23. maí 2004

Bólfarir í Borginni

Til útskýringar þá var Dilbert bara svona til áherslu - ég er ennþá með vinnu.

Eftir daginn ömurlega þá var bara eitt hægt að gera í stöðunni til að forðast það að grenja úr mér augun - horfa á Sex and the City. Þannig að ég horfði á fimm þætti í röð (og skældi svo pínulítið). Fín þerapía.



Heimasíminn minn er hættur að hringja. Nei, ég er ekki í afneitun yfir því að það hringi enginn í mig, hringingin virkar bara ekki. Ég er að reyna að æfa mig í hugsanaflutningi (aðallega móttöku) og tek upp tólið öðru hvoru til að athuga hvort það sé einhver í símanum. Það gengur ekkert sérstaklega vel...



Ég er ekki alveg að fatta breskt sjónvarp. Annað hvort sápuóperur eða raunveruleikaþættir í tíma og ótíma um allt milli himins og jarðar. Um daginn var þáttur um mann sem var með fóbíu fyrir bökuðum baunum. Í kvöld á besta tíma var þátturinn "Antique Roadshow" þar sem áhersla var lögð á 100 ára tóbakspípur í Carlisle, hvar sem það nú er. Síðan er það "Hells Kitchen" þar sem fræga fólkið (sér-breskt frægt fólk´, ég þekki engann) eldar mat. Frábært. Spurning um að setja Karrí og kó í DVD spilarann...

Engin ummæli: