26. jan. 2004

Helgin var hamingjusöm og heimilisleg enda var hótelgistingin rétt hjá hollenska Baker Street.



Amsterdam er vinaleg borg. Voðalega margir með rauð ljós í gluggunum, ægilega huggulegt svona í skammdeginu. Húsin eru líka með almennilega kyndingu (annað en í London) því mér sýndist gegnum gluggana flestar konur vera á nærklæðunum heima hjá sér. Þær voru allar sérstaklega almennilegar og brostu og veifuðu öllu fólkinu sem labbaði framhjá. Mér sýndist þær jafnvel vera að benda okkur á að við værum velkomin í heimsókn. Ég kunni ekki við að þiggja boðin, við Íslendingar erum ekki vanir svona gestrisni. Ég hugsa reyndar að mig langi ekkert að venjast því að láta ellilífeyrisþega með sílikonbrjóst í leðurnærbuxum benda á mig með titrara þegar ég labba framhjá. Já, svona er ég lokuð og íhaldssöm.

Engin ummæli: