Eldamennska Sólrúnar slær enn og aftur í gegn. Er búin að vera í allt kvöld að berjast við að matreiða...dammdarardamm... frosna pitsu. Já ég veit hvað þú ert að hugsa en mér er alveg sama, þetta kallast eldamennska hjá mér! Þetta hefur ekki gengið áfallalaust. Hérna er áfallasagan:
Kl. 16:30 Goodfellas Deep Pan Pizza keypt
Kl. 19:00 Ofninn dettur af örbylgjuofninum
Kl. 19:02 Ofn reistur vid
Kl. 19:30 Ofn hreinsadur
Kl. 20:15 Reynt að kveikja upp í ofni (gas)
Kl. 20:17 Ljóst að ofn er í ólagi
Kl. 20:25 Ofn í lagi eftir smá tilfæringar
Kl. 20:30 Pitsa sett í ofninn
Kl. 20:50 Sólrún verður vör við brunalykt
Kl. 20:52 Ljóst að pitsa er brunnin ad nedan (hitinn kemur að neðan)
Kl. 20:55 Grillið sett í gang (hitun að ofan)
Kl. 21:15 Sólrún finnur brunalykt
Kl. 21:17 Ljóst að pitsa er brunnin að ofan
Kl. 21:20 Ljóst að pitsa er óæt
Kl. 21:25 Sólrún ristar brauð...
Ég hef mikið að segja
Fyrir 10 árum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli