Það er netsamband! gargaði ég uppyfir mig eftir að hafa verið búin að labba með tölvuna í öll skúmaskot sumarbústaðarins á Blönduósi. Enkripsjón diseibled! 35% tenging.... 20%.... 30%... En ekkert gekk að ná sambandi svo ég gekk út með tölvuna í örvæntingarfullri leit að betri tengingu.
Erum við ekki komin hingað í afslöppun? hváðu hinir fjölskyldumeðlimirnir, en ég ætlaði að standa við mitt blogg á dag og einhvers staðar var þetta hot spot! Ég labbaði spölkorn frá bústaðnum með tölvuna opna, út á tjaldstæðið og kippti mér ekkert upp við að öðrum ferðalöngum kynni að hafa fundist þetta furðuleg sjón. Og viti menn, á miðjum leikvelli tjaldstæði Blönduóss virtist vera ágætis samband svo ég settist hríðskjálfandi í róluna með tölvuna. En nei - það þufti vitanlega að greiða fyrir tenginguna og fá lykilorð og ég hafði ekki hugmynd um hvar á svæðinu væri hægt að fjárfesta í internetmínútum. Reyndar gott að fá frí frá erli alnetsins, þótt ekki væri nema eitt kvöld.
(Merki þessa færslu sem 5. júlí, svona til að standa við bloggfjöldann....)
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
2 ummæli:
Ég verð alltaf svo hamingjusöm þegar ég er búin að lesa bloggið þitt. Þú ert svo góður penni. Lovjú
Þ.
Lovjútú :)))
Skrifa ummæli