12. des. 2003

Alveg eins og ég sá næstum því Russell Crowe um daginn þá sá ég næstum því allt Lord Of the Rings liðið í gær. Var á röltinu í bænum með vinkonu minni þegar ég heyrði brjáluð öskur sem gátu ekki gefið neitt annað til kynna en frumsýningu. Ég var voða spennt þangað til ég áttaði mig á að 10.000 manns höfðu komið á undan mér og það var ekki hægt að sjá neitt. Maður heyrði bara á öskrunum hvaða leikarar þetta væru nokkrum metrum framar. Þannig að ég missti af tækifæri til að sjá alvöru Hobbita.



Svona eftirá er ég bara fegin að hafa ekki séð Viggó/Aragorn. Hetjan mín er nefnilega ekki með hetjulúkkið í alvörunni. Sá hann í sjónvarpinu og neitaði að trúa því að þetta væri hann. Snökt. Með einhverja asnalega broddaklippingu og ekkert sverð.



Seinna um kvöldið fór ég á Nordic Bar með íslenskri stelpu til að skoða Skandinavana. Hittum enga aðra Íslendinga en lentum í Kaliforníugæjum sem voru mjög spenntir yfir að hafa rekist á íslenskt lambakjöt og sýndu frábæra takta.



Ég fékk ekki í skóinn í nótt :( Er samt með Kylie Minogue súkkulaðidagatal til að telja niður til jóla... reyndar telur þetta dagatal niður til áramóta sem er hálfskrýtið en hei, það þýðir bara meira súkkulaði fyrir mig :)

Engin ummæli: