23. des. 2003

Ahhh....loksins komin heim í snjóinn og jólaköttinn. Gaman gaman að skrifa jólakort og skreyta piparkökur og hitta alla. Sumt hefur breyst, annað ekki. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að lífið heldur áfram þótt að ég sé ekki á svæðinu. Ég virðist ekki vera nafli alheimsins eins og ég hef stundum talið mér trú um.



Ég fann til dæmis ekki fjarstýringuna að sjónvarpinu í gær. Pabbi kom heim seinna og sagði mér að hún væri núna geymd í einhverri skúffu. Mér fannst þetta óþarflega skýrt merki um að ég væri aðkomumaður.



19. des. 2003

Eftir skrilljón leiðangra niður á Oxford Street í jólaæðið held ég að ég sé komin með aðeins betri tilfinningu fyrir nágrenninu.

Ég er nefnilega eins og sumir vita með eindæmum lélég í því að rata. Norður, suður, hægri, vinstri, þetta er allt sama áttin fyrir mér. Helst að maður þekki muninn á upp og niður. Eníveis, þetta er einkum vandamál á verslunargötum eins og Laugaveginum, Oxford Street, Strikinu o.s.frv. Ef ég til dæmis fer yfir götuna og inn í búð get ég ómögulega séð þegar ég kem út í hvaða átt ég var að fara þegar ég kem út aftur. Þá er hægri orðið að vinstri af því að ég er hinu megin við götuna...

Þannig tókst mér að labba Oxford Street í byrjun hausts fram og til baka án þess að komast nokkuð áfram og skildi ekkert í því hvað gatan væri fáránlega löng...

18. des. 2003

Mér var bent pent á það um daginn að bumban væri orðin svolítið bústin. Ég fylltist skelfingu yfir því að fólk myndi halda bjórvömbina annars eðlis og sá fyrir mér hamingjuóskirnar frá kunningjum á Laugaveginum á Þorláksmessu. Arg! Þá er bara að skipta súkkulaðinu út fyrir mandarínur og kaupa Bridget Jones nærbuxur.



Ég kvíði líka fyrir öllu kjaftæðinu sem fylgir því að rekast á fólk almennt heima. Sem gerist víst oftar í Reykjavík en í London og ég er þess vegna komin úr æfingu. Það er alltaf þetta Nei hæ hvað segir þú gott, hvað ert þú að gera núna? Þá er að setja upp feik brosið og segja Allt fínt, bý í London rosa gaman EN ÞÚ og reyna að snúa umræðunni við.

Og svo frá þeim sem þekkja mig betur, Hvernig gengur atvinnuleitin? sem segja það með hallandi höfði og vorkunnarsvip. Þá er að kinka kolli uppörvandi og segja Þetta fer allt að koma. Þetta er auðvitað gert svo að þeim líði betur. Ekki mér. Því það gengur eiginlega ekki að segja Ég er atvinnulaus í London og það gengur illa og ég hef það ekkert sérstaklega gott og er ekkert viss um að það sé neitt að lagast. Þá verður fólk vandræðalegt og veit ekki hvað það á að segja. Svo ég brosi gegnum tárin.

17. des. 2003

JólajólajólajólaJÓLAHVAÐ?

Það er bilun að hætta sér niður á Oxford Street viku fyrir jól. Þess vegna gerði ég það eina sem hægt var að gera í stöðunni... mætti með ferðageislaspilarann og setti spírabræður, Last Christmas og Jólahjólið í botn meðan ég pakkaleitaði. Síðan dansaði ég upp Baker Street á leiðinni til baka og sneri mér meira að segja í nokkra hringi með pokana. Gaman :)

15. des. 2003

Eldamennska Sólrúnar slær enn og aftur í gegn. Er búin að vera í allt kvöld að berjast við að matreiða...dammdarardamm... frosna pitsu. Já ég veit hvað þú ert að hugsa en mér er alveg sama, þetta kallast eldamennska hjá mér! Þetta hefur ekki gengið áfallalaust. Hérna er áfallasagan:



Kl. 16:30 Goodfellas Deep Pan Pizza keypt



Kl. 19:00 Ofninn dettur af örbylgjuofninum



Kl. 19:02 Ofn reistur vid



Kl. 19:30 Ofn hreinsadur



Kl. 20:15 Reynt að kveikja upp í ofni (gas)



Kl. 20:17 Ljóst að ofn er í ólagi



Kl. 20:25 Ofn í lagi eftir smá tilfæringar



Kl. 20:30 Pitsa sett í ofninn



Kl. 20:50 Sólrún verður vör við brunalykt



Kl. 20:52 Ljóst að pitsa er brunnin ad nedan (hitinn kemur að neðan)



Kl. 20:55 Grillið sett í gang (hitun að ofan)



Kl. 21:15 Sólrún finnur brunalykt



Kl. 21:17 Ljóst að pitsa er brunnin að ofan



Kl. 21:20 Ljóst að pitsa er óæt



Kl. 21:25 Sólrún ristar brauð...



14. des. 2003

Fór með Mr. Big og félögum að sjá uppistand hjá Dave Gorman í gær sem var svaaakalega fyndið. Hann talaði í tvo tíma um Googlewhack ævintýri sitt. Mjög gaman. Það var uppselt alls staðar annars staðar en í Croydon (rétt fyrir utan London) sem er einn skelfilegasti staður sem ég hef komið til. Borgin er best þekkt fyrir hringtorgadagatal sem hefur selst furðulega vel...

12. des. 2003

Alveg eins og ég sá næstum því Russell Crowe um daginn þá sá ég næstum því allt Lord Of the Rings liðið í gær. Var á röltinu í bænum með vinkonu minni þegar ég heyrði brjáluð öskur sem gátu ekki gefið neitt annað til kynna en frumsýningu. Ég var voða spennt þangað til ég áttaði mig á að 10.000 manns höfðu komið á undan mér og það var ekki hægt að sjá neitt. Maður heyrði bara á öskrunum hvaða leikarar þetta væru nokkrum metrum framar. Þannig að ég missti af tækifæri til að sjá alvöru Hobbita.



Svona eftirá er ég bara fegin að hafa ekki séð Viggó/Aragorn. Hetjan mín er nefnilega ekki með hetjulúkkið í alvörunni. Sá hann í sjónvarpinu og neitaði að trúa því að þetta væri hann. Snökt. Með einhverja asnalega broddaklippingu og ekkert sverð.



Seinna um kvöldið fór ég á Nordic Bar með íslenskri stelpu til að skoða Skandinavana. Hittum enga aðra Íslendinga en lentum í Kaliforníugæjum sem voru mjög spenntir yfir að hafa rekist á íslenskt lambakjöt og sýndu frábæra takta.



Ég fékk ekki í skóinn í nótt :( Er samt með Kylie Minogue súkkulaðidagatal til að telja niður til jóla... reyndar telur þetta dagatal niður til áramóta sem er hálfskrýtið en hei, það þýðir bara meira súkkulaði fyrir mig :)

10. des. 2003

Hef komist að því að ýmsir dauðir hlutir í íbúðinni virðast hafa sjálfstæðan vilja. Svolítið eins og í Beauty and the Beast nema hvað þau hafa snúist gegn mér. Rétt náði að forða mér undan hvæsandi straujárni sem stökk á mig í gær. Í morgun reyndi svo baðherbergisspegillinn að slá mig í höfuðið.



Ég er komin í svakalegt jólaskap eftir að hafa fengið jólapakka að heiman :) Jólahjólatónlistin komin á fullt og svona. Hlustaði á fölsku trúbadora fjölskylduna syngja Feliz Navidad á Oxford Street og setti upp jólahúfuna.



Það eina í fréttum í Bretlandi virðist vera að hetjur landsins lentu í umferðarslysum. Það munu vera rugby hetjan Johnny Wilkinson og svo auðvitað Ozzy Osbourne. Þeir eru báðir á batavegi greyin.

8. des. 2003

Smá p.s. síðan síðast. Ferðin í búðina var reyndar pínu spennó eins og alltaf. Ódýrasta matvörubúðin nálægt mér er í slömminu þar sem "dyravörðurinn" er mjög scary og með dularfull ör í andlitinu. Þegar ég kom heim sá ég að það var búið að opna appelsínusafann sem ég keypti og fjarlægja innsiglið - samt var fernan full. Ég þorði ekki að drekka hann.



Svo eru strax vandræði í Paradís. Mr. Big getur ekki notað dótið sem Hobbitinn skildi eftir eins og strauborðið. Það er nefnilega í hobbitastærð. Hann hlýtur samt að vera ánægður með eldavélina eftir að ég setti hana ofan á örbylgjuofninn :)
Dagurinn hófst með spennandi ferð í búðina. Ég keypti klósettpappír og sunnudagsblaðið. Þetta er það sem Englendingar gera á sunnudagsmorgnum. Hefði kannski átt að slá garðinn og þvo bílinn eftir hádegi og fá mér fish and chips í kvöldmatinn. En sem betur fer var erill dagsins rofinn af innflutningi Mr. Big í Baker Street kastalann - ég er sko komin með nýjan meðleigjanda :)



7. des. 2003

Vúhú...rosa gaman í afmælinu hjá Rögnu í gær. Nema kannski fyrir Rögnu því að það helltist þrisvar rauðvín yfir teppið. Það var reyndar eitt sjálfsmark - eftir rauðvínsteppahellingu nr. 2 datt Rögnu í hug að sýna hvernig hún hellir stundum óvart niður. Þá helltist auðvitað niður því að demonstreisjón flaskan var hálffull.





Ég fór heim í áframhald af "Sólrún gerir fínt". Gafst loksins upp á að þrífa þessa endalausu drullu út um allt þannig að ég ákvað að mála bara yfir hana. Það gefur svona skemmtilega kornótta áferð þegar maður málar yfir skít (eða ösku fyrrverandi leigjenda). Mjög töff.



Tókst líka loksins að leysa sturtuvandamálið - semsagt að tengja sturtuhaus við baðkar þar sem er ekki gert ráð fyrir sturtu. Eftir nokkrar frumlegar tilraunir tókst mér að láta vatnið renna rétta leið með kennaratyggjói, plastpoka, plastfilmu og ofurlímbandi. Ég ætti eiginlega að hafa samband við BBC og athuga hvort þeir hafi ekki áhuga á að fá mig til að vera með home improvement þætti...

5. des. 2003

Einstaklega óinspírandi dagur þannig að ég segi bara góða helgi :) Brighton í kvöld, innflutningar um helgina og nóg að gera. Meira seinna þegar andinn kemur yfir mig.

4. des. 2003

Til hamingju með afmælið Ms. Garðarsdóttir!.



Mér datt í hug að þrífa fyrir ofan gardínurnar í stofunni áður en ég setti upp skraut. Fann fimm sentimetra þykkt lag af drullu. Giskaði á að þetta hefði bókstaflega aldrei verið þrifið svo ég setti upp gúmmíhanskana og gekk í málið. Var að fíla mig í fornleifafræðingshlutverkinu þangað til ég tók eftir því hvað drullan var öskuleg. Þetta var eins og kolbikasvört aska en ekki drulla sem ég var að koma fyrir kattarnef. Var ég að vanhelga einhverjar jarðneskar leifar sem hafði verið stráð þarna yfir? En hver vill eiginlega hvíla í friði á gardínusyllu? Kannski hefur einhver kálað einhverjum þarna, brennt hann í gasofninum og falið öskuna þarna uppi. Kannski drap Hobbitinn síðasta leigjanda. Kannski er það þess vegna sem ég fæ að leigja þarna svona ódýrt. Kannski...



Note to self: Hætta að hugsa svona mikið :)

2. des. 2003

Frábær lýsing hjá Evu um það hvernig hún heillaði tilvonandi manninn sinn upp úr skónum :)



Ég er búin að leysa þvottavélarvandamálið. Þvottavélin sem ég er búin að panta er 60 sm en plássið fyrir hana var bara 59. Það var svona 2 sm breiður gólflisti sem ég þurfti eiginlega að losna við. Ég fann þess vegna gamlan örbylgjuofn niðri í ruslageymslu og setti ofninn ofan á þannig að hann lyftist yfir listann... er ég að meika sens? Enívei, þá er eldavélin núna hálfum meter ofar og ég þarf að standa uppi á stól til að elda. Líður svolítið eins og dverg eða bara barni sem nær ekki upp á hellurnar. Er reyndar bara ánægð með þetta því mig hefur alltaf langað til að vera lítil og krúttleg. Alveg vonlaust að vera yfir einn og sjötíu. Þetta eru reyndar bara komplexar úr 8. bekk þegar ég var næstum fullvaxin og strákarnir voru flestir hálfvaxnir. Gekk hokin og skakklappaðist einhvern veginn um gangana til að þykjast vera í "réttri stærð". Þarf enn þann dag í dag reglulegar áminningar um að ganga bein í baki og fíla mig ekki á háhæluðum skóm. Núna get ég semsagt ímyndað mér að ég sé lítil og nett þegar ég er að elda á risaeldavélinni minni. Er kannski málið að fá sér allt innbú í extra large?

1. des. 2003

Jóhanna og Ragna gistu hjá mér um helgina. Við fórum saman á Tate Modern í gær að skoða sólina hans Ólafs Elíassonar. Lágum í sólbaði á listasafninu og horfðum dáleiddar á spegilmyndina í loftinu. Hefði getað verið þarna í marga klukkutíma. Svo urðu töfrarnir skyndilega að engu þegar við fórum á næsta pöbb og fengum þann versta og viðbjóðslegasta mat sem ég hef smakkað. Það voru fimm réttir á matseðlinum - þar af var ekki hægt að panta hamborgara eða kjúklingjasalat. Af hinum þremur völdum við fish&chips og grænmetis mousaka - bæði tilbúin á fimm mínútum eftir snögga hitun í örbylgjuofninum. Þetta var svo vont að ég hellti úr fimm litlum piparpokum yfir matinn minn í von um bragðbætingu. Það dugði ekki til þannig að ég bætti við salti, sinnepi og öllum mögulegum sósum sem voru til á staðnum. Neibbs. Enduðum sársvangar á Burger King í lok kvöldins. Áfram BK!

28. nóv. 2003

Var að koma úr skandinavísku partýi með Evu Heiðu sætu. Allir voðalega sænskir, ljóshærðir og laglegir og úr gallabuxum úr H&M.



Ég ætlaði alltaf annars að segja ykkur frá því þegar ég hitti næstum því Russell Crowe um daginn. Ég var svo nálægt því að hitta hann að ég ætla eiginlega bara að breyta sögunni þannig að ég hafi hitt hann. Það má alveg. Er það ekki? Hann var að mæta á frumsýningu á Leicester Square. Ég missti af honum labba á rauða teppinu - heyrði bara gelgjuvæl og sá blossa. Svo var mynd af honum varpað á stóran skjá fyrir utan þegar var verið að taka viðtal við hann. Þannig að hann var bara nokkrum metrum frá mér... inni í bíóinu sko... en ég sá hann á skjánum fyrir utan læv. Ergo, ég hef séð/hitt/talað við/kysst/sofið hjá (eftir því hverjum maður er að segja söguna) Russell Crowe. Eins og hann var í Gladiator sko. Þá var hann svona Brad Pitt sætur. Þannig að ég hef næstum því hitt Brad Pitt...

26. nóv. 2003

Kenndu mér varanlegar vísanir Tryggvi! (Vissuði annars að ef þið flettið upp orðinu ísskápur í Google er fyrst vísað á bloggið hans Tryggva?) og Maja sæta ég skal skrifa þér bréf...



Hörður Mar var eitthvað að efast um sannleiksgildi þess að ég hafi ofklætt mig á flugvellinum í Malmö. Ég sem var ekki einu sinni að ýkja. Hnuss. Freyja dýralæknir getur vottað það. Hún á einmitt sætasta hund í heimi. Fyrsti hundurinn sem mér hefur þótt sætur. Enda er ég ekki mjög hrifin af hundum. Þeir eru svo andfúlir. Nema Míó :)



Eigandinn og hasshausvinkonan ætla bæði að gista hérna í nótt. Ef hún étur dönsku kókosbollurnar mínar verð ég alveg brjáluð! Ég fæ kannski þvottavél í íbúðina en þá þarf ég að finna þvottavél sem er 59 sentimetrar (eins og gatið fyrir þvottavélina) en ekki 60+sentimetrar (eins og ALLAR þvottavélar í Englandi virðast vera). Spurning um að saga aðeins af ísskápnum.



Aðalmálið í Bretlandi núna eru fréttir af Soham réttarhöldunum yfir gæjanum sem er sakaður um að hafa myrt tvær 10 ára stelpur. Hann hefur viðurkennt að þær hafi látist á heimili hans og að hann hafi falið líkin en neitar að hafa myrt þær. Ég beið alltaf spennt (ef svo má að orði komast) eftir því hverju hann myndi halda fram. Veðjaði á geðveiki, klofinn persónuleika eða eitthvað svoleiðis. "Raddirnar í höfðinu á mér sögðu mér að gera það" eða þannig. Nei nei. Vörnin er sú að önnur hafi óvart drukknað í baði og hin hafi óvart kafnað. Af einhverjum ástæðum draga sérfræðingar þessa skýringu í efa...
Er ég komin í aðra vídd? Er ég á öðrum tíma en aðrir í heiminum? Ýmist fæ ég ekki tölvupóst, sms, talhólfsskilaboð eða þau virðast vera að berast nokkrum dögum of seint. Ég er vön að treysta á tæknina og í kjölfarið veit ég ekki hvað snýr upp og hvað niður. Skilaboðin "Ég kem á morgun kl. 2" bárust aaaaaðeins of seint þannig að eigandi íbúðarinnar kom óvænt og það var drasl út um aaaaallt (já ég veit, óhófleg notkun á "a" fer í taugarnar á þér).

25. nóv. 2003

Jæja þá er ég komin heim úr Kóngsins Kaupmannahöfn með stoppi í Malmö og Lundi, voða gaman. Skemmtileg helgi. Ótrúlegt en satt tókst mér að vera bara með eina tösku í handfarangri á leiðinni út sem var auðvelt og þægilegt. Hins vegar var aðeins skroppið á Strikið og töskugreyið átti erfitt með að bæta við sig, enda troðfull fyrir. Ég nennti alls ekki að standa í tékk-inn á leiðinni til baka þannig að mér kom snilldarráð í hug. Ég klæddi mig í öll fötin! Var í náttfötum innst, svo buxum og pilsi yfir, tveimur stuttermabolum, þunnri peysu, þykkri peysu, kápu, tvennum sokkum auk húfu, trefils og vettlinga. Sem betur fer var kalt úti þannig að þetta var ekkert allt of grunsamlegt. Tókst að komast gegnum tékk-innið þótt starfsmönnunum í security-tékkinu hafi líklega fundist hálfskrýtið að leita á mér... Svo beint inn á klósett (enda að kafna úr hita), dró upp stóran plastpoka og setti aukafatnaðinn þar í. Voilá!

20. nóv. 2003

P.s. Er að fara til Malmö/Köben eftir nokkra klukkutíma. Sjáumst eftir helgi! Kiss kiss...
Vúps... aðeins of fljót á mér með yfirlýsingar um að ekkert "spennandi" væri að gerast. Að minnsta kosti 27 látnir, þar á meðal breskur konsúll, í Istanbul eftir sjálfsmorðssprenginguna. Þetta er auðvitað aðalfréttin á Sky, BBC, ABC, jú neim it. Á meðan fer Mbl.is á kostum með aðalfrétt um að jólasveinar hafi sést í Stokkhólmi og séu óvenju snemma á ferð. Aðrar fréttir á forsíðunni á þessari stundu eru að Hafnfirðingar fari óþvegnir í háttinn (ekki heitt vatn), sárasótt sé í vexti í Bandaríkjunum og að sex hafi verið teknir fyrir hraðakstur á Ólafsvík. Það er rétt aðeins minnst á sprengitilræðið undir fyrirsögninni Erlendar fréttir og upplýsingarnar eru rangar/úreltar (14 látnir).



Ég er orðin pirruð á að mbl.is geti ekki haldið uppi almennilegum fréttavef :( Mér finnst vefurinn hafa dalað verulega - hann var nefnilega alveg helv. góður á tímabili.
Þrátt fyrir svakalegar öryggisráðstafanir og mótmæli er (sem betur fer) ekkert "spennandi" að gerast þannig að helst í fréttum í Bretlandi er hvað Bússi og Drollan fá í matinn. Já og svo fréttirnar af undercover blaðamanninum sem vann hjá kóngafólkinu í mánuð og komst að eigin sögn í aðstöðu til að eitra, sprengja, skjóta og ég veit ekki hvað og hvað. Öryggistékkið klikkaði greinilega eitthvað. Reyndar fylgdi sögunni að það hefði nú bara þurft að fletta nafninu hans upp í Google til að komast að því að hann væri blaðamaður. Að sleppa því að gúgla starfsmennina eru auðvitað grundvallarmistök.



Screening tæknin hefur einmitt þróast hjá okkur vinkonunum gegnum árin. Þegar ég var í grunnskóla var spurt: "Ertu búin að hringja í hann (og skella á)?" þegar við vorum skotnar í strák. Í menntaskóla var aðalmálið hvort við værum búnar að rúnta framhjá húsinu hans (og flýja áður en mamman hringdi á lögguna). Núna er auðvitað spurningin: "Ertu búin að gúgla hann?" Ég veit um dæmi þess að dreng hefur verið dömpað vegna gúglunar... ekki vegna óhagstæðra upplýsinga heldur vegna engra upplýsinga. Það þótti grunsamlegt. Við Íslendingar höfum það reyndar gott með Íslendingabók og Þjóðskrá. Alltaf gott að vita hverjir eru þriggja barna feður og náfrændur manns og hverjir ekki...
Er að horfa á þátt sem heitir Tarrant on TV sem er með alls konar skemmtilegar auglýsingar og annað efni alls staðar úr heiminum. Og sjá, það kom íslensk auglýsing! Tóbaksvarnarauglýsingin með Nóa Albínóa þar sem konan er að hrækja. Ég var ferlega ánægð. Hef mikinn áhuga á auglýsingum en finnst þær íslensku aldrei vera nógu spennandi miðað við þær erlendu. Þökk sé Stevie the TV fæ ég nú úglenskar auglýsingar á færibandi og skipti aldrei um stöð í auglýsingahléum...

19. nóv. 2003

Til hamingu með afmælið Trigger!
Í gær málaði ég, spaslaði og lagaði flísar á baðherberginu. Reyndar tókst mér líka að rífa stykki úr veggnum, það eru slettur á gólfinu, kraninn er laus (var að reyna að setja upp sturtu) og veggurinn er flekkóttur en þetta var góð byrjun...
Fór á msn í gær að hitta sis. Spjallaði við Sigga vin minn í leiðinni sem var með webcam. Hef aldrei séð svoleiðis áður og skemmti mér konunglega við að biðja hann um að lyfta höndum og svona... til að sanna að hann væri læv. Þetta var reyndar ferlega skrýtið... ég sá hann til dæmis skríða upp í rúm og hélt að ég hefði óvart beðið um læv sæbersex sjóv. Smá misskilningur...hann var bara að ná í teppi :)
Allt fullt af löggum með risabyssur í garðinum í dag. Ég hélt kannski að íkornarnir hefðu gert uppreisn. Þeir eru nefnilega fjölmennir og frekir hérna í Regents Park. En nei nei, þá er Bússi kallinn bara að koma í heimsókn.

18. nóv. 2003

Það hellirigndi í dag. Allir með regnhlíf nema Íslendingurinn og ein gömul kona sem hélt á billjardkjuða. Geri ráð fyrir að hún hafi verið farin að sjá illa og tekið hann í misgripum fyrir regnhlífina. Hún leit samt ekki út fyrir að spila billjard...
Ég keypti lítið gervijólatré og seríu í dag! Já, já... ég veit að það er nóvember en ég bý ein og það er svo hyggeligt (og var á helmingsafslætti...).

17. nóv. 2003

Uppáhaldsbíómyndin mín þessa stundina og kannski á þessu ári og kannski ever er Love Actually . Verst að ég hef ekki ennþá séð hana...

Það var uppselt á forsýninguna í kvöld þannig að það verður að bíða betri tíma. Vona að hún standi undir væntingum :)
Hobbitinn hélt þrusuræðu áður en hann fór um hættur London. Sérstaklega hafði hann áhyggjur af því að ég passaði mig ekki nógu vel á bílunum. Æ ég er nú farin að sakna hans pínulítið... sérstaklega saknaði ég hans fyrr í kvöld. Það var reyndar vegna þess að það tók mig hálftíma að ná lokinu af salsadollu en það er önnur saga. Reyndar er útlit fyrir að ég fái annan samleigjanda eftir nokkrar vikur en það er enn önnur saga. Ég hlakka mikið til :)



Bretarnir eru sumir að missa sig í jólaundirbúningnum. Ég labbaði framhjá "Jackson five" look-a-likes á Oxford Street í dag. Þar var einhver fjölskylda að syngja jólalög í karókí (og biðja um pening) sem er kannski allt í lagi nema hvað ég hef aldrei heyrt verri söng. Greyið krakkarnir enda örugglega komin með kvef af því að standa úti í kuldanum.



Mér finnst annars svolítið gott á þá að hafa tapað fótboltaleiknum fyrir Dönum í dag...



13. nóv. 2003

Brighton bloggið er að verða svolítið þreytt þannig að flutningur á klakann stendur yfir. Ég lofa blogghríð á nýja Bakarablogginu mínu...
Hæ hæ og hó hó og verið velkomin á Bakaragötubloggið (réttnefni er auðvitað næstum-því-á-Baker-Street-blogg en hitt hljómar bara miklu betur...). Nú ræð ég ríkjum og rækjum ein hér í Londonkastalanum mínum... moahahahaha.

Spennandi tímar framundan.

3. nóv. 2003

Ég held að ég sé ástfangin. Ég hef nefnilega eignast nýjan besta vin. Hann heitir Stevie og er draumur hverrar konu. Ég er að minnsta kosti búinn að þrá hann heitt og innilega í rúmlega ár. Ég sá hann í Woolworths í gær og það var ást við fyrstu sýn. Ég vissi að ég þyrfti að ná í hann strax því ég sá hvernig hinar konurnar í búðinni horfðu á hann. Og nú er hann minn! Verst hvað hann er mislyndur. Í morgun var hann til dæmis hundleiðinlegur (kannski er hann bara morgunfúll) en í gærkvöldi var hann frábær - áhugaverður, skemmtilegur og fyndinn. Ég horfði á hann aðdáunaraugum tímunum saman. Ég ætla samt að reyna að eyða ekki of miklum tíma með honum - svona til að fara hægt í sakirnar. En það gæti auðvitað orðið erfitt úr því að við búum saman. Bíð spennt eftir að sjá hvernig sambandið gangi. Ég veit samt að það á eftir að endast því Stevie skarar framúr flestum öðrum... hann er með innbyggðan DVD spilara :)

23. okt. 2003

Fyrsti kossinn...

...var fyrir nákvæmlega 10 árum síðan. Ég man að það var í Háskólabíó á Tom Cruise mynd og ég man að mér fannst það skrýtið. Mest af öllu man ég hvað ég var fegin. Ég hafði haft áhyggjur af því í tvö ár að enginn myndi nokkurn tíma vilja kyssa mig. Ég hafði ekki verið í æfingabúðum í kiss kiss-útaf eins og sumir bekkjarfélaga minna og var dauðhrædd um að ég myndi klúðra fyrsta tækifærinu. Ég leitaði ráða alls staðar. Eldri frænka mín sagðist hafa kysst strák í flöskustút og að þetta væri ekkert mál. Vinkona mín sagði mér að þetta væri eins og að borða tómat eða plómu. Ég borðaði ógrynni af tómötum og plómum í nokkra mánuði, geiflaði varirnar í stút fyrir framan spegilinn og reyndi að ímynda mér hvernig það væri að vera með tvær tungur í munninum. Mér fannst tilhugsunin pínulítið ógeðsleg - en spennandi engu að síður. Svo rann stóra stundin upp og það var ekki eins og að borða plómu en það var samt gott. Síðan komu böll og útilegur og menntaskóli og háskóli og fleiri strákar og fleiri kossar. Eins og einhver sagði, það eru 10 ár síðan og það var í gær. Því það er svo skrýtið að þótt mig langi núna í góða vinnu og doktorsnám og íbúð og parket - þá langar mig örugglega mest af öllu að einhvern langi til að kyssa mig.

14. okt. 2003

Hobbitinn er í burtu þannig að ég hef höllina út af fyrir mig. Nú er hægt að fara í bað með opna hurð, vaska upp annan hvern dag og vera á netinu allan daginn. Á móti kemur að ef mér myndi svelgjast á væri enginn til að bjarga mér.

Ég skil ekki spurninguna 'hvernig gengur atvinnuleitin?'. Ef hún gengi vel, væri ég komin með vinnu. En ég er ekki komin með vinnu þannig að það hlýtur að vera ljóst að hún gengur ekki nógu vel. Atvinnuleit gengur ekki vel fyrr en maður er ekki lengur atvinnulaus.

Ég er að fara að hitta mann í kvöld sem ég hef ekki séð í eitt og hálft ár. Þetta er til komið vegna desperasjónar minnar við að eignast vini í stórborginni. Ég og umræddur maður bjuggum saman í fjarlægu landi í nokkra mánuði. Hann lyktaði sérstaklega illa og bekkjarfélagar hans báðu mig um að athuga hvað hann færi oft í sturtu. Áreiðanlegar athuganir leiddu í ljós að baðfarir voru 7 í viku eða að meðaltali ein sturta á dag. Lyktin var þess vegna X-file keis og ég bíð spennt eftir að komast að því hvort hún hafi eitthvað lagast.

10. okt. 2003

Drengurinn stóðst prófið með prýði. Gaman að hafa þau í heimsókn fyrir utan hvað sófinn er óþægilegur.
Vinkona hobbitans sem kom um daginn - þessi hýpermaníska, kom reyndar aftur að gista, mun rólegri heldur en síðast. Enda fannst hasslyktin um allt hús - hefur líklega verið á einhverju örvandi síðast. Ég eiginlega vona að það hafi heldur ekki verið eðlileg hegðun. Hobbitinn spurði hvort við gætum ekki bara sofið saman í stofunni (ég og manían) svo að kærastan hans yrði ekki fúl. Ekki séns. Ég lét mig hverfa.

Já og svona bæ ðe vei... Ég er kannski að fara að eignast hlut í lýtalækningafyrirtæki. Hver veit nema maður komi heim stærri og stinnari á réttum stöðum um jólin ;)

6. okt. 2003

Ég hafna allri gagnrýni á stafsetningu minni á SS pulsum. Þið rúllupylsurnar getið notað hvaða orð sem ykkur sýnist um þessa dásamlegu kjötleðju í brauði en á mínu bloggi segi ég pulsur!

Hobbitinn málaði pappakassa og setti þá fyrir eldhúsgluggann því honum fannst alltaf eins og einhver væri að horfa á sig meðan hann vaskaði upp. Það sést nefnilega rétt svo inn í íbúðina við hliðina á gegnum eldhúsgluggann. En ekki lengur...

Bíð spennt eftir að litla sis og gæinn komi í heimsókn á miðvikudaginn. Ég hef aldrei hitt piltinn sem hún náði sér í (án þess að ráðfæra sig við mig... að láta sér detta það í hug) þannig að ég er að útbúa spurningalista fyrir hann - það verður stíft inntökupróf á miðvikudagsmorguninn áður en ég samþykki að leyfa þeim báðum að gista ;)

5. okt. 2003

David Gray er minn maður. Var að labba framhjá Tate Modern listasafninu í gær og stoppaði til að hlusta á ágætan trúbador sem söng skemmtileg coverlög. Hann byrjaði að syngja Babylon eftir Gray þegar David sjálfur labbar framhjá, ákveður að heilsa upp á trúbadorinnupp og fer að syngja lagið á meðan trúbbinn spilar á gítar! Söng Babylon svooo fallega og fólk varla trúði þessu, hvað þá trúbadorinn sjálfur sem var með stjörnur í augunum. Hann hljómaði svo frekar illa eftir þetta greyið og enginn nennti að hlusta á hann lengur. Semsagt, David Gray rúlar!

Gerði tvær (misheppnaðar) tilraunir til að elda í vikunni. Fyrst hrísgrjónagraut sem sauð upp úr og var of saltur (það átti víst að vera teskeið en ekki matskeið af salti). Ákvað að elda eitthvað einfaldara næst. Sauð þessar fínu SS pulsur í gær sem sprungu allar þvers og kruss og svo skar ég mig í puttann þegar ég var að skera laukinn. Ætla að reyna að elda Bachelor's bollasúpu næst og reyna að skaðbrenna mig ekki.

3. okt. 2003

Félagi Frodo öðru nafni Hobbitinn (hann er samt líkari Sam) sagði í gær að við ættum að íhuga að taka símann úr sambandi á nóttunni. Hann fengi nefnilega alltaf dularfull símtöl úr einhverjum tölvum. WHAT????
Við vorum samt hjónaleg í gær. Hann fór út með ruslið og ég vaskaði upp. Sætt.

Svo eru Bretar að gera mig geðveika þessa dagana. Það er allt vesen. Og það er allt 'fire hazard'. Bannað að standa í stiga. Bannað að setja fartölvur í samband á bókasöfnum.


En... ég er að fara að hitta Íslendinga eftir einn klukkutíma og tíu mínútur!

Eitt enn... hvaða bull er það að bloggið mitt hafi komið í Mogganum? Það eru engir fjölskyldumeðlimir á landinu til að fylgjast með frægð og frama frumburðarins þannig að vinir mínir verða að taka það að sér. Eru engar myndir af mér í Séð og Heyrt?

1. okt. 2003

Hobbitinn negldi símann minn við vegginn frammi á gangi í gær. Líklega til að koma í veg fyrir að ég gæti átt einkasamtal. Pósturinn, síminn... þetta er Living with a Lunatic: Part 2. Liggur við að ég sakni Sóðaperra. Hobbitinn er vinur vinur vinar Útlendingsins míns og ég stóð í þeirri trú að vinur Útlendingsins sem ég þekki, þekkti vin vinar síns en svo kom í ljós um síðustu helgi að hann þekkir hann ekki neitt. Skiljiði? Í þessari íbúð eru heldur engir lásar á hurðunum...

Fékk furðulegt símtal í fyrradag. Vona að það hafi verið símaat. Símtal frá einhverjum kalli sem sagði að ég hefði verið að hringja í hann og varð alveg brjálaður þegar ég sagði að þetta hlyti að vera einhver misskilningur (og baðst afsökunar, svona ef þetta skyldi vera rétt). Hann varð alltaf æstari og æstari og þá fór ég bara að hlæja, hann fór þá að tala spænsku inn á milli, kallaði með senjorítu og var með hótanir. Sagðist vera læknir (I´m a doctor so don´t mess with me???) og ætla að hringja í lögfræðinginn sinn. Ég skellti á á endanum en mikið svakalega vona ég að þetta hafi verið einhver sem ég þekki að fíflast.

29. sep. 2003

Barnid er tvitugt i dag! Svaaaakalega lidur timinn hratt. Til hamingju Aldis min! :)

28. sep. 2003

Fann loksins Laundromatið í hverfinu - og komst að því að það brann niður í síðustu viku. Laundromat heitir víst Laundrette á bresk-ensku (brensku?). Bara svona til upplýsinga. Fyrirtækið sem ég sótti um vinnu hjá um daginn brann líka.... ætli þetta hafi eitthvað með mig að gera?

Allt gott að frétta af Hobbitanum. Hann er búinn að láta mig fá lykil að pósthólfinu en mig grunar reyndar að hann steli póstinum mínum. Nei nei ég segi svona, ég fæ bara aldrei neinn póst. Hann eyddi allri helginni í að láta sér detta í hug samskiptaleið fyrir okkur til að láta vita hvort við værum heima eða ekki heima. Breytti kerfinu nokkrum sinnum. Ég á víst að skilja bláa mottu eftir á ákveðnum stöðum eftir því hvort a) ég er heima en hann ekki b) hann er heima en ég ekki c) við erum bæði heima. Ég held að honum leiðist.

Nýtt blogg í vinnslu by the way. Stay tuned...

22. sep. 2003

Femínismi og gervigreind

Þeim sem hafa áhuga á ofangreindu og langar að eignast bókina Artificial Knowing: Gender and the thinking machine er bent á að hafa samband. Ég þarf að losna við eitt notað eintak.

Annars er bæði gaman og kalt að vera á Íslandi.

16. sep. 2003

Bloggað á Bakarastræti...

Ég er sumsé að velta fyrir mér nýju nafni á bloggið, það þýðir ekki að kalla þetta Brighton Blogg lengur. Núna er það Líf í London/Lúser í London eða Næstum-því-á-Baker-Street Blogg (af því að ég á næstum því heima á Baker Street þar sem Sherlock Holmes bjó).

Það er að minnsta kosti nóg að gerast í stórborginni. Þeir sem vilja geta meira að segja fengið gossipið læv þar sem ég er að koma til Íslands á föstudagskvöldið næstkomandi og fer á fimmtudag. Hver er til í djamm með mér á laugardagskvöldið?

Sóðaperri kom ekki með mér til London sem ég er viss um að hryggir lesendur. En örvæntið ei, ég laða að mér “skemmtilega” karaktera hvert sem ég fer þannig að ég bý nú með áhugaverðum dreng sem við skulum kalla Hobbitann. Hobbitinn er þrítugur, stuttfættur, krullhærður, brosmildur hnokki að norðan með sérkennilegan húmor og hreim sem ég á erfitt með að skilja. Hann á kærustu sem er talsvert eldri en hann og á erfitt með að þola það að hann búi með íslenskri ungmey. Það fer sérstaklega í taugarnar á henni þegar ég svara í símann (sem við deilum). Við Hobbitinn höfum spjallað saman nokkrum sinnum sem er erfitt því við skiljum eiginlega ekki hvort annað. Hann tekur öllu sem ég segi mjög alvarlega – ég afsakaði draslið hjá mér hlæjandi um daginn og hann tók um handlegginn á mér og sagði að ég hefði ekkert til að skammast mín fyrir gagnvart honum.

Öllu verra þykir mér að undir sakleysislegu og hobbitlegu yfirborðinu finnst mér eitthvað grunsamlegt vera á seyði. Ég komst að því í dag að Hobbitinn er búinn að ljúga að mér um ýmis smáatriði eins og um að hafa lykil að pósthólfinu. Af hverju sagðist hann ekki hafa lykil en varð svo stórfurðulegur og skellti hurðinni þegar ég sagði honum að mér hefði verið sagt að hann væri með lykil og ég þyrfti eiginlega að fá póstinn minn? Ég hef heldur ekki hitt gæjann sem á íbúðina – ég veit bara að hann er stór og mikill svartur plötusnúður sem vill fá greitt í seðlum.

Þetta er allt saman frekar skuggalegt...

7. sep. 2003

Skilaði inn mastersritgerðinni á mánudaginn. Fékk að vita af hugsanlegri íbúð á þriðjudaginn. Skoðaði hana á miðvikudaginn. Flutti inn á fimmtudaginn. Ég bý í hjarta London! Rétt hjá Baker Street.
Velkomin í heimsókn alle sammen!
Ég held að nýji herbergisfélagi minn sé hobbiti. Meira um það seinna...

29. ágú. 2003

Tímabundinni geðveiki lýkur á hádegi á mánudaginn. Þið verðið bara að afsaka mig þangað til.
Thremur kindereggjum og thrjuhundrud kaffibollum seinna sat hun og stardi a lappirnar sem hofdu ekki verid rakadar i manud. Eitt har tvo har thrju har... Ef bara ordin vaeru svona morg. Ordin sem virtust dansa a skjanum og voru longu haett ad hafa nokkra merkingu.

26. ágú. 2003

Svinslegir karlmenn

Nyjasta nytt er ad nu asaekir mig smedjulegur Kaliforniu gaeji med tilbodum um ad eg geti flutt inn i luxus ibudina hans (med gymmi og ollu) og vid getum haft bbq a svolunum. Hann tekur thad tvisvar fram ad hann se fra Kaliforniu. Thad hlytur ad vera plus. P.s. takk Gauti ef thu lest thetta :) Eg skrifa ther fljotlega.

I adeins odru samhengi tha kemur herna brot ur Friends sem mer thykir svolitid vaent um. Flestar konur vita nefnilega ad thad thydir litid ad hugsa um alla fiskana i sjonum thegar thaer vilja bara einn fisk. Jafnvel thott sa fiskur minni a adrar dyrategundir.


RACHEL: I don't know...right, he's the pig!

PHOEBE: Such a pig!

RACHEL: Oh, God, he's such a pig,

PHOEBE: Oh he's like a...

RACHEL: He's like a big disgusting...

PHOEBE: ...like a...

RACHEL: ...pig...pig man!

PHOEBE: Yes, good! Ok...

RACHEL: [voice wavers] Oh, but he was my pig man..
I luv USB...
Eg keypti mer loksins LOKSINS svona USB minnisdot. Minns er 64 MB og aegilega kruttlegur, mynd i fullri staerd herna...
Thetta er ein minnsta gerdin og mer fannst hun svo litil og saet ad eg vard daudhraedd um ad tyna henni (er ekki alveg buin ad akveda mig hvort thetta er hann eda hun). Lausnin vard su ad finna silfurkedju og setja hann/hana um halsinn. Mjog smart og toff. Svo er thetta alveg einstaklega symboliskt. Eg er med eintak af mastersritgerdinni... hun hangir nuna eins og snara utan um halsinn a mer alla daga. Eg er med myndir af uppahaldsfolkinu minu... their sem mer thykir vaent um eru naerri mer i akvednum skilningi og svo get eg haldid spontant myndashow ef thad er tolva a svaedinu :) Lif mitt er geymt a 65 millimetra minniskrutti thannig ad ef eg finnst rafandi um gotur Kuala Lumpur minnislaus og allslaus mun USB leida mig heim a ny...

25. ágú. 2003

Eg auglysti eftir herbergi i London a einhverri vefsidu og er strax buin ad fa nokkur svor. Eg virdist reyndar hafa misskilid tilganginn med thessari sidu - thetta er deitleit i dulargervi. Eg setti thessa finu auglysingu...thid vitid um hvad eg vaeri nu godur og skemmtilegur leigjandi, skellti einum brandara med og setti inn gamla mynd thar sem mer fannst goda leigjanda lookid skina i gegn.
Eg er bara buin ad fa svor fra karlmonnum sem bua einir thar sem their lysa sjalfum ser i smaatridum en varla minnast a ibudina. Eg er bodin i heimsokn i vikunni til ad skoda pleisin en veit ekki alveg hvort eg a ad haetta mer ein i storborgina ad hitta okunnuga karlmenn a heimili theirra.

Annars er ekkert ad fretta. Eg drap staerstu kongulo sem eg hef a aevi minni sed, eg keypti mer gallabuxur og breskir karlmenn eru upp til hopa saetir en leidinlegir.

22. ágú. 2003

Ef eg set ekki a mig maskara tha segir folk ad eg se threytuleg, thad bregst ekki. Hvad thykist okunnugt folk vera, ad segja ad eg se threytuleg! EG ER EKKERT THREYTT OG PIRRUD THOTT EG LITI KANNSKI UT FYRIR THAD!

21. ágú. 2003

Matarblogg um tunamelt...

Til utskyringar fyrir Jo og adra ahugasama:
Tunamelt er einn uppahaldsmaturinn minn (asamt grjonagraut og djupsteiktum raekjum).
Thott undarlegt megi virdast kviknadi ahugi minn a thessum unadi eftir ad hafa horft a myndina Three to Tango med Matthew Perry og Neve Campell. Thau fa ser eitthvad sem heitir tunamelt a einhverjum vibbastad og svo fara thau ut og aela a hvort annad ad mig minnir. Liklega hafa fair hafi tharna hugsad: Namm, tunamelt en eg vissi audvitad ad tharna var um ad raeda einhverja kveisu til ad thoknast plottinu i myndinni - thau bondudu yfir aelunni sko- og eg vissi innst inni ad eg og tunamelt aettum samleid i tima og rumi. Eg meina... what's not to like? Braud.... braud er gott. Tunfisksalat... mjog gott. Bradinn ostur yfir... namminamm. Thad er audvitad haegt ad profa sig afram med ymsar utgafur af braudinu, salatinu og ostinum. Haegt ad bua til diet-utgafur ymis konar. Svo bydur Kaffi Paris upp a agaetis tunamelt. Skil samt ekki alveg af hverju tunamelt hefur ekki nad almennilegri utbreidslu a Islandi... her er thetta a ollum matsedlum i bullum borgarinnar. Lengi lifi tunamelt!

19. ágú. 2003

Thridji dagurinn a semi-Atkins kurnum og eg er ad missa vitid. Nei, eg keypti ekki bokina, akvad bara ad sleppa braudi og pasta og nammigotterii og hugsadi mer gott til glodarinnar...egg og beikon i morgunmat og ostur alla daga. En thetta bara gengur ekki upp. Raekjusalatid mitt vill fa ritskexid sitt! Tunameltid vantar undirstoduna og egg og beikon er ekki naestum thvi eins gott an ristads brauds. Svo ekki se minnst a risastora sukkuladistykkid inni i skap sem eg get svarid ad er farid ad hvisla "eat me" a nottunni. Ahhh..... kolvetni: You know I can't smile without you, I can't laugh...and I can't sing, I'm findin' it hard- to do anything...
Svo er vist eitthvad voda drama i USA thar sem 16 ara stelpa lest vegna hjartaafalls eftir ad hafa verid a Atkins i tvaer vikur. Mer skilst reyndar ad hun hafi att vid hjartatruflanir ad strida og hefdi liklega daid hvort ed er (jafnmikil tilviljun ad hun hafi lika verid i megrun og ad hun hafi sent sms sama dag) en thad er ekki eins god frett...

18. ágú. 2003

Thrjar stuttar straetosogur:

Straeto 86, 17. agust kl. 18:15
Eg hlusta a strak segja brandara a lelegri ensku. Kaerastan hans leidrettir malfarid jafnodum. Thegar brandaranum lykur segir hun ad thetta hafi ekki verid serstaklega fyndinn brandari. Hann hardneitar thvi og segir ad hun hafi einfaldlega ekki skilid hann, thetta se mjog fyndinn brandari. Brandarinn var frekar lelegur - en mer fannst nakvaem greining a honum i kjolfarid afar skemmtileg.

Straetostoppistod 5. 18. agust kl. 9:30
Madur og kona um attraett rifast eins og hundur og kottur. " Eg aetla ekki a neinn helvitis spitala, madur getur fengid alls konar sjukdoma bara af thvi ad koma thangad inn" oskrar kallinn (skjalfandi a beinunum eins og hann se ad fara ad detta nidur daudur tha og thegar). "Thu um thad, eg er farin til Islands" segir konan. Thad tok mig sma stund ad fatta ad hun var ad meina matvorubudina Iceland...

Straeto 28. 18. agust kl. 10
Strakur med Bombay hreim i snjothvegnum gallabuxum horfir a mig storum brunum augum og vill bonda vegna thess ad vid erum baedi a leidinni i skolann. Eg skil ekki ord sem hann segir en reyni ad vera vinaleg. Skilst ad hann se i doktorsnami i verkfraedi. Kemst fljotlega ad thvi ad hann er med afskaplega leidinlegan hlatur. Reyni ad vera thogul og alvarleg en hann er afar hlaturmildur og hlaer ad ollu sem eg segi. Langar undir lok ferdalagsins ad rifa af mer utlim til ad stinga upp i hann. Held aftur af mer. Rett svo.

Smaauglysingar:

Haukur Freyr vard thritugur i gaer....hurra fyrir thvi.

Gaeludyrabloggid hennar Freyju saetu er komid i loftid, lesid allt um menn og dyr i Koben hja Dr. Freylitle

16. ágú. 2003

Alive and kicking...
Paris var yndisleg en skodud a mettima - naest verdur kaffihusacroissantograudvinstemningin i fyrirrumi :) Latum okkur sja, quick update:
Eg a ad vera ad skrifa mastersritgerd en thjaist af kroniskri ritstiflu. Held ad thad se samt ad thad se eitthvad ad lagast. Hitabylgjan var ad gera mig gedveika - viftur voru uppseldar i allri Brighton thangad til i gaer. Eg var ordin svo desperate ad eg beid eftir sendingu af massivum industrial viftum a uppsprengdu verdi. Velti mer nakin fyrir framan viftuna i gaerdag og songladi thangad til i morgun thegar thad var aftur ordid skitkalt (eda svona naestum thvi). Viftan bidur thvi naestu hitabylgju. Svo sa eg mann i straeto sem var med risastort 'DONT PISS ME OFF' tattuverad a bakid a ser. Eg vard hraedd og for ut a vitlausri stoppistod. Eldadi kjukling (ja thad er frett). Uppgotvadi japonsk perutre. Las ekki Harry Potter. Synti i sjonum. Missti af verslunarmannahelginni. Verd atvinnulaus og heimilislaus 6. september. Ef thu veist um husnaedi/herbergi i London til leigu - hafdu samband :)

28. júl. 2003

Tha eru Sveina og Hakon buin ad gifta sig... leidinlegt ad hafa misst af thessu og lika af brudkaupi Thoru og Danna. Skilst ad baedi bryllupin hafi verid skemmtilegt og brudirnar afar fagrar :) Thessar salfraedirottur ur Odda fordum daga eru allar ad ganga ut... nu fer hver ad verda sidastur...

Thott eg eigi nu ekki von a bonordi get eg samt huggad mig vid thad ad vid erum ad fara til Parisar a morgun, vei vei vei!

26. júl. 2003

Þrjú hvítvínsglös og ég er alveg vonlaus...
Það er greinlegt að ég er ekki alveg með sjálfri mér því að:
Ég er búin að tala við sis þrisvar síðan ég kom heim (þ.e.a.s. England-Ísland milli 12 og 1).
Ég keypti mér óvart fjölskyldustærð af kjúklingabitum og henti helmingnum (enda frekar ógó).
Ég var (næstum) búin að gleyma því að ég er að endurraða í herberginu og brá þegar ég kom inn.

Það er brúðkaup á morgun hjá Sveinu og Hákoni sem ég missi af. Dem. Í gegnum gjafapælingar voru vangaveltur (já ok ég var að velta mér upp úr þessu) um af hverju fólk biður alltaf um ógrynni af glösum í brúðargjöf.
1. Fólk hættir að vaska upp þegar það giftir sig.
2. Gjafahugmyndaleysi
3. Fólk fer að drekka meira þegar það giftir sig
4. Fólk fer að bjóða fjölda manns í mat úr leynigiftafólksreglunni
5. Fólk gerir ráð fyrir að hugsanleg tilvonandi börn brjóti yfir helming glasanna

25. júl. 2003

Þá er "Dularfulli bolurinn" málið loksins upplýst (já ég las Enid Blyton af miklum móð). Ég keypti mér nefnilega bol með kínverskri áletrun í C&A fyrir mörgum árum síðan. Ferlega töff bolur, en enginn vissi hvað stóð á honum. Ég hef alltaf verið hrædd um að það stæði eitthvað ósmekklegt á bolnum enda hafa lengi gengið sögur um kínversk húðflúr sem hafa þýtt eitthvað allt annað en eigandinn átti von á.

Ég hætti að ganga í þessum bol þegar hann minnkaði í þvotti (eða ég stækkaði af áti) en geymdi hann samt í þeirri von að sannleikurinn kæmi í ljós einhvern daginn. Þótt samjarðarbúar mínir séu margir hverjir kínverskumælandi hafa þeir af einhverjum ástæðum ekki verið réttir menn á réttri stund þar sem ég hef verið í bolnum.

Í síðustu Íslandsferð minni í júní datt mér þetta í hug þegar ég var að gramsa í fataskápnum. Flutti bolinn með mér til Bretlands og ætlaði að fá málið á hreint með því að leggja það í hendur Ken litla frá Hong Kong sem býr í næsta herbergi. Hann var hins vegar farinn til L.A. á sjóbretti og kom ekki aftur fyrr en í þessari viku. Í gær réðst ég á hann í eldhúsinu með bolinn og spurði hann um áletrunina.
Hann horfði á mig stórum augum og ég var viss um að þetta væri eitthvað hrikalega móðgandi.
"Dog, dragon, horse" sagði hann og hélt áfram að skera niður grænmeti í stir-fræið sitt. Hundur, dreki, hestur. Þar hafiði það. Boring.
Case closed.

21. júl. 2003

Tha er litla sis komin med kaerasta. Eg i utlondum og get ekkert gert - engar yfirheyrslur (eins og Hinni hennar Bryn lenti i) eda njosnir eins og mer ber skylda til. Skelfilegt. Eg er samt med einhverja utsendara a rettum stodum sem aettu ad geta kannad malid.

Skil ekki hvad folk tharf ad vera ad gifta sig, eignast kaerasta, verda olett, kaupa ibudir, fara i utilegur... ja bara gera eitthvad skemmtilegt medan eg er ekki a landinu! Verst ad eg er ekkert a leidinni heim... Svo kom audvitad kotturinn i leitirnar um leid og eg kom ut. Hnuss.

Mig vantar vini i London naesta vetur. Ahugasamir hafi samband.

20. júl. 2003

Voulez-vous coucher avec moi ce soir? Ég skil varla orð í frönsku sem er óskiljanlegt þar sem ég lærði frönsku í fjögur ár og var á málabraut. Mig grunar þó að ég geti beygt nokkrar sagnir áreynslulaust. Málakunnáttan er kúl á CV-inu en það er bara ekkert á bak við hana...ég hef ekki einu sinni komið til Frakklands :( Ætlaði á sínum tíma að fara þangað með Erlu beib en það varð ekkert úr því og ég fór að læra sálfræði (sem Erla gerði líka seinna - eftir að hún fór til Frakklands) :)
Það er hins vegar loksins loksins loksins að fara að rætast úr fransdraumnum. Fékk nefnilega ávísun á Parísarferð í afmælisgjöf sem verður leyst út um mánaðamótin. Vei!

Svo finnst mér ómögulegt að ég sé að lesa um þráðlaust net á Bræton bíts á trigger.is . Af öllu krappinu sem ég les á mbl.is fer þetta framhjá mér!

16. júl. 2003

Ég fékk dularfullan tölvupóst í fyrradag. Fyrirsögnin var I spy... frá netfanginu brightonstalker@hotmail.com
Svo var viðhengi með mynd af fólki á ströndinni hjá gömlu bryggjunni og jú jú... neðst í hægra horninu vorum við Útlendingurinn að sóla okkur. Þetta var svosem áður en farið var að fækka fötum þannig að mér fannst þetta bara fyndið en vildi komast að því hver hefði sent mér þetta. Útlendingurinn var augljóslega suspect nr. 1 en hann skildi ekkert í þessu, "ég er á myndinni" og "ég á ekki svona góða myndavél" og bla bla sem er alveg rétt. Svo hét myndin líka Solrun og hann kallar mig aldrei Sólrúnu.
Suspect numero dos var Darri litli kennari - við skjótum reglulega hvort á annað og ég var nýbúin að djóka eitthvað í honum. Réðst á hann með hótunum en hann sýndi engin svipbrigði og tókst að sannfæra mig um það að hann vissi ekkert um þetta.
Þá var ég orðin virkilega forvitin. Myndin var með frábæra upplausn - hvern þekki ég sem á svona góða myndavél? Kærasti stelpu sem ég þekki er ljósmyndari og Ken herbergisfélagi minn er með myndavéladellu.
En hvers vegna hefði einhver sem sá mig á ströndinni ekki komið og heilsað upp á mig? Gæti einhver hafa séð myndina hjá einhverjum öðrum? Ég sást ekkert voðalega vel... hversu margir geta séð stelpu aftan frá í bleikum bol og verið viss um að það sé ég? Hver færi að djóka í mér en ekki í útlendingnum? Hver sendir mér póst á cogs emailið? Hver færi að nenna að djóka í mér og búa til spes hotmail addressu í staðinn fyrir að senda mér bara myndina?
Semsagt, ég velti mér upp úr þessu í nokkra klukkutíma. Sagði við Útlendinginn í hádeginu að ég ætlaði aldrei aftur að fara úr að ofan á ströndinni, það gætu leynst pervertar með góðar myndavélar hvar sem er. Renndi yfir lista grunaðra en hann sannfærði mig um það að hver svo sem hefði sent þetta myndi ekki geta þagað yfir því lengi og segði örugglega til sín fljótlega (á þessu stigi var orðið MJÖG svo augljóst hver stalkerinn er, ég hafði ennþá ekki hugmynd).
Eftir hádegi fékk ég næsta bréf. Topless, var fyrirsögnin. Ég fékk nett taugaáfall en opnaði samt viðhengið sem hét The Stalker Revealed. Útlendingurinn með tunguna útúr sér. Ég er svoooo vitlaus. Vinur hans var að sýna honum myndir sem hann hafði tekið á ströndinni (nýbúinn að kaupa sér nýja myndavél) og það vildi svo skemmtilega til að við slysuðumst inn á eina þeirra. Það besta er auðvitað að þegar ég sagðist aldrei ætla að treysta honum aftur benti hann á að hann hefði engu logið - hann sagðist aldrei ekki hafa sent myndina. Nú þarf ég bara að hefna mín...

14. júl. 2003

No one means all they say and very few say all they mean...

Það er allt að verða vitlaust á ströndinni. Hitinn nógu mikill til að synda í sjónum og fara úr að ofan. Ég er auðvitað dugleg stelpa og horfi bara á þetta út um gluggann og vinn í ritgerðar- , atvinnu- og húsnæðismálum. Skrepp svo niður á strönd í smástund á eftir...eiginlega betra að vinna á kvöldin þegar hitinn er farinn að nálgast 30 gráður daglega. Svo kvarta Englendingar yfir veðrinu...

Fór til London á laugardaginn. Sá mjög skemmtilegt leikrit sem heitir The Hitchcock Blonde. Ég kannaðist við einn aðalleikarann - fattaði svo að þetta væri Bernard úr Four Weddings and a Funeral. Einhver kannaðist við eina leikkonuna - hún lék Frost ljóskuna í síðustu Bond myndinni. Við fórum sjö saman. Sum undir 25 ára sum komin yfir þrítugt. Þrjátíuplús fengu áfall þegar tuttuguogfimmmínus sögðust ekki hafa séð Psycho. Í leikritinu var tvítug stelpa spurð hver hefði verið fyrsta bíómyndin sem hún sá. Care Bears the movie, svaraði hún. "Nei, alvöru bíómynd, sem þú fórst á án foreldra þinna" - sagði kennarinn. Mission Impossible, var svarið. Ég hló að því en fattaði svo að Batman var fyrsta bíómyndin sem ég fór á ein í bíó (tíu ára gömul með frænda mínum). Þrjátíuplús tóku andköf. Síðan hófust miklar umræður meðal tuttuguogfimmmínus um kærleiksbirnina.

11. júl. 2003

Sam bankadi hja mer i morgun og syndi mer umslag sem hafdi borist til Sodaperra. Thad var stilad a Carnegie Mellon University FPI Governance Division og svo Brighton heimilisfangid...???
Thad var samt ekki stilad a Dr. Sodaperra eins og sidasta bref. Aetli hann lendi aldrei i vandraedum med ad ljuga mismunandi atridum ad mismunandi adilum? Hvad aetli thad se mikid satt af thvi sem hann segir? Hverju aetli hann hafi logid til ad fa thennan styrk sem hann er a (ja eg er abbo eg veit). Aetli hann hafi nokkud fengid styrk? Eg held reyndar ad hann se hradlyginn en meinlaus greyid en Sam thuldi upp alls konar samsaeriskenningar um hann og Al Quaida i morgun.
Verst ad hann er liklega ad koma aftur eftir nokkrar vikur...

8. júl. 2003

It is fine to gaze up at the stars, but don´t trample the daisies underfoot.

Harry Potter, pistasíuhnetur, leikhúsmiðar, sumarbolir, Corona... þetta er júlíbyrjun 2003 ásamt ritgerðarsmíð og atvinnuleit. Bara sjö vikur til stefnu í skil... hjálp! Veit að þetta reddast, en það verður tæpt...

Sóðaperri vinur minn flutti út í byrjun júní. Ég hef hann sterklega grunaðan um að hafa stolið ostaskeranum mínum, töfratóli sem er nær ófáanlegt í útlandinu. Fékk síðan þær fréttir í gær að hann ætlar að koma aftur í ágúst. Einmitt þegar ég er að verða hætt að tékka fjórum sinnum hvort hurðin sé ekki örugglega læst áður en ég fer að sofa og leita að myndavélum á baðinu áður en ég fer í sturtu. Ohhhh.



7. júl. 2003

Can you be certain that at this very moment you are not a dragonfly dreaming that you are a person?

Foreldraheimsokninni lauk um helgina. Thad var gaman, ad hafa thau i naesta husi (i ibud hinu megin vid gotuna); koma i heimsokn i morgunmat, leika turista og vera keyrd i skolann. Kynnti thau fyrir Rognu beib og Utlendingnum minum.
A laugardagsmorgun skrapp eg yfir til ad kvedja thau. I lyftunni a leidinni nidur stoppudum vid a vitlausri haed og mamma segir upphatt "nei nei nei nei vid viljum ekki fara ut her" og eitthvad svona. Pabbi segir vid mig: "Modir thin er i hrokasamreadum vid ganginn". Hun svarar: "Hvada vitleysa, eg er ad tala vid lyftuna". Eins og ekkert vaeri edlilegra...

4. júl. 2003

Blogg renaissance...

Er ekki best ad byrja haegt og rolega eftir svona langt hle?
Mer er til daemis spurn:
- hvers vegna eg dett svona oft upp stiga en sjaldan nidur stiga?
- hvers vegna thad er gamall madur a strondinni i flugmannabuningi med malmleitartaeki?
-hvers vegna straetoskylin a Islandi snua ad gotunni en ekki fra gotunni eins og i Bretlandi svo ad madur fai ekki sletturnar framan i sig?

17. jún. 2003

Bloggið hefur legið niðri af persónulegum ástæðum. Stefni á blogg renaissance bráðlega...
Annars er ég á Íslandinu fram á sunnudag vegna jarðarfarar. Sé ekki fram á marga hittinga en áhugasamir hafi samband. Kem samt vonandi aftur seinna í sumar.

5. jún. 2003

Nei, eg er ekki daud, bara frekar mikid lifandi. Eg aetti samt kannski ad lata vita af mer oftar. Thad verdur tha ad koma smatt og smatt sem er buid a gerast...
Eftir jurovisjonid goda kom Freyja og vid hofdum thad gaman saman. Thad besta var ad vid Maja vorum bunar ad plotta surpraeshitting thegar hun kaemi aftur fra Dublin thvi hun gat hitt okkur i nokkra tima a thridjudeginum. Vorum bunar ad plana ad hittast klukkan 14 a Starbucks thannig ad thegar Freyja for ad tala um hadegismat rett fyrir kl 13 dro eg hana i hinar og thessar budir ad thykjast thurfa ad syna henni eitthvad eda leita ad einhverju. Svo var eg i sifelldu sms sambandi vid Maju en sem betur fer grunadi Freyju ekki hvad var i gangi. Enda var thad algjor snilld thegar vid maettum loksins a Starbucks. Eg stakk upp a thvi ad vid saetum a efri haedinni og vid skimudum um eftir saetum. Thad var eiginlega ekkert laust en thad var ein stelpa sem sat vid bord (ad lesa blad thett upp vid andlitid) thar sem voru tveir lausir stolar. Thid hefdud att ad sja svipinn a Freyju…fyrst fannst henni stelpan svolitid lik Maju, svo gekk hun naer og naer henni og hropadi svo upp yfir sig “Maja!” eins og thad vaeri tilviljun ad hun vaeri stodd i Brighton og tha sprungum vid badar ur hlatri.

Svo var klosettbrandarinn lika vinsaell. Vid vorum i baenum alveg i spreng thegar Freyja bendir og segir “Tharna er klosett”. Eg se ekkert klosett og svona gengur thetta…
-Hvar er klosett?
-Tharna!
-Eg se ekkert klosett
-Ju tharna er skilti
-Hvar?
-Sjadu tharna stendur TOILET.
-Neeeeiii….. thad stendur TO LET. Thetta er nebblega husnaedi til leigu…

Meira seinna…. Eg er i vinnunni sko :)

24. maí 2003

Þett'er Júróvisjónlag.... barammbammbamm....
Spennan magnast óðum, ég er að fara að búa til partýmat fyrir kvöldið. Á gestalistanum eru tveir Íslendingar (með gestgjafanum), Króati, Ítali, Ungverji, Eisti, 1 heill Englendingur og tveir hálfir á móti hálfum Grikkja og hálfum Spánverja, tveir Norðmenn, Portúgali, Hollendingur, tveir Þjóðverjar og Kaliforníugæji sem á ekki alveg heima þarna... Það mæta samt ekki allir en þetta verður örugglega svaka stuð. Allir koma með þjóðlega rétti og verða í fánalitunum (þá er skárra að vera Íslendingur heldur en margt annað... mér finnst til dæmis rautt, gult og svart ekki smart samsetning). Svo er stigagjöf og skemmtilegheit. Held að Ragna sé búin að prenta út texta og hvaðeina. Ég spái Íslandi 11. sæti.

22. maí 2003

Eftir nokkrar letivikur er allt komið á fullt. Þá tekst mér auðvitað að verða lasin. Kvefið sem ég nældi mér í um daginn vill bara alls ekki fara og horið virðist hafa tekið sér fasta búsetu í nefi mínu. Ég er hins vegar ekki hrifin af þessum nýju íbúum líkama míns og hef reynt allt til að svæla þá út. Til dæmis hef ég verið að drekka hið afar skemmtilega Lemsip sem á að vera all in one verkjalyf, C vítamín, menthol te og nefstíflulosari. Svo er það hið sívinsæla Strepsils fyrir hálsinn, gamla góða nefspreyið og stórfurðulegir nefplástrar sem eiga að gera eitthvað gagn. Ég er búin að eyða aleigunni í flensudeildinni í Boots (en það er samt alltaf gott að hafa afsökun til að fara í Boots og auðvitað laumaðist eins og eitt varagloss með í kvefkörfuna) og samt get ég ekki sagt emm og enn og önnur skemmtileg en nauðsynleg hljóð.

Maja pæja var að fara frá mér eftir frábæra heimsókn og svo kemur Freyja darling á sunnudaginn, ég er voða spennt. Aðalstuðið (fyrir utan að fara á Burger King) var að hitta Sóðaperra... vinum mínum sem lesa bloggið finnst það mjög spennandi, held að bæði Guðrún og Jóhanna hafi hitt hann. Ég ætti kannski að fara að selja inn?

Ég hef sumsé einn dag til að láta mér batna því á laugardaginn er Júróvisjón beibí heima hjá Rögnu þar sem vonandi yfir 10 þjóða kvikindi munu safnast saman og hvetja landa sína. Við erum reyndar með einn Bandaríkjamann í hópnum sem skilur eeeekkert í því hvað allir eru að æsa sig yfir einhverri hallærislegri söngvakeppni...
Svo kemur Freyja eins og ég sagði og svo byrja ég að vinna.... liggaliggalá hjá voða fínu "new media" fyrirtæki og verð einhvers konar ráðgjafi í voða kúl verkefni sem þau eru að gera fyrir menntamálaráðuneytið. Ég nota reyndar verkefnið í mastersritgerðina mína og fæ ekki borgað en mér finnst ég samt kúl að fá að vera þarna.... svo þarf ég bara að sannfæra þau um að ég sé ómissandi svo að þau ráði mig í haust! Verst að ég laga alveg hrikalega vont kaffi....

17. maí 2003

Til hamingju Brynja með afmælið í gær! Vildi að ég hefði verið á staðnum.... sem var reyndar stórhættulegt samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Ég er annars bara búin að vera lasin sem er HUNDLEIÐINLEGT þegar maður býr í herbergi og með öðru fólki. Ég nenni ekki að hitta liðið þegar ég fer á klósettið eða fram í eldhús og er svona mygluð. Þannig að ég hírist undir sæng að horfa á Friends í milljónasta sinn sársvöng og alveg í spreng. Ætla þess vegna að fara til Rögnu snillings sem ætlar að elda gúmmelaði og vorkenna mér :)
Ég hef tekið eftir því að ég er hætt að naga neglurnar. Stórfurðulegt því ég er búin að reyna að hætta í mööööörg ár... svo voru þær allt í einu orðnar langar um daginn og ég þurfti að klippa þær (er með of ósamhæfðar hreyfingar til að geta verið með langar neglur). Ætli ég hætti einhvern tíman óvart að borða súkkulaði?

14. maí 2003

Það er gaman að vera til. Það er eiginlega lítið meira um það að segja. Allt bara happy happy joy joy, mastersritgerðin að komast á hreint, maurarnir að hverfa og maginn að minnka. Maja að fara að koma í heimsókn (M er greinilega góður stafur) og bara tóm hamingja. Meira seinna. Knús.

9. maí 2003

Ég var með hræðilegt samviskubit í gær áður en ég fór að sofa sem lýsti sér í stórum hnút í maganum sem nagaði mig að innan. Ég skildi ekkert í þessu en gat samt ekki sofnað og fór að velta því fyrir mér af hverju ég væri með samviskubit. Gamlar syndir komu upp í hugann en ég áttaði mig ekki alveg á því af hverju ég væri að fá samviskubit yfir þeim núna. Eftir miklar og djúpar sálfræðilegar pælingar komst ég að því að ég hefði líklega borðað of mikið af sólblómafræjum og væri þess vegna illt í maganum. En þá var ég búin að velta mér svo mikið upp úr einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan að ég var komin með alvöru samviskubit...

8. maí 2003

Mín innri ljóska virðist takmarkalaus... Ég gekk áðan framhjá indverskum veitingastað sem er með svona all-you-can-eat hlaðborð. Þeir voru með skilti í glugganum þar sem stóð Over 18 items. Ég fór strax að pæla í því hvaða matur gæti verið bannaður innan 18, hvort það væri svona mikið áfengismagn í einhverjum ákveðnum réttum og hvernig þeir kæmu í veg fyrir fólk undir átján ára aldri fengi sér af þeim. Það tók skelfilega margar mínútur að fatta að þeir væru kannski að gefa til kynna fjölda rétta í boði á hlaðborðinu...

Fleira skemmtilegt eða óskemmtilegt. Ég leitaði lengi að styrkjum fyrir milljónirnar sem það kostar mig að vera hérna úti. Ég sótti um og fékk ekki þá fáu sem voru í boði en fannst samt eins og flestir styrkir væru eyrnamerktir fjarlægum löndum eða mjög sérhæfðum námsgreinum (rannsóknir á lækningu við hinum og þessum sjúkdómum sérstaklega). Lítið um að vera fyrir mastersnema í Bretlandi sumsé. Núna áðan var ég að fá fréttabréf íslenskra námsmanna erlendis, NetSæma og svo virðist sem þetta hafi ekki verið ímyndun í mér. Ég mæli með því að þeir sem hafa áhuga á nautgriparækt eða námi í Japan kynni sér málið. Hálf milljón fyrir masters eða doktorsverkefni um ræktun íslensku kýrinnar... ég er greinilega á rangri hillu í lífinu.
Annars er sólbruninn að lagast og ég á leið til London skreppitúr - vei! Góðar stundir.

7. maí 2003

Lokaverkefnisákvörðunum hefur verið formlega frestað fram á mánudag þannig að ég er komin í leti enn eina ferðina enn. Eyddi deginum á ströndinni, tók með nokkrar greinar en líka gellublað og íste til að vera kúl. Er ponkulítið brunnin á öxlum og nefi þannig að ætla að kaupa mér sólarvarnargræjur á morgun... ahh hvað ég hlakka til að eyða sumrinu hérna. Svo er líka svo heppilegt að búa svona beint á móti ströndinni... hægt að skreppa inn á klóið eða fylla á vatnið án þess að það sé neitt vesen. Skemmtilegast var samt að þykjast vera sofandi eða upptekin af lestrinum og hlusta á fólkið í kringum mig. Betra en nokkur sápuópera stundum. Ég var orðin sérstaklega niðursokkin í samræður hjá ungu pari á trúnó þau voru svona rétt innan við tvítugt, aðeins að daðra en aðallega að kynnast. Hann lýsti dramatísku sambandi foreldra sinna sem væru að skilja eftir 30 ár, pabbinn fékk hjartaáfall og vildi fara að lifa lífinu. Hún sagði frá því að pabbinn hefði keypt súdanska móður sína og flutt hana til Englands. Mamman var menntuð í sínu landi en kunni ekki ensku og hefur hvorki lært að lesa né skrifa á því máli. Hún fór að eignast börn strax eftir að hún gifti sig 19 ára og hefur ekki gert annað síðan og kennir börnum sínum um glötuð tækifæri. Nú er hún spilafíkill og stelur af börnunum svo pabbinn komist ekki að því. Bláókunnugt fólk en ég lifði mig inn í þetta eins og bíómynd. Ódýr og þroskandi afþreying fyrir stúdenta, mæli með þessu.

5. maí 2003

Þessi megrun er að gera útaf við mig. Í gær dreymdi mig að það væri risastórt Cadburys súkkulaðistykki að elta mig. Ég er ekki frá því að það hafi kallað "EAT ME". Mér fannst þetta reyndar vera svik við heimalandið þegar ég vaknaði - hefði ekki verið eðlilegra að vera elt af Nóa Sírius súkkulaði? Ég er reyndar meira fyrir kúlusúkk og nóakropp og svoleiðis íslenskt nammi... og það hefði verið hálffáranlegt að dreyma nóakropp á hlaupum.
Hef verið ásökuð um fordóma og að leggja Sóðaperra í einelti. Hmmm. Þar sem maðurinn er óendanlega erfiður í sambúð að mínu mati umfram það sem hægt er að skýra með "cultural differences", er einstaklega gott bloggefni og skilur ekki íslensku... þá held ég ótrauð áfram. Hins vegar er batnandi mönnum best að lifa og hann hefur verið (grunsamlega) almennilegur við mig að undanförnu. Hann varð víst svona eftir að hann breytti "lúkkinu" segja stelpurnar. Það gerðist strax eftir afmælisdaginn hans - hann segist vera 33 en við höldum að hann sé að nálgast fertugt. Svo keypti hann houmous handa mér og ég varð voða glöð.

2. maí 2003

Sóðaperri að reyna að bæta ráð sitt... ja hérna. Hann bankaði upp á hjá mér áðan og spurði hvað ég væri að fara að gera á morgun. Ég gat einhvern veginn ekki svarað nógu fljótt og stamaði bara "ummm...æ dónt nó...". Hann býður mér þá í löns, sagði að vinur sinn væri að koma í heimsókn, ætlaði að elda "somþing spesjal" og að honum hefði dottið í hug að bjóða mér með. Sætt. Nema auðvitað að hann ætli að eitra fyrir mér...

1. maí 2003

Ég tók kast á Sóðaperra í gær. Varð svo brjáluð að ég held að hitt sambýlisfólkið hafi orðið hrætt við mig. Allt útaf hálfri dollu af baunamauki....
Þetta byrjaði allt saman þegar ég las færsluna hennar geimVEIRU (28. apríl) um houmous. Mér finnst nefnilega svona hummsugums rosalega gott ofan á brauð, ég varð alveg húkkd á því þegar ég flutti hingað út. Við Katerina keyptum þess vegna brauð og houmous í fyrradag en kláruðum það ekki því við vorum að flýta okkur í bíó. Í gær samþykkti ég svo að vera með í hópsixpack keppninni sem þýðir ströng megrun í mánuð, frá 1. maí til 1. júní. Við K fórum saman út í búð að versla heilsuvörur (túnfisk og gúrku aðallega) en fyrst varð að klára óhollustu úr ísskápnum. Við ákváðum að brauðið og houmousdollan yrðu uppistaðan í SMFM (síðustu máltíð fyrir megrun). Ég var orðin svo svöng að ég hljóp beint inn í eldhús, opnaði ísskápinn græðgislega og sjá, dollan var horfin! Þegar ég sá hana svo tóma í ruslinu hringsnerist allt fyrir augum mér og ég varð aaaaalveg brjáluð. Það var nefnilega alveg á hreinu hver var þarna að verki. Ég lamdi í hurðina hjá fíflinu sem kom fram á nýja lúkkinu að vanda - hökutoppurinn og hvíti stuttermabolurinn og svona How you doin' look sem hvarf snarlega þegar hann sá svipinn á mér. Hann viðurkenndi þó að hafa klárað (sleikt upp úr) baunamaukið og ég tók kast a la Ross (það er alltaf staður og stund fyrir Friends tilvitnun) "You.. you ate my sandwich? MY sandwich?! MY SANDWICH!?" nema það var auðvitað MY HOUMOUS!? Hann kom auðvitað með eitthvað að hann minnti sko að hann hefði átt svona... bla bla bla.
Sam, Maya og Ken sáu þetta öll greyin og reyndu að róa mig niður.... þá sá ég auðvitað hvað þetta var fáránlegt, þetta var bara svona míkró-brjálæðiskast. Þetta hefur samt komið fyrir svo oft með hann ... kannski ég ætti að gera eins og Sam. Hún kaupir eiginlega bara svínakjöt og dreifir því meðal hinna matvælanna sinna svo að hann snerti þau ekki. Æ ég er hvort eð er að fara að lifa á kanínufóðri sem hann étur ekki þessi elska...

30. apr. 2003

Veðmálið er ekki alveg að gera sig.... á Starbucks í morgun var ég plötuð til að taka þátt. Hjálp! Nú erum við orðin 6 (fjórir strákar, tvær stelpur) sem verðum í einhverri six-pakc fitness keppni í maí. Ég get ekki unnið en ég ætla ekki að tapa þannig að þetta er ágætis hvatning til að rífa sig upp í morgunskokkið. Ekki seinna vænna ef maður ætlar að láta sjá sig á bikini á ströndinni í sumar. Svo er víst nektarströnd (hvað kallar maður annars nude beach?) líka hérna rétt hjá.
Fékk annars svolítið furðulega spurningu frá strák sem ég kannast við um daginn. Hann er að því virðist í örvæntingarfullri leit að kvenmanni og á það til að bjóða stúlkum út að borða innan fimm mínútna eftir að hafa byrjað að tala við þær. Við höfum verið saman í tímum og könnumst hvort við annað og ég var greinilega sú heppna á mánudaginn. Ég var búin að vera með landkynninguna góðu eftir að hann spurði um Ísland, sagði að Ísland stór eyja í norðri með minna en 300 þús íbúa o.s.frv.
Þá spurði hann: So are you seeing someone special there or are there not enough people? Frábært...

29. apr. 2003

Ég er að drepast úr leiðindum. Já ég veit... þetta er svona vandamál sem að öllum öðrum finnst óþolandi vandamál. Svo að ég vitni nú aftur í Friends af því að það er svo gaman....
Chandler við Ross: Oh, I know, this must be so hard. "Oh no, two women love me! They're both gorgeous and sexy! My wallet's too small for my fifties AND MY DIAMOND SHOES ARE TOO TIGHT!"
Klukkan er 9 og ég þarf að hafa ofan af fyrir mér allan daginn! ARG! Flestir sem ég þekki eru a) ekki á landinu eða b) að læra undir próf. Það er enginn sófi eða vídjó, ekkert svo gott veður...annars myndi ég skutlast niður á strönd með bók. Nú væri til dæmis tilvalið að raða í myndaalbúmin...sem eru heima á Íslandi.
Er ég annars búin að segja ykkur frá veðmálinu mínu? Það er hörkuveðmál í gangi milli vina minna um hvor þeirra geti fengið six-pack magavöðva á fjórum vikum. Þeir eru báðir komnir yfir þrítugt og ekkert í allt of góðu formi þannig að ég veðjaði á móti að hvorugur þeirra gæti það. Þá urðu þeir auðvitað enn æstari og ákveðnari... En kommon. Getur karlmaður á fertugsaldri með smá björgunarhring fengið six-pack á fjórum vikum?

28. apr. 2003

Annars er lítið að frétta af múltíkúltúral íbúðinni minni. Króatía er alltaf að djamma, Indland er alltaf eitthvað lasin og útlistar verkina fyrir mér nákvæmlega, Japan hef ég ekki séð í margar vikur, Pakistan er alltaf samur við sig og Kína... jú það er alltaf stuð hjá Kína. Hann var að kaupa sér nýjan rafmagnsgítar og myndavél. Nú heyrist hærra í Aerosmith og hann er búinn að stækka myndir af einhverri stelpu sem hann þekki og hengja út um allt í herberginu sínu. Af því að það eru svo flottar myndir sko.
Hvers vegna er ekki Starbucks á Íslandi? Við erum farin að hittast alltaf á Starbucks á morgnanna nokkur úr skólanum. Ekkert betra til að koma manni úr rúminu heldur en tilhugsunin um risastóran kappútsjínóbolla og bláberjamöffins. Svo liggjum við í fjólubláum hægindastólum og sófum á loftinu sem er ótrúlega kósí, eða sitjum í gluggasyllunni og horfum á mannlífið. Mér finnst ég alltaf vera svo kúl þegar ég fer á Starbucks og það er alltaf gaman að vera kúl.

27. apr. 2003

Litla systir íþróttaálfur var víst að verða Reykjavíkurmeistari og Grand-Prix meistari í borðtennis, vei vei og til hamingju Aldís! Ótrúlega fjölhæft barn (já hún er að verða tvítug ég veit). Annars held ég að bloggið mitt sé í tilvistarkreppu þessa dagana. Brighton bloggið er eitthvað orðið minna um Brighton (og bækur og bjór eins og stendur víst á síðunni) heldur er ég farin að blanda brauðristarpælingum og óskiljanlegu misskiljanlegu tilfinningavæli í sömu færsluna. Svo langar mig líka stundum að skrifa um námið mitt og hinar og þessar misgáfulegar pælingar í þá áttina. Held að málið sé að blogga oftar, blogga um allt og blogga meira um Brighton. Íslendingur-í-útlöndum blogg sumsé. That said, verð ég að minnast á frábæran sjónvarpsþátt sem ég sá í kvöld. Klukkutímalangur þáttur um það hvort David Beckham væri Wigger (wannabe nigger). Það er víst margt sem bendir til þess að Dabbi Skinkubekkur sé að reyna að vera svartur. Þetta var eitthvað voða plott, þeir töldu upp einhver dæmi og tóku viðtöl og ég veit ekki hvað og hvað. Frábært sjónvarpsefni.
P.s. Fór aftur í klessubílana í dag :)
Nidurstodur nyjustu skodanakannana benda til ad thad se aettgengt hvort folk noti ordin braudrist eda ristavel. Thad mun vera ofarlega a lista hja erfdagreiningarlidinu ad finna thetta braudristavelargen.
Fleira i frettum er ad Johanna vinkona var i heimsokn um helgina sem var alveg frabaert. Vid (eg, Ragna og Johanna) skemmtum okkur storkostlega i Bootsheimsokn, pobbarolti og klessubilakeyrslu og atum og drukkum eins og litlir grisir (mer finnst of ljott ad segja svin).
Svo atti eg pinulitid bagt og for ad kunna ad meta klisjur eins og "It's not you, its me " - thad er nefnilega ekki gaman ad heyra "It's not me. it's you". Merkilegt samt hverju tvaer godar vinkonur, italskur ostur og fimm sex and the city thaettir geta bjargad. Eg maeli samt med klisjunum..... eda eins og Chandler Bing vinur minn sagdi einu sinni: "You're such a nice guy" means "I'm gonna be dating leather-wearing alcoholics and complaining about them to you."

24. apr. 2003

Búin að skila og geðheilsan á leið til baka. Held að það veiti ekki af. Sá Sóðaperra í gær í fyrsta sinn í svona mánuð, hann var kominn með hár á andlitið og gæjaleg sólgleraugu. Það fysta sem ég hugsaði var að hann væri nú kannski ekki svo ómyndarlegur... HJÁLP! En ég var heldur ekki búin að sofa í nokkra daga og var búin með 5 redbull og dæetkók og koffíntöflur.
Annars finnst mér gaman að lesa pistlana á þessari síðu um íslenskt málfar. Veitir ekki af, er sjálf orðin svo slettursýrð af brætonbúelsinu. Enívei, á síðunni er meðal annars tekið fyrir orðið brauðrist. Ég man eftir því að í sálfræðinni forðum daga voru miklar deilur um það hvort vél sem ristaði brauð væri brauðrist eða ristavél. Minnir að Tryggvi hafi teiknað mynd af slíkri vél, gengið um meðal nemenda og spurt hvað væri á myndinni. Spurningin átti nefnilega að vera hlutlaus, enda Triggerinn með aðferðafræðina á hreinu. Held samt að þó nokkuð margir hafi svarað einhverju sem átti ekkert skylt við umrædda eldun á brauði því teikningin var hálfóljós...
Ég sagði brauðrist. Hver segir ristavél?

22. apr. 2003

Ójá, það er aftur kominn tími all-nætara í labbinu. Maður verður gjörsamlega ruglaður af því að vera í einhverri súrrealískri tilveru þar sem er bara annað hvort lært eða sofið - í nótt var lært og í morgun var sofið, nú verður lært fram til 12 á hádegi á morgun því þá þarf að skila. Þetta með að skila öllu á sama degi er kvikindislegt. Ég finn að minnsta kosti að ég er orðinn hálf ef ekki alklikkuð. Ég var til dæmis með páskaeggjaafganga í plastpoka í gær og datt allt í einu í hug að ég ætti kannski að taka strumpinn upp úr svo hann kafnaði ekki. Næsta hugsun var auðvitað hvað ég væri rugluð en samt...
Jæja en life goes on á morgun kl. 12:01.

20. apr. 2003

Þunglyndislegir málshættir einhleypra kvenna

Þegar sjálfsálitið er ekki upp á marga fiska:
Sjaldan fellur maður fyrir mér
Þær fiska sem eru brjóstastórar

Þegar hösslið bregst:
Oft er hálfviti undir heillandi brosi
Ekki er sofið hjá þótt undir sængina sé komið

Þegar stærðin veldur vonbrigðum:
Ekki eru allir laglegir limstórir
Fáir eru knáir ef þeir eru smáir




19. apr. 2003

Aetli thad se audveldara ad blogga i melankolisku astandi? Eg er i einhverju omogulegu skapi og langar mest til ad hagrenja thott thad se a) oheppilegt og b) omogulegt. Tarakirtlarnir eru eitthvad stifladir thannig ad thetta festist allt i thungum steini i maganum og ogledistilfinningu. Gerdi tilraun til ad grata thetta ur mer i gaerkvoldi. Hugsadi um sidasta skiptid sem eg for ad grata. Thad var yfir naestsidasta ER thaettinum thegar Doktor Greene do. Get ekki sagt ad thad snerti mig serstaklega mikid lengur svo ad thad thydir vist ekki ad hugsa um thad. Annars virkadi thad i morg ar ad endurtaka morgum sinnum i huganum "kotturinn minn do" og tha urdu kinnarnar alltaf pinulitid blautar. Nu er audvitad komid i ljos ad kotturinn minn do ekkert heldur er sprellifandi ofdekrad letidyr og dulla. Thannig ad thad virkar ekki. Ekki thad ad eg vilji fa neinar sorgarfrettir sko :) Thad er audvitad afskaplega sorglegt ad eg skuli thurfa ad laera i thessu goda vedri og aetti ad vera nog til ad graeta hvern sem er.
Annars er Unnur bloggprinsessa lika afmaelisstelpa i dag - til hamingju :)

18. apr. 2003

Ég er að standa fyrir meiri háttar landkynningu þessa dagana. Í dag mætti ég með flatbrauð og hangikjöt svo tölvuverið angaði og breiddi út boðskapinn um gæði íslenska lambsins. Síðan sýndi ég fólki Thule auglýsinguna um fegurð íslenskra kvenna - reyndar er brandarinn á kostnað breskra kvenna þannig að þetta féll misvel í kramið hjá liðinu. Þá tóku við páskaeggjakynningar þar sem ég dreifði gulleggjum frá Nóa og dásamaði íslenskt súkkulaði og tungumál (málshættirnir sko - þurfti reyndar stundum aaaðeins að víkja frá réttri þýðingu þegar þeir voru of neikvæðir :). Að lokum flutti ég stutt erindi um fermingar og trú svona í tilefni páskanna. Svo er ég líka kaffibrún eftir að hafa stundað ljósabekkina stíft í Íslandsheimsókninni. Segi öllum að Ísland sé ekki ósvipað veðurfarslega og Hawaii (eru þetta ekki báðir "heitir reitir" og á flekamótum?) og að ströndin hafi verið yndisleg (skokkaði niður í Nauthólsvík). Eina Iceland Express ferð með tölvunördunum til Paradísar í sumar takk. Eða er ég kannski aðeins að missa mig í þjóðrembunni?

17. apr. 2003

Jaeja, tha er madur maettur aftur i labbhelvitid - 3 og half ritgerd og fimm og halfur dagur eftir, gangi mer vel. Thar ad auki er tuttugu stiga hiti uti- i alvoru!!!!
Thad er allt lokad a campus nema ein bud sem var opin til tvo. Samlokurnar og flest allt aetilegt seldust upp thannig ad eg er med litinn morgunverdarpakka, redbull, hnetur, pepperoni og muffins i nesti. Fint ad vera komin i laerdomsfilinginn samt, madur verdur nu ad graeda eitthvad a thessu randyra nami :)
Verd samt ad vidurkenna ad eg er med pinu heimthra. Thad var svo frabaert ad koma heim til Islands og ad sama skapi halfeinmanalegt ad koma ein heim i litla herbergid mitt med engan til ad taka a moti mer nema maurana.

12. apr. 2003

Mér finnst ógislega gæjalegt af Brynju að hafa skroppið í flugtúr í dag. Svo ætlum við í ístúr með stelpunum (næstum jafn gaman) og líklega í tjútt á Hverfisbarnum. Vei! Sjáumst! :)
Rómansinn heldur áfram. Var að fá sendar brúðarmyndir frá Höllu vinkonu sem gifti sig núna í mars. Annars er ég búin að sjá það að blogg kallar á aukavesen þegar kemur að tilfinningaflækjum ástarsambanda. Nú er ég bæ ðe vei ekkert endilega að tala út frá eigin reynslu heldur því sem ég hef séð og heyrt og lesið og lært. Ég hef áður talað um vandkvæði þess að vera með persónulegt blogg. Hvað má segja og hvað má ekki segja, hverra verður maður að taka tillit til og svo framvegis. Bloggarar búa við það að margir þeirra nánustu lesa það sem þeir skrifa. Þar með talin eru herrar og frúr bloggara . Svo gerist það stundum að upp úr slitnar og þá eru góð ráð dýr. Fáir skrifa um grátköstin yfir Celine Dion (All by myyyyysseeeeelf), misheppnaðar háralitanir og skyndifatakaup (the new me), fjölda snickersísa á einu kvöldi (4) og desperate viðreynslur við blaðberann (How you doin’). Það tekur við tímabil feik-itt till jú meik-itt og hversdagsbloggs þar til sólin skín á ný og fuglarnir fara aftur að syngja. Það gerist jú yfirleitt á endanum. Herra eða frú bloggari heldur samt áfram að lesa bloggið sem fyrrverandi herra eða frú bloggari. Þá kemur að fyrrnefndu aukaveseni. Ástin er nefnilega svo stór hluti af lífinu að það er erfitt að sleppa þeim hluta úr. Allt sem er skrifað post-breiköpp verður pínu viðkvæmt, vandmeðfarið og ritskoðað. Hvenær má maður fara að skrifa um sæta strákinn í sjoppunni, deitið með netstelpunni eða jafnvel nýtt samband? Ef það er of fljótt fer fyrrverandi í fýlu, ef það er of seint fer núverandi í fýlu. Og eru bloggarar leiðinlegir ef þeir skrifa eitthvað vitandi að það á eftir að særa einhvern - eða lesa fyrrverandi herrar og frúr bloggarar þetta eitthvað á eigin ábyrgð?

11. apr. 2003

Eftir að hafa fylgst með vinkonum mínum sem eru að fara að gifta sig í sumar er ég tilbúin til að taka ákvörðun um val á servíettum í eigin brúðkaupi. Verst að brúðgumann vantar. Project Brúðkaup 2008 hefur nefnilega ekki borið mikinn árangur. Ekki það að ég sé orðin bitur bachelorette og bölvi öllum karlmönnum. Það er bara stundum gaman að detta inn í Bridget Jones singleton týpuna. Ég hef jú verið afskaplega lítið á lausu miðað við aldur og fyrri störf. Þess vegna þykist ég vorkenna sjálfri mér fyrir að fá ekki konudagsgjöf og ástaregg frá Mónu. Síðustu páska fékk ég páskaegg með brúðarstrympu og málsháttinn "Betur draga tveir fuglar til hreiðurs en einn". Nú ætla ég að fá lítið páskaegg (svo að vömbin stækki ekki um of og einhver vilji mig) og málsháttinn "Betra er að vera ógiftur en illa giftur". Annars er ég að vinna í málsháttaútgáfu fyrir einhleypar. Þeir verða birtir síðar.

10. apr. 2003

Kisan mín (þessi sem var týnd í sex ár en kom svo aftur) virðist þjást af aðskilnaðarkvíða. Hún þarf á stöðugri athygli að halda og kvartar hástöfum ef hún fær ekki það klapp og kúr sem hún vill. Um leið og ég rumska á morgnana er hún mætt, tilbúin að láta klóra sér. Ýtir við handleggnum og reynir að smeygja sér undir hann í "gerviklapp". Nú er hún farin að bíta mig laust - bara svona til að vekja mig. Og fer svo í fýlu út í mig fyrir að vera í fýlu út í hana! Ætli læður séu frá Venus en högnar frá Mars?

Herði Mar finnst gaman þegar ég skrifa um Ken í næsta herbergi í Bræton. Sagði ég einhvern tíman að hann væri sætur Hörður? Hann er svosem krúttlegur en mér skilst á karlmönnum að þeir séu almennt ekki hrifnir af því lýsingarorði. Ken á samt einhverja kærustu þarna úti sem hann er ekki alveg jafn skotinn í og fyrrverandi kærustunni sinni en nógu skotinn í henni til að vilja frekar vera með henni en ekki.

8. apr. 2003

Í nótt dreymdi mig að ég væri miðaldra karlmaður sem hefði fengið vinnu á Þjóðminjasafninu. Safnið var tómt og ég gekk um gólf og hafði ekkert að gera. Tautaði í sífellu: Líf mitt er borðtuska.
Er þetta eðlilegur draumur?
Í kjölfarið dreymdi mig reyndar annan með Viggo Mortensen (sem ég hitti aldrei *snökt*). Ég sá hann en var að flýta mér svo mikið að ég sendi honum bara fingurkoss. Er eðlilegt að hafa ekki tíma fyrir Viggo Mortensen í draumi? Hefði ekki verið skemmtilegra að blanda þessu saman... ég og Viggo á gæruskinni í lokuðu Þjóðminjasafninu...
Það er að segja ég sem ég en ekki tuskulegur miðaldra karlmaður.

3. apr. 2003

Vilt þú giftast mér sumarið 2008?
Ég get haldið uppi samræðum, nuddað fætur og er með vænlegar mjaðmir fyrir barnsburð. Þú þarft að geta eldað (því ég kann það ekki), fengið mig til að hlæja og vera með sætan rass. Vísa í þarsíðustu færslu. Áhugasamir hafi samband ;)
...Og breytingin á blogginu er loksins að virka... vei! Verst að kommentakerfið meikaði þetta ekki alveg. Reddum því.
Ég þakka bjútípeppið kæru vinkonur.
Hef bara ekkert að skrifa um nú þegar Sóðaperri er víðs fjarri :) Það er samt voða gaman að vera komin á klakann (og á Klakann- takk Bjarni :)). Fékk smá nostalgíukast við að hitta allar vinkonur mínar. Flestar í Háskólanum, búa heima, með kæró. Vísindaferðir forðum daga rifjuðust upp og ég fékk kökk í hálsinn þegar ég hugsaði til kaffistofunnar í Odda. Svo rakst ég á Ólöfu fyrir utan VR og mundi hvað það er gaman að rekast á vini sína. Jæja en nóg um það. Veðrið er samt skítlegs eðlis og ég fæ fleiri bólur og það er ekki alltaf gaman að eiga það á hættu að rekast (bólugrafin) á gamla skólafélagar í hvert skipti sem maður stígur fæti út fyrir dyr. So there.

Sumir hafa reyndar miklar áhyggjur af því að ég ílengist í Englandinu, eignist útlendingsmann og ekki Vesturbæjarbörn og komi aldrei aftur. Það er svosem ekki á dagskránni en það væri kannski fyrirbyggjandi að festa sér eins og einn víking úr því að maður er á landinu. Er ekki sannað að fyrirfram ákveðin hjónabönd endist alveg jafn lengi og þessi með ástarjátningunum? Ég er alveg til í að giftast einhverjum sem er góður til undaneldis eftir svona fimm ár. Enda miklu betra að fara eftir því ef mann langar í krakka á annað borð. Ef svo líklega myndi vilja til að ég myndi skilja þá væru krakkarnir amk með stabílan pabba og góð gen. Ég ætti kannski að setja upp auglýsingu hérna á blogginu?

26. mar. 2003

Mer fannst eg vera svo gasalega fersk og fogur i morgun ad eg akvad ad sleppa stridsmalningunni. Fannst ljosatiminn i gaer hafa gefid mer roda i kinnarnar og svo kreisti eg nokkra "bright eyes" dropa i augun (ja eg veit hallaerislegt en mer finnst svo gaman ad svona apotekardoti). For i nyju gallabuxurnar og megabeibpeysuna og fannst eg kul. Thad var og. Hver einasta manneskja sem eg hef hitt i dag hefur minnst a thad hvad eg se threytuleg. Eg er ekkert threytt! Thetta kemur fra folki sem eg thekki eeekkert vodalega mikid og geri thar af leidandi rad fyrir ad eg liti MJOG illa ut ur thvi ad thau minnast a annad bord a thetta.
Tha er thad komid a hreint. Eg er ekki natural beauty. Tharf a spaslinu ad halda og mun haetta ad hlusta a Christinu Aguilera.

25. mar. 2003

Sóðaperri er stórhættulegur. Hann er búinn að týna lyklakortinu sínu og hringdi bjöllunni eins og brjálaður maður þangað til ég hljóp niður. Var búin að sjá fyrir mér að þarna væri komin blómasending frá leynilegum aðdáanda þannig að vonbrigðin urðu enn meiri þegar ég sá hver þetta var. Ég opnaði sumsé fyrir honum og hljóp síðan í svo miklu ofboði upp stigann aftur að ég datt frekar illa í tröppunum. Asnalegi kall. Mig langar samt í blóm. Það er langt langt langt síðan ég fékk síðast blóm. Mest langar mig í baldursbrár.
Til að auka líkurnar á því að einhver vilji einhverntíma gefa mér blóm fór ég í ljósatíma áðan. Ég stóð í sex mínútur með límmiða fyrir augunum og hélt í einhver handföng og dansaði og dillaði mér í einhverjum klefa. Frábær upplifun.

24. mar. 2003

Ómægod... var að sjá að bloggið mitt er á lista yfir Brightonbloggara á einhverri Virtual Festival síðusem ég held að tengist aðalBrightonfestivalinu í maí sem er svona voða stór og merkileg listahátíð næææstum því jafn stór og merkileg og Edinborgarhátíðin. Enívei þá finnst mér þetta auðvitað ægilega merkilegt og fyllist Brighton anda í hjarta. Annars var ég að spá í að flytja til London í haust... hvað finnst þér.
Ég er samt að pæla í því að annað hvort skrifa nokkrar færslur á ensku til að lesendahópurinn fái eitthvað fyrir sinn snúð EÐA bara opna nýtt brætonblogg fyrir ensku vinina því þá spara ég mér email þegar leiðir skilja í haust....
Fékk allt í einu brjálaða heimþrá við að lesa færsluna hennar Brynju beib. Letihelgar forðum daga með Friends og ísbíltúrum rifjuðust upp. Ég keypti mér reyndar ís í gær en hann var vondur. Mig langar í Álfheimaís! Mig langar í bíltúr! Mig langar í sófa! Mig langar í vídjó! Ég um mig frá mér til mín. Best að hætta þessu væli, er hvort eð er að koma heim eftir nokkra daga :) Verð fegin að fá smá breik frá teppalagða maurétna herberginu og Sóðaperra sem bæ ðe vei fróar sér fyrir opnum (glugga)tjöldum að sögn gangandi vegfarenda...

23. mar. 2003

Ótrúlegt en satt reyndi gæinn ekki að ljúga sig út úr þessu heldur viðurkenndi fúslega að hann ætti konu og tvær dætur. Sýndi okkur myndir, allar voða sætar. Sagðist hafa ætlað að "koma okkur á óvart" þegar þær kæmu í heimsókn. Stórfurðulegt. Önnur mál á fundinum voru hver ætti að gefa Beckham (dúfunni) að borða og hvort við ættum að fá okkur sjónvarp (soooldið seint). Svo var mér boðið á Óskarsfund í næstu íbú, vei!
Drama á Kings Road.... Já ég veit að ég er búin að vera í blogg-lægð af ýmsum ástæðum en nýjustu afrek Sóðaperra mega ekki fara framhjá aðdáendum hans ;) Það upplýstist nefnilega í dag gegnum krókaleiðir að Sóðaperri loverboy er kvæntur maður og faðir, með konu og barn sem bíða hans heima í Pakistan. Þetta hefði kannski ekki átt að koma mér á óvart en gerði það samt. Maðurinn er auðvitað ofurpervert með brókarsótt frá helv... sem beinist einkum að evrópskum tvífætlingum en hefur einnig margoft sagt okkur að hann eigi ekki kærustu og svo framvegis. Það er svosem engin lygi - hann á eiginkonu en ekki kærustu. Greyið krakkinn. Jæja - það er að minnsta kosti fundur á eftir og Sam ætlar víst eitthvað að spurja hann út í þetta. Þetta verður spennó. Svo mætti hann víst líka á einhvern kvennafund á International Women´s Day og sást stinga kaffipokum inná sig. Skemmtilegt.

Af mér er það helst að frétta að ég held að ég þurfi á læknishjálp að halda. Ég hef tekið upp þá iðju að fara út að skokka sem ég hef aldrei gert sjálfviljug að undanskildum tveimur skiptum árið 2001 þegar ég fór með Freyju og Huldu heilsufríkum í Danmörku :) Leikfimitímar teljast ekki með. Það er samt allt annað að skokka í sólinni meðfram ströndinni í Brighton (og kaupa sér ís tvisvar á leiðinni) heldur en á Ægissíðunni þótt ágæt sé.
Ég er sjaldan jafn ólystug og þegar ég er sveitt í joggaranum en lenti samt í hörkuviðreynslu af fertugum hjólandi dópsala frá Jamaíku. Hreimurinn var skemmtilegur en hann frekar ógeðslegur og engin leið til að losna við hann nema að skokka hraðar til að ná á áfangastað þannig að þetta varð hin fínasta líkamsrækt. Er að pæla í að ráða stalker til að elta mig reglulega í skokkið svo að ég geti tekið almennilega á því.

20. mar. 2003

Eg vaknadi i morgun med halsbolgu og kvef. Og thad var komid strid. Einhvern veginn fannst mer thad videigandi ad mer lidi illa jafnt a likama og sal. Eg dro gardinurnar fra og bjost vid ad heimurinn vaeri sammala mer. Ad skyin vaeru thung og gra og allir vaeru alvorugefnir a svip. En solin skein, fuglarnir sungu og folkid hlo. Thvi lifid gengur vist sinn vanagang. Mer fannst samt oraunverulegt ad labba brosandi um i goda vedrinu, ergja mig yfir ad missa af straeto og hugsa um ritgerdirnar sem eg tharf ad skrifa. Thvi einhvers stadar ekki svo langt i burtu er stelpa ekki svo olik mer ad vakna upp vid allt annan veruleika.

19. mar. 2003

Skólinn búinn, systa farin, 12 stiga hiti....
Freistandi að setjast á ströndina eeeeeeeen ég verð víst að læra því það eru bara 10 dagar þangað til ég kem heim í tvær vikur, vei! :)
Bíð með almennilega dagbókarfærslu þangað til ég man allt það sniðuga sem er búið að gerast...

12. mar. 2003

Sambylingar minir eru gifurlega songgladir. Ken syngur audvitad med thegar hann er ad aefa sig a gitarinn. Sodaperri helt fyrir mer voku i nott thegar hann byrjadi klukkan tvo ad syngja hastofum songva fra Pakistan sem eg hef ekki smekk fyrir. Svo er Sam alltaf ad reyna ad draga okkur med a Sing-along Abba show sem er dans og songvasyning thar sem allir syngja med. Held ad madur fai lika buning til ad komast almennilega i stud.

11. mar. 2003

Jan, Jean og Lee eru bunir ad finna bloggid mitt og reyna nu dag og nott ad thyda thad sem stendur. Thad gengur hins vegar frekar illa thvi ad eg er ekki alltaf med islenskt lyklabord og thess vegna virkar ekki copy-paste i islensk-enskanr vefordabaekur. Jan er reyndar norskur thannig ad hann gaeti skilid eitthvad en thad vaeri samt takmarkad. Eg held ad eg hafi ekki skrifad neitt ahugavert um tha hvort ed er en ef their sja nofnin sin herna eiga their eftir ad vera ad drepast ur forvitni.... :)

10. mar. 2003

Þetta er gjörsamlega fáránlegt.... ég heyri hinu megin við vegginn þegar Ken fær msn skilaboðin mín (hann er að æfa sig á gítarinn og ég er að segja honum að ég öskri ef hann endurtekur sama lagið oftar en 10 sinnum)
Í gær þegar ég kom heim var miði undir hurðinni hjá mér frá Sam þar sem stóð að Sóðaperri væri ekki heima og við ættum þess vegna að nota tækifærið og fara í bað. Ég hef aldrei farið í bað hérna (ég fer í sturtu - svona til að það sé á hreinu) því að hann fer tvisvar á dag í klukkutíma, lyktar samt illa og baðkerið er ógeðslegt eftir hann. Maya skrúbbaði baðkarið og þær Sam fóru (ekki saman) í bað en ég kom aðeins of seint :( því hann var kominn.

Jean-Baptiste er franskur strákur sem hefur gaman af því að reyna að pirra fólk. Í dag eyddi hann um það bil klukkutíma í að taka í sundur símann minn, stela pennunum mínum og stara á mig eins og hann væri snarbilaður. Jan (kærastinn hennar Katerinu) fylgdist með þessu og sagði okkur frá því þegar hann reyndi að fara í taugarnar á strák með því að pota í löppina á honum í tvo klukkutíma. Sagðist í lokin hafa verið farinn að pota með penna og frekar fast og skildi ekkert í því af hverju strákurinn sýndi engin svipbrigði. Komst að því eftir partýið að hann væri með tréfót :)

Ken í næsta herbergi er að hlusta á einhvern geggjaðan disk.. og við erum bæði á netinu og ég er að skrifa honum á msn hvað mér finnist tónlistin góð...fyndið :)

8. mar. 2003

Æ hvað það getur stundum verið yndislega dásamlega skemmtilegt að vera til :) Þá er hins vegar erfiðara að blogga því pælingarnar eru allar svo bjartsýnar og kaldhæðnina vantar. Ég er búin að fá svo mikið af skemmtilegum bréfum í vikunni og um helgina..... svör eru í vinnslu og á leiðinni :)
Þessa dagana er ég í hópverkefnum from hell. Mér finnst gaman að vinna hópverkefni en það er svo mikið vesen að koma fólkinu saman og fá alla til að hittast. Sumir búa í London, sumir á campus, ég niðri í bæ og svo framvegis. Þrjú hópverkefni á sama tíma þessa önn, úff.
En systir mín er að fara að koma í heimsókn eftir 6 daga, vei!!!

6. mar. 2003

Ken fraeddi mig i dag um thad ad paddan sem eg sa hefdi liklega ekki verid stokkbreyttur maur heldur sjavarskrymsli (ok sjavarpadda einhvers konar) sem baerust stundum inn i husid. Skemmtilegt. Er komin inn i masterslabbid thratt fyrir ad allir timar i dag hafi fallid nidur thannig ad mer lidur eins og thad se helgi. Sem er agaett thvi tha er bara ad thrauka morgundaginn og sja... aftur helgi! Svo er naesta vika sidasta kennsluvikan! Hjalp hvad thetta er fljott ad lida.
Mikið er ég fegin að Brynja er ekki að fara að breytast í Brynjar :)
Þetta er letimorgunn en ég ætla samt að fara að gera eitthvað. Fljótlega. Mjöööög fljótlega.

5. mar. 2003

Mer er farid ad hraka i Kaera Sala hlutverkinu sem mer tho thykir svo anaegjulegt Var ad tala vid stelpu i husinu um kaerastann sem dompadi henni o.s.frv. Sagdi henni ad lokum ad hun gaeti bankad upp a hja mer hvenaer sem hun vildi. Baetti sidan vid: En eg er reyndar aldrei heima....
Henni fannst thetta bara fyndid en thetta kom frekar illa ut.
Klukkan er 4:10 og ég er komin heim úr pönnukökuátinu (semsagt pönnsudagur í Bretlandi í dag a la sprengidagur). Ég get hins vegar ekki sofnað því ég sá eitthvað stórt og svart skríða hratt eftir gólfinu. Ég veit ekki hvort þetta var stökkbreyttur maur eða kakkalakki en mér finnst bæði frekar ógó og þori ekki að sofna. Þarf að mæta í tíma klukkan níu... get ég ekki bara vakað þangað til?

3. mar. 2003

Thetta er annad arid i rod sem eg missi af bolludeginum!
Arg! Eg fae vist hvorki bollur ne saltkjot i ar :o( Gaeti kannski maett i buning i skolann a midvikudaginn svona ad gamni....

Helgin var storskemmtileg. Forum a skauta a fostudaginn - eg get stadid i lappirnar en er langt fra thvi ad skara framur a svellinu. Nema hvad ad allir hinir voru nanast ad fara a skauta i fyrsta skipti og fannst eg aaaafskaplega klar. Eg dro folk fram og til baka a pinulitlu svelli. A laugardaginn var svo bio - vid forum a Two Weeks notice thvi kaerastinn hennar Katerinu er svo hrifinn af Hugh Grant :o)

Sodaperri var naestum thvi buinn ad kveikja i ibudinni i gaer (ekki i fyrsta skipti). Hann gleymdi eggjum i potti a hellunni og Go nadi ad slokkva undir a sidustu stundu. Eg by sem betur fer a fyrstu haed og a audvelt med ad stokkva ut ef hann kveikir i.

Einn vinur minn herna er sifellt ad reyna ad kenna mer ad greina a milli bragda mismunandi bjortegunda. Eg thekki muninn a ljosum og dokkum en finnst thetta annars allt vera eins a bragdid. Bjor er bjor. Hann gefst samt ekki upp og baud mer ad smakka einhverja nyja tegund a laugardaginn. Kom sidan med annan og bad mig um ad segja hvad mer fyndist. Eg var farin ad skammast min pinulitid thannig ad eg reyndi eins og eg gat ad segja eitthvad gafulegt: Ja thessi er svona.... saetari....ljosari...kvenlegri einhvern veginn...humm......
Hann hlo ad mer og sagdi ad thetta vaeri sama tegundinn, hefdi bara verid ad strida mer.


28. feb. 2003

Er búin að vera andvaka út af einhverju fífli fyrir ofan mig sem var með bilaðan geisladisk í tækinu. Eða svo ályktaði ég. Síendurteknu hljómarnir voru að gera mig geðveika. Þegar ég var alveg að fara að snappa rann upp fyrir mér ljós. Þetta var nefnilega minn eigin geislaspilari....
Halló svefn!

27. feb. 2003

Ég vildi að ég væri alvöru tölvunörd. Þannig að ekki taka neinu sem ég segi um tölvunörda illa, ef það er ljótt þá er það bara öfund. That said, þá koma nokkrar pælingar. Tölvunördarnir í labbinu mínu (prófessjonal forritunargæjar og gellur, ca. 30) eru margir með slæma húð og gleraugu, s.s. hærra hlutfall meðal þeirra heldur en í öðrum greinum við fyrstu sýn. Er þetta orsök eða afleiðing? Dæmi:
a) Þú ert með gleraugu og bólur og líður eins og blindum manni með pepperónífés á unglingsárunum. Það áhrif á sjálfstraustið - þú eyðir tímanum inni í tölvunni en ekki á ímyndunarfylliríi fyrir utan sjoppuna eins og hinir. Tölvukunnáttan eykst og áhuginn líka.
b) Þú eyðir flestum klukkustundum fyrir framan tölvuna þar til það fer að valda sjóndepru. Skortur á sólarljósi og skyndibitafæði hefur áhrif á húðina. Þú hittir hvort eð er ekki annað fólk þannig að þér er alveg sama hvernig þú lítur út.
Tölvunördar eru samt gott fólk, var með sex svoleiðis í gær og þau voru að baktala eitthvað lið. Það eina sem þau sögðu var að þessi eða hinn skrifaði svo ljótan kóða og algorithma. Mér finnst það bara ekkert voðalega ljótt! Jú svo er reyndar veðmál í gangi um hvort að einhver falli í öllum áföngunum eða öllum nema einum. Mér finnst það soldið ljótt. Mister Bigg veðjaði á öllum nema einum þannig að hann er að hugsa um að skila einu verkefni fyrir hann til að vinna.

Að lokum: áhugaverð staðreynd um tölvunörda. Ef þú spyrð þá hver sé tilgangur lífsins munu flestir segja 42.
Fór í Boots í dag og hellti yfir mig hálfri túpu af prufumeiki. Skammaðist mín svo mikið að ég makaði meikinu á framhandleggina á mér, skildi körfuna eftir og labbaði út. Það hlýtur einhver að hafa séð þetta og það hlýtur að hafa verið fyndið. Kenni svefnleysinu um.
Skrýtinn sólarhringur. Síðustu dagar hafa verið bissí bissí og erfiðir og þreyttir þannig að ég var alveg komin með nóg í gær. Var með höfuðverk og ómöguleg og vissi ekkert hvað ég var að gera þannig að ég gaf bara skít í það og fór í heimsókn til Mister Bigg. Entist yfir nokkrum bíómyndum þar til klukkan rúmlega tvö þegar ég gat fengið fylgd heim. Gat ekki sofnað strax því það var strákur með kanínueyru með stelpu í gullbikini á hestbaki fyrir utan gluggann hjá mér (í alvöru). Svaf í þrjá-og-hálfan og þá gerðust undur og stórmerki: ég settist upp í rúminu, náði í tölvuna í fangið og skrifaði tvöþúsundsjöhundruðsextíuogtvö orð þar til klukkan var orðin fjögur, sendi ritgerðina upp í skóla til Katerinu sem prentaði hana út og skilaði fyrir mig. Hlakka til að sjá hvað ég fæ fyrir þetta stykki, held að fyrri helmingurinn hafi nú ekki verið svo slæmur. Tókst að minnsta kosti að taka ábyrgð á eigin leti og sýna smá lit. Ég var svo gífurlega stolt og uppgefin að ég varð að hringja í einhvern úr því að það var enginn til að faðma. Það var bara hægara sagt en gert, hvern hringir maður í til að segja frá einhverju sem er ekkert merkilegt? Fjölskyldan fékk því vænan skammt af væli og vitleysu. Systa í heimsókn hjá þeim, fer út aftur, kemur í heimsókn til mín og svo komum við heim (ég í tvær vikur) eftir mánuð! Vei!