30. jan. 2004

Haldiði að litli atvinnuleysinginn (ég) hafi ekki bara fengið vinnu í vikunni. Eða svona. Tímabundið. Vúhú!

Svo er Guðrún gella að fara að koma til mín næstu helgi og Þorrablótið er líka þá þannig að... things are looking up!



Annars gerði ég lítið merkilegt í vikunni þannig að tölum aðeins meira um Amsterdam.

Ég held að það hafi vantað nokkrar heilasellur í konuna sem afgreiddi okkur á flugvellinum. Hún spurði hvort við vildum sitja við glugga eða gang. Við sögðum við glugga og í miðjunni. Er ekki ljóst hvað það þýðir? Jú jú - hún setti Mr. Big við gluggann og mig í miðjuna... en ekki í sömu sætaröð!



Klósettin á flugvellinum eru líka saga út af fyrir sig. Á kvennaklósettinu (kannaði ekki aðstæður hjá körlunum) voru risastór listaverk máluð á veggina. Allt í lagi með það, nema hvað það heyrðist líka sjávarniður úr veggnum. Ég velti því fyrir mér hver tilgangurinn væri.

a) Hljóðið er hluti af listaverkinu

b) Hljóðið er til að róa flughrædda farþega

c) Hljóðið er til að hjálpa manni að pissa (flýtir fyrir til að forðast langar raðir á klósettið )



Engin ummæli: