1. des. 2003

Jóhanna og Ragna gistu hjá mér um helgina. Við fórum saman á Tate Modern í gær að skoða sólina hans Ólafs Elíassonar. Lágum í sólbaði á listasafninu og horfðum dáleiddar á spegilmyndina í loftinu. Hefði getað verið þarna í marga klukkutíma. Svo urðu töfrarnir skyndilega að engu þegar við fórum á næsta pöbb og fengum þann versta og viðbjóðslegasta mat sem ég hef smakkað. Það voru fimm réttir á matseðlinum - þar af var ekki hægt að panta hamborgara eða kjúklingjasalat. Af hinum þremur völdum við fish&chips og grænmetis mousaka - bæði tilbúin á fimm mínútum eftir snögga hitun í örbylgjuofninum. Þetta var svo vont að ég hellti úr fimm litlum piparpokum yfir matinn minn í von um bragðbætingu. Það dugði ekki til þannig að ég bætti við salti, sinnepi og öllum mögulegum sósum sem voru til á staðnum. Neibbs. Enduðum sársvangar á Burger King í lok kvöldins. Áfram BK!

Engin ummæli: