Ahhh....loksins komin heim í snjóinn og jólaköttinn. Gaman gaman að skrifa jólakort og skreyta piparkökur og hitta alla. Sumt hefur breyst, annað ekki. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að lífið heldur áfram þótt að ég sé ekki á svæðinu. Ég virðist ekki vera nafli alheimsins eins og ég hef stundum talið mér trú um.
Ég fann til dæmis ekki fjarstýringuna að sjónvarpinu í gær. Pabbi kom heim seinna og sagði mér að hún væri núna geymd í einhverri skúffu. Mér fannst þetta óþarflega skýrt merki um að ég væri aðkomumaður.
Ég hef mikið að segja
Fyrir 10 árum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli