21. jan. 2004

Jónas tónlistargúrú maðurinn hennar Evu skrifaði um daginn gagnrýni um tónlistina úr Kaldaljósi. Fínn pistill sem minnti mig á mynd sem ég sá í fyrra, American Wedding (as in American Pie 3). Já, Kaldaljós og American Wedding, báðar klassamyndir um samfarir og hamfarir.



Nei nei. Málið er það að þegar ég kom fyrst í stórborgina keypti ég DVD sjóræningjaútgáfu af umræddri mynd (AW) af horuðum róna á Oxford Street. Fyrir utan það að hún er textuð á tælensku (sleppum því hvað myndin er almennt léleg og leiðinleg) er einn stórgalli við diskinn. Það heyrist tal og hljóð - en engin tónlist. Hvort sem það er ofbeldi, ástarsenur eða brúðarvalsinn - allt er þetta leikið í hljóði. Fyrst fannst mér þetta fyndið...unglingarnir í hörkustuði á dansgólfinu í algjörri þögn. Síðan fór ég að sakna amerískrar vellutónlistar sem hefði átt vel heima í tilfinningasenunum. Á endanum gafst ég upp... myndin var nógu leiðinleg fyrir en án nokkurrar tónlistar var hún óáhorfanleg. Það var ekkert sem vakti upp spennu, samúð, hvað sem er. Reyndar fann ég til með strákgreyinu þegar pabbi hans kom að honum í miðjum klíðum á veitingastaðnum. Það þurfti ekki undirleik til þess :)

Engin ummæli: