30. sep. 2002

Haaaaaallooooooooo
Er i Brighton a yndislegum degi a internetkaffihusi.....
Thad er buid ad vera alls konar vesen a mer sidan eg kom hingad en nuna loksins er allt (eda naestum allt) i orden.
Eg tok flug kl. 7:45 a laugardagsmorgun eftir um thad bil klukkutima svefn. Kom svo til Brighton um fjogurleytid og fekk thaer upplysingar ad eg vaeri ekki komin med ibud. Eg for i panikk og skildi ekki neitt i neinu og gerdi bara eins og mer var sagt. Fekk "emergency room" a campus og drosladist med allt dotid thangad. Thar voru tvaer stelpur ad flytja inn, undergrads sem komu med foreldrum sinum og gott ef ekki lika afa og ommu. Onnur var bara 18 ara og svona litil og barnaleg, nybyrjud ad reykja og fannst voda spennandi ad vera byrjud i haskola. Hin var fra Iran en bjo i Svithjod, var 21 ars og alltaf ad tala um hvad hun vaeri gomul midad vid hina undergrads. Algjor dramadrottning og notadi mikid ordin fuck og piss off. Kedjureykti, var ad fa ser hring i nefid og langadi i tattoo, svona rebel wannabe. Eg for med theim adeins a barinn fyrsta kvoldid og tha var skemmtilegast ad tala um hvad thad vaeri kul ad reykja hass... Svo kom bolugrafinn litill unglingspiltur med pabba sinum og mommu og flutti inn i ibudina daginn eftir. Thannig ad eg var ekki alveg ad fila mig og var frekar miserable. Gat ekki tekid upp ur toskunum thvi eg vissi ekki hvad eg yrdi lengi og svo framvegis. Daginn eftir for eg til ad spyrjast betur fyrir um thetta og sja, eg var flutt med snatri med minibus yfir i permanent ibud i baenum. Eg tok skjott gledi mina thvi ad thott eg hafi upphaflega viljad vera a campus held eg ad thad se lika mjooog gaman ad vera i Brighton (skolinn er rett fyrir utan baeinn, 20 min med straeto, 10 min med lest). Ibudin min er AEDISLEG!!!! Hun er a Kings Road sem er eitt besta hverfid i baenum, eg by VID STRONDINA og herbergid mitt er actually med utsyni yfir sjoinn og strondina.... ein gata a milli. Er rett hja midbaenum og by med 5 odrum postgrads i reyklausri ibud (brill midad vid adurnefndar kedjureykingar), tvo badherbergi og mjog stort eldhus. Heyrdu ja, og eg er komin med simanumer: 0044 77 53 30 93 17
Var eg annars buin ad segja hvad vedrid er aedislegt herna? Sol og blida og stuttermabolavedur a daginn. Fullt af saetum gotum, flottum budum, frabaerum kaffihusum og skemmtilegu folki. Eg get fengid lanada dynu i herbergid mitt ef einhver vill koma i heimsokn og gista. My door is always open.....

27. sep. 2002

Ég fór á Veisluna í gær. Fannst myndin góð en leikritið frábært. Ótrúlegur tilfinningahiti og óskiljanlegt hvernig leikararnir geta staðið í þessu kvöld eftir kvöld. Hilmir Snær festi sig þarna endalega í sessi sem uppáhaldsleikarinn minn, hann var alveg magnaður. Ég er viss um að ég væri sömu skoðunar þrátt fyrir að hann væri ekki svona myndarlegur - en það er auðvitað plús ;)
Á leiðinni heim keyrðum við framhjá löggubílum og gulum borðum og grínuðumst með að þarna hefði einhver verið drepinn. Fáránlegt og sorglegt að það skyldi síðan reynast rétt.

Annars var ég að fá tölvupóst frá University College London. Ég sótti um hjá þeim en fékk ekkert endanlegt svar og nennti ekki að hafa samband við þau úr því að ég var komin inn í Sussex.

Dear Solrun,

Sorry not to have been in touch before - we have just now a plcae for
you
on our course.

Are you able to take this up? The course starts with induction next
week
starting Monday. However, you may start later in the week if you are
able.

Please contact me immediately to let me know if this is suitable.

Thanks

Jacky

Sooooldið seint....
Tuttugu tímar í brottför. Shit shit shit. Sjitt sjitt sjitt. Skítur skítur skítur.

26. sep. 2002

Ekki á morgun heldur hinn..... flyt ég til Brighton baby....jiiihaaaa. Ég kvíði reyndar alveg jafn mikið fyrir og ég hlakka til en það er um að gera að feik it till jú meik it. Að flytja svona einn til annars lands er pínulítið eins og að byrja upp á nýtt. Nú er tækifæri til að gera breytingar á sjálfum sér. Eins og ég hef áður minnst á er þetta til dæmis tilvalið tækifæri til þess að gerast grænmetisæta. Veit samt ekki alveg með það. Svo get ég fundið mér eitthvað kúl nafn. Byrjað að láta kalla mig Lucibellu til dæmis :) Ýmis persónuleikaeinkenni koma líka til greina. Á ég að gerast Goth gella? Á ég að vera þessi sem er alltaf að segja brandara (þá þarf ég reyndar að læra nokkuð marga brandara utanað á næstu tveimur dögum)? Á ég að fá mér sílíkon og lita hárið á mér ljóst? Á ég að byrja að segja "Talk to the hand"? Ahhh þegar allt kemur til alls er örugglega einfaldast að fara út sem plain old me. Hverjum er ekki sama, ég er að fara til úúúglanda! Jiiihaaa!

25. sep. 2002

Ég er ekki hrædd við kóngulær.
NEMA að þær séu stórar eða skrýtnar eða asnalegar á litinn.
Ég veit, ég er rasisti.
Ég og kóngulærnar í sveitinni vorum orðar mjög góðar vinkonur. Ég var alveg hætt að sópa þeim út eða taka þær upp með blaði heldur tók ég þær bara upp með höndunum, klappaði þeim aðeins og setti þær svo út. Í gærmorgun þegar ég fór í sturtu var hins vegar kónguló í loftinu á baðinu. Hún var feit og stuttfætt og með rauðan blett. Ekki eins og þessar myndarlegu leggjalöngu í sveitinni. Hún horfði á mig allan tímann í sturtunni og ég var dauðhrædd við hana. Um kvöldið kom svo frétt um að kóngulóin banvæna Svarta ekkjan hefði borist hingað til lands með vínberjum. Ég varð auðvitað viss um að þetta væri ekkja þarna á baðinu. Þær voru svolítið líkar. Heimilisfólkið hefur ekki sannfærst enn og telur að um einhvers konar brottfarar-taugaveiklun sé að ræða. Mér er alveg sama. Ég fer bara ekkert í sturtu þangað til vinkonan fer af baðinu. Þangað til verða þau að búa með mér, illa lyktandi grísnum, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Og spennan magnast.....dammdaradamm aðeins rúmir fjórir sólarhringar í brottför. Ég er búin að ganga frá flestum málum en er svona að kveðja og pakka og vesenast þessa dagana. Vesenið felst aðallega í mikilli peningaeyðslu, í dag eyddi ég til að mynda tæpri einni og hálfri milljón króna. Eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Fór í bankann og þóttist vera bigshot, sagðist ætla að millifæra tíuþúsundpund takk fyrir. Þær sáu nú í gegnum mig gjaldkeragreiðurnar og horfðu á mig vorkunnaraugum: "Er þetta vegna náms væna mín" og hristu höfuðið eins og þær vildu segja mér að þetta myndi ekki borga sig þótt ég ynni nóbelsverðlaun seinna meir.......
Ég vil annars fara að drífa mig út, enda ekki vit í öðru. Kærastinn er á pöbbnum daglega að safna í vömb og eltast við grískar og norskar stelpur sem búa í bílförmum í húsinu hans. Þetta eru víst allt einhverjar horrenglur þannig að ég ætti að geta lamið þær. Eða bara sest ofan á þær. Moahahahaha ;)

20. sep. 2002

Mikið er nú heimurinn lítill. Tryggvi vinur minn benti mér einmitt á það í síðustu viku. Kærastan hans, Kolla, er einmitt að vinna með Bjarna sem er bróðir hennar Brynju beib , góðvinkonu minnar. Síðan ég frétti af þessu er ég búin að finna nokkra skemmtilega blogg-tengsla hringi, ég þekki þennan sem þekkir þennan sem þekkir einhvern sem ég þekki. Trigger er nebblega með mjög skemmtilegar hugmyndir um netsamfélagið. Annars var ég að skoða uppskriftir á síðunni eldhús.is áðan. Fór inn á grænmetisréttasíðuna til að athuga hvað væri í boði. Ég er svona að íhuga að gerast grænmetisæta eftir átta daga. Samt ekki alveg viss. Ég fann einmitt skemmtilegan rétt sem höfðaði vel til mín. Innihaldið: Frosið grænmeti, súrsæt sósa og 500 gr. svínakjöt. Namminamm fyrir grasætur :)
Countdown: Átta dagar í brottför!
En nóg um það. Á þriðju síðu Fréttablaðsins í dag er auglýsing um rauðvínslegið lambakjöt. Í auglýsingunni er kind í rauðvínsbaði að skála. Hún virðist vera orðin nokkuð kennd. Kannski er ég bara með svona lélegan húmor en mér fannst þetta ferlega fyndið :)
Annað skemmtiefni: Mig vantaði lesefni í gær og greip eina Rauðu-seríu bók inni hjá mömmu. Sú var nú tíðin að ég las þessar bækur daglega á sumrin enda er hér um stórkostlegar bókmenntir að ræða. Hvar annars staðar fá fær gullfallega hjúkrunarkonan, sem er þrítug og hrein mey, raðfullnægingar þegar hún sefur í fyrsta sinn hjá ótrúlega myndarlega lækninum sem missti minnið? Í þessari bók er konan reyndar sálfræðingur sem mér fannst nú spennandi. Þangað til að það kom í ljós að hún varð sálfræðingur til þess að hjálpa sjálfri sér, hún átti svo erfiða æsku bla bla bla. Kynlífslýsingarnar eru þó að vanda æsispennandi. Þannig má nefna senu á bls. 138: "Þau hreyfðu sig taktfast, markvisst, spiluðu saman prelúdíu ástarinnar. - Já, já, kjökraði hún ölvuð af unaði". Stórkostlegt.

19. sep. 2002

Jæja það var kominn tími til að breyta nafninu- Sveitasögur Sólrúnar er nú formlega orðið Brighton Blogg! Ekki mjög frumlegt, I know en ég gat ekki haft þessar kindur endalaust!
Best að auglýsa bara kaffiboðið hér líka ef ég skyldi vera að gleyma einhverjum...
Allir velkomnir í bless-boð til mín á laugardaginn milli kl. þrjú og sex :)
Ákvað að sleppa því að hafa partý og hafa bara teboð, svona til að komast inn í menningu Englendinganna :)
Hlakka til að sjá þig!

17. sep. 2002

Ég er að fara til útlandaaaaaaaaa!!!!!!
Hjálp! Eftir bara tíu daga! Ólinn minn fer út í fyrramálið! Þrátt fyrir að ég hafi verið þarna á Spáni í tvo mánuði þá verð ég í Brighton í heilt ár..... ég sem er svo bjargarlaus..... súperglúaði puttana á mér saman tvisvar um þessa helgi og skar næstum því framan af einum.
Ég var að fá póst frá Freyju vinkonu sem er stödd einhversstaðar í frumskógum Suður-Ameríku þessa dagana. Hún er að ég ímynda mér svona eins og konurnar sem bjarga górillum í bíómyndunum. Hún keypti sér apa í gær með Huldu vinkonu sinni. Án gríns. Þær ætla að sleppa honum lausum í frumskóginum. Algjör snilld.....


8. sep. 2002


Ég ætla sko þooooookkalega að mæta á sleepoverið! :)
ahhh so much to tell so little time :)
Óli fer út eftir tíu daga! Ég fer út eftir þrjár vikur mínus einn dag! Ætlaði upphaflega að hafa kveðjupartý en hef ákveðið að halda kveðjuboð. Svona síðdegisteiti í barnaafmælisstíl líklega um þarnæstu helgi á laugardegi.... hafið það í huga :)

1. sep. 2002

Þessi vika hefur ekki verið mér hliðholl. Hugsanlega vegna afstöðu himintunglanna, ég veit það ekki.

Fyrst var það ferðin góða um Norðurland Eystra. Það rigndi svo mikið að menn mundu ekki annað eins. Þetta var samt ágætt sko. Við keyrðum hringinn í kringum Mývatn sem var mjög blautt en mjög fallegt svona út um bílgluggann. Við áttum að fá gistingu í svaka flottum bústað hjá manni sem Óli þekkti sem rekur meðferðarheimili. Það gekk ekki upp því bústaðurinn var pantaður á netinu af einhverjum bigshot laxveiðiköllum á síðustu stundu. Við gistum þess vegna inni á meðferðarheimilinu. Sem var svosem ágætt fyrir utan það að foreldrarnir sem komu í heimsókn daginn eftir héldu allir að ég væri undir átján og í meðferð. Án gríns.

Við hypjuðum okkur frekar snemma, skoðuðum Ásbyrgi og Hljóðakletta (sem var frábært) og ákváðum á síðustu stundu að skoða Dettifoss. Klikkuðum aðeins á því að skoða kortið þannig að við fórum einhvern jeppaslóða (á gömlum Lancer) vitlausu megin að fossinum og vorum klukkutíma að fara rúma tuttugu kílómetra. Greit. Þegar við loksins komum að fossinum var svo mikil þoka að við sáum ekki neitt. Þá vorum við reyndar orðin svo fúl og þreytt og blaut og svöng að okkur var alveg sama um bílinn og þeyttumst til baka á helmingi styttri tíma.

Við fórum á Austin Powers 3 á Akureyri og hlógum okkur máttlaus. Myndin var búin á miðnætti og orðið niðdimmt. Ég var búin að ákveða að keyra heim, trallala og allt í lagi með það nema að þetta var MY WORST NIGHTMARE!!! Þeir sem þekkja mig vita að ég get orðið svooolítið stressuð þegar ég er að keyra. Mér finnst til dæmis skelfilegt að keyra nálægt strætó. Þarna var ég að keyra í einn og hálfan tíma: úti á landi, um nótt, í myrkri, rigningu, þoku, á beinskiptum bíl sem ég á ekki og keyri sjaldan, yfir fjórar einbreiðar brýr, mætti ótrúlegum fjölda af vörubílum og var með eitt slíkt flykki á eftir mér. Ég lifði þó af og er til í hvað sem er eftir þetta.

Á föstudaginn var svo pakkað og við komumst að því að við erum búin að sanka að okkur ótrúlegustu hlutum síðan við komum. Eldhúsdót tekur til dæmis ótrúlega mikið pláss. Hvað á að gera við nýja örbylgjuofninn, djúpsteikingarpottinn og hundasamlokugrillið? Við tróðum og tróðum í bílinn en það dugði bara ekki til. Við þurfum þess vegna að fara eina til tvær ferðir í viðbót norður til að sækja restina.

Svo var flutt á mölina, gaman gaman og ég eyddi laugardagskvöldi heima í faðmi fjölskyldunnar. Það var yndislegt að vanda en svo fór ég að skoða póstinn sem hafði komið til mín síðustu vikur. Þar á meðal var bréf frá landlæknisembættinu með beiðni um að ég tæki þátt í rannsókn á bóluefni gegn HPV veirunni sem veldur kynsjúkdómi og eykur líkur á leghálskrabbameini. Ég get reyndar ekki tekið þátt vegna komandi Bretlandsfarar en með bréfinu fylgdi bæklingur þar sem ýmis önnur skilyrði voru sett fyrir þátttöku. Þar á meðal er krafa um að bólfélagafjöldi sé innan ákveðinna marka. Allt í lagi með það en þennan bækling lásu aðrir fjölskyldumeðlimir og horfðu forviða á mig og vildu helst ræða þessi mál. Án þess að þetta sé eitthvað viðkvæmt mál hjá mér er þetta ekki eitthvað sem ég vil ræða við matarborðið á laugardögum. Eða kannski bara hvenær sem er þegar kemur að foreldrum mínum. Er ég bæld?