. Gott að hlusta á reiðar kántrístelpur til að komast í þannig fíling. Annars sagði kunningjakona mín mér að þetta lagaðist með aldrinum :)
.
Ég ákvað að fara í einnar nætur road trip á Snæfellsnes í vikunni.
Ég ákvað að fara loksins á Esjuna með pabba í vikunni.
Ég ákvað að gera fullt annað í vikunni og áttaði mig á því að líklega myndi ég ekki ná að gera allt sem ég ætlaði að gera í sumarfríinu mínu í síðustu vikunni. En það er allt í lagi af því að alveg eins og vikurnar eru meira en helgarnar (ekki gott þegar maður lifir fyrir þær - geri það stundum) þá er lífið er meira en sumarfrí...
2 ummæli:
heyrðu heyrðu.....hvernig var með markmið ársins?
kv,
Hildur
Sorrý, ég ætla mér að vinna þetta upp :)
Skrifa ummæli