14. jan. 2004

Jólin búin, árið liðið og Londonlífið komið aftur í gang. Er að hugsa um að sleppa því að gera upp árið 2003 og einbeita mér bara að 2004.



Jæja, eins og sumir vita fengum við þvottavél í höllina í desember. Gott mál, nema hvað þegar brjálaði Kínverjinn á neðri hæðinni kemur heim úr jólafríi er allt á floti í íbúðinni hans. Mjög leiðinlegt og við lofuðum auðvitað að nota ekki þvottavélina fyrr en við værum búin að láta athuga þetta. Eftir að hafa gengið í illa lyktandi fötum í nokkurn tíma (allir píparar í fríi) fáum við hótunarbréf frá honum alveg bandspólandibrjáluðum um að hann ætli að láta henda okkur út því aftur er allt á floti. Við erum á mjöööög vafasömum leigusamningi þannig að ég var farin að æfa betlaralúkkið ef við skyldum enda á götunni. Eftir vesen og aftur vesen kemur í ljós að þvottavélin er í góðu lagi. Baðið hins vegar lekur eins og ég veit ekki hvað. Við erum því ennþá illa lyktandi – en að minnsta kosti í hreinum fötum.

Engin ummæli: