22. mar. 2004

Það skiptust á skin og skúrir í vikunni. Frábært að fá dásamlega dýralækninn minn í heimsókn og svo komu foreldrarnir (þeir eru reyndar líka dásamlegir) um helgina.



Ekki má gleyma að minnast á lokaþátt Sex and the City - ég fór ekki að gráta enda löngu búin að komast á snoðir um afdrif skóskvísanna. Og nei, mér finnst ekkert að því að skoða handrit á netinu af þáttum sem maður hefur ekki séð. Ef Bandaríkjamenn vita hvað er að gerast í uppáhaldsþáttunum mínum þá á ég rétt á því að vita það líka! Annars gætu til dæmis Vinirnir Ross og Rachel byrjað aftur saman og ég ekki frétt af því fyrr en mörgum vikum seinna. Æ dónt þink só!

Gulldrengurinn í vinnunni var mjög áhugasamur um þennan lokaþátt SATC og við ræddum örlög aðalpersónanna þó nokkuð lengi þangað til hann þagnaði skyndilega og bætti svo við: Ég horfi sko bara á þessa þætti til að sjá fötin (hann hefur mikinn áhuga á tísku og hönnun). Hann horfir víst mikið á sápuóperur til að sjá húsgagnahönnunina. Einmitt.

Engin ummæli: