19. des. 2004

Kveðja

Síðasti dagurinn á Bakarastræti í dag. Mjög skrýtin tilfinning. Söknuður. Léttir. Jól.

Og ég sem er ekki einu sinni búin að fara á Sherlock Holmes safnið.



Bless bless Baker Street.



Halló Reykjavík.





28. sep. 2004

Afsakid hle...

Er ad koma aftur... haegt og sigandi. Watch this space.

30. jún. 2004

24/42

Right.. hef 5 min til ad lata vita ad eg se med lifsmarki... eg vard sumse 24 ara LOKSINS thann 24 juni 2004 very cool og takk allir yndislegu vinir minir sem hofdu samband KNUS

Nu er min i Seville i 42 stiga hita og hef ekki farid af hotelherberginu ju for i mallinn a moti og i sundlaugina en annars er bara allt of heitt til ad gera nokkud. Svo verda allir svo klikkadir i thessum hita, mr big er ordinn lasinn, rafmagnid farid af hotelinu en hey eg sa nautaat i gaer. ok thessi tolva er vonlaus og eg verd ad fara adur en amerikuperrinn kemur aftur

heyrumst!



13. jún. 2004

Borgarbeib

Er i Brighton nuna um helgina i nostalgiu yfir strandstudentalifinu sidasta sumar. Eg hef komist ad thvi ad eg er ekki borgarbeib eins og eg helt ad eg vaeri. Mer lidur betur ad vakna vid fuglasong med utsyni yfir tre og blom i stadinn fyrir ad vakna vid sirenuvael med utsyni yfir weird ugly naked guy i naestu blokk. Ekki thad ad London se ekki frabaer a sinn hatt, madur tharf bara ad adlagast henni svolitid. Thegar eg flutti til London i september fannst mer fjolbreytta mannlifid svo skemmtilegt og horfdi undrunaraugum a folkid i nedanjardarlestinni og velti fyrir mer hvad thad var ad hugsa. Thetta kom mer otal sinnum i vandraedi, pervertar, ronar og gedsjuklingar eltu mig ur lestinni og budu mer heim. Venjulega folkid fordadist mig thvi ad ur thvi ad eg var ad horfa a thad gerdi rad fyrir ad eg vaeri annad hvort pervert, roni eda gedsjuklingur. Nuna er eg sannur Lundunaludi, horfi a taernar a mer i lestinni og fyrirlit adkomumenn sem stara a mig i sakleysi sinu.



Nokkrar myndir i lokin: Fyrst vid London Eye og sidan i minigolfi i Bath thar sem eg slo tvisvar sinnum holu i hoggi! (thad var reyndar algjor tilviljun og eg tapadi leiknum en samt... eg var mjog stolt)











Uppdeit: myndirnar ekki alveg ad gera sig...redda thessu seinna

2. jún. 2004

Grænt, grænt grænt....

Það er bannað að nota græna penna í vinnunni. Grænt er nefnilega litur fyrirtækisins og bara forstjórinn má nota græna penna. Hann má víst bara skrifa með grænu en í dag sagðist einhver hafa fengið bréf frá honum með blárri undirskrift. Svakalegt.



Grænn er líka Starbucks liturinn. Ég fór á Starbucks síðustu helgi og fylgdist með þegar var verið að taka viðtal við stelpu sem hafði sótt um vinnu. Var alltaf að bíða eftir spurningum eins og "kanntu að laga kaffi?" en þær komu ekki. Konan sem tók viðtalið tók starf sitt greinilega mjög alvarlega og baunaði á hana spurningum eins og "hvert er hugsanaferli þitt þegar þú tileinkar þér nýja hluti?". Vel menntað fólk og gott kaffi á Starbucks. Og góð möffins. Sem heita víst köppkeiks á bresk-ensku.



Að lokum: Ég er með ljósgrænt naglalakk á tánöglunum. Þær líta eiginlega út fyrir að vera að mygla. Hugsa að ég fari yfir í bleika litinn næst.

23. maí 2004

Bólfarir í Borginni

Til útskýringar þá var Dilbert bara svona til áherslu - ég er ennþá með vinnu.

Eftir daginn ömurlega þá var bara eitt hægt að gera í stöðunni til að forðast það að grenja úr mér augun - horfa á Sex and the City. Þannig að ég horfði á fimm þætti í röð (og skældi svo pínulítið). Fín þerapía.



Heimasíminn minn er hættur að hringja. Nei, ég er ekki í afneitun yfir því að það hringi enginn í mig, hringingin virkar bara ekki. Ég er að reyna að æfa mig í hugsanaflutningi (aðallega móttöku) og tek upp tólið öðru hvoru til að athuga hvort það sé einhver í símanum. Það gengur ekkert sérstaklega vel...



Ég er ekki alveg að fatta breskt sjónvarp. Annað hvort sápuóperur eða raunveruleikaþættir í tíma og ótíma um allt milli himins og jarðar. Um daginn var þáttur um mann sem var með fóbíu fyrir bökuðum baunum. Í kvöld á besta tíma var þátturinn "Antique Roadshow" þar sem áhersla var lögð á 100 ára tóbakspípur í Carlisle, hvar sem það nú er. Síðan er það "Hells Kitchen" þar sem fræga fólkið (sér-breskt frægt fólk´, ég þekki engann) eldar mat. Frábært. Spurning um að setja Karrí og kó í DVD spilarann...

20. maí 2004

DAY FROM HELL!!!





Ekki nog med ad thad hafi verid OMURLEGT i vinnunni i dag, tha fekk eg lika ad vita ad eg fekk ekki vinnu sem eg for i vidtal utaf i vikunni. Og thad er ekki einu sinni fostudagur :(



16. maí 2004

Eftir Eurovision...


Post-Eurovision mygl Posted by Hello



Við Ragna myglaðar í morgunsárið eftir mikið stuð í Júróvisjónpartýi. Sá reyndar ekki mikið af keppninni, það voru tæknilegir örðugleikar og svo voru svo mikil læti - nema þegar íslenska lagið var spilað auðvitað. Útkoman var auðvitað ekki alveg nógu góð - ég sem var búin að segja Mr. Big hvað Íslendingar bæru höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í Júróvisjón - hinir kunna bara ekki alltaf að meta okkur. Er samt alveg með það á hreinu að ef Jónsi hefði verið á tiger g-streng og haft þetta soldið villtara hefði lagið hrifið áhorfendur með sér í kosningunum, snert hjörtu Íslendinga og lent á toppnum.



Annars voru allar íslensku stelpurnar á pöbbnum grenjandi yfir öðrum og mikilvægari málum - Frikki prins genginn út. "Ég sem ætlaði alltaf að verða prinsessa", snöktu þær í kór á kvennaklósettinu og fóru svo að rífast yfir hver ætti að vera næst ef þetta gengi ekki upp með Mæju kengúru.



Svona í lokin - það er búið að vera dásamlegt veður um helgina! Hittumst nokkur í gær í piknikk með Pimms kokkteilum við tjörnina í blómagarðinum í Regents Park. Stundum er það ekki svo slæmt að búa á Bakarastræti...



9. maí 2004

Síðustu helgi var það Brighton Baby! - held að það hafi verið heitasti dagur ársins hingað til, 23 gráður og pakkað á ströndinni. Mr Big bauð pari sem er ekki í uppáhaldi hjá okkur Rögnu vinkonu að hitta okkur seinnipartinn sem þau (því miður) þáðu. Strákurinn er bara svona léttklikkaður en kærastan hans er algjört kvikindi! Þau eru bæði grænmetisætur, hann er með ofnæmi fyrir öllu mögulegu og þau eru bæði þeirrar skoðunar að því minna sem maður borði því lengur lifi maður. Okkur fannst það þess vegna snjallræði að fara út að borða á steikhús til að losna við þau. Þetta var orðið frekar hallærislegt þegar við vorum farnar að minnast á á kortersfresti hvað okkur langaði mikið í safaríka steik og hvort við ættum ekki að fara að drífa okkur... Enívei - auðvitað eiga öll börnin á ströndinni að vera vinir þannig að kannski er það ég sem er kvikindi. Hún er samt verri! ;) Ein mynd í lokin...ahhh...Brighton....

Jú jú ég er lent og Lundúnalífið tekið við á ný. Farin úr dúskadeildinni yfir í starfsmannadeild þar sem er mikið af skemmtilegum karakterum... spurning hvort maður þori að vera að tjá sig mikið um þá hérna. Kannski allt í lagi ef ég nefni engin nöfn...



Eyddi þarsíðustu helgi í sól og sumaryl í Regents Park sem er rétt hjá Baker Street kastalanum mínum. Einhver soldánn var með opið hús til að monta sig af garðinum sínum (og safna pening fyrir einhverja góðgerðarstarfsemi). Leist bara nokkuð vel á þetta og er að hugsa um að byrja að safna svona ef hann skyldi vilja selja á næstunni ;)

20. apr. 2004

Á leið út á flugvöll. Búin að pakka og finnst ég allt í einu hafa verið hérna svo lengi og svo stutt og veit ekki alveg hvort mig langar til að fara eða vera. Það er búið að vera frábært að hitta alla og líða eins og blómi í eggi á Tómasarhaganum. En nú er það London beibí!

16. apr. 2004

Ný klipping og gömul kisa (sjá mynd). Soldið öðruvísi en ég er vön en ég held samt að hún venjist vel (klippinging, kisan er búin að venjast). Takk Brynja og Ólöf fyrir að mæla með zoo.is p.s. þessi mynd er soldið stór, ég veit...gekk eitthvað illa að minnka hana. Svo er ég líka bara svo mikill egóisti... eins og flestir bloggarar, mitt blogg um mig frá mér til mín ;)



14. apr. 2004

Kíkti aðeins á keppendur í ísbjútíkeppninni. Þar er að finna Um mig dálka þar sem drottningarnar lýsa sér nær undartekningarlaust sem "hress, kát og brosmild". Svo eru þær með "if looks could kill/aumingja ég" svip á myndunum! Hvar er KEA skyr brosið stelpur?

13. apr. 2004

Mig dreymdi að ég hefði verið rekin úr vinnunni vegna þess að ég væri með svo asnalegt hár. Held að það sé kominn tími á að panta sér tíma í klippingu...



Rosa gott að vera orðinn ungi aftur í páskahreiðrinu hjá mömmu og pabba. Reyndar gilda reglur sem ég var búin að gleyma eins að það á ekki að borða súkkulaði í morgunmat :)



Fór í sund í dag og fannst svo gott að sleikja sólina í vatninu að mér fannst ömurleg tilhugsun að þurfa að fara aftur í land innisundlauganna. Kannski get ég farið með barnasundlaug í Regents Park í sumar.

Sakna Dr. Big. Hann liggur slasaður á ökkla á Baker Street :(



Búin að fara í stórkostleg fjölskylduboð, þar á meðal eitt a la Jamie Oliver/Oddur Albertsson í gær. Ræddi við frænda minn (6 ára) um framtíðaráform hans. Hann ætlar að vera dýratannfræðingur sem er ekki það sama og tannlæknir því hann ætlar líka að grafa upp tennur. Ef maður sjálfur væri með svona skýra stefnu í lífinu...

7. apr. 2004

Mætt á Íslandið og búin að opna Sálfræðistofu Sólrúnar. Það beið mín nefnilega þetta fína aukaherbergi með sófa sem er tilvalinn til Freudískrar meðferðarvinnu. Allir velkomnir í ókeypis tilfinningaútrás á sófanum til 20. apríl. Eða bara í heimsókn til að kjafta... :) Mig langar að hitta svo marga!



Lenti við hliðina á áströlskum krullhaus í flugvélinni sem sagði mér að Macdónalds á Íslandi væri dýrasti makki í heimi samkvæmt Lonely Planet. Bara svona smá fróðleiksmoli...



Horfði á fótbolta í sjónvarpinu með öðru auganu um daginn. Það stóð að liðin Lei og Lee væru að spila. "Nú nú, kínverskur bolti, eitthvað nýtt" hugsaði ég og færði hitt augað yfir á Stevie (the TV). Fannst samt skrýtið að leikmennirnir litu ekki út fyrir að vera kínverskir. "Eru þetta allt aðkeyptir leikmenn" hugsaði ég en var samt ánægð með að breska sjónvarpið væri með svona fjölþjóðlega íþróttadagskrá. Það er að segja þangað til að ég fattaði að þetta væri auðvitað leikur Leicester og Leeds...

28. mar. 2004

Níu dagar í Íslandsför, vei! Hlakka svooo mikið til að koma heim að hitta alla. Ekki þetta jólastress, bara vinir og vor og endalaust súkkulaðiát ;)



Helgin var reyndar ágæt. Fór í fjögurra tíma göngu í gær. Þetta var afmælisganga, 17 manns, rauðvín og súkkulaði í nesti og gengið á pöbbinn í næsta bæ þannig að það var ekki svo erfitt :) Samt var gott að finna aðeins til í lærvöðvunum í morgun.



Mér tókst líka loksins að kaupa mér notaðan síma. Gamli gaf upp öndina fyrir nokkrum vikum þannig að ég var afar fegin að vera aftur komin í samband. Fyrsta sms-hljóðið hljómaði líkt og undurfagur fuglasöngur eða englakór....



22. mar. 2004

Það skiptust á skin og skúrir í vikunni. Frábært að fá dásamlega dýralækninn minn í heimsókn og svo komu foreldrarnir (þeir eru reyndar líka dásamlegir) um helgina.



Ekki má gleyma að minnast á lokaþátt Sex and the City - ég fór ekki að gráta enda löngu búin að komast á snoðir um afdrif skóskvísanna. Og nei, mér finnst ekkert að því að skoða handrit á netinu af þáttum sem maður hefur ekki séð. Ef Bandaríkjamenn vita hvað er að gerast í uppáhaldsþáttunum mínum þá á ég rétt á því að vita það líka! Annars gætu til dæmis Vinirnir Ross og Rachel byrjað aftur saman og ég ekki frétt af því fyrr en mörgum vikum seinna. Æ dónt þink só!

Gulldrengurinn í vinnunni var mjög áhugasamur um þennan lokaþátt SATC og við ræddum örlög aðalpersónanna þó nokkuð lengi þangað til hann þagnaði skyndilega og bætti svo við: Ég horfi sko bara á þessa þætti til að sjá fötin (hann hefur mikinn áhuga á tísku og hönnun). Hann horfir víst mikið á sápuóperur til að sjá húsgagnahönnunina. Einmitt.

14. mar. 2004

Ok ok. Ég skal taka mig á í blogginu.

Brjálað stuð á Baker Street að vanda. Ég starfa enn sem dúskadrottning í púðadeild og hef kynnst mikið af ágætu fólki. Í deildinni minni er amman sem syngur bítlalög, indverski gulldrengurinn sem þráir að verða tískulögga, yfirkrembollan sem talar við kærastann sinn í símann allan daginn og harðstjórinn sem öllum finnst gaman að baktala.



Annars var helgin fín. Föstudagskvöldið algjör draumur, Friends, Will&Grace, Sex and the city, Haagen Daz (nenni ekki að fletta því upp) og rauðvín. Ahhh.... Í gær var skemmtilegt asískt kvöld í heimkynnum Evu. Flottur dans, góður matur en lélegur húmor.



Læt fylgja með nokkrar myndir frá afmælisdegi Mr. Big um daginn. Big nývaknaður og ég í St. James park. Verðlaun fyrir þá sem giska rétt hvað eru mörg kerti á kökunni! (og bannað að svindla ef þið vitið svarið). Ef þið getið ekki scrollað niður þurfiði bara að ýta á Refresh nokkrum sinnum...getur annars einhver sagt mér hvað ég þarf að gera til að laga þetta?







5. mar. 2004

Enn a lifi... byrjud ad vinna i innkaupum i duskadeild hja big bissness fyrirtaeki og er nuna serfraedingur i gardinuholdurum. Thad eru nefnilega ekki allir gardinuhaldarar eins skal eg segja ykkur... nuna eru til daemis perlur og natturulegir litir mikid i tisku...



Eg get ekki sagt ad eg hafi fundid kollun mina i thessari vinnu thannig ad thad er agaett ad hun se timabundin. Eg er samt ad laera heilmikid nytt sem er svosem alltaf skemmtilegt. Svo er vinnutiminn finn og haegt ad leggja sig i hadeginu i serstokum stolum. Hins vegar sit eg a rassinum allan daginn thannig ad eg akvad ad reyna ad hreyfa adeins a mer bossann. Skellti mer i Tae-Bo med good old Billy Blanks... vidjospolurnar a bokasafninu eru alveg ad sla i gegn. Held samt ad brjaladi Kinverjinn a nedri haedinni hafi ekki verid neitt serstaklega anaegdur med hoppid i mer og hropin i Billy (serstaklega ekki eftir lekann um daginn...).



Back to work, goda helgi darlings xx

22. feb. 2004

Smá myndablogg í tilefni útskriftar... og takk fyrir kveðjurnar elskurnar :)





Þrjú að útskrifast... skál!





Smugglers pöbbinn í Brighton þar sem útskriftarnemar voru með hitting.





Kynóð hollensk stelpa, hálfspænskur Dr. Big og klikkaður Frakki...

19. feb. 2004

Útskrift á morgun. Fæ að vera með hatt. Vúhú!

15. feb. 2004

Stuð á Þorrablótinu um síðustu helgi. Dansað fram eftir nóttu - Big fór reyndar heim á miðnætti eftir að hafa fengið nóg af fullum Íslendingum étandi skemmdan mat röflandi um hvað Englendingar væru ljótir og lélegir í rúminu. Síðan var það leti og aftur leti þessa Valentínusarhelgi. Allt löðrandi í blómum og bleiku - það er reyndar búið að vera gluggaskreytingaþemað síðan strax eftir jól. Hugsa að páskaungarnir byrji að tísta í búðum á morgun.

4. feb. 2004

Eg er otrulega glotud. Keypti thessa finu skyrtu fyrir vinnuna. Thegar atti ad fara ad strauja hana voru god rad dyr... eg strauja nefnilega aldrei. Vaeldi adeins i Big ad kenna mer a straujarnid en hann hlo bara og helt ad eg vaeri ad grinast. Ekkert til ad kunna sagdi hann. En thetta er straujarn sem boblar sjodandi vatni, hvaesir og er med alls konar stillingum. Thad hefur einu sinni radist a mig ("datt" af straubrettinu) og thetta hvaes gerir mig mjog taugaveiklada. Okkur straujarninu er semsagt ekki vel til vina.



Nema hvad ad eg byrja ad strauja, trallala. Strauja ovart yfir fellingu og sja, thad koma fullt af litlum götum a skyrtuna. Eg var vist med eitthvad vitlaust stillt og helt ekki rett a thvi eda eitthvad. Eg for ad grenja, fannst eitthvad svo vonlaust ad geta ekki einu sinni straujad skyrtu. Er ekki alveg buin ad akveda hvernig eg aetla ad hefna min a straujarninu. Spurning um ad tala vid Stevie (the TV).



Thad gengur nu samt vel i vinnunni. Eg er loksins ordin Working Girl!!!

1. feb. 2004

Var ég búin að segja ykkur að það snjóaði svolítið í síðustu viku? Það varð allt brjálað í London, engar lestir, ekkert flug, enginn skóli fyrir börnin... Mér sjálfri fannst London í fyrsta skipti vera svolítið heimilisleg og sjarmerandi :)

Það var semsagt hríð í 10 mín, jólasnjór í 20 mín og smá frost og hálka í tvo daga eftir það. Annað eins hefur víst ekki sést í mið-London síðan ég veit ekki hvenær.



Meðfylgjandi mynd tók Mr. Big (sem vill víst láta kalla sig Dr. Big, honum finnst Mr. Big eitthvað hallærislegt en hann ræður engu um það - þetta er úr Sex and the City of course). Hún er tekin á Dorset Square sem er rétt hjá Baker Street kastalanum...

Er orðin miðbæjarrotta í London. Fór til Wimbledon til að fara í bíó í gær og fannst það ferlega hallærislegt...

30. jan. 2004

Haldiði að litli atvinnuleysinginn (ég) hafi ekki bara fengið vinnu í vikunni. Eða svona. Tímabundið. Vúhú!

Svo er Guðrún gella að fara að koma til mín næstu helgi og Þorrablótið er líka þá þannig að... things are looking up!



Annars gerði ég lítið merkilegt í vikunni þannig að tölum aðeins meira um Amsterdam.

Ég held að það hafi vantað nokkrar heilasellur í konuna sem afgreiddi okkur á flugvellinum. Hún spurði hvort við vildum sitja við glugga eða gang. Við sögðum við glugga og í miðjunni. Er ekki ljóst hvað það þýðir? Jú jú - hún setti Mr. Big við gluggann og mig í miðjuna... en ekki í sömu sætaröð!



Klósettin á flugvellinum eru líka saga út af fyrir sig. Á kvennaklósettinu (kannaði ekki aðstæður hjá körlunum) voru risastór listaverk máluð á veggina. Allt í lagi með það, nema hvað það heyrðist líka sjávarniður úr veggnum. Ég velti því fyrir mér hver tilgangurinn væri.

a) Hljóðið er hluti af listaverkinu

b) Hljóðið er til að róa flughrædda farþega

c) Hljóðið er til að hjálpa manni að pissa (flýtir fyrir til að forðast langar raðir á klósettið )



26. jan. 2004

Helgin var hamingjusöm og heimilisleg enda var hótelgistingin rétt hjá hollenska Baker Street.



Amsterdam er vinaleg borg. Voðalega margir með rauð ljós í gluggunum, ægilega huggulegt svona í skammdeginu. Húsin eru líka með almennilega kyndingu (annað en í London) því mér sýndist gegnum gluggana flestar konur vera á nærklæðunum heima hjá sér. Þær voru allar sérstaklega almennilegar og brostu og veifuðu öllu fólkinu sem labbaði framhjá. Mér sýndist þær jafnvel vera að benda okkur á að við værum velkomin í heimsókn. Ég kunni ekki við að þiggja boðin, við Íslendingar erum ekki vanir svona gestrisni. Ég hugsa reyndar að mig langi ekkert að venjast því að láta ellilífeyrisþega með sílikonbrjóst í leðurnærbuxum benda á mig með titrara þegar ég labba framhjá. Já, svona er ég lokuð og íhaldssöm.

23. jan. 2004

Farin á vit ævintýranna í helgarferð til Amsterdam.... vúhú!

22. jan. 2004

Love is in the air...

Mér finnst færslan hennar Brynju vera ógislega sæt og skemmtileg.



21. jan. 2004

Til hamingju með afmælið Ólöf :)

Jónas tónlistargúrú maðurinn hennar Evu skrifaði um daginn gagnrýni um tónlistina úr Kaldaljósi. Fínn pistill sem minnti mig á mynd sem ég sá í fyrra, American Wedding (as in American Pie 3). Já, Kaldaljós og American Wedding, báðar klassamyndir um samfarir og hamfarir.



Nei nei. Málið er það að þegar ég kom fyrst í stórborgina keypti ég DVD sjóræningjaútgáfu af umræddri mynd (AW) af horuðum róna á Oxford Street. Fyrir utan það að hún er textuð á tælensku (sleppum því hvað myndin er almennt léleg og leiðinleg) er einn stórgalli við diskinn. Það heyrist tal og hljóð - en engin tónlist. Hvort sem það er ofbeldi, ástarsenur eða brúðarvalsinn - allt er þetta leikið í hljóði. Fyrst fannst mér þetta fyndið...unglingarnir í hörkustuði á dansgólfinu í algjörri þögn. Síðan fór ég að sakna amerískrar vellutónlistar sem hefði átt vel heima í tilfinningasenunum. Á endanum gafst ég upp... myndin var nógu leiðinleg fyrir en án nokkurrar tónlistar var hún óáhorfanleg. Það var ekkert sem vakti upp spennu, samúð, hvað sem er. Reyndar fann ég til með strákgreyinu þegar pabbi hans kom að honum í miðjum klíðum á veitingastaðnum. Það þurfti ekki undirleik til þess :)

19. jan. 2004

Til hamingju með afmælið Dr. Freyja Dolitle!
Píparinn kom og spurði hvaða hálfviti hefði fest sturtu við kranann með kennaratyggjói, plastfilmu og málningarlímbandi. Heimatilbúningurinn minn lak semsagt beint niður á hæðina fyrir neðan. Ég þóttist ekkert vita... en við fengum að minnsta kosti nýja sturtu :)



Fór til Brighton um helgina.... ahhh good old Brighton. Það er allt svo afslappað og næs þarna við ströndina. Mynd segir meira en þúsund orð er það ekki? (já ég veit að ég er lélegur bloggari...)

14. jan. 2004

Sólrún bakar smákökur....

Jólin búin, árið liðið og Londonlífið komið aftur í gang. Er að hugsa um að sleppa því að gera upp árið 2003 og einbeita mér bara að 2004.



Jæja, eins og sumir vita fengum við þvottavél í höllina í desember. Gott mál, nema hvað þegar brjálaði Kínverjinn á neðri hæðinni kemur heim úr jólafríi er allt á floti í íbúðinni hans. Mjög leiðinlegt og við lofuðum auðvitað að nota ekki þvottavélina fyrr en við værum búin að láta athuga þetta. Eftir að hafa gengið í illa lyktandi fötum í nokkurn tíma (allir píparar í fríi) fáum við hótunarbréf frá honum alveg bandspólandibrjáluðum um að hann ætli að láta henda okkur út því aftur er allt á floti. Við erum á mjöööög vafasömum leigusamningi þannig að ég var farin að æfa betlaralúkkið ef við skyldum enda á götunni. Eftir vesen og aftur vesen kemur í ljós að þvottavélin er í góðu lagi. Baðið hins vegar lekur eins og ég veit ekki hvað. Við erum því ennþá illa lyktandi – en að minnsta kosti í hreinum fötum.

3. jan. 2004

Gleðilegt ár!

Er í bloggfríi til 6. jan þegar ég held aftur til Lundúna á vit ævintýranna...

Þangað til næst, mín kæru.