30. jan. 2004

Haldiði að litli atvinnuleysinginn (ég) hafi ekki bara fengið vinnu í vikunni. Eða svona. Tímabundið. Vúhú!

Svo er Guðrún gella að fara að koma til mín næstu helgi og Þorrablótið er líka þá þannig að... things are looking up!



Annars gerði ég lítið merkilegt í vikunni þannig að tölum aðeins meira um Amsterdam.

Ég held að það hafi vantað nokkrar heilasellur í konuna sem afgreiddi okkur á flugvellinum. Hún spurði hvort við vildum sitja við glugga eða gang. Við sögðum við glugga og í miðjunni. Er ekki ljóst hvað það þýðir? Jú jú - hún setti Mr. Big við gluggann og mig í miðjuna... en ekki í sömu sætaröð!



Klósettin á flugvellinum eru líka saga út af fyrir sig. Á kvennaklósettinu (kannaði ekki aðstæður hjá körlunum) voru risastór listaverk máluð á veggina. Allt í lagi með það, nema hvað það heyrðist líka sjávarniður úr veggnum. Ég velti því fyrir mér hver tilgangurinn væri.

a) Hljóðið er hluti af listaverkinu

b) Hljóðið er til að róa flughrædda farþega

c) Hljóðið er til að hjálpa manni að pissa (flýtir fyrir til að forðast langar raðir á klósettið )



26. jan. 2004

Helgin var hamingjusöm og heimilisleg enda var hótelgistingin rétt hjá hollenska Baker Street.



Amsterdam er vinaleg borg. Voðalega margir með rauð ljós í gluggunum, ægilega huggulegt svona í skammdeginu. Húsin eru líka með almennilega kyndingu (annað en í London) því mér sýndist gegnum gluggana flestar konur vera á nærklæðunum heima hjá sér. Þær voru allar sérstaklega almennilegar og brostu og veifuðu öllu fólkinu sem labbaði framhjá. Mér sýndist þær jafnvel vera að benda okkur á að við værum velkomin í heimsókn. Ég kunni ekki við að þiggja boðin, við Íslendingar erum ekki vanir svona gestrisni. Ég hugsa reyndar að mig langi ekkert að venjast því að láta ellilífeyrisþega með sílikonbrjóst í leðurnærbuxum benda á mig með titrara þegar ég labba framhjá. Já, svona er ég lokuð og íhaldssöm.

23. jan. 2004

Farin á vit ævintýranna í helgarferð til Amsterdam.... vúhú!

22. jan. 2004

Love is in the air...

Mér finnst færslan hennar Brynju vera ógislega sæt og skemmtileg.



21. jan. 2004

Til hamingju með afmælið Ólöf :)

Jónas tónlistargúrú maðurinn hennar Evu skrifaði um daginn gagnrýni um tónlistina úr Kaldaljósi. Fínn pistill sem minnti mig á mynd sem ég sá í fyrra, American Wedding (as in American Pie 3). Já, Kaldaljós og American Wedding, báðar klassamyndir um samfarir og hamfarir.



Nei nei. Málið er það að þegar ég kom fyrst í stórborgina keypti ég DVD sjóræningjaútgáfu af umræddri mynd (AW) af horuðum róna á Oxford Street. Fyrir utan það að hún er textuð á tælensku (sleppum því hvað myndin er almennt léleg og leiðinleg) er einn stórgalli við diskinn. Það heyrist tal og hljóð - en engin tónlist. Hvort sem það er ofbeldi, ástarsenur eða brúðarvalsinn - allt er þetta leikið í hljóði. Fyrst fannst mér þetta fyndið...unglingarnir í hörkustuði á dansgólfinu í algjörri þögn. Síðan fór ég að sakna amerískrar vellutónlistar sem hefði átt vel heima í tilfinningasenunum. Á endanum gafst ég upp... myndin var nógu leiðinleg fyrir en án nokkurrar tónlistar var hún óáhorfanleg. Það var ekkert sem vakti upp spennu, samúð, hvað sem er. Reyndar fann ég til með strákgreyinu þegar pabbi hans kom að honum í miðjum klíðum á veitingastaðnum. Það þurfti ekki undirleik til þess :)

19. jan. 2004

Til hamingju með afmælið Dr. Freyja Dolitle!
Píparinn kom og spurði hvaða hálfviti hefði fest sturtu við kranann með kennaratyggjói, plastfilmu og málningarlímbandi. Heimatilbúningurinn minn lak semsagt beint niður á hæðina fyrir neðan. Ég þóttist ekkert vita... en við fengum að minnsta kosti nýja sturtu :)



Fór til Brighton um helgina.... ahhh good old Brighton. Það er allt svo afslappað og næs þarna við ströndina. Mynd segir meira en þúsund orð er það ekki? (já ég veit að ég er lélegur bloggari...)

14. jan. 2004

Sólrún bakar smákökur....

Jólin búin, árið liðið og Londonlífið komið aftur í gang. Er að hugsa um að sleppa því að gera upp árið 2003 og einbeita mér bara að 2004.



Jæja, eins og sumir vita fengum við þvottavél í höllina í desember. Gott mál, nema hvað þegar brjálaði Kínverjinn á neðri hæðinni kemur heim úr jólafríi er allt á floti í íbúðinni hans. Mjög leiðinlegt og við lofuðum auðvitað að nota ekki þvottavélina fyrr en við værum búin að láta athuga þetta. Eftir að hafa gengið í illa lyktandi fötum í nokkurn tíma (allir píparar í fríi) fáum við hótunarbréf frá honum alveg bandspólandibrjáluðum um að hann ætli að láta henda okkur út því aftur er allt á floti. Við erum á mjöööög vafasömum leigusamningi þannig að ég var farin að æfa betlaralúkkið ef við skyldum enda á götunni. Eftir vesen og aftur vesen kemur í ljós að þvottavélin er í góðu lagi. Baðið hins vegar lekur eins og ég veit ekki hvað. Við erum því ennþá illa lyktandi – en að minnsta kosti í hreinum fötum.

3. jan. 2004

Gleðilegt ár!

Er í bloggfríi til 6. jan þegar ég held aftur til Lundúna á vit ævintýranna...

Þangað til næst, mín kæru.