2. jún. 2004

Grænt, grænt grænt....

Það er bannað að nota græna penna í vinnunni. Grænt er nefnilega litur fyrirtækisins og bara forstjórinn má nota græna penna. Hann má víst bara skrifa með grænu en í dag sagðist einhver hafa fengið bréf frá honum með blárri undirskrift. Svakalegt.



Grænn er líka Starbucks liturinn. Ég fór á Starbucks síðustu helgi og fylgdist með þegar var verið að taka viðtal við stelpu sem hafði sótt um vinnu. Var alltaf að bíða eftir spurningum eins og "kanntu að laga kaffi?" en þær komu ekki. Konan sem tók viðtalið tók starf sitt greinilega mjög alvarlega og baunaði á hana spurningum eins og "hvert er hugsanaferli þitt þegar þú tileinkar þér nýja hluti?". Vel menntað fólk og gott kaffi á Starbucks. Og góð möffins. Sem heita víst köppkeiks á bresk-ensku.



Að lokum: Ég er með ljósgrænt naglalakk á tánöglunum. Þær líta eiginlega út fyrir að vera að mygla. Hugsa að ég fari yfir í bleika litinn næst.

Engin ummæli: