28. júl. 2003

Tha eru Sveina og Hakon buin ad gifta sig... leidinlegt ad hafa misst af thessu og lika af brudkaupi Thoru og Danna. Skilst ad baedi bryllupin hafi verid skemmtilegt og brudirnar afar fagrar :) Thessar salfraedirottur ur Odda fordum daga eru allar ad ganga ut... nu fer hver ad verda sidastur...

Thott eg eigi nu ekki von a bonordi get eg samt huggad mig vid thad ad vid erum ad fara til Parisar a morgun, vei vei vei!

26. júl. 2003

Þrjú hvítvínsglös og ég er alveg vonlaus...
Það er greinlegt að ég er ekki alveg með sjálfri mér því að:
Ég er búin að tala við sis þrisvar síðan ég kom heim (þ.e.a.s. England-Ísland milli 12 og 1).
Ég keypti mér óvart fjölskyldustærð af kjúklingabitum og henti helmingnum (enda frekar ógó).
Ég var (næstum) búin að gleyma því að ég er að endurraða í herberginu og brá þegar ég kom inn.

Það er brúðkaup á morgun hjá Sveinu og Hákoni sem ég missi af. Dem. Í gegnum gjafapælingar voru vangaveltur (já ok ég var að velta mér upp úr þessu) um af hverju fólk biður alltaf um ógrynni af glösum í brúðargjöf.
1. Fólk hættir að vaska upp þegar það giftir sig.
2. Gjafahugmyndaleysi
3. Fólk fer að drekka meira þegar það giftir sig
4. Fólk fer að bjóða fjölda manns í mat úr leynigiftafólksreglunni
5. Fólk gerir ráð fyrir að hugsanleg tilvonandi börn brjóti yfir helming glasanna

25. júl. 2003

Þá er "Dularfulli bolurinn" málið loksins upplýst (já ég las Enid Blyton af miklum móð). Ég keypti mér nefnilega bol með kínverskri áletrun í C&A fyrir mörgum árum síðan. Ferlega töff bolur, en enginn vissi hvað stóð á honum. Ég hef alltaf verið hrædd um að það stæði eitthvað ósmekklegt á bolnum enda hafa lengi gengið sögur um kínversk húðflúr sem hafa þýtt eitthvað allt annað en eigandinn átti von á.

Ég hætti að ganga í þessum bol þegar hann minnkaði í þvotti (eða ég stækkaði af áti) en geymdi hann samt í þeirri von að sannleikurinn kæmi í ljós einhvern daginn. Þótt samjarðarbúar mínir séu margir hverjir kínverskumælandi hafa þeir af einhverjum ástæðum ekki verið réttir menn á réttri stund þar sem ég hef verið í bolnum.

Í síðustu Íslandsferð minni í júní datt mér þetta í hug þegar ég var að gramsa í fataskápnum. Flutti bolinn með mér til Bretlands og ætlaði að fá málið á hreint með því að leggja það í hendur Ken litla frá Hong Kong sem býr í næsta herbergi. Hann var hins vegar farinn til L.A. á sjóbretti og kom ekki aftur fyrr en í þessari viku. Í gær réðst ég á hann í eldhúsinu með bolinn og spurði hann um áletrunina.
Hann horfði á mig stórum augum og ég var viss um að þetta væri eitthvað hrikalega móðgandi.
"Dog, dragon, horse" sagði hann og hélt áfram að skera niður grænmeti í stir-fræið sitt. Hundur, dreki, hestur. Þar hafiði það. Boring.
Case closed.

21. júl. 2003

Tha er litla sis komin med kaerasta. Eg i utlondum og get ekkert gert - engar yfirheyrslur (eins og Hinni hennar Bryn lenti i) eda njosnir eins og mer ber skylda til. Skelfilegt. Eg er samt med einhverja utsendara a rettum stodum sem aettu ad geta kannad malid.

Skil ekki hvad folk tharf ad vera ad gifta sig, eignast kaerasta, verda olett, kaupa ibudir, fara i utilegur... ja bara gera eitthvad skemmtilegt medan eg er ekki a landinu! Verst ad eg er ekkert a leidinni heim... Svo kom audvitad kotturinn i leitirnar um leid og eg kom ut. Hnuss.

Mig vantar vini i London naesta vetur. Ahugasamir hafi samband.

20. júl. 2003

Voulez-vous coucher avec moi ce soir? Ég skil varla orð í frönsku sem er óskiljanlegt þar sem ég lærði frönsku í fjögur ár og var á málabraut. Mig grunar þó að ég geti beygt nokkrar sagnir áreynslulaust. Málakunnáttan er kúl á CV-inu en það er bara ekkert á bak við hana...ég hef ekki einu sinni komið til Frakklands :( Ætlaði á sínum tíma að fara þangað með Erlu beib en það varð ekkert úr því og ég fór að læra sálfræði (sem Erla gerði líka seinna - eftir að hún fór til Frakklands) :)
Það er hins vegar loksins loksins loksins að fara að rætast úr fransdraumnum. Fékk nefnilega ávísun á Parísarferð í afmælisgjöf sem verður leyst út um mánaðamótin. Vei!

Svo finnst mér ómögulegt að ég sé að lesa um þráðlaust net á Bræton bíts á trigger.is . Af öllu krappinu sem ég les á mbl.is fer þetta framhjá mér!

16. júl. 2003

Ég fékk dularfullan tölvupóst í fyrradag. Fyrirsögnin var I spy... frá netfanginu brightonstalker@hotmail.com
Svo var viðhengi með mynd af fólki á ströndinni hjá gömlu bryggjunni og jú jú... neðst í hægra horninu vorum við Útlendingurinn að sóla okkur. Þetta var svosem áður en farið var að fækka fötum þannig að mér fannst þetta bara fyndið en vildi komast að því hver hefði sent mér þetta. Útlendingurinn var augljóslega suspect nr. 1 en hann skildi ekkert í þessu, "ég er á myndinni" og "ég á ekki svona góða myndavél" og bla bla sem er alveg rétt. Svo hét myndin líka Solrun og hann kallar mig aldrei Sólrúnu.
Suspect numero dos var Darri litli kennari - við skjótum reglulega hvort á annað og ég var nýbúin að djóka eitthvað í honum. Réðst á hann með hótunum en hann sýndi engin svipbrigði og tókst að sannfæra mig um það að hann vissi ekkert um þetta.
Þá var ég orðin virkilega forvitin. Myndin var með frábæra upplausn - hvern þekki ég sem á svona góða myndavél? Kærasti stelpu sem ég þekki er ljósmyndari og Ken herbergisfélagi minn er með myndavéladellu.
En hvers vegna hefði einhver sem sá mig á ströndinni ekki komið og heilsað upp á mig? Gæti einhver hafa séð myndina hjá einhverjum öðrum? Ég sást ekkert voðalega vel... hversu margir geta séð stelpu aftan frá í bleikum bol og verið viss um að það sé ég? Hver færi að djóka í mér en ekki í útlendingnum? Hver sendir mér póst á cogs emailið? Hver færi að nenna að djóka í mér og búa til spes hotmail addressu í staðinn fyrir að senda mér bara myndina?
Semsagt, ég velti mér upp úr þessu í nokkra klukkutíma. Sagði við Útlendinginn í hádeginu að ég ætlaði aldrei aftur að fara úr að ofan á ströndinni, það gætu leynst pervertar með góðar myndavélar hvar sem er. Renndi yfir lista grunaðra en hann sannfærði mig um það að hver svo sem hefði sent þetta myndi ekki geta þagað yfir því lengi og segði örugglega til sín fljótlega (á þessu stigi var orðið MJÖG svo augljóst hver stalkerinn er, ég hafði ennþá ekki hugmynd).
Eftir hádegi fékk ég næsta bréf. Topless, var fyrirsögnin. Ég fékk nett taugaáfall en opnaði samt viðhengið sem hét The Stalker Revealed. Útlendingurinn með tunguna útúr sér. Ég er svoooo vitlaus. Vinur hans var að sýna honum myndir sem hann hafði tekið á ströndinni (nýbúinn að kaupa sér nýja myndavél) og það vildi svo skemmtilega til að við slysuðumst inn á eina þeirra. Það besta er auðvitað að þegar ég sagðist aldrei ætla að treysta honum aftur benti hann á að hann hefði engu logið - hann sagðist aldrei ekki hafa sent myndina. Nú þarf ég bara að hefna mín...

14. júl. 2003

No one means all they say and very few say all they mean...

Það er allt að verða vitlaust á ströndinni. Hitinn nógu mikill til að synda í sjónum og fara úr að ofan. Ég er auðvitað dugleg stelpa og horfi bara á þetta út um gluggann og vinn í ritgerðar- , atvinnu- og húsnæðismálum. Skrepp svo niður á strönd í smástund á eftir...eiginlega betra að vinna á kvöldin þegar hitinn er farinn að nálgast 30 gráður daglega. Svo kvarta Englendingar yfir veðrinu...

Fór til London á laugardaginn. Sá mjög skemmtilegt leikrit sem heitir The Hitchcock Blonde. Ég kannaðist við einn aðalleikarann - fattaði svo að þetta væri Bernard úr Four Weddings and a Funeral. Einhver kannaðist við eina leikkonuna - hún lék Frost ljóskuna í síðustu Bond myndinni. Við fórum sjö saman. Sum undir 25 ára sum komin yfir þrítugt. Þrjátíuplús fengu áfall þegar tuttuguogfimmmínus sögðust ekki hafa séð Psycho. Í leikritinu var tvítug stelpa spurð hver hefði verið fyrsta bíómyndin sem hún sá. Care Bears the movie, svaraði hún. "Nei, alvöru bíómynd, sem þú fórst á án foreldra þinna" - sagði kennarinn. Mission Impossible, var svarið. Ég hló að því en fattaði svo að Batman var fyrsta bíómyndin sem ég fór á ein í bíó (tíu ára gömul með frænda mínum). Þrjátíuplús tóku andköf. Síðan hófust miklar umræður meðal tuttuguogfimmmínus um kærleiksbirnina.

11. júl. 2003

Sam bankadi hja mer i morgun og syndi mer umslag sem hafdi borist til Sodaperra. Thad var stilad a Carnegie Mellon University FPI Governance Division og svo Brighton heimilisfangid...???
Thad var samt ekki stilad a Dr. Sodaperra eins og sidasta bref. Aetli hann lendi aldrei i vandraedum med ad ljuga mismunandi atridum ad mismunandi adilum? Hvad aetli thad se mikid satt af thvi sem hann segir? Hverju aetli hann hafi logid til ad fa thennan styrk sem hann er a (ja eg er abbo eg veit). Aetli hann hafi nokkud fengid styrk? Eg held reyndar ad hann se hradlyginn en meinlaus greyid en Sam thuldi upp alls konar samsaeriskenningar um hann og Al Quaida i morgun.
Verst ad hann er liklega ad koma aftur eftir nokkrar vikur...

8. júl. 2003

It is fine to gaze up at the stars, but don´t trample the daisies underfoot.

Harry Potter, pistasíuhnetur, leikhúsmiðar, sumarbolir, Corona... þetta er júlíbyrjun 2003 ásamt ritgerðarsmíð og atvinnuleit. Bara sjö vikur til stefnu í skil... hjálp! Veit að þetta reddast, en það verður tæpt...

Sóðaperri vinur minn flutti út í byrjun júní. Ég hef hann sterklega grunaðan um að hafa stolið ostaskeranum mínum, töfratóli sem er nær ófáanlegt í útlandinu. Fékk síðan þær fréttir í gær að hann ætlar að koma aftur í ágúst. Einmitt þegar ég er að verða hætt að tékka fjórum sinnum hvort hurðin sé ekki örugglega læst áður en ég fer að sofa og leita að myndavélum á baðinu áður en ég fer í sturtu. Ohhhh.



7. júl. 2003

Can you be certain that at this very moment you are not a dragonfly dreaming that you are a person?

Foreldraheimsokninni lauk um helgina. Thad var gaman, ad hafa thau i naesta husi (i ibud hinu megin vid gotuna); koma i heimsokn i morgunmat, leika turista og vera keyrd i skolann. Kynnti thau fyrir Rognu beib og Utlendingnum minum.
A laugardagsmorgun skrapp eg yfir til ad kvedja thau. I lyftunni a leidinni nidur stoppudum vid a vitlausri haed og mamma segir upphatt "nei nei nei nei vid viljum ekki fara ut her" og eitthvad svona. Pabbi segir vid mig: "Modir thin er i hrokasamreadum vid ganginn". Hun svarar: "Hvada vitleysa, eg er ad tala vid lyftuna". Eins og ekkert vaeri edlilegra...

4. júl. 2003

Blogg renaissance...

Er ekki best ad byrja haegt og rolega eftir svona langt hle?
Mer er til daemis spurn:
- hvers vegna eg dett svona oft upp stiga en sjaldan nidur stiga?
- hvers vegna thad er gamall madur a strondinni i flugmannabuningi med malmleitartaeki?
-hvers vegna straetoskylin a Islandi snua ad gotunni en ekki fra gotunni eins og i Bretlandi svo ad madur fai ekki sletturnar framan i sig?