28. mar. 2004

Níu dagar í Íslandsför, vei! Hlakka svooo mikið til að koma heim að hitta alla. Ekki þetta jólastress, bara vinir og vor og endalaust súkkulaðiát ;)



Helgin var reyndar ágæt. Fór í fjögurra tíma göngu í gær. Þetta var afmælisganga, 17 manns, rauðvín og súkkulaði í nesti og gengið á pöbbinn í næsta bæ þannig að það var ekki svo erfitt :) Samt var gott að finna aðeins til í lærvöðvunum í morgun.



Mér tókst líka loksins að kaupa mér notaðan síma. Gamli gaf upp öndina fyrir nokkrum vikum þannig að ég var afar fegin að vera aftur komin í samband. Fyrsta sms-hljóðið hljómaði líkt og undurfagur fuglasöngur eða englakór....



22. mar. 2004

Það skiptust á skin og skúrir í vikunni. Frábært að fá dásamlega dýralækninn minn í heimsókn og svo komu foreldrarnir (þeir eru reyndar líka dásamlegir) um helgina.



Ekki má gleyma að minnast á lokaþátt Sex and the City - ég fór ekki að gráta enda löngu búin að komast á snoðir um afdrif skóskvísanna. Og nei, mér finnst ekkert að því að skoða handrit á netinu af þáttum sem maður hefur ekki séð. Ef Bandaríkjamenn vita hvað er að gerast í uppáhaldsþáttunum mínum þá á ég rétt á því að vita það líka! Annars gætu til dæmis Vinirnir Ross og Rachel byrjað aftur saman og ég ekki frétt af því fyrr en mörgum vikum seinna. Æ dónt þink só!

Gulldrengurinn í vinnunni var mjög áhugasamur um þennan lokaþátt SATC og við ræddum örlög aðalpersónanna þó nokkuð lengi þangað til hann þagnaði skyndilega og bætti svo við: Ég horfi sko bara á þessa þætti til að sjá fötin (hann hefur mikinn áhuga á tísku og hönnun). Hann horfir víst mikið á sápuóperur til að sjá húsgagnahönnunina. Einmitt.

14. mar. 2004

Ok ok. Ég skal taka mig á í blogginu.

Brjálað stuð á Baker Street að vanda. Ég starfa enn sem dúskadrottning í púðadeild og hef kynnst mikið af ágætu fólki. Í deildinni minni er amman sem syngur bítlalög, indverski gulldrengurinn sem þráir að verða tískulögga, yfirkrembollan sem talar við kærastann sinn í símann allan daginn og harðstjórinn sem öllum finnst gaman að baktala.



Annars var helgin fín. Föstudagskvöldið algjör draumur, Friends, Will&Grace, Sex and the city, Haagen Daz (nenni ekki að fletta því upp) og rauðvín. Ahhh.... Í gær var skemmtilegt asískt kvöld í heimkynnum Evu. Flottur dans, góður matur en lélegur húmor.



Læt fylgja með nokkrar myndir frá afmælisdegi Mr. Big um daginn. Big nývaknaður og ég í St. James park. Verðlaun fyrir þá sem giska rétt hvað eru mörg kerti á kökunni! (og bannað að svindla ef þið vitið svarið). Ef þið getið ekki scrollað niður þurfiði bara að ýta á Refresh nokkrum sinnum...getur annars einhver sagt mér hvað ég þarf að gera til að laga þetta?







5. mar. 2004

Enn a lifi... byrjud ad vinna i innkaupum i duskadeild hja big bissness fyrirtaeki og er nuna serfraedingur i gardinuholdurum. Thad eru nefnilega ekki allir gardinuhaldarar eins skal eg segja ykkur... nuna eru til daemis perlur og natturulegir litir mikid i tisku...



Eg get ekki sagt ad eg hafi fundid kollun mina i thessari vinnu thannig ad thad er agaett ad hun se timabundin. Eg er samt ad laera heilmikid nytt sem er svosem alltaf skemmtilegt. Svo er vinnutiminn finn og haegt ad leggja sig i hadeginu i serstokum stolum. Hins vegar sit eg a rassinum allan daginn thannig ad eg akvad ad reyna ad hreyfa adeins a mer bossann. Skellti mer i Tae-Bo med good old Billy Blanks... vidjospolurnar a bokasafninu eru alveg ad sla i gegn. Held samt ad brjaladi Kinverjinn a nedri haedinni hafi ekki verid neitt serstaklega anaegdur med hoppid i mer og hropin i Billy (serstaklega ekki eftir lekann um daginn...).



Back to work, goda helgi darlings xx