9. maí 2004

Síðustu helgi var það Brighton Baby! - held að það hafi verið heitasti dagur ársins hingað til, 23 gráður og pakkað á ströndinni. Mr Big bauð pari sem er ekki í uppáhaldi hjá okkur Rögnu vinkonu að hitta okkur seinnipartinn sem þau (því miður) þáðu. Strákurinn er bara svona léttklikkaður en kærastan hans er algjört kvikindi! Þau eru bæði grænmetisætur, hann er með ofnæmi fyrir öllu mögulegu og þau eru bæði þeirrar skoðunar að því minna sem maður borði því lengur lifi maður. Okkur fannst það þess vegna snjallræði að fara út að borða á steikhús til að losna við þau. Þetta var orðið frekar hallærislegt þegar við vorum farnar að minnast á á kortersfresti hvað okkur langaði mikið í safaríka steik og hvort við ættum ekki að fara að drífa okkur... Enívei - auðvitað eiga öll börnin á ströndinni að vera vinir þannig að kannski er það ég sem er kvikindi. Hún er samt verri! ;) Ein mynd í lokin...ahhh...Brighton....

Engin ummæli: