22. feb. 2004

Smá myndablogg í tilefni útskriftar... og takk fyrir kveðjurnar elskurnar :)





Þrjú að útskrifast... skál!





Smugglers pöbbinn í Brighton þar sem útskriftarnemar voru með hitting.





Kynóð hollensk stelpa, hálfspænskur Dr. Big og klikkaður Frakki...

19. feb. 2004

Útskrift á morgun. Fæ að vera með hatt. Vúhú!

15. feb. 2004

Stuð á Þorrablótinu um síðustu helgi. Dansað fram eftir nóttu - Big fór reyndar heim á miðnætti eftir að hafa fengið nóg af fullum Íslendingum étandi skemmdan mat röflandi um hvað Englendingar væru ljótir og lélegir í rúminu. Síðan var það leti og aftur leti þessa Valentínusarhelgi. Allt löðrandi í blómum og bleiku - það er reyndar búið að vera gluggaskreytingaþemað síðan strax eftir jól. Hugsa að páskaungarnir byrji að tísta í búðum á morgun.

4. feb. 2004

Eg er otrulega glotud. Keypti thessa finu skyrtu fyrir vinnuna. Thegar atti ad fara ad strauja hana voru god rad dyr... eg strauja nefnilega aldrei. Vaeldi adeins i Big ad kenna mer a straujarnid en hann hlo bara og helt ad eg vaeri ad grinast. Ekkert til ad kunna sagdi hann. En thetta er straujarn sem boblar sjodandi vatni, hvaesir og er med alls konar stillingum. Thad hefur einu sinni radist a mig ("datt" af straubrettinu) og thetta hvaes gerir mig mjog taugaveiklada. Okkur straujarninu er semsagt ekki vel til vina.



Nema hvad ad eg byrja ad strauja, trallala. Strauja ovart yfir fellingu og sja, thad koma fullt af litlum götum a skyrtuna. Eg var vist med eitthvad vitlaust stillt og helt ekki rett a thvi eda eitthvad. Eg for ad grenja, fannst eitthvad svo vonlaust ad geta ekki einu sinni straujad skyrtu. Er ekki alveg buin ad akveda hvernig eg aetla ad hefna min a straujarninu. Spurning um ad tala vid Stevie (the TV).



Thad gengur nu samt vel i vinnunni. Eg er loksins ordin Working Girl!!!

1. feb. 2004

Var ég búin að segja ykkur að það snjóaði svolítið í síðustu viku? Það varð allt brjálað í London, engar lestir, ekkert flug, enginn skóli fyrir börnin... Mér sjálfri fannst London í fyrsta skipti vera svolítið heimilisleg og sjarmerandi :)

Það var semsagt hríð í 10 mín, jólasnjór í 20 mín og smá frost og hálka í tvo daga eftir það. Annað eins hefur víst ekki sést í mið-London síðan ég veit ekki hvenær.



Meðfylgjandi mynd tók Mr. Big (sem vill víst láta kalla sig Dr. Big, honum finnst Mr. Big eitthvað hallærislegt en hann ræður engu um það - þetta er úr Sex and the City of course). Hún er tekin á Dorset Square sem er rétt hjá Baker Street kastalanum...

Er orðin miðbæjarrotta í London. Fór til Wimbledon til að fara í bíó í gær og fannst það ferlega hallærislegt...