4. des. 2003

Til hamingju með afmælið Ms. Garðarsdóttir!.



Mér datt í hug að þrífa fyrir ofan gardínurnar í stofunni áður en ég setti upp skraut. Fann fimm sentimetra þykkt lag af drullu. Giskaði á að þetta hefði bókstaflega aldrei verið þrifið svo ég setti upp gúmmíhanskana og gekk í málið. Var að fíla mig í fornleifafræðingshlutverkinu þangað til ég tók eftir því hvað drullan var öskuleg. Þetta var eins og kolbikasvört aska en ekki drulla sem ég var að koma fyrir kattarnef. Var ég að vanhelga einhverjar jarðneskar leifar sem hafði verið stráð þarna yfir? En hver vill eiginlega hvíla í friði á gardínusyllu? Kannski hefur einhver kálað einhverjum þarna, brennt hann í gasofninum og falið öskuna þarna uppi. Kannski drap Hobbitinn síðasta leigjanda. Kannski er það þess vegna sem ég fæ að leigja þarna svona ódýrt. Kannski...



Note to self: Hætta að hugsa svona mikið :)

Engin ummæli: