23. maí 2004

Bólfarir í Borginni

Til útskýringar þá var Dilbert bara svona til áherslu - ég er ennþá með vinnu.

Eftir daginn ömurlega þá var bara eitt hægt að gera í stöðunni til að forðast það að grenja úr mér augun - horfa á Sex and the City. Þannig að ég horfði á fimm þætti í röð (og skældi svo pínulítið). Fín þerapía.



Heimasíminn minn er hættur að hringja. Nei, ég er ekki í afneitun yfir því að það hringi enginn í mig, hringingin virkar bara ekki. Ég er að reyna að æfa mig í hugsanaflutningi (aðallega móttöku) og tek upp tólið öðru hvoru til að athuga hvort það sé einhver í símanum. Það gengur ekkert sérstaklega vel...



Ég er ekki alveg að fatta breskt sjónvarp. Annað hvort sápuóperur eða raunveruleikaþættir í tíma og ótíma um allt milli himins og jarðar. Um daginn var þáttur um mann sem var með fóbíu fyrir bökuðum baunum. Í kvöld á besta tíma var þátturinn "Antique Roadshow" þar sem áhersla var lögð á 100 ára tóbakspípur í Carlisle, hvar sem það nú er. Síðan er það "Hells Kitchen" þar sem fræga fólkið (sér-breskt frægt fólk´, ég þekki engann) eldar mat. Frábært. Spurning um að setja Karrí og kó í DVD spilarann...

20. maí 2004

DAY FROM HELL!!!





Ekki nog med ad thad hafi verid OMURLEGT i vinnunni i dag, tha fekk eg lika ad vita ad eg fekk ekki vinnu sem eg for i vidtal utaf i vikunni. Og thad er ekki einu sinni fostudagur :(



16. maí 2004

Eftir Eurovision...


Post-Eurovision mygl Posted by Hello



Við Ragna myglaðar í morgunsárið eftir mikið stuð í Júróvisjónpartýi. Sá reyndar ekki mikið af keppninni, það voru tæknilegir örðugleikar og svo voru svo mikil læti - nema þegar íslenska lagið var spilað auðvitað. Útkoman var auðvitað ekki alveg nógu góð - ég sem var búin að segja Mr. Big hvað Íslendingar bæru höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í Júróvisjón - hinir kunna bara ekki alltaf að meta okkur. Er samt alveg með það á hreinu að ef Jónsi hefði verið á tiger g-streng og haft þetta soldið villtara hefði lagið hrifið áhorfendur með sér í kosningunum, snert hjörtu Íslendinga og lent á toppnum.



Annars voru allar íslensku stelpurnar á pöbbnum grenjandi yfir öðrum og mikilvægari málum - Frikki prins genginn út. "Ég sem ætlaði alltaf að verða prinsessa", snöktu þær í kór á kvennaklósettinu og fóru svo að rífast yfir hver ætti að vera næst ef þetta gengi ekki upp með Mæju kengúru.



Svona í lokin - það er búið að vera dásamlegt veður um helgina! Hittumst nokkur í gær í piknikk með Pimms kokkteilum við tjörnina í blómagarðinum í Regents Park. Stundum er það ekki svo slæmt að búa á Bakarastræti...



9. maí 2004

Síðustu helgi var það Brighton Baby! - held að það hafi verið heitasti dagur ársins hingað til, 23 gráður og pakkað á ströndinni. Mr Big bauð pari sem er ekki í uppáhaldi hjá okkur Rögnu vinkonu að hitta okkur seinnipartinn sem þau (því miður) þáðu. Strákurinn er bara svona léttklikkaður en kærastan hans er algjört kvikindi! Þau eru bæði grænmetisætur, hann er með ofnæmi fyrir öllu mögulegu og þau eru bæði þeirrar skoðunar að því minna sem maður borði því lengur lifi maður. Okkur fannst það þess vegna snjallræði að fara út að borða á steikhús til að losna við þau. Þetta var orðið frekar hallærislegt þegar við vorum farnar að minnast á á kortersfresti hvað okkur langaði mikið í safaríka steik og hvort við ættum ekki að fara að drífa okkur... Enívei - auðvitað eiga öll börnin á ströndinni að vera vinir þannig að kannski er það ég sem er kvikindi. Hún er samt verri! ;) Ein mynd í lokin...ahhh...Brighton....

Jú jú ég er lent og Lundúnalífið tekið við á ný. Farin úr dúskadeildinni yfir í starfsmannadeild þar sem er mikið af skemmtilegum karakterum... spurning hvort maður þori að vera að tjá sig mikið um þá hérna. Kannski allt í lagi ef ég nefni engin nöfn...



Eyddi þarsíðustu helgi í sól og sumaryl í Regents Park sem er rétt hjá Baker Street kastalanum mínum. Einhver soldánn var með opið hús til að monta sig af garðinum sínum (og safna pening fyrir einhverja góðgerðarstarfsemi). Leist bara nokkuð vel á þetta og er að hugsa um að byrja að safna svona ef hann skyldi vilja selja á næstunni ;)