7. des. 2003

Vúhú...rosa gaman í afmælinu hjá Rögnu í gær. Nema kannski fyrir Rögnu því að það helltist þrisvar rauðvín yfir teppið. Það var reyndar eitt sjálfsmark - eftir rauðvínsteppahellingu nr. 2 datt Rögnu í hug að sýna hvernig hún hellir stundum óvart niður. Þá helltist auðvitað niður því að demonstreisjón flaskan var hálffull.





Ég fór heim í áframhald af "Sólrún gerir fínt". Gafst loksins upp á að þrífa þessa endalausu drullu út um allt þannig að ég ákvað að mála bara yfir hana. Það gefur svona skemmtilega kornótta áferð þegar maður málar yfir skít (eða ösku fyrrverandi leigjenda). Mjög töff.



Tókst líka loksins að leysa sturtuvandamálið - semsagt að tengja sturtuhaus við baðkar þar sem er ekki gert ráð fyrir sturtu. Eftir nokkrar frumlegar tilraunir tókst mér að láta vatnið renna rétta leið með kennaratyggjói, plastpoka, plastfilmu og ofurlímbandi. Ég ætti eiginlega að hafa samband við BBC og athuga hvort þeir hafi ekki áhuga á að fá mig til að vera með home improvement þætti...

Engin ummæli: