16. maí 2004

Eftir Eurovision...


Post-Eurovision mygl Posted by Hello



Við Ragna myglaðar í morgunsárið eftir mikið stuð í Júróvisjónpartýi. Sá reyndar ekki mikið af keppninni, það voru tæknilegir örðugleikar og svo voru svo mikil læti - nema þegar íslenska lagið var spilað auðvitað. Útkoman var auðvitað ekki alveg nógu góð - ég sem var búin að segja Mr. Big hvað Íslendingar bæru höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í Júróvisjón - hinir kunna bara ekki alltaf að meta okkur. Er samt alveg með það á hreinu að ef Jónsi hefði verið á tiger g-streng og haft þetta soldið villtara hefði lagið hrifið áhorfendur með sér í kosningunum, snert hjörtu Íslendinga og lent á toppnum.



Annars voru allar íslensku stelpurnar á pöbbnum grenjandi yfir öðrum og mikilvægari málum - Frikki prins genginn út. "Ég sem ætlaði alltaf að verða prinsessa", snöktu þær í kór á kvennaklósettinu og fóru svo að rífast yfir hver ætti að vera næst ef þetta gengi ekki upp með Mæju kengúru.



Svona í lokin - það er búið að vera dásamlegt veður um helgina! Hittumst nokkur í gær í piknikk með Pimms kokkteilum við tjörnina í blómagarðinum í Regents Park. Stundum er það ekki svo slæmt að búa á Bakarastræti...



Engin ummæli: