26. júl. 2003

Þrjú hvítvínsglös og ég er alveg vonlaus...
Það er greinlegt að ég er ekki alveg með sjálfri mér því að:
Ég er búin að tala við sis þrisvar síðan ég kom heim (þ.e.a.s. England-Ísland milli 12 og 1).
Ég keypti mér óvart fjölskyldustærð af kjúklingabitum og henti helmingnum (enda frekar ógó).
Ég var (næstum) búin að gleyma því að ég er að endurraða í herberginu og brá þegar ég kom inn.

Það er brúðkaup á morgun hjá Sveinu og Hákoni sem ég missi af. Dem. Í gegnum gjafapælingar voru vangaveltur (já ok ég var að velta mér upp úr þessu) um af hverju fólk biður alltaf um ógrynni af glösum í brúðargjöf.
1. Fólk hættir að vaska upp þegar það giftir sig.
2. Gjafahugmyndaleysi
3. Fólk fer að drekka meira þegar það giftir sig
4. Fólk fer að bjóða fjölda manns í mat úr leynigiftafólksreglunni
5. Fólk gerir ráð fyrir að hugsanleg tilvonandi börn brjóti yfir helming glasanna

Engin ummæli: