9. júl. 2006

Heima er best?


Nú þarf ég að kveðja Útlendinginn enn á ný eftir heilar sjö vikur í Útlandinu. Og eins og alltaf er svo skrýtið hvað tíminn líður hratt. Er ekki að höndla þessa togstreitu - bæði hlakka ég til að koma heim og knúsa kanínuna (og alla hina :o)) og byrja í sumarvinnunni en mér finnst líka leiðinlegt að fríið (og væntalega sólin) sé búið og auðvitað alveg ömurlegt að verða Útlendingslaus :o(

6. júl. 2006

Fórum á Science Museum



...og sáum alls konar skemmtilegheit, fórum meðal annars í þrívíddarbíó sem ég hef ekki gert síðan ég var lítil (man eftir að hafa séð mynd með Michael Jackson fyrir mööörgun árum síðan). Þessi var reyndar neðansjávar og það var mjög róandi að hafa risaskjaldbökur syndandi í kringum sig þannig að ég sofnaði í smástund...

Europride


...var líka 1. júlí! Við fórum í útileikhús í Regents Park að sjá Skassið tamið (Taming of the Shrew) eftir Shakespeare en það var bara aaaaaallt of heitt svo við fórum út í hléi! Hef aldrei gert það áður :o/ en var bara ekki að meika þetta! Notaði Íslendingaafsökunina svo enginn yrði fúll ("við erum bara ekki vön svona hita") en Útlendingurinn var reyndar bara sáttur því við náðum að sjá England/Portúgal í HM. Reyndar ekki mikil gleði eftir þann leik...

Díana prinsessa hefði orðið 45 ára


... þann 1. júlí, eins og við komumst að þegar við röltum um í Kensington garði og ætluðum að skoða Kensington Palace.

Ragna kom í heimsókn


Vei vei vei! Og nú er hún á grískri eyju að sóla sig....grrr.... ;)

Mamma kom í heimsókn


... og það var æðislegt að hafa hana! Við röltum um, versluðum, skoðuðum en best af öllu var frábær dagsferð til Brighton sem endaði á hinu víðfræga Mongolian Barbeque :)

Ég átti afmæli


...24. júní og varð 26 ára! Við buðum tveimur vinum okkar í heimsókn til að gista, Það er að segja Útlendingurinn bauð vini sínum og ég bauð vinkonu minni - nema hvað þau voru einu sinni par og hættu saman fyrir tæpum tveimur árum og höfðu ekki talað saman síðan! Og það er bara einbreitt rúm í gestaherberginu... Þetta plott okkar, sem var reyndar óvart, gekk því miður ekki alveg upp. Held að hann sé ennþá hrifin af henni en er ekki viss um að það sé endurgoldið. Jæja, en burtséð frá því þá var hápunkturinn Art Garfunkel útitónleikar og piknikk á Hampstead Heath með Sveinu og Hákoni og co., það var yndislega æðislega gaman.

Hvað er búið að gerast síðan ég bloggaði síðast....