31. jan. 2003

Biddu - er alltaf fostudagur?
Kannski er thad bara vegna thess ad fostudagar eru svooooo leeeeeeeengi ad lida. Er i thremur greinum thar sem eg a ad taka inn heil oskopin oll af upplysingum. Kennarinn sem kennir sidasta timann er enn ad jafna sig eftir taugaafall thannig ad hann stamar og svitnar og gengur i hringi i kringum stofuna thegar hann talar thannig ad madur verdur gjorsamlega ringladur. Annars er bara snjor og skitakuldi herna. I strandbaenum sjalfum. Hnuss.

30. jan. 2003

Tilraunir a tilraunir ofan. Svolitid gaman ad vera komin aftur i salfraedifilinginn, var ad bera saman mismunandi tolvugraejur i gaer og notadi 16 manns fra Kings Road sem thatttakendur. Thad fannst ollum svo gaman ad taka thatt og thetta var helsta social event gaerkvoldsins hja morgum, ad bida i rod a ganginum hja mer (vorum ad profa i eldhusinu).
Asdis Miami-beib var ad spurja um Sodaperra sem henni finnst svo skemmtilegur. Thad er eiginlega bara litid ad fretta af honum. Hann gekk fram af okkur svo oft ad vid eiginlega vondumst thvi. Hann er enntha hradlyginn, thjofottur, pervert og sodalegur, syngur a klosettinu og skeinir ser ekki en eg yfirleitt fordast hann og reyni ad lata hann ekki fara i taugarnar a mer. Thad fer allt of mikil orka i thad ad vera pirradur ef madur byr med theim sem pirringurinn beinist ad. Hann veit lika hvad hann er leidinlegur thannig ad hann er farinn ad elda miklu seinna en allir adrir og koma mjog seint heim a kvoldin. Leidinlegt - en thad er bara ekki haegt ad eiga edlileg samskipti vid thennan dreng. Eda mann - hann segist vera thrjatiuogtveggja en mig grunar nu ad hann se eitthvad naer fertugu. En Asdis, bara fyrir thig skal eg segja eina daemisogu :)
Nalaegt thar sem eg by er naeturklubbur sem heitir Creation. Thetta er typiskur ' undergraduate meat market' stadur thar sem ungar stulkur i naer osynilegum pilsum standa skjalfandi a beinunum i longum rodum fyrir utan asamt karkyns skolafelogum sinum sem slefa a naer osynilegan skegghyjunginn yfir tilhugsuninni um ad rekast i eins og eitt brjost. Eg hef aldrei komid tharna inn en thad er gaman ad horfa a folkid i rodinni :) Fyrir um tveimur vikum sidan kom eg seint heim ur skolanum. Labbadi fram hja Creation thar sem var verid ad spila Britney og hugsadi 'nu tryllast osynilegu pilsin'. Sa sidan ad thad stod madur med nefid limt upp vid ruduna og var ad glapa inn. Audvitad Sodaperri. Eg labbadi framhja skellihlaejandi. Hann kom sidan heim ( sa mig ekki) og sagdist hafa skroppid adeins einn ut a pobbinn. Thessi elska.

28. jan. 2003

Eg var ad taka thatt i skemmtilegri salfraeditilraun... og fekk borgad fyrir thad!
Thetta var svona 'blind date' tolvuleikur thar sem eg atti ad reyna ad komast a deitid mitt a rettum tima og an thess ad eyda of miklum peningum. Fekk alltaf nokkra valmoguleika fyrir naesta skref. Sidan var mer synd mynd af deitinu minu og atti thvi naest ad svara thvi hversu adladandi mer fyndist pilturinn og hversu liklegt vaeri ad eg heldi deitinu afram. Eg gaf honum 6, 5 og sagdi ad thad vaeri mjog liklegt ad eg gaefi deitinu sens. Thetta byggdist hins vegar allt a kenningum um cognitive dissonance. I tolvuleiknum eyddi eg miklum tima, peningum og fyrirhofn i ad komast a deitid (missti af straeto, fekk lykkjufall o.s.frv.). Vinkona min sem tok thatt komst hins vegar eiginlega strax a deitid. Hun gaf honum 3 i einkunn og sagdi ad thad vaeru helmingslikur a ad hun heldi afram. Snidugt. Svo fengum vid lika tvo og halft pund a mann :)
Hmmm.... on second thought... kannski var thetta bara mynd af einhverjum gaeja sem vildi vita hvada stelpur hann aetti sens i :)

26. jan. 2003

Eftir gærdaginn er ég komin með ofnæmi fyrir Aerosmith. Ég ætlaði að fara að klúbbast (hið fræga clubbing) um kvöldið í fyrsta sinn ever þannig að ég ákvað að taka mér smá bjútíblund um eftirmiðdaginn. Það var hins vegar alveg vonlaust því Ken sambýlingur minn í næsta herbergi var alveg að fara á kostum í rokkstjörnufílingnum. Hann er 23 ára lítill og krúttlegur Kínverji og hinn vænsti drengur en gersnauður tónlistarhæfileikum. Sem er óheppilegt þar sem hans helsta hobbí er að setja græjurnar í botn, spila með á rafmagnsgítarinn og syngja hástöfum með. Þetta væri kannski allt í lagi nema hvað hann spilar bara sömu tvö Aerosmith lögin aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Ég kunni ekki við að biðja hann um að lækka enda kem ég oft sjálf heim seint á kvöldin og trufla kannski einhvern og svo var þetta líka um miðjan dag.
Í staðinn fyrir að leggja mig náði ég hvort eð er nýju hámarki í fjöldamauramorði sem fer fram dag hvern. Kannski spurning um að minnka súkkulaðibirgðirnar í herberginu svo þeir sæki ekki eins mikið hingað. Það er bara ein leið til að minnka súkkulaðibirgðir... skófla þeim í sig yfir Friends. Spurning um að hefjast hana við þetta áríðandi verkefni :)

23. jan. 2003

Eitt skondið sem verður eiginlega að koma í framhaldi af síðustu færslu...
Ég var að segja skólasystrum (skemmtilegt orð, minnir mig á Sound of Music) mínum frá Danmerkurferðinni og varð auðvitað að minnast á fuglinn góða (enda gott krydd í ferðasöguna og satt að auki). Var sumsé að tala um "my friend´s hyperactive masturbating parrot" sem þeim þótti voða fyndið nema Rowanne sem ætlaði alveg að fara yfirum af undrun og hneykslan. Ég fékk samviskubit yfir því að hafa kannski gengið yfir strikið - fólk er auðvitað misviðkvæmt og svona. Það kom svo í ljós að hún hélt að ég hefði sagt "parents" en ekki "parrot". Ahhhh. Þarf kannski að fara að tala skýrar :)
Nyja lofatolvan virkadi ekki i Koben, hnuss. Eg skemmti mer hins vegar storvel thratt fyrir thad. Vid fraenkurnar kurdum saman yfir misskemmtilegum biomyndum, lasum blod, eldudum og bokudum (minn thattur i thvi var reyndar afar takmarkadur....), kiktum i H&M, settum a okkur maska og gurkusneidar og rifjudum upp gamla tima med thvi ad gera kossalista.
Hapunktur ferdarinnar var svo audvitad afmaelid sjalft a sunnudeginum. Hulda vinkona hennar og donsku kaerastarnir theirra beggja voru a svaedinu thannig ad eg babbladi heil oskop a baunamali. Kaerustuporin voru afar innileg enda badar stulkurnar nykomnar ur fjogurra manada Sudur-Amerikuferd. Eg var sjalf i horkukelerii med Simon sem er fuglinn hennar Freyju. Hann var eitthvad skrytinn thessa helgina, ofvirkur, arasargjarn og gradur og nuddadi ser stanslaust upp vid mig. Svo heimsottum vid Odd fraenda sem byr lika i Koben.
Semsagt vel heppnud ferd. Verst hvad dagarnir eru grair nuna...

18. jan. 2003

Jaeja eg veit ad eg hef ekki skrifad a bloggid langalengi en nu koma vonandi betri timar med blom i haga.Eg er lika ordin svo taeknivaedd,er ad skrifa thetta i rutu a nyju lofatolvuna mina,vei vei! Tekur bara endalausan tima thvi hun skilur ekki alltaf skriftina mina :) Mikid meira seinna, Koben here I come!

12. jan. 2003

Klukkan er 3:07 og eg er komin aftur i tolvuverid (for heim klukkan niu). Nu eru rumir 20 timar til stefnu i skil thannig ad eg kom med tannburstann minn. Heilinn a mer vinnur fjorfalt haegar en venjulega og allt er i slo-mo. Akvedid kaeruleysi hefur gripid um sig - kannski ekki kaeruleysi heldur skeytingarleysi um heiminn utan tolvustofunnar. Ef thid viljid faera mer slaemar frettir tha er thetta retti timinn. Mer verdur liklega nokkud sama.
Hlakka samt mikid til thegar lif mitt verdur tekid af pasu klukkan 12:00 a morgun :)
Updeit: klukkan er 4:26 og vid Katerina erum i fotbolta i tolvuverinu.
Netverslunin min i Java er ekki til en eg get buid til skja thar sem stendur ad her opni fljotlega netverslun. Vona ad kennaranum finnist thad jafn fyndid og eg.
Fyrir tveimur manudum sagdi kennarinn minn mer ad thegar hann hefdi verid i thessu nami hefdi hann thurft ad eyda heilu nottunum i tolvuverinu. Eg hlo.
Klukkan er 4:04 og sidasti straeto er farinn.

10. jan. 2003

Vodalega er thetta skrytid.... RSS yfirlitid er med fyrirsogn undir minu nafni sem eg skrifadi ekki.....
Nog um thad, eg er byrjud i skolanum thratt fyrir ad vera enntha i profum og hef komist ad thvi ad eg verd afar taeknivaedd naestu tvo manudina. Tvo namskeid sem eg sit fengu styrk thannig ad eg verd med XDA og PDA graejur - eitthvad svona lofatolva/simi/nettenging daemi med 100 minutur okeypis a manudi - verd sumse tilraunadyr. Sama er mer! Svo er eg loksins ad laera eitthvad sem eg veit eitthvad um eins og behaviourisma og adferdafraedi og svona. Gaman gaman.
Stefni a ad komast a annad tilverustig i dag og verda eitt med Java - eina leidin til ad laera Java a tveimur dogum held eg :) Var i tolvuverinu til klukkan half thjrju i nott i skitakulda. Nu er bara ad thrauka fram a manudag...

9. jan. 2003

Karlmenn og súkkulaði. Namm.
Vid Katerina eyðum oft heilu kaffipásunum í að bera saman þetta tvennt okkur til skemmtunar. Okkur finnst nefnilega súkkulaði afskaplega gott en hittum merkilega lítið af álitlegum karlmönnum (ég er ekki að leita sjálf en er með radarinn á lofti fyrir hana auðvitað).
Niðurstaða pælinga síðustu viku:
-Næstum því allt súkkulaði er gott og það er auðvelt að ná sér í gott súkkulaði hvenær sem er.
-Úrvalið er mikið og fjölbreytt, jafnvel (á kaffistofunni í) tölvunarfræðideildinni.
-Súkkulaði uppfyllir yfirleitt væntingar þínar.
-Þú veist hvað þú ert að kaupa, til dæmis er ólíklegt að þú kaupir Snickers og komist að því eftir að hafa tekið utan af því að þú hafir í raun og veru keypt Mars.

Ég held að súkkulaðihjúpaður karlmaður sé málið. Enda er Óli að fara að koma í heimsókn með Síriusbirgðir.... ;)

8. jan. 2003

Eg er ad fara til Danmerkur, vei vei vei vei vei!
Bara easyJet einn tveir og tiu, flugid kostar attathusund islenskar med skottum sem er flott - Ryanair var reyndar ad bjoda upp a flug a thrjuthusundkall med skottum en eg gat ekki nytt mer thad...
Thannig ad eg verd hja Freyju minni a storafmaelinu hennar 19. januar (24 ara).
Nu er bara ad einbeita ser ad naminu, ja ja og sei sei.

7. jan. 2003

Einhver kommentaði á það að ég skrifaði að ég væri með margbletti á fótunum. Var auðvitað að meina marbletti - þótt þeir væru reyndar margir :) Einn bókstafur getur skipt skemmtilega miklu máli - ég tók til dæmis eftir auglýsingu fyrir jólin þar sem fyrirtæki nokkurt auglýsti stuðning við einhver börn. "Styðjum einhver börn" var fyrirsögnin. Eins og mér sé ekki sama um einhver börn úti í bæ... Geri ráð fyrir að það hafi vantað effið í lokin.
Svo finnst mér að Brynja ætti að vera duglegri að skrifa... ;)

6. jan. 2003

Thegar tveir eda fleiri senda saman (handskrifud) bref er venjan ad einn skrifi brefid en hver og einn riti nafnid sitt undir. Liklega er thetta til ad gera brefid personulegra og til ad syna ad allir hafi nu verid a stadnum og samthykkt innihald brefsins. Vid Katarina skrifudum tolvupost saman um helgina. Vid somdum textann saman en hun sa um ad pikka inn. I lok brefsins skrifadi hun nafnid sitt undir og retti mer sidan lyklabordid eins og ekkert vaeri edlilegra. Thad var ekki fyrr en eg hafdi undirritad ad vid attudum okkur a thvi ad thad vaeri oliklegt ad thetta skipti vidtakandann nokkru mali :)
Eg hef annars sagt thad adur ad mursteinsveggirnir i tolvuverinu naegi til ad gera hvern mann gedveikan. Held ad thad se rett. Their hafa ad minnsta kosti ekki gedheilsubaetandi ahrif.

4. jan. 2003

Mér fannst þessi frétt á mbl.is um daginn svolítið fyndin. Það er löngu hætt að koma mér á óvart að fótbrot þyki fréttnæmt á Íslandi heldur fannst mér skemmtilegt að þeir skyldu taka það fram að þetta væri eins og ef 160 manns myndu fótbrotna í Hafnarfirði. Af hverju annars í Hafnarfirði? Ég bara spyr. Þá er bara að reikna. Í skólanum mínum (University of Sussex) stunda til dæmis að minnsta kosti 6 Íslendingar nám. Það jafngildir 829 Pólverjum, 5864 Bandaríkjamönnum, yfir tuttuguþúsund Kínverjum og tæplega einum Færeyingi. Bara svona til að láta ykkur vita...

2. jan. 2003

Nýja árið mitt byrjar ekki fyrr en 13.janúar. Þannig verð ég bara að hugsa. Klukkan 12 á hádegi 13. janúar á ég að skila verkefnum, ritgerðum og skýrslum sem eru flest á byrjunarstigi. Verð að einbeita mér. Ég hef áður sagt að ég geti ekki byrjað að læra nema helst að ég sé komin fram yfir skiladag þannig að ég ætla að reyna sjálfdáleiðslu til að sannfæra sjálfa mig um að ég eigi að skila öllu á mánudaginn. Verða svo ofsalega hissa og glöð þegar ég kemst að því að ég hef auka viku til stefnu. Ætli það virki?
Ég fæ andlegan stuðning frá fólkinu í tölvuverinu. Verst að margir tölvunördanna eru með einhver forrit sem tekur klukkutíma að kompæla og á meðan vilja þeir helst spjalla um daginn og veginn. Darra litla virðist líka leiðast (hann á að skila doktorsverkefninu sínu á mánudaginn) og notar hvert tækifæri til að senda okkur Kat tölvupóst um að hann sé með súkkulaði eða mat uppi hjá sér. Eins og hann haldi að við myndum ekki vilja hitta hann ef við fengjum ekkert í staðinn. Ég kvarta ekki, hann er búinn að gefa okkur kvöldmat síðustu tvo daga :) Svo er ég með átta litla hringlaga margbletti á vinstri löpp. Dularfullt. Ef til vill merki að handan. Gæti reynt að tengja þá saman (svona connect-the-dots) og sjá út myndræn skilaboð. Alveg pæling.

1. jan. 2003

Gamlaárskvöld var öðruvísi en ég er vön. Enginn fjölskyldudinner, brenna, áramótaskaup, flugeldaregn, vinapartý eða kærastakúr. Það var samt gaman. Öðruvísi gaman en ég er mjög sátt. Það voru fimmtán manns í mat hérna í íbúðinni, flestir frá Kings Road en að auki bauð ég Katerinu og Darren. Matseðillinn var fjölþjóðlegur, flestir komu með einhverja smárétti. Laxasúpa frá Japan, avovcadoréttur frá Grikklandi, sjávarréttapasta frá Kína, alls konar indverskt gums og svo var eitthvað frá Króatíu, Chile og alls konar gotterí. Ég mætti bara með hvítlauksbrauð til að skella í ofninn sem var bara ágætlega vinsælt. Fyrir miðnætti fórum við niður á strönd með kampavín þar sem ótrúlega margir voru búnir að koma sér fyrir. Við tókum myndir og lékum okkur við öldurnar. Allir voru glaðir og vinir, nokkrir strákar dönsuðu í hringi berir að ofan og örfáum frekar skitnum flugeldum var skotið á loft :) Ölduleikurinn endaði með því að ég blotnaði í fæturna :) þannig að við héldum aftur heim til að spjalla. Ég dró Katerinu og Darren með mér inn í herbergi til að borða Nóa Sírius súkkulaðið sem ég kom með því ég tímdi ekki að deila því með öllum :) Síðan vorum við þar til klukkan hálf níu í morgun!!! Einhvern veginn fórum við að spjalla, sögðum sögur, fórum í leiki, lásum stjörnuspár, gerðum upp gamla árið og borðuðum mandarínur. Horfðum á Amelie á DVD sem ég fékk í jólagjöf frá mínum heittelskaða. Að henni lokinni var kominn morgun og strætó byrjaður að ganga þannig að ég henti þeim út :)
Nú er bara að takast á við nýja árið og byrja að læra!!!
Gleðilegt nýtt ár elsku vinir fjær og nær (það eru miklu fleiri fjær heldur en nær þannig að það er eðlilegra að það komi á undan).
Mér tókst að komast til Brighton fyrir áramót, vei vei! Rétt nældi í rútu til Birmingham, fór þaðan til London og svo til Brighton. Vesen að vera á þessu brölti og bílveiki gerði líka vart við sig eftir 12 tíma rútuferð en hvað gera fátækir námsmenn ekki til að spara peninga. Svo var þetta líka bara upplifun, pissustoppin öðruvísi (þótt ég hafi nú saknað Staðarskála) og gaman að horfa út um gluggann. Svei mér þá ef það var svo ekki bara pínulítið kunnuglegt og yndislegt að koma aftur í litla herbergið mitt og heimili. Horfa á sjóinn út um gluggann og líka hið fræga West Pier sem brotnaði fyrir nokkrum dögum. Akkúrat núna er fullt af fólki að ganga meðfram strandlengjunni að leita að braki til minja. Skemmtilegt.