14. júl. 2003

No one means all they say and very few say all they mean...

Það er allt að verða vitlaust á ströndinni. Hitinn nógu mikill til að synda í sjónum og fara úr að ofan. Ég er auðvitað dugleg stelpa og horfi bara á þetta út um gluggann og vinn í ritgerðar- , atvinnu- og húsnæðismálum. Skrepp svo niður á strönd í smástund á eftir...eiginlega betra að vinna á kvöldin þegar hitinn er farinn að nálgast 30 gráður daglega. Svo kvarta Englendingar yfir veðrinu...

Fór til London á laugardaginn. Sá mjög skemmtilegt leikrit sem heitir The Hitchcock Blonde. Ég kannaðist við einn aðalleikarann - fattaði svo að þetta væri Bernard úr Four Weddings and a Funeral. Einhver kannaðist við eina leikkonuna - hún lék Frost ljóskuna í síðustu Bond myndinni. Við fórum sjö saman. Sum undir 25 ára sum komin yfir þrítugt. Þrjátíuplús fengu áfall þegar tuttuguogfimmmínus sögðust ekki hafa séð Psycho. Í leikritinu var tvítug stelpa spurð hver hefði verið fyrsta bíómyndin sem hún sá. Care Bears the movie, svaraði hún. "Nei, alvöru bíómynd, sem þú fórst á án foreldra þinna" - sagði kennarinn. Mission Impossible, var svarið. Ég hló að því en fattaði svo að Batman var fyrsta bíómyndin sem ég fór á ein í bíó (tíu ára gömul með frænda mínum). Þrjátíuplús tóku andköf. Síðan hófust miklar umræður meðal tuttuguogfimmmínus um kærleiksbirnina.

Engin ummæli: