26. mar. 2003

Mer fannst eg vera svo gasalega fersk og fogur i morgun ad eg akvad ad sleppa stridsmalningunni. Fannst ljosatiminn i gaer hafa gefid mer roda i kinnarnar og svo kreisti eg nokkra "bright eyes" dropa i augun (ja eg veit hallaerislegt en mer finnst svo gaman ad svona apotekardoti). For i nyju gallabuxurnar og megabeibpeysuna og fannst eg kul. Thad var og. Hver einasta manneskja sem eg hef hitt i dag hefur minnst a thad hvad eg se threytuleg. Eg er ekkert threytt! Thetta kemur fra folki sem eg thekki eeekkert vodalega mikid og geri thar af leidandi rad fyrir ad eg liti MJOG illa ut ur thvi ad thau minnast a annad bord a thetta.
Tha er thad komid a hreint. Eg er ekki natural beauty. Tharf a spaslinu ad halda og mun haetta ad hlusta a Christinu Aguilera.

25. mar. 2003

Sóðaperri er stórhættulegur. Hann er búinn að týna lyklakortinu sínu og hringdi bjöllunni eins og brjálaður maður þangað til ég hljóp niður. Var búin að sjá fyrir mér að þarna væri komin blómasending frá leynilegum aðdáanda þannig að vonbrigðin urðu enn meiri þegar ég sá hver þetta var. Ég opnaði sumsé fyrir honum og hljóp síðan í svo miklu ofboði upp stigann aftur að ég datt frekar illa í tröppunum. Asnalegi kall. Mig langar samt í blóm. Það er langt langt langt síðan ég fékk síðast blóm. Mest langar mig í baldursbrár.
Til að auka líkurnar á því að einhver vilji einhverntíma gefa mér blóm fór ég í ljósatíma áðan. Ég stóð í sex mínútur með límmiða fyrir augunum og hélt í einhver handföng og dansaði og dillaði mér í einhverjum klefa. Frábær upplifun.

24. mar. 2003

Ómægod... var að sjá að bloggið mitt er á lista yfir Brightonbloggara á einhverri Virtual Festival síðusem ég held að tengist aðalBrightonfestivalinu í maí sem er svona voða stór og merkileg listahátíð næææstum því jafn stór og merkileg og Edinborgarhátíðin. Enívei þá finnst mér þetta auðvitað ægilega merkilegt og fyllist Brighton anda í hjarta. Annars var ég að spá í að flytja til London í haust... hvað finnst þér.
Ég er samt að pæla í því að annað hvort skrifa nokkrar færslur á ensku til að lesendahópurinn fái eitthvað fyrir sinn snúð EÐA bara opna nýtt brætonblogg fyrir ensku vinina því þá spara ég mér email þegar leiðir skilja í haust....
Fékk allt í einu brjálaða heimþrá við að lesa færsluna hennar Brynju beib. Letihelgar forðum daga með Friends og ísbíltúrum rifjuðust upp. Ég keypti mér reyndar ís í gær en hann var vondur. Mig langar í Álfheimaís! Mig langar í bíltúr! Mig langar í sófa! Mig langar í vídjó! Ég um mig frá mér til mín. Best að hætta þessu væli, er hvort eð er að koma heim eftir nokkra daga :) Verð fegin að fá smá breik frá teppalagða maurétna herberginu og Sóðaperra sem bæ ðe vei fróar sér fyrir opnum (glugga)tjöldum að sögn gangandi vegfarenda...

23. mar. 2003

Ótrúlegt en satt reyndi gæinn ekki að ljúga sig út úr þessu heldur viðurkenndi fúslega að hann ætti konu og tvær dætur. Sýndi okkur myndir, allar voða sætar. Sagðist hafa ætlað að "koma okkur á óvart" þegar þær kæmu í heimsókn. Stórfurðulegt. Önnur mál á fundinum voru hver ætti að gefa Beckham (dúfunni) að borða og hvort við ættum að fá okkur sjónvarp (soooldið seint). Svo var mér boðið á Óskarsfund í næstu íbú, vei!
Drama á Kings Road.... Já ég veit að ég er búin að vera í blogg-lægð af ýmsum ástæðum en nýjustu afrek Sóðaperra mega ekki fara framhjá aðdáendum hans ;) Það upplýstist nefnilega í dag gegnum krókaleiðir að Sóðaperri loverboy er kvæntur maður og faðir, með konu og barn sem bíða hans heima í Pakistan. Þetta hefði kannski ekki átt að koma mér á óvart en gerði það samt. Maðurinn er auðvitað ofurpervert með brókarsótt frá helv... sem beinist einkum að evrópskum tvífætlingum en hefur einnig margoft sagt okkur að hann eigi ekki kærustu og svo framvegis. Það er svosem engin lygi - hann á eiginkonu en ekki kærustu. Greyið krakkinn. Jæja - það er að minnsta kosti fundur á eftir og Sam ætlar víst eitthvað að spurja hann út í þetta. Þetta verður spennó. Svo mætti hann víst líka á einhvern kvennafund á International Women´s Day og sást stinga kaffipokum inná sig. Skemmtilegt.

Af mér er það helst að frétta að ég held að ég þurfi á læknishjálp að halda. Ég hef tekið upp þá iðju að fara út að skokka sem ég hef aldrei gert sjálfviljug að undanskildum tveimur skiptum árið 2001 þegar ég fór með Freyju og Huldu heilsufríkum í Danmörku :) Leikfimitímar teljast ekki með. Það er samt allt annað að skokka í sólinni meðfram ströndinni í Brighton (og kaupa sér ís tvisvar á leiðinni) heldur en á Ægissíðunni þótt ágæt sé.
Ég er sjaldan jafn ólystug og þegar ég er sveitt í joggaranum en lenti samt í hörkuviðreynslu af fertugum hjólandi dópsala frá Jamaíku. Hreimurinn var skemmtilegur en hann frekar ógeðslegur og engin leið til að losna við hann nema að skokka hraðar til að ná á áfangastað þannig að þetta varð hin fínasta líkamsrækt. Er að pæla í að ráða stalker til að elta mig reglulega í skokkið svo að ég geti tekið almennilega á því.

20. mar. 2003

Eg vaknadi i morgun med halsbolgu og kvef. Og thad var komid strid. Einhvern veginn fannst mer thad videigandi ad mer lidi illa jafnt a likama og sal. Eg dro gardinurnar fra og bjost vid ad heimurinn vaeri sammala mer. Ad skyin vaeru thung og gra og allir vaeru alvorugefnir a svip. En solin skein, fuglarnir sungu og folkid hlo. Thvi lifid gengur vist sinn vanagang. Mer fannst samt oraunverulegt ad labba brosandi um i goda vedrinu, ergja mig yfir ad missa af straeto og hugsa um ritgerdirnar sem eg tharf ad skrifa. Thvi einhvers stadar ekki svo langt i burtu er stelpa ekki svo olik mer ad vakna upp vid allt annan veruleika.

19. mar. 2003

Skólinn búinn, systa farin, 12 stiga hiti....
Freistandi að setjast á ströndina eeeeeeeen ég verð víst að læra því það eru bara 10 dagar þangað til ég kem heim í tvær vikur, vei! :)
Bíð með almennilega dagbókarfærslu þangað til ég man allt það sniðuga sem er búið að gerast...

12. mar. 2003

Sambylingar minir eru gifurlega songgladir. Ken syngur audvitad med thegar hann er ad aefa sig a gitarinn. Sodaperri helt fyrir mer voku i nott thegar hann byrjadi klukkan tvo ad syngja hastofum songva fra Pakistan sem eg hef ekki smekk fyrir. Svo er Sam alltaf ad reyna ad draga okkur med a Sing-along Abba show sem er dans og songvasyning thar sem allir syngja med. Held ad madur fai lika buning til ad komast almennilega i stud.

11. mar. 2003

Jan, Jean og Lee eru bunir ad finna bloggid mitt og reyna nu dag og nott ad thyda thad sem stendur. Thad gengur hins vegar frekar illa thvi ad eg er ekki alltaf med islenskt lyklabord og thess vegna virkar ekki copy-paste i islensk-enskanr vefordabaekur. Jan er reyndar norskur thannig ad hann gaeti skilid eitthvad en thad vaeri samt takmarkad. Eg held ad eg hafi ekki skrifad neitt ahugavert um tha hvort ed er en ef their sja nofnin sin herna eiga their eftir ad vera ad drepast ur forvitni.... :)

10. mar. 2003

Þetta er gjörsamlega fáránlegt.... ég heyri hinu megin við vegginn þegar Ken fær msn skilaboðin mín (hann er að æfa sig á gítarinn og ég er að segja honum að ég öskri ef hann endurtekur sama lagið oftar en 10 sinnum)
Í gær þegar ég kom heim var miði undir hurðinni hjá mér frá Sam þar sem stóð að Sóðaperri væri ekki heima og við ættum þess vegna að nota tækifærið og fara í bað. Ég hef aldrei farið í bað hérna (ég fer í sturtu - svona til að það sé á hreinu) því að hann fer tvisvar á dag í klukkutíma, lyktar samt illa og baðkerið er ógeðslegt eftir hann. Maya skrúbbaði baðkarið og þær Sam fóru (ekki saman) í bað en ég kom aðeins of seint :( því hann var kominn.

Jean-Baptiste er franskur strákur sem hefur gaman af því að reyna að pirra fólk. Í dag eyddi hann um það bil klukkutíma í að taka í sundur símann minn, stela pennunum mínum og stara á mig eins og hann væri snarbilaður. Jan (kærastinn hennar Katerinu) fylgdist með þessu og sagði okkur frá því þegar hann reyndi að fara í taugarnar á strák með því að pota í löppina á honum í tvo klukkutíma. Sagðist í lokin hafa verið farinn að pota með penna og frekar fast og skildi ekkert í því af hverju strákurinn sýndi engin svipbrigði. Komst að því eftir partýið að hann væri með tréfót :)

Ken í næsta herbergi er að hlusta á einhvern geggjaðan disk.. og við erum bæði á netinu og ég er að skrifa honum á msn hvað mér finnist tónlistin góð...fyndið :)

8. mar. 2003

Æ hvað það getur stundum verið yndislega dásamlega skemmtilegt að vera til :) Þá er hins vegar erfiðara að blogga því pælingarnar eru allar svo bjartsýnar og kaldhæðnina vantar. Ég er búin að fá svo mikið af skemmtilegum bréfum í vikunni og um helgina..... svör eru í vinnslu og á leiðinni :)
Þessa dagana er ég í hópverkefnum from hell. Mér finnst gaman að vinna hópverkefni en það er svo mikið vesen að koma fólkinu saman og fá alla til að hittast. Sumir búa í London, sumir á campus, ég niðri í bæ og svo framvegis. Þrjú hópverkefni á sama tíma þessa önn, úff.
En systir mín er að fara að koma í heimsókn eftir 6 daga, vei!!!

6. mar. 2003

Ken fraeddi mig i dag um thad ad paddan sem eg sa hefdi liklega ekki verid stokkbreyttur maur heldur sjavarskrymsli (ok sjavarpadda einhvers konar) sem baerust stundum inn i husid. Skemmtilegt. Er komin inn i masterslabbid thratt fyrir ad allir timar i dag hafi fallid nidur thannig ad mer lidur eins og thad se helgi. Sem er agaett thvi tha er bara ad thrauka morgundaginn og sja... aftur helgi! Svo er naesta vika sidasta kennsluvikan! Hjalp hvad thetta er fljott ad lida.
Mikið er ég fegin að Brynja er ekki að fara að breytast í Brynjar :)
Þetta er letimorgunn en ég ætla samt að fara að gera eitthvað. Fljótlega. Mjöööög fljótlega.

5. mar. 2003

Mer er farid ad hraka i Kaera Sala hlutverkinu sem mer tho thykir svo anaegjulegt Var ad tala vid stelpu i husinu um kaerastann sem dompadi henni o.s.frv. Sagdi henni ad lokum ad hun gaeti bankad upp a hja mer hvenaer sem hun vildi. Baetti sidan vid: En eg er reyndar aldrei heima....
Henni fannst thetta bara fyndid en thetta kom frekar illa ut.
Klukkan er 4:10 og ég er komin heim úr pönnukökuátinu (semsagt pönnsudagur í Bretlandi í dag a la sprengidagur). Ég get hins vegar ekki sofnað því ég sá eitthvað stórt og svart skríða hratt eftir gólfinu. Ég veit ekki hvort þetta var stökkbreyttur maur eða kakkalakki en mér finnst bæði frekar ógó og þori ekki að sofna. Þarf að mæta í tíma klukkan níu... get ég ekki bara vakað þangað til?

3. mar. 2003

Thetta er annad arid i rod sem eg missi af bolludeginum!
Arg! Eg fae vist hvorki bollur ne saltkjot i ar :o( Gaeti kannski maett i buning i skolann a midvikudaginn svona ad gamni....

Helgin var storskemmtileg. Forum a skauta a fostudaginn - eg get stadid i lappirnar en er langt fra thvi ad skara framur a svellinu. Nema hvad ad allir hinir voru nanast ad fara a skauta i fyrsta skipti og fannst eg aaaafskaplega klar. Eg dro folk fram og til baka a pinulitlu svelli. A laugardaginn var svo bio - vid forum a Two Weeks notice thvi kaerastinn hennar Katerinu er svo hrifinn af Hugh Grant :o)

Sodaperri var naestum thvi buinn ad kveikja i ibudinni i gaer (ekki i fyrsta skipti). Hann gleymdi eggjum i potti a hellunni og Go nadi ad slokkva undir a sidustu stundu. Eg by sem betur fer a fyrstu haed og a audvelt med ad stokkva ut ef hann kveikir i.

Einn vinur minn herna er sifellt ad reyna ad kenna mer ad greina a milli bragda mismunandi bjortegunda. Eg thekki muninn a ljosum og dokkum en finnst thetta annars allt vera eins a bragdid. Bjor er bjor. Hann gefst samt ekki upp og baud mer ad smakka einhverja nyja tegund a laugardaginn. Kom sidan med annan og bad mig um ad segja hvad mer fyndist. Eg var farin ad skammast min pinulitid thannig ad eg reyndi eins og eg gat ad segja eitthvad gafulegt: Ja thessi er svona.... saetari....ljosari...kvenlegri einhvern veginn...humm......
Hann hlo ad mer og sagdi ad thetta vaeri sama tegundinn, hefdi bara verid ad strida mer.