10. des. 2003

Hef komist að því að ýmsir dauðir hlutir í íbúðinni virðast hafa sjálfstæðan vilja. Svolítið eins og í Beauty and the Beast nema hvað þau hafa snúist gegn mér. Rétt náði að forða mér undan hvæsandi straujárni sem stökk á mig í gær. Í morgun reyndi svo baðherbergisspegillinn að slá mig í höfuðið.



Ég er komin í svakalegt jólaskap eftir að hafa fengið jólapakka að heiman :) Jólahjólatónlistin komin á fullt og svona. Hlustaði á fölsku trúbadora fjölskylduna syngja Feliz Navidad á Oxford Street og setti upp jólahúfuna.



Það eina í fréttum í Bretlandi virðist vera að hetjur landsins lentu í umferðarslysum. Það munu vera rugby hetjan Johnny Wilkinson og svo auðvitað Ozzy Osbourne. Þeir eru báðir á batavegi greyin.

Engin ummæli: