28. feb. 2003

Er búin að vera andvaka út af einhverju fífli fyrir ofan mig sem var með bilaðan geisladisk í tækinu. Eða svo ályktaði ég. Síendurteknu hljómarnir voru að gera mig geðveika. Þegar ég var alveg að fara að snappa rann upp fyrir mér ljós. Þetta var nefnilega minn eigin geislaspilari....
Halló svefn!

27. feb. 2003

Ég vildi að ég væri alvöru tölvunörd. Þannig að ekki taka neinu sem ég segi um tölvunörda illa, ef það er ljótt þá er það bara öfund. That said, þá koma nokkrar pælingar. Tölvunördarnir í labbinu mínu (prófessjonal forritunargæjar og gellur, ca. 30) eru margir með slæma húð og gleraugu, s.s. hærra hlutfall meðal þeirra heldur en í öðrum greinum við fyrstu sýn. Er þetta orsök eða afleiðing? Dæmi:
a) Þú ert með gleraugu og bólur og líður eins og blindum manni með pepperónífés á unglingsárunum. Það áhrif á sjálfstraustið - þú eyðir tímanum inni í tölvunni en ekki á ímyndunarfylliríi fyrir utan sjoppuna eins og hinir. Tölvukunnáttan eykst og áhuginn líka.
b) Þú eyðir flestum klukkustundum fyrir framan tölvuna þar til það fer að valda sjóndepru. Skortur á sólarljósi og skyndibitafæði hefur áhrif á húðina. Þú hittir hvort eð er ekki annað fólk þannig að þér er alveg sama hvernig þú lítur út.
Tölvunördar eru samt gott fólk, var með sex svoleiðis í gær og þau voru að baktala eitthvað lið. Það eina sem þau sögðu var að þessi eða hinn skrifaði svo ljótan kóða og algorithma. Mér finnst það bara ekkert voðalega ljótt! Jú svo er reyndar veðmál í gangi um hvort að einhver falli í öllum áföngunum eða öllum nema einum. Mér finnst það soldið ljótt. Mister Bigg veðjaði á öllum nema einum þannig að hann er að hugsa um að skila einu verkefni fyrir hann til að vinna.

Að lokum: áhugaverð staðreynd um tölvunörda. Ef þú spyrð þá hver sé tilgangur lífsins munu flestir segja 42.
Fór í Boots í dag og hellti yfir mig hálfri túpu af prufumeiki. Skammaðist mín svo mikið að ég makaði meikinu á framhandleggina á mér, skildi körfuna eftir og labbaði út. Það hlýtur einhver að hafa séð þetta og það hlýtur að hafa verið fyndið. Kenni svefnleysinu um.
Skrýtinn sólarhringur. Síðustu dagar hafa verið bissí bissí og erfiðir og þreyttir þannig að ég var alveg komin með nóg í gær. Var með höfuðverk og ómöguleg og vissi ekkert hvað ég var að gera þannig að ég gaf bara skít í það og fór í heimsókn til Mister Bigg. Entist yfir nokkrum bíómyndum þar til klukkan rúmlega tvö þegar ég gat fengið fylgd heim. Gat ekki sofnað strax því það var strákur með kanínueyru með stelpu í gullbikini á hestbaki fyrir utan gluggann hjá mér (í alvöru). Svaf í þrjá-og-hálfan og þá gerðust undur og stórmerki: ég settist upp í rúminu, náði í tölvuna í fangið og skrifaði tvöþúsundsjöhundruðsextíuogtvö orð þar til klukkan var orðin fjögur, sendi ritgerðina upp í skóla til Katerinu sem prentaði hana út og skilaði fyrir mig. Hlakka til að sjá hvað ég fæ fyrir þetta stykki, held að fyrri helmingurinn hafi nú ekki verið svo slæmur. Tókst að minnsta kosti að taka ábyrgð á eigin leti og sýna smá lit. Ég var svo gífurlega stolt og uppgefin að ég varð að hringja í einhvern úr því að það var enginn til að faðma. Það var bara hægara sagt en gert, hvern hringir maður í til að segja frá einhverju sem er ekkert merkilegt? Fjölskyldan fékk því vænan skammt af væli og vitleysu. Systa í heimsókn hjá þeim, fer út aftur, kemur í heimsókn til mín og svo komum við heim (ég í tvær vikur) eftir mánuð! Vei!

26. feb. 2003

Wild horses couldn't drag me away...
Er buin ad vera med thetta Stones lag a heilanum i nokkra daga. Helst ad fretta ur Brighton ad eg er greinilega i Brighton en ekki i Reykjavik. Veit ekkert um kosningar eda sjonvarpsthaetti a Skja Einum. Og thad er gallajakkavedur.
Aetla ad horfa a einhverja menningarlega biomynd i kvold heima hja Mr. Big, London gaejanum i labbinu sem bjo til fullt af vinsaelum tolvuleikjum thegar hann var 16 ara. Fyrst er ad gubba ut ur ser eins og thrjuthusund orda ritgerd um Educational Learning Technologies :o)

24. feb. 2003

Stundum finnst mér lífið vera óþægilega mikið lotterí.
Í gær átti ég stefnumót við nokkra vini á bryggjunni í Brighton. Einn þeirra, sá sem hafði skipulagt hittinginn, lét ekki sjá sig. Ólíkt honum að láta ekki vita af sér þannig að við hringdum bæði í gemsann og heimasímann en hann svaraði ekki og ekkert svar barst við sms eða talhólfsskilaboðum. Um kvöldið var ég ekkert búinn að heyra frá honum og var orðin dauðhrædd um að eitthvað hefði komið fyrir. Ég var komin með kökk í hálsinn og átti erfitt með að sofna vegna tilhugsunarinnar. Varð afskaplega fegin að fá tölvupóst frá honum daginn eftir. Hann hafði sent sms sem bárust ekki og fékk ekki skilaboðin frá okkur fyrr en löngu seinna. Tæknidrasl.
Þegar ég kom heim sat Sam sem býr með mér grátandi við eldhúsborðið. Hún hafði fengið þær fréttir fyrr um daginn að góð vinkona hennar hefði látist í bílslysi í Delhi á Indlandi. Þetta er önnur vinkona hennar sem deyr á einu ári. Sandra frá Króatíu sat hjá henni og spjallaði við hana. Hún er 35 ára Króati sem lenti í ýmsum hörmungum í stríðinu en missti manninn sinn úr krabbameini þegar þeim tókst loksins að flýja til Kanada.
Snýst þetta þá ekki allt um að njóta augnabliksins, elska og vera elskaður og taka því sem að höndum ber?
Litli leirkerastrakurinn er drengur sem er med mer i timum - hann er tuttuguogsjo ara en litur ekki ut fyrir ad vera deginum eldri en sextan. Hann er lagvaxinn (sumse minni en eg), ljoshaerdur og engilfridur med slettari hud en eg. Med kringlott gleraugu sem gera augun hans enn staerri og kringlottari og thad er ekki hyjungur sjaanlegur. Hann er skemmtilegur og kruttlegur - svona litli brodir eda fraendi typa. Mjog hrifinn af ollum tolvugraejum og tonlist en laerdi samt keramik i nokkur ar og serhaefdi sig i leirkeragerd. Litli leirkerastrakurinn og eg erum godir vinir, hann skrifar handa mer geisladiska og eg kaupi handa honum kleinuhringi og stryk honum um kinnarnar. Mer finnst nefnilega aegilega gaman ad klappa folki og fadma thad sem getur audvitad valdid misskilningi. Enda baud drengurinn mer i bio um sidustu helgi sem mer fannst gjorsamlega faranlegt en sa svo ad eg hefdi kannski bodid upp a thad. Eg afthakkadi pent og akvad ad haetta ad klipa i kinnarnar a honum og thiggja geisladiska. Samt gaman ad vera bodid i bio :)

23. feb. 2003

Ég held því fram að Íslendingar séu ekki bara einhver tvöhundruðogáttatíuþúsund manna þjóð. Við erum örugglega margar milljónir, það er hægt að finna Íslendinga í hverju einasta skítaplássi í heiminum og yfirleitt fleiri en einn. Þessi gæji býr í einu slíku í Svíþjóð og varð eitthvað ferlega pirraður á því að vera ekki eini klakahausinn á svæðinu eða eins og hann orðar það: "hér er stödd íslensk stelpa for helvede" :) Ekki svosem í frásögur færandi nema að þessi íslenska stelpa er systir mín! Mér finnst það svolítið fyndið... :) Æ hvað ég sakna hennar núna.
Nei, ég var ekki á deiti. Hins vegar borðaði ég baunasúpu í hádeginu á föstudaginn sem hafði vandræðalegar aukaverkanir um kvöldið sem hefði verið mun vandræðalegra ef ég hefði verið á deiti. Þetta var bara svona mental note to self. Ef einhver skyldi einhverntíman vilja bjóða mér á deit, fyrir utan deit-me guy og litla leirkerastrákinn. Æ já ég hef ekki kynnt hann til sögunnar enn. Oh well. Deit eru hins vegar ekki á dagskránni, enda hef ég fengið þau skilaboð handan hafsins að óskað sé eftir blóðskyldum tengdasyni í áttunda ættlið eða minna :)
Það var rooooosalega gott veður í dag bæ ðe vei. Úff ég þarf að fara að hætta þessum slettum. Grunar að ég sé farin að tala með breskum hreim og allt. Þarf að fara að æfa Bjarkar-hreiminn betur...

22. feb. 2003

Speki dagsins: Ekki borða baunasúpu í hádeginu ef þú ert að fara á deit um kvöldið.

20. feb. 2003

A eg ad kynna ykkur fyrir Date-me-guy? Thad er nafnid sem vid Katarina notum thegar vid tolum um mann sem vid kynntumst i byrjun januar. Gef ekki upp nafnid en hann segist reyndar stundum vera kalladur hinn villti. Date-me er 34 ara fyrrverandi hermadur og nuverandi tolvuguru sem er enn bitur ut i fyrrverandi kaerustuna sina sem dompadi honum fyrir einhvern annan fyrir tiu arum sidan. Hann hefur ekki verid vid kvenmann kenndur i langan tima og talar eins og gangandi einkamalaauglysing. Honum finnst gaman ad koma thvi ad hvad hann se einstaklega fjolhaefur. Eg spurdi hann einu sinni hvort thad vaeri ekki eitthvad sem hann gaeti ekki gert, eitthvad sem hann vaeri lelegur i. Hann gat ekki nefnt neitt!!! Hann er i rauninni vodalega indaell drengur en getur verid otholandi.
Date-me er eins og adur sagdi afar haefileikarikur. I hernum (thar sem hann var afar hattsettur og fekk fullt af medalium) laerdi hann ad fljuga, kafa, sigla, skjota, klifra og svo framvegis og svo framvegis. Tha ferdadist hann lika ut um allan heim. Hann skarar framur i ollum ithrottum og er einstaklega 'fit' thott hann segi sjalfur fra, enda er hann lika tholfimikennari og einkathjalfari. Hann hefur lika kennt skidi og fencing (hvad er thad aftur a isl.?) og keppt med godum arangri. Date-me er lika gafadur, hann hefur laert verkfraedi og staerdfraedi og keppir i forritun(?) thvi haann getur buid til svo 'bjutiful algorithms' . Date-me er ekki bara macho man heldur kann hann ad hekla (og hefur synt mer myndir af dukkum sem hann hefur heklad/saumad/prjonad) og svo skrifar hann tilfinningarik ljod sem hafa unnid til verdlauna. Hann er lika ad aefa dans og hefur leikid i leikritum. Hvernig veit eg thetta? Hann sagdi mer thetta (og er med thad a heimasidunni sinni sem verdur ekki gefin upp). Date-me er havaxinn, ljoshaerdur med bla augu (en mer finnst hann reyndar aaaaaaalls ekki myndarlegur) og telur sig vera draum allra kvenna. Hann er reyndar mjog almennilegur og getur verid skemmtilegur en talar alveg rooooosalega mikid um sjalfan sig. I augnablikinu er hann soldid creepy thvi eg thekki hann ekki neitt og hann reynir ad fadma mig i hvert skipti sem eg se hann. Eda nei annars. Eg virdist thekkja hann nokkud vel, hann bara thekkir mig ekki neitt ... :)


19. feb. 2003

Til hamingju með afmælið Erlen!

(Ella gella er til vinstri, Óla beib til hægri)

18. feb. 2003

Það er maur inni í símanum mínum. Það eru svosem líka stundum maurar á tölvuskjánum, í skúffunum og í vaskinum en þá má losna við með þumlinum eins og tölvuskjárinn ber því miður glöggt merki. Einum maurnum virðist hins vegar hafa tekist að komast undir skjáinn í símanum og er ósnertanlegur. Ég vona að hann drepist ekki þarna því að ég vil helst ekki hafa dauðan maur á skjánum þar sem eftir er og ég kann ekki að taka símann nógu mikið í sundur til að ná í hann. Vona þess vegna að hann rati út sjálfur greyið og það fljótlega.
Ég veit ekki hvort ég myndi frekar vilja búa með maurunum eða Sóðaperra, ekki það að ég hafi val um annað hvort. Okkur í íbúðinni grunar reyndar að það sé samband þarna á milli - við reynum eins og við getum að halda kvikindunum frá eldhúsinu en í hvert skipti sem hann fer með matarílát inn til sín og kemur með það aftur er það þakið maurum. Ég er nú bara með einn og einn þessa dagana en það virðast vera nokkur partý hjá honum. Við þá sem hafa sagt við mig að það maurar séu sætir og að ég þurfi að horfa á Antz myndina: Þetta er ekki svoleiðis!!!

17. feb. 2003

Mig langar svo til að skrifa meira um fólkið sem ég umgengst hérna. Persónulýsingar og sannar sögur eru nefnilega hin besta blogg-inspírasjón en einhvern veginn finnst mér pííínulítið óþægilegt að vera að skrifa um fólk sem gæti kannski einhvern tíma hugsanlega mögulega en mjög ólíklega lesið þetta - þótt þið þekkið það ekki neitt og ég sé í sjálfu sér ekki að særa neinn með þessu... hmmmm... Mér finnst einhvern veginn öðruvísi að skrifa um liðið núna heldur en þegar ég var í Salamanca. Það var svona meira langtíburtistan og dramadrottningin Virginie og co. voru endalaus uppspretta gamans. Ég er hins vegar ekki með samviskubit gagnvart Sóðaperra því að hann talar augljóslega um brjóstin á mér við vini sína á útlensku fyrir framan mig - ég hlýt þess vegna að mega að segja frá baðherbergisvenjum hans á netinu ;)
Lausnin er semsagt að fara pínulítið varlega.... sérstaklega eftir að Google keypti Blogger. Vil ekki að fólk fletti upp nafninu sínu á netinu, sjái færslu á síðunni minni sem það skilur ekki og haldi (eða fatti) að ég sé að tala (misvel) um það.
Ég er til dæmis komin í ansi skemmtilegt dilemma núna og líður eins og ég sé komin aftur í Hagaskóla - flashback 9. bekkur. Ég á nefnilega góðan vin sem er hrifinn af góðri vinkonu minni. Ekki svo flókið kannski en við erum öll vinir og hún ber ekki sömu tilfinningar til hans. Ég er þess vegna orðin að einhverjum sendiboða. Hann að segja mér að hann sé hrifinn af henni (hefur ekki sagt henni það sjálfur) svo að ég geti sagt henni og og svo sagt honum hvað henni finnist um hann. Hún að segja mér að hún sé hrifin af öðrum og biðja mig um að láta hann vita að hún hafi ekki áhuga. Ég að reyna að segja þeim að tala saman og gefa ekki of mikið upp hvað hver sagði hverjum en samt að vera vinur beggja. Alveg vonlaust.... the messenger always gets shot. Þau enda líklega bæði fúl út í mig og við hættum öll að umgangast hvort annað í smá tíma. Sucks. Þetta framtaksleysi og einhvers konar gefa-í-skyn taktík virðist hins vegar vera algeng hjá breskum strákum og getur verið gjörsamlega óþolandi. Þegar við fórum út að dansa um daginn voru strákarnir klípandi í rassinn á okkur en þóttust svo ekkert hafa gert nema að við horfðum girndaraugum og glenntum barmi á þá til baka. Er þetta hræðsla við höfnun? Svei mér þá ef þetta er ekki verra en íslensku blindfullu korter-í-þrjú gæjarnir sem vilja sýna manni gullfiskana sína.

16. feb. 2003

Mmm.... átti yndislega helgi uppfulla af sushi og sveitasælu og bíó og góðum félagsskap. Sé ekkert eftir því að hafa trassað rigerðina sem ég á að skila eftir 10 tíma. Já ég veit, þessir all-nightarar hjá mér daginn fyrir skil eru kannski ekki sniðugir en ég vinn bara betur svoleiðis. Ef einhver les þetta í nótt, fyrir 9 í fyrramálið má sá hinn sami gjarnan senda mér eitthvað sniðugt í tölvupósti - sol20@sussex.ac.uk
Allar fullkláraðar ritgerðir um 'What is interdisciplinarity' einnig vel þegnar :o)

14. feb. 2003

Fólk virðist vera afskaplega upptekið af því að bölsótast út í Valentínusardaginn. Sumir eru að væla út af markaðssetningunni og auglýsingaflóðinu - það er auðvitað hver einasta búð hérna í Bretlandi með hjörtu í glugganum en ég held að jólaskrautið hafi farið meira í taugarnar á mér. Svo er það "ameríkanseringin" sem er bara misskilningur frá upphafi til enda. Ég held að allir hefðu gott af því að lesa pistilinn hennar Unnar sagnfræðiskutlu þar sem hún bendir á uppruna og fjallar um sögu þessa dags.
Ég held líka að það sé ágætt að vera minntur á stundum að láta þá sem manni þykir vænt um vita af því. Valentínusardagurinn er ágætis áminning - verum góð hvert við annað. Það þarf ekki að felast í því að gefa sykursætan bangsa með bleiku I love you hjarta, kannski bara í því að brosa, hrósa og faðma meira :)

12. feb. 2003

Mer synist ovenjumargir vera ad ganga i gegnum einhvers konar astarsorgar, endurskodunar og lifs-(o)hamingju krisur thessa dagana. Aetli thad se arstiminn, thessi post-jola, enntha-kalt-og-dimmt-og-langt-i-sumarid timi? Andstaett vid einkadagbaekur eru fair hins vegar tilbunir ad tja sig um vandamal sin og tilfinningar i vefdagbokum og opinbera heiminum sinar innstu hugsanir. Annad hvort les madur milli linanna eda thekkir vidkomandi einstakling i raunheimum og veit thess vegna hvad er i gangi. Thad er samt stundum erfitt ad vita hvad er ad segja of mikid thegar madur er ad deila einhverju personulegu a blogginu. Er eg ad saera einhvern? Er eg ad hneyksla einhvern? Er mer sama thott allir viti thetta? Er eg ad bjoda upp a misskilning? Er eg tilbuin ad taka vid gagnryni a thetta (hvernig er annars haegt ad gagnryna tilfinningar?) ef eg byd upp a komment?
Eg a oft erfitt med ad meta thetta og segi thess vegna stundum minna en mig langar til. Thvi mig langar til ad deila lifi minu med vinum minum a fjolskyldu og bloggid er hentugur vettvangur- svo er eg of lot til ad halda athreifanlega dagbok og mer finnst gaman ad lita til baka og sja hvad eg hef verid ad upplifa sidustu manudi. Eg reyni ad halda janfvaegi milli thess ad vera personuleg en halda samt thvi personulegasta ut af fyrir mig. Daist samt ad theim sem ganga alla leid.

11. feb. 2003

Úr því að ég var að bera Sóðaperra saman við Teletubbies verð ég að koma með updeit er það ekki? Hann sönglar pakistönsk lög í tíma og ótíma (7 á morgnana, á klósettinu, í eldhúsinu) og stillir hljóðið á klámmyndunum sínum svo hátt að það heyrist fram á gang. Hann sagði mér sögu af því að hann hefði verið sérstaklega valinn úr hundruðum umsækjenda til að fara til New York á ráðstefnu - ég komst síðan að því að allir úr kúrsinum hans geta farið ef þeir eru tilbúnir til að borga fyrir það. Og hann heldur því fram að hann vaski upp hnífapörin eftir sig - ef ég bendi á óhreinindin á þeim þá segir hann að þetta sé ryð.
Fleira : Mig langar á Dionne Warwick tónleika í mars.
Að lokum: Afmælisóskir til allra sálfræðigemlinganna sem eiga afmæli í febrúar, aka Vatnsberaklúbburinn :)

9. feb. 2003


Sodaperri og Dipsy: Separated at birth?

7. feb. 2003

Sma relapse i feik-itt-till-ju-meik-itt i gaer. En thaaaad kemur nu fyrir besta folk :) Thad er ekki alltaf haegt ad vera emmhaingur (gledi gledi gledi, gledi lif mitt er) og pollyanna. Minnir mig a Friends thattinn thar sem Phoebe var ad deita einhvern gaeja sem Alec Baldwin. Hun dompadi honum thvi hann var of happy. Samtalid var einhvern veginn svona:
Hann: - So what, you want me to be less happy ?
Hun: - MUCH less happy.
Hann: - I'm just a positive person
Hun - No, I'm a positive person. You are like Santa Claus.... on Prozac.... at Disneyland.....getting laid!
Ok. Threytt.. Meira seinna :)

6. feb. 2003

I dag vard eg allt i einu oskaplega einmana og fekk heimthra. Eg er pirrud a thvi ad enginn geti borid fram nafnid mitt, ad thurfa ad kaupa vatn, ad hafa ekki islenskt lyklabord, ad geta ekki tjad mig fullkomlega, ad hafa ekki dotid mitt og fotin min og fjolskylduna mina og vinina og kottinn minn hja mer. Eg er pirrud a thvi ad hafa ekki sjonvarp og badkar. Eg er pirrud a thvi ad bua i herbergi. Eg er pirrud a thvi ad thegar eg er pirrud og einmana tha hef eg engan til ad koma heim til sem fadmar mig og segir mer ad thetta verdi allt i lagi og dagurinn a morgun verdi betri.
Hvad er tha gott vid Bretland? Hmmm. Ju, getnadarvarnir eru okeypis. En eg hef engan til ad sofa hja thannig ad thad skiptir ekki mali.
Ok. Veit alveg ad heimurinn er ekki ad farast og ad eg a ekkert bagt. Thekki fullt af godu folki herna og lidur yfirleitt vel. Svona til ad lita a bjortu hlidarnar er bara eins gott ad eg hafi ekki allt of mikid til ad trufla mig thvi tha get eg kannski einbeitt mer ad thessum skrilljon verkefnum sem eg tharf ad gera um helgina og i naestu viku. Vaeri orugglega erfidara ad koma einhverju i verk ef eg hefdi badkar og sjonvarp og kott og kulusukk.

5. feb. 2003

Datt i hug ad linka a hardcore tolvunordana (ekki illa meint - bara ofund) sem eru med mer i timum og i tolvuverinu. Thetta lid er hins vegar allt i easy kursinum - stendur fyrir Evolutionari And adaptive SYstems en thad er svo kul ad segja easy. Held samt ad thetta lid se adeins furdulegra heldur en gengur og gerist medal haskolanema almennt, en hver verdur thad ekki eftir ad eyda klukkutimum saman i loftlausu rymi vid ad finna villur i oskiljanlegum koda. Svo er thad thetta med eftirnofnin - Braine, Dicke, Bigge....
Eins og nofnin seu sidur asnaleg med thessu e i endanum :)
Eg vard lika vor vid einstaka kurteisi Englendinga i dag. Katerina vinkona og Jon kennari badu mig um ad utvega ser islensk frimerki thvi ad systir hennar og mamma hans eru ad safna. Ekkert mal, reif bara hornid af jolakortaumslogunum og fekk nokkur flott fra mommu og systu. Mamma hans var svo anaegd ad hun sendi mer personulega kort til ad thakka mer fyrir! Med langri romsu um hvad eg hljoti ad vera god manneskja ad muna eftir henni. Nu er bara ad vona ad mamman hafi nogu gott tak a straknum sinum til ad thad skili ser i haerri einkunnum.... :)

4. feb. 2003

Jæja, loksins búin að breyta korktöflunni í listaverk nr. 2. Þetta tók marga marga klukkutíma en ég er afar stolt og er ekki frá því að ég ætti betur heima í listnámi heldur en þessu tölvuschmölvurugli. Nei, nei, þetta er svona föndurverk með úrklippum til að gera maurabúið aðeins vistlegra. Fann svolítið skemmtilega grein þegar ég var að fletta í gegnum gærublöðin, 22 things you should know by the third date. Nr. 16 er t.d. klassískt. If "yeah, my last girlfriend" springs a bit too readily from his lips.
Ekki það að ég sé að deita en mér finnst brjálæðislega fyndið hvað flestir strákar sem ég hef kynnst hérna fara fljótt að minnast á hinar og þessar fyrrverandi kærustur að fyrra bragði. Flestir eru tölvudrengir auðvitað :) Ég veit ekki hvort þessi tilhneiging sé til þess að gefa til kynna hvað þeir séu eftirsóttir eða hvað. Svona: "Hei, einhver vildi mig einu sinni, vissirðu það? " pæling. Æ þeir eru svoddann krútt.
Annað skemmtilegt atriði á listanum: Nr. 20. Does he own a pit bull, reptile or hamster? All worrying in their own ways...
Fautini vinkona mín var að hringja í mig hálfgrátandi áðan. Strákurinn sem hún heldur að hún sé að deita sýnir henni lítinn áhuga og hún skilur ekkert í því hvað sé að. Ég þori ekki að segja henni að ég haldi að hann sé hommi því ég hef í rauninni ekkert fyrir mér í því... hann hefur bara eitthvað quality (fyrir utan það að hann syngur Madonnulög upphátt í tölvuverinu, er snyrtilegri en allir hinir strákarnir og kemur með ábendingar um hvernig ég eigi að binda Thai-buxurnar mínar því hann á alveg eins flík).
Þar sem klukkan er orðin tvö og þar af leiðandi kominn 4. febrúar er upplagt að óska Jóhönnu súperskvísu (aka Jay-Cee eða Jo gella) til hamingju með afmælið! Hringi í þig í dag ;)

2. feb. 2003

Ætli ég verði ekki að taka upp feik-itt-till-jú-meik-itt attitúd til að auka lífshamingjuna. Þótt að tveir bollar af heitu súkkulaði í dag hafi verið skref í rétta átt. Svo glöddumst við Maja króatíska yfir handboltaúrslitunum og nokkrar maurafjölskyldur í herberginu mínu lifðu daginn ekki af. Ég njósnaði um fólk á bryggjunni í þágu vísindanna (verkefni í skólanum) og hlustaði á Tom Jones heima hjá Katarinu meðan ég smakkaði brauðsósu í fyrsta sinn. Um að gera að líta á björtu hliðarnar :) Ég ætti kannski að fara að gera svona topp tíu lista reglulega eins og svo margir gera. Mér finnst svoooo gaman að gera lista. Pæli í þessu.

1. feb. 2003

Fyrir nokkrum dögum síðan átti ég árs bloggafmæli. Ég hélt samt ekki upp á það því ég byrjaði aaaaðeins fyrr að blogga... í desember 2001. Sagði samt engum frá því og fannst síðan allt svo asnalegt sem ég skrifaði að ég strokaði það út. Síðan fór ég til Spánar og bloggið fékk tilgang - fréttamiðlari til vina og vandamanna heima og ferðadagbók fyrir mig.
Það er samt ágætt að líta aðeins til baka. Það var æðislegt að vera í Salamanca í tvo mánuði, í febrúar og mars. Flutti að heiman í fyrsta sinn og varð svolítið fullorðin, bjó í íbúð með alls konar fólki, drakk Sangria og dillaði mjöðmunum og söng bailamos og la vida loca. Kynntist fullt af furðulegu og skemmtilegu fólki sem ég hef ekkert haft samband við og lærði nýtt tungumál á mettíma sem ég hef örugglega að mestu gleymt. Síðan kom ég heim í smá atvinnuleysi og þunglyndi og vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera. Drap tímann með því að vera spyrill í hinni frægu ESB könnun Davíðs og hringdi út um allan bæ til að spyrja hvort fólk vildi nokkuð vera í Sambandinu ef það kostaði margar millur. Vann í mánuð á gamla vinnustaðnum BVS en var síðan kölluð út á land með gæjanum. Bjó í mini-félagsheimili í Skagafirði með tveimur klósettum og tólfþúsund kóngulóm og spilaði fótbolta við frambærilegustu afbrotaunglinga landsins. Vaknaði við jarmið í kindunum fyrir utan gluggann á hverjum morgni og einu sinni hitti ég bandarískan fornleifafræðing sem var að gera Falun-Gong æfingar. Vann í fyrsta skipti næturvinnu og horfði þar af leiðandi allt of mikið á Popp-Tíví og lærði að baka brauð í brauðvél. Á meðan öllu þessu stóð var ég líka að standa í öllu veseninu sem fylgir því að sækja um skóla erlendis. Valdi minn ástkæra University of Sussex í Brighton, þetta er það sem ég er að læra. So far, so good. Árið fær 8 af 10 mögulegum í einkunn. Janúar 2003 fær hins vegar 3 af 10. Prófastress á mörkum geðveiki með lélegum árangri, himinháir VISA reikningar og er orðin einhleypingur eina ferðina enn. Ljósið í myrkrinu er Danmerkurferðin sem út af fyrir sig fær 9 í einkunn - einn í mínus fyrir kulda. Bind miklar vonir við febrúar og árið 2003.