7. apr. 2004

Mætt á Íslandið og búin að opna Sálfræðistofu Sólrúnar. Það beið mín nefnilega þetta fína aukaherbergi með sófa sem er tilvalinn til Freudískrar meðferðarvinnu. Allir velkomnir í ókeypis tilfinningaútrás á sófanum til 20. apríl. Eða bara í heimsókn til að kjafta... :) Mig langar að hitta svo marga!



Lenti við hliðina á áströlskum krullhaus í flugvélinni sem sagði mér að Macdónalds á Íslandi væri dýrasti makki í heimi samkvæmt Lonely Planet. Bara svona smá fróðleiksmoli...



Horfði á fótbolta í sjónvarpinu með öðru auganu um daginn. Það stóð að liðin Lei og Lee væru að spila. "Nú nú, kínverskur bolti, eitthvað nýtt" hugsaði ég og færði hitt augað yfir á Stevie (the TV). Fannst samt skrýtið að leikmennirnir litu ekki út fyrir að vera kínverskir. "Eru þetta allt aðkeyptir leikmenn" hugsaði ég en var samt ánægð með að breska sjónvarpið væri með svona fjölþjóðlega íþróttadagskrá. Það er að segja þangað til að ég fattaði að þetta væri auðvitað leikur Leicester og Leeds...

Engin ummæli: